Dagur - 15.03.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 15.03.1990, Blaðsíða 3
fréttir Fimmtudagur 15. mars 1990 - DAGUR - 3 Fyrirtækjamiðstöðin hf.: Mikil eftirspum eftir fyrirtækjum en menn telja kreppubotninran náð „Þetta eru alls konar fyrirtæki, stór og smá, gömul og ný,“ sagði Baldur Brjánsson hjá Fyrirtækjamiðstöðinni hf. í Reykjavík í samtali við Dag en fyrirtæki hans hefur auglýst fjöldann allan af fyrirtækjum í Reykjavík sem og á lands- byggðinni til sölu. Á skrá hjá Baldri eru m.a. gistiheimili og billjardstofa á Akureyri, blikk- smiðja á Norðurlandi og hótel á Iandsbyggðinni. í Reykjavík eru á skrá skemmtistaðir, mat- vöruverslanir, heildverslanir og snyrtistofur svo eitthvað sé nefnt. Aðspurður um hvort það er svona erfitt að reka fyrirtæki í dag sagði Baldur það mjög mis- jafnt en reyndar væri eftirspurn eftir fyrirtækjum nú meiri en framboðið. „Það kom okkur á óvart þegar við byrjuðum um síð- ustu áramót að hingað komu fleiri kaupendur en seljendur sem var gagnstætt því sem við höfðum búist við.“ Baldur segist fá nokkuð af fyrirtækjum af Norðurlandi á skrá hjá sér og sömuleiðis að þó nokkuð sé spurt um þau. „Það er alls staðar eftirspurn eftir fyrir- tækjum, en ég tel þó að eftir- spurnin sé hlutfallslega minni úti á landi en í Reykjavík þó fram- boðið sé hlutfallslega jafn mikið." Að sögn Baldurs eru ástæðurn- ar fyrir því að fólk selur fyrirtæki sín margar. „Eins og kunnugt er hefur kreppuástand ríkt að undanförnu og ntenn eru að hugsa sér til hreyfings. Þá vilja margir breyta til og skipta, eru orðnir leiðir á þessu gamla og vilja fara í annan rekstur. Menn eru þó sammála um að botninum sé nú náð hvað kreppuna varðar og að nú sé á ný farið að sjást til sólar.“ Greiðslukjör við kaup á fyrir- tæki í dag segir Baldur mismun- andi en þó mun vera algengt að hægt sé að semja um mjög lita peningaútborgun, en greiðslu með skuldabréfi til 3ja til 5 ára. Fyrirtækjunum fylgir oft mikill lager, sérstaklega matvöruversl- unum sem liggja með vörur að andvirði milljóna króna. Starfsfólk Fyrirtækjamiðstöðv- arinnar hefur því í nógu að snú- ast þessa dagana. „Flingað er mikið hringt, en við eru strangir hérna og gefum ekki upplýsingar til manna nema þeir geri grein fyrir sér. Sala á fyrirtæki er við- kvæmt mál því það getur skaðað reksturinn ef það spyrst út að fyrirtæki sé til sölu. Þá eiga sam- keppnisaðilar það til að vera að hnýsast án þess að nteina nokkuð með því.“ VG Ráðstefna á Húsavík á laugardag um stefnumörkun varðandi gróðurvernd: Fjölmargir gestir flytja erindi - forseti íslands, setur ráðstefnuna Ráöstefna um stefnumörkun varðandi gróðurvernd verður haldin á Hótel Húsavík laugar- daginn 17. mars n.k. Forseti Islands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, setur ráðstefnuna kl. 9.30 en síðan flytur Steingrím- ur J. Sigfússon landbúnaðar- ráðherra ávarp. Ráðstefnan er haldin á vegum Húsgulls, sam- taka um umhverfismál og gróðurvernd, sem stofnuð voru í framhaldi af ráðstefnu á Húsavík fyrir ári síðan, um landnýtingu og gróðurvernd. Að loknu ávarpi landbúnaðar- ráðherra, verða samtökin Hús- gull kynnt gestum en því næst verða flutt erindi. Anna Guðrún Þórhallsdóttir beitarfræðingur fjallar um gróðurvernd og Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri fjallar um hvað er efst á baugi í gróðurverndarmálum. Jón Lofts- son skógræktarstjóri fjallar um hvað er efst á baugi í skógræktar- starfinu og Tryggvi Jakobsson fulltrúi námsgagnastofnunar fjallar unt umhverfismál á íslandi í alþjóðlegu samhengi. Síðan verða almennar umræður. Að loknu matarhléi, verða flutt nokkur erindi til viðbótar. Andrés Arnalds gróðurverndar- fulltrúi fjallar um gróðurvernd hér og þar og Jón Gunnar Ottós- son forstöðumaður Rannsóknar- stöðvar skógræktar ríkisins á Mógilsá fjallar um skógrækt og skógvernd, markmið og leiðir. Böðvar Jónsson bóndi á Gaut- löndum fjallar um samræmingu búskapar og gróðurverndar og Haukur Halldórsson formaður F reyvangsleikhúsið: Freyvangsleikhúsið sýnir Dag- bókina hans Dadda fímmtu- daginn 15. mars og laugardag- •inn 17. mars. Sýningarnar hefj- ast kl. 21 bæði kvöldin. Sýningar hafa fallið niður að undanförnu, s.s. vegna veðurs og vélsleðakeppni, en það skal áréttað að Daddi er kominn á fulla ferð á ný, foreldrum sínum til mikillar hrellingar. SS Stéttarsambands bænda fjallar um framleiðslustjórnun og landnýt- ingu. Jónas Jónasson búnaðar- málastjóri fjallar um stefnu bændasamtakanna í gróðurvcrnd- armálum , og Júlíus Sólneg umhverfismálaráðherra kynnir nýtt umhverfismálaráðuneyti. Ráðstefnunni lýkur með panel- umræðum en gert er ráð fyrir að ráðstefnulok verði um kl. 17.00. Markntið samtakanna Hús- gulls er að allt Húsavíkurland Lcikfélag Dalvíkur hefur frá því um miðjan febrúar æft af kappi leikritið „Um hið átakanlega hvarf ungu brúð- hjónanna Indriða og Sigríðar daginn eftir brúðkaupið og leitina að þeim“, eftir þær stöll- ur Ingibjörgu Hjartardóttur (frá Tjörn í Svarfaðardal), Sig- rúnu Oskarsdóttur, Unni Guttormsdóttur og Hjördísi Hjartardóttur. Leikstjóri er Jakob Grétarsson, tónlist eftir Árna Hjartarson. Stefnt er að frumsýningu leikritsins í byrj- un apríl. „Um hið átakanlega hvarf...“ var skrifað fyrir áhugaleikhópinn Hugleik í Reykjavík. Slegið er á létta strengi og brugðið upp grát- broslegri mynd af íslenskri sveitarómantík. Heimildir Dags segja að þeir sem vel til þekkja geti greint ýmsar svarfdælskar svipmyndir í verkinu. Sextán hlutverk eru í leikritinu en leikendur eru 12-14. Að sögn Guðlaugar Björnsdóttur, for- manns leikfélagsins, gekk erfið- lega að þessu sinni að fá fólk til að vinna við uppfærslu leikrits- ins. „Miðað við hvernig gekk að fá fólk til starfa í ár má segja að við séum á tímamótum með þessa starfsemi. Við erum að reyna að halda uppi einhverju verði girt og grætt. Samtökin hafa unnið að ýmsum verkefnum og má nefna að gróðursettar voru 2000 trjáplöntur á Húsavík, barnaskólabörn tíndu 20 kg af birkifræi í FossselSskógi og gróð- urhús var reist. Lúpínufræi var dreift úr flugvél í Húsavíkurfjall og mela og í tenglsum við starf Húsgulls var lögð 14 km löng uppgræðslugirðing í nágrenni Húsavíkur (25 ferkm svæði). menningarstarfi með væntingar um að fólk vilji sjá það sem er sett upp hér heima. Maður hélt að ekki væri tímaleysi um að kenna núna, en svo virðist sem fólk finni eitthvað sem er auð- veldara að dvelja við,“ sagði Guðlaug. óþh Iðnaðarráðherra skipar starfshóp: Til að fjalla um áhrif áliðju á umhverfið Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra hefur skipað hóp sér- fræðinga til að vera ráðgefandi um umhverfísáhrif iðjuvera. í upphafí er hópnuni sérstaklega ætlað að fjalla um áhrif áliðju á umhverfíð. Skúli Johnsen borgarlæknir fer fyrir hópnum en aðrir í honum eru, Friðrik Pálmason lífeðlis- fræðingur, Guðjón Jónsson efna- verkfræðingur, Hákon Aðalsteins- son vatnalífræðingur, Jón Ingi- marsson byggingarverkfræðing- ur, Jón Ólafsson haffræðingur og Magnús Ólafsson veðurfræðing- ur. -KK Leikfélag Dalvíkur: Hvarfi Indriða og Sigríðar gerð skil í Ungó í apríl AKUREYRARB/ÍR Leikhúsferð Leiksýning verður fyrir aldraða í Frey- vangi mánudagskvöldið 19. mars. Sýnt verður leikritið Dagbokin hans Dadda. Farið verður frá Húsi aldraðra kl. 19.30. Miðinn og ferðin kostar 1.000 kr. Þátttaka tilkynnist í síma 27930 á skrif- stofutíma og í Húsi aldraðra e.h. á föstu- dag. Félagsstarf aldraðra. Tilboð Svínarúllupylsa Kjörís 0,75 lítrar Jarðarberja, vanillu, súkkulaði. Ódýra lambakjötið í hálfum skrokkum Kjörbúd KEA BreKkuaötu 1 TÖLVU- OG SKRIFSTOFUTÆKjA- SÝNING Á Hótel Norðurlandi i dag og á morgun frá kl. 10-18 Sýndar verða allar gerðir af HYUNDAI tölvum. XEROX og KONICA Ijósritunarvélar og telefaxtæki. Nýjar gerðir af STAR og FACIT prenturum. Segulbandsstöðvar fyrir afritunartöku. Spennujafnarar fyrir tölvukerfi ásamt ýmsum hugbúnaði. Komdu og kynntu þér ýmis tilboð á sýningunni. töevutæki Kaupvangsstræti 4 BOKVAL sími 26100 Akureyri Gleymið ekki að gefa smáfuglunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.