Dagur - 15.03.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 15.03.1990, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 15. mars 1990 - DAGUR - 11 íþróttir „Aldrei að segja aldrei - Eiríkur Sigurðsson í stuttu spjalli en hann leikur sinn síðasta leik með Þór gegn Víkverja á laugardag Eiríkur í baráttu í einum af þeim 329 leikjum sem hann hefur spilað með meistaraflokki Þórs. Eiríkur Sigurðsson, gamla kempan í körfuknattleiksliði Þórs, leikur að öllum líkindum sinn síðasta leik þegar Þórsar- ar mæta Víkverja í aukaleik um Úrvalsdeildarsæti í íþrótta- skemmunni á Akureyri kl. 16 á laugardag. Eiríkur hefur lcikið körfuknattleik í 20 ár en hyggst David Barnwell, golfkennari hjá GA, er nú að fara af stað með golfkennslu fyrir börn og unglinga, 18 ára og yngri. Kennslan mun fara fram í Golfskálanum á Akureyri á hverjum sunnudegi næstu vik- ur frá kl. 14-17 og er hún ætluð öllum, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Kennslan hefst næsta sunnu- dag. Mega krakkarnir mæta hve- nær sem er á þessum tíma og þurfa þau ekkert að hafa með sér þar sem allur útbúnaður verður á staðnum. Farið verður í alla þætti golfsins og verður kennslan Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og lögðu topplið Fram í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik á þriðjudagskvöldið. Leikur- inn fór fram í íþróttahöllinni á Akureyri og urðu lokatölurnar 22:21 eftir æsispennandi loka- mínútur. Leikurinn var reynd- ar jafn og spennandi allan tím- ann en þegar á heildina er litið verður sigur Þórs sennilega að tcljast verðskuldaður. Framarar voru heldur sterkari í byrjun og voru skrefinu á undan nú leggja skóna á hilluna. Þess má geta að Eiríkur leikur sinn 330. leik með meistaraflokki á laugardaginn. „Auövitað á maður aldrei að segja aldrei en í dag tel ég útilokað að ég hafi mig af stað næsta haust,“ segir Eiríkur en hann átti stutt spjall við blaðið í tilefni þessara ókeypis. David tekur einnig að sér kennslu fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki svo eitthvað sé nefnt. Tímar eru þá eftir samkomulagi og veitir David upplýsingar í Golfskálanum alla daga í síma 22974. Þar sem barna- og unglinga- starf er sífellt að verða stærri þáttur í starfi Golfklúbbs Akur- eyrar hafa kviknað hugmyndir um að stofna foreldraráð innan klúbbsins. Er því beint til for- eldra sem áhuga háfa á að taka þátt í slíku starfi að mæta á stutt- an fund í Golfskálanum að Jaðri kl. 17 á sunnudaginn kemur. fyrstu mínúturnar. Þeir náðu þó aldrei meira en tveggja marka forystu og þegar 15 mínútur voru liðnar höfðu Þórsarar náð að jafna 6:6. Leikurinn var síðan í járnum um stund, jafnt á öllum tölum en staðan í hléi var 12:11 Þórsurum í vil. Þórsarar voru mun ákveðnari framan af síðari hálfleik en gekk illa að hrista Framarana af sér. Þegar staðan var 14:13 og 15:14 fengu Þórsarar mörg tækifæri til að auka forskotið þegar Framar- ar virtust vera að brotna. En þeir tímamóta. „Eg álpaðist á fyrstu æfinguna 1970 og hafði þá ekki einu sinni séð boltann áður. Ég var þá á sldra ári í 3. flokki en árið eftir byrjaði ég að æfa og leika með meistaraflokki, fyrst og fremst vegna manneklu. Liðið var þá í 1. deild sem var efsta deildin á þeim tíma en við féllum reyndar í 2. deild þetta ár. Við vorum síð- an að berjast í efri hluta 2. deild- ar þar til veturinn '76-77 en þá komumst við í 1. deild aftur. '77- 18 var Úrvalsdeildin stofnuð og við tryggðum okkur sæti í henni eftir aukaleik. Við spiluðum í Úrvalsdeildinni veturinn '78-79 og féllum þá í fyrstu deild. Senni- lega var þetta mitt besta tímabil, ég var 13. stigahæsti maður deild- arinnar og í 13. sæti í einkunna- gjöf Morgunblaðsins. Þá var ég valinn til æfinga með landsliðinu en gaf ekki kost á mér af persónu- legum ástæðum. Árið eftir meiddist ég á hné og átti í þeim meiðslum fram á yor 1984. en þá fór ég í aðgerð og gat af þeim sökum ekkert leikið með á tíma- bilinu '84-85. Ég kom síðan inn á næsta tímabili og hef-vefið með óslitið síðan. Við endurheirirtúm síðan sætið í Úrvalsdeild 1987 og höfum hangið í henni síðan. fóru illa með upplögð færi og Framarar náðu sér aftur á strik, skoruðu á skömmum tíma 4 mörk í röð og breyttu stöðunni í 15:18. Lokamínúturnar voru æsi- spennandi. Þórsarar jöfnuðu og náðu tveggja marka forystu, 21:19, en þá skoruðu Framarar tvö mörk í röð. Þórsarar bættu við marki og Framarar reyndu í örvæntingu að jafna. Eftir mik- inn darraðardans fengu Framarar aukakast þegar leiktíminn var útrunninn og dansaði boltinn á milli stanga Þórsmarksins en vildi ekki inn og Þórsarar fögnuðu sigri. Það var fyrst og fremst barátta sem skóp þennan sigur Þórsara. Liðið hafði áhuga á því sem það var að gera og það gerði gæfu- muninn. Ólafur Hilnrarsson átti góðan leik fyrir Þór, barðist vel í vörninni og gerði marga laglega hluti í sókninni en var hins vegar oft of bráður. Páll Gíslason dreif liðið áfram á mikilvægum augna- blikum og Hermann Karlsson varði á köflunr stórvel. Hjá Frömurum var markvörð- urinn Guðmundur A. Jónsson yfirburðamaður en hann varði 18 skot í leiknum. Þá var Jason Ólafsson nokkuð skæður. Dómarar voru Stefán Arnalds- son og Guðmundur Lárusson og þegar á heildina er litið dæmdu þeir ágætlega en stundum vottaði fyrir óöryggi hjá þeim. Mörk Pórs: Rúnar Sigtryggsson 6/1, Páll Gíslason 6/3, Ólafur Hilmarsson 4, Ingólfur Samúelsson 2, Sævar Árnason 1, Jóhann Jóhannsson 1, Hörður Harðar- son 1 og Kristinn Hreinsson 1. Mörk Fram: Jason Ólafsson 5, Gunnar Andrésson 4, Hermann Björnsson 3, Björn Eiríksson 2, Gunnar Kvaran 2, Páll Pórólfsson 2/1, Andri Sigurðsson 2/2 og Brynjar Stefánsson 1. - Hefur þetta verið skemmti- legt tímabil? „Það hafa skipst á skih og skúr- ir en auðvitað hefur þetta verið skemmtilegt, annars væri maður löngu hættur. Körfuknattleikur- inn hefur átt undir högg að sækja hér í bænutn, sérstaklega framan af, en, vonandi á það eftir -að lagast. Það þarf að leggja meiri rækt við yngri flokkana með markvissara starfi, t.d. með því að stofna öflugt foreldraráð. Síð- an mætti gera stjórnina styrkari með því að kjósa hana til lengri tíma en ekki eins árs í senn eins og nú er og þannig mætti lyfta grettistaki svipað og gert hefur verið í öðrum greinum.“ - Hvað með tímabilið í vetur? „Ég er ekki ánægður með það. Ég tel að liðið, eins og það er skipað um þessar mundir, sé eitt alsterkasta lið sem Þór hefur teflt fram, a'.m.k. síðan ég byrjaði f þessu, og að mínu viti hefði verið hægt að ná meiru út úr þessum mannskap með markvissari þjálfun. Éitt atriði sem greinilega er ábótavant er úthaldið en við höfurn tapað hverjum leiknum á fætur öðrum á síðustu mínútum leiksins." - Eru einhver atvik öðrum minnistæðari? „Já, ég minnist sérstaklega eins sem gerðist í leik gegn Fram '74- '15 en Framarar unnu einmitt deildina það ár. I síðari hálfleik voru þeir að taka seinna vítaskot þegar skipt var urri’ mann hjá okkur. Jóhann Gunnarsson, gamall skólabróðir og félagi, kom inn á og stillti sér upp sem innri maður í vítauppstillingu. í þann mund sem Framarinn tekur vítið segi ég við Jóhann: „Vertu svo harður Jói og taktu frákast- ið.“ Það skipti engum togum að Jóhann rauk upp, hirti frákastið og skoraði síðan í okkar körfu. Það sló dauðaþögri á skemmuna og Jóhann hljóp rogginn í vörn- ina en uppgötvaði mistök sín þegar allt sprakk úr hlátri. Við unnum síðan leikinn 58:57 og Þröstur Guðjónsson skoraði sigurstigin úr vítaskotum á síð- ustu sekúndunum.“ - Að lokum er rétt að spyrja hvernig þér lítist á leikinn á laug- ardag? „Hann leggst í sjálfu sér ágæt- lega í mig en hann er ekki unninn fyrirfram. Þetta eru gamlir jaxlar með mikla reynslu og þeir gætu orðið erfiðir. En það kemur ekki til greina annað en að enda á sigurleik.“ Ingólfur Samúelsson tryggði Þórsurum sigur á Frömurum með því að skora síðasta mark leiksins. Á síðustu sekúndunum lagði hann síðan sitt af mörk- um í vörninni og hlaut rautt spjald fyrir vikið. Mynd: kl Kynning fimmtudag og föstudag frá kl. 14-18 á vínarpylsum, hvítlaukspylsum, og salsborgarpylsum frá Kjarnafæði Egilscfjús með dælu frá Ölumboðinu Kynningarverð Opið föstudaga til kl. 19.00 og laugardaga til kl. 14.00. Veríð velkomin HAGKAUP Akureyri , Golfklúbbur Akureyrar: Okeypis golfkennsla - fyrir 18 ára og yngri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.