Dagur - 15.03.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 15.03.1990, Blaðsíða 12
Akureyri, fímmtudagur 15. mars 1990 Sauðárkrókur 95-35960 Húsavík 96-41585 Enn er sala raðsmíðaskips Slippstöðvarinnar í óvissu: Meleyri þarf að endumýja umsókn til Byggðastoftmnar Meleyri á Hvammstanga þarf að sækja á ný um lán frá Byggðastofnun til kaupa á raðsmíðaskipi Slippstöðvar- innar á Akureyri. Sala á rað- smíðaskipinu er því ekki enn í höfn þrátt fyrir að Fiskveiða- sjóður hafi nú ákveðið að lána 40% kaupverðs og stjórn Byggðastofnunar hafi áður samþykkt að lána 40%. Samþykkt stjórnar Byggða- stofnunar þess efnist að hún væri Eyjaijörður: Netaveidin loksins að glæðast í Eyjafirði „Það hefur verið að glæðast á netunum síðustu daga. Þetta var algjör hörmung lengi fram- an af þangað til í síðustu viku að netaveiðin batnaði,“ segir Björn Valur Gíslason, sjómað- ur í Ólafsfirði. Netabátar í Ólafsfirði halda sig mest norður við Gjögra og úti fyrir Héðinsfirði. Stærri netabát- ar frá þéttbýlisstöðunum við Eyjafjörð fara norðar og eru margir við Grímsey. Að sögn stýrimannsins á Stefáni Rögnvaldssyni EA-345 frá Dal- vík hefur verið þokkalega gott kropp á netunum að undanförnu. Hann segir að veður hafi hamlað veiðum að verulegu leyti frá ára- mótum en þá daga sem gefið hafi til veiða hafi verið nokkuð góður afli. „Vertíðin hefur verið betri hjá okkur en á sama tíma í fyrra, en gallinn er að vegna veðurs höfum við stundum ekki getað vitjað nógu oft um netin. Fiskurinn hef- ur því stundum verið tveggja, þriggja nátta.“ Að sögn stýrimannsins á „Röggnum“ er netafiskurinn mjög góður í ár, stór og feitur. óþh tilbúin til að lána 40% kaupverðs var gerð áður en áætlanir Meleyr- ar breyttust en sem kunnugt er sótti fyrirtækið á ný um lán úr Fiskveiðasjóði íslands og fékk jákvætt svar í fyrradag. Astæða þess að samþykkt Byggðastofn- unar stendur ekki nú er sú að í henni var miðað við lán gegn 1. veðrétti en Fiskveiðasjóður hefur nú 1. veðrétt enda iánar sjóður- inn ekki nema gegn 1. veðrétti. Guðmundur Malmquist, for- stjóri Byggðastofnunar, segir að samkvæmt þessu þurfi Meleyri að sækja á ný um lán frá stofnun- inni. „Þetta þarf því endurum- fjöllun í stjórn Byggðastofnunar. Fyrirtækið þarf að gera grein fyr- ir sínum málum og ég hef í dag verið í sambandi við fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins um framvindu þessa máls,“ sagði Guðmundur í samtali við blaðið í gær. Næsti fundur stjórnar Byggða- stofnunar verður 22. mars n.k. og þá gæti loks komið endapunktur á sölu þessa skips Slippstöðvarinn- ar sem óvissa er búin að vera um síðustu þrjá mánuði. JÓH Er hún ekki einmana greyið? Mynd: KL Norðurland: Fiskimið gjöMí febrúarmánuði Heiidaraflinn á Noröurlandi í febrúarmánuöi síðastliðnuni var mun meiri en í sama mán- uði 1989 og hefur mokveiði á loðnu þar mest áhrif. Alls komu 90.631 tonn af físki að landi í mánuðinum á móti 22.936 tonnum í sama mán- uði í fyrra. Aflinn er að stærstum hluta loðna. Alls veiddust 83.196 tonn af henni í febrúar sam- kvæmt bráðabirgðatölum Fiski- félags íslands. Samsvarandi tala fyrir febrúar 1989 er 13.757 tonn. Þorskaflinn var öllu minni í febrúar nú, .5.504 tonn á móti 7.990, og það sama gildir um flestar aðrar tegundir nema hvað tölur yfir karfa, steinbít og grálúðu eru ívið hærri nú. Þá veiddust 664 tonn af rækju í mánuðinum á móti 295 tonnum í fyrra. Einnig má nefna að 196 tonn af hörpudiski komu á land í febrúar en ekkert veiddist af honum í þessum mánuði í fyrra. Heildarafli landsmanna í mánuðinum var 358.975 tonn, á móti 244.035 tonnum á sfðasta ári. SS „Árekstur“ Þjóðarsálar og Útvarps Norðurlands: Rúmlega 100 Raufarhafnarbúar sendu undirskriftalista til útvarpsráðs - tillaga fyrir útvarpsráði að stytta síðdegissendingu svæðisútvarpsins í 25 mínútur Nýlega bárust útvarpsráði undirskriftalistar frá rúmlega 100 íbúum á Raufarhöfn þar sem þess er krafíst að þeir fái að njóta þáttarins „Þjóðarsál“ sem er á dagskrá Rásar 2 í Ríkisútvarpinu á sama tíma og sendingar Útvarps Norður- lands. Áður höfðu all margir hlustendur á landsbyggðinni, bæði á svæði Útvarps Norður- lands sem og svæðisútvarpsins á Austurlandi og á Vestfjörð- um, látið frá sér heyra þess efnis að þeir væru óánægðir með að sendingar svæðisút- varpsstöðvanna séu á sama tíma og útvarpað er „þjóð- fundi“ í beinni útsendingu sem um fimmtíu þúsund íbúar landsins geta ekki tekið þátt í. Skömmu eftir að undirskriftar- listarnir frá Raufarhöfn bárust lagði framkvæmdastjóri Ríkisút- varpsins fram tillögu í útvarps- ráði þess efnis að reynt verði að finna lausn á þessu máli. „Það er rætt um að stytta útsendingatíma svæðisútvarpsstöðvanna síðdegis niður í 25 mínútur en á móti kæmu innskot frá okkur í hádeg- inu, en morguntímarnir verði eins og áður. Þetta væri leið til að Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga: Væntanlegar tillögur forsætis- ráðherra um lausn á prhagsvanda Búist er við að Stcingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra, leggi fyrir ríkisstjórnar- fund á morgun tillögur um leiðir til bjargar Útgerðarfélagi Norður-Þingeyinga. Málefni félagsins komu til umræðu á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag og þar upplýsti forsætisráð- herra m.a. að Atvinnutrygg- ingasjóður og Hlutafjársjóður hefðu mismunandi áherslur í lausn á fjárhagsvanda fyrir- tækisins. Sýnt þykir að Ríkisábyrgða- sjóður verði að leggja sitt að mörkum í lausn á fjárhagsvanda Útgerðarfélags Norður-Þingey- inga af þeim sökum að stór hluti skulda af Stakfelli eru við hann. Samkvæmt upplýsingum Dags hefur Ólafur Ragnar Grímsson, fjármáiaráðherra, hins vegar ver- ið tregur til að samþykkja auknar kvaðir á Ríkisábyrgðasjóð. í stað þess hefur hann nefnt mögu- leika á að Hlutafjársjóður kæmi með svokölluð B-hlutdeildar- skírteini inn í heildardæmið. Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, sagði í samtali við Dag að hann ásamt Stein- grími J. Sigfússyni, landbúnaðar- ráðherra, hefðu verið mjög óhressir með þær raddir, sem m.a. hefðu kornið frá stjórnar- mönnum Hlutafjársjóðs, að Stakfellið þjónaði ekki hlutverki sem atvinnufyrirtæki á Þórshöfn. „Við höfum reynt að leggja áherslu á þær hugmyndir sem eru uppi um breytta útgerðarhætti. Það er að vísu rétt að Stakfellið landaði ekki mikið á síðasta ári til vinnslu á Þórshöfn, en nú hugsa menn sér að hafa annan hátt á,“ sagði Guðmundur. óþh koma þessu haganlegar fyrir þann- ig að dagskráruppbyggingin væri rökrétt,“ sagði Erna Indriða- dóttir deildarstjóri Útvarps Norðurlands. Erna segir að ef af þessu verði, muni útsending þeirra síðdegist einkennast af fréttum og fréttatengdu efni á kostnað t.d. tónlistarflutnings og gæti breytinging orðið í vor. „Ég tel þetta alls ekki þurfa að þýða afturför eða ósigur fyrir svæðisút- varpið, en óneitanlega munum við missa auglýsingatekjur vegna þessa. Það eru því bæði kostir og gallar á þessu máli þó ég telji sjálf að hægt sé að hugsa sér annað fyrirkomulag á svæðisútvarpinu en nú er án þess að skerða þjón- ustuna við hlustendur. í skoðana- könnun sem framkvæmd var sl. haust kom fram mjög mikil ánægja með Útvarp Norðurlands og tel ég svæðisútvarp sjálfsagða og eðlilega þjónustu við lands- bypgðina." I útvarpsráði og meðal starfs- fólks útvarpsins eru skiptar skoðanir um málið en Erna segir að þetta vandamál verði sjálfsagt ekki leyst fyrr en svæðisútvarp verður komið á fyrir allt landið og það sent út á sama tíma alls staðar. Erna segist ekki sjá fram á að þurfa að fækka starfsfólki á Akureyri ef af breytingum verður en vissulega þurfi að endurskipu- leggja starfsemina. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.