Dagur - 15.03.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 15.03.1990, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - Fimmtudagur 15. mars 1990 Fimmtudagur 15. mars 1990 - DAGUR - 7 í dag verður merkum áfanga náð við gerð jarðganganna í Ólafsfjarðarmúla: Björn Harðarson, staðarverkfræðingur Vegagerðarinnar: Góður undirbúningur hefur skilað sér „Ég tel að þessi framkvæmd hafí þegar á heildina er litið gengið vel. Gangagerðin sjálf er og hefur verið nánast allan tímann á áæthin,“ sagði Björn Harðarson, staðarverkfræð- ingur Vegagerðar ríkisins, sem hefur fyrir hennar hönd haft eftirlit og umsjón með verk- inu. „Jú, það má segja að vatns- streymið inn í göngin á sl. hausti hafi komið mönnum nokkuð á óvart,“ sagði Björn þegar hann var spurður um hvort ekkert hafi komið að óvörum við sprenging- arnar. „Við vissum af sprungun- um í fjallinu en höfðum ekki reiknað með svo miklu vatns- magni. Vatnsstreymið var mjög mikið og með því mesta sem þekkist í jarðgöngum af þessari stærðargráðu í Evrópu. Þegar mest var streymdu um 60 sekúndu- lítrar af vatni úr bergstálinu í enda ganganna,“ sagði Björn. Björn sagði að vatnsflaumur- inn hafi verið langmestur til að byrja með og síðan hafi dregið verulega úr honum. „Það er erfitt að segja, en ég reikna með að í heildina muni allt að 70 sekúndu- lítrar af vatni renna út úr göngun- um til frambúðar,“ bætti hann við. Berg og aðrar aðstæður í jarð- göngunum hafa hins vegar reynst „eftir bókinni“, að sögn Björns. Þrátt fyrir að verktakinn hafi nú náð þeim áfanga að sprengja rúmlega þriggja kílómetra leið í gegnum fjallið er ekki nema ríf- lega hálf sagan sögð. Nú tekur við ýmisskonar frágangur, vega- gerð og bygging vegskála Dalvík- urmegin. „Fyrst eftir að komið er í gegn er byrjað í austurenda ganganna við endanlega styrkingu bergs- ins,“ sagði Björn. „Settir eru upp bergboltar til að sauma bergið betur saman og síðan sprautað á það steypulagi. Að þessari vinnu lokinni verður vatnslögnum kom- ið fyrir í gólfinu og ennfremur settir upp skermar úr gerviefni til að bægja vatninu frá. Þá verður gengið frá gólfi ganganna og það malbikað, og loks komið fyrir lýsingu í göngunum. Að þessu búnu má segja að þau séu nothæf. Líklega verða settar upp sjálfvirkar hurðir sitt hvoru meg- in við gangaopin og er gert ráð fyrir að þær verði inn í veg- skálunum. Ef nauðsynlegt reynist verður og sett upp loftræsting inni í göngunum." Björn telur að sú reynsla og vitneskja sem menn hafi aflað sér við gerð Ólafsfjarðarganganna muni koma sér vel í áframhald- andi borun í gegnum hérlend fjöll. „Strax í upphafi var tekin um það ákvörðun hjá Vegagerðinni að safna sem mestum og bestum gögnum um gang þessarar fram- kvæmdar. Það má orða það svo að þessi göng séu þau fyrstu af „nýrri jarðgangakynslóð“, en fyr- ir eru Strákagöng og Oddsskarð, þar sem vinnubrögðin voru held- ur frumstæðari en hér. Við höfum komið okkur upp stórum tölvugagnabanka um Múlagöngin og teljum að hann geti nýst vel við gerð næstu jarð- ganga hér á landi. Reynslan sem fengist hefur við þetta verk er að langmestu leyti jákvæð, bæði hvað varðar fram- kvæmdina sjálfa og kostnaðar- hliðina. Undirbúningur fyrir jarð- gangagerðina var mjög góður, en það er eitt af lykilatriðunum að öll gögn séu sem nákvæmust til að verk- og kostnaðaráætiun verði eins nákvæm og unnt er. Kostnaður hefur að flestu leyti verið innan áætlana og af því sést að seint má vanmeta undirbún- ingsþáttinn.“ Björn segist fastlega reikna með að næstu jarðgöng hér á landi verði á Vestfjörðum, sem tengi saman Súgandafjörð, Skutulsfjörð og Önundafjörð og þá megi jafnveí búast við jarð- gangagerð á höfuðborgarsvæðinu í því skyni að taka nýja Foss- vogsbraut inn í Kópavogshæðina. Síðar telur Björn að Austfjarða- göng verði á dagskrá og þá megi ekki gleyma Hvalfjarðargöngum og jarðgöngum í tengslum við vatnsaflsvirkjanir. „Það er vissu- lega erfitt að spá í þetta. Hér er Björn Harðarson. um dýr mannvirki að ræða og gerð þeirra fer eftir forgangsröð í samgöngumálum og þeim fjár- munum sem til eru á hverjum tíma,“ sagði Björn Harðarson. óþh Tryggi Jónsson, staðarstjóri Krafttaks sf: Verkinu hefur miðað í takt við það sem við áttum von á „Verkinu hefur miðað mjög í takt við það sem við áttum von á nema hvað vatnsaginn hefur verið meiri en reiknað var með,“ sagði Tryggvi Jónsson staðarstjóri verktakafyrir- tækisins Krafttaks sf. við gerð Jón Konráðsson, lögreglumaður: Sé ekki fyrir mér stökkbreytingu í fólksflölgun „Tilkoma jarðganganna hlýtur að verða gjörbreyting fyrir byggðarlagið. Göngin koma til með að breyta miklu fyrir lög- regluna og slysavarnasveitir hér á staðnum því ósjaldan höfum við þurft að aðstoða fólk í ófærð upp í Múla,“ sagði Jón Konráðsson, lögreglumað- ur í Ólafsfirði. „Ég geri ráð fyrir mikilli umferð í Múlanum í sumar og ég veit um þó nokkuð marga aðkomumenn sem hafa í hyggju að keyra hann í sumar. Ég fer ekki fyrir Múlann í slæmu veðri, nema ég nauðsyn- lega þurfi þess. Að öðru leyti finn ég ekki svo mikið fyrir því að keyra þennan veg. Ég er ekki í neinum vafa um að jarðgöngin stuðla að auknum samskiptum við Dalvík á mörg- um sviðum, s.s. varðandi íþróttir og menningarmál. Hins vegar sé ég ekki fyrir mér stökkbreytingar í fólksfjölgun í Jón Konráösson. Ólafsfirði eftir að jarðgöngin verða tekin í notkun. Til þess að það megi gerast verður að auka til muna fjölbreytni í atvinnulífi á staðnum." óþh Múlaganganna. Tryggvi tók við stjórninni 1. janúar sl. af Norðmanninum Stig Framm- arsvik, sem var staðarstjóri frá fyrstu sprengingu haustið 1988. „Vatnsflaumurinn hefur gert okkur nokkuð erfitt fyrir. Óneit- anlega hefur verið erfiðleikum bundið að bora og sprengja og fá allt að 60 sekúndulítra af vatni yfir mannskapinn. Að öðru leyti hefur bergið verið nokkurnveg- inn í samræmi við jarðfræðikort- lagninguna,“ sagði Tryggvi. Hann sagðist þakka það fyrst og fremst góðum starfsmönnum hve vel verkinu hafi miðað. Þá hafi samstarf Norðmannanna og íslendinganna, sem standa að Krafttaki sf., gengið mjög vel. Tryggvi sagði að nú, þegar búið væri að sprengja í gegn um fjallið, væri kostnaðurinn réttu megin við strikið. „Verkinu er síður en svo lokið þó búið sé að sprengja í gegn, frágangurinn er eftir. Við svona jarðgangavinnu vita menn aldrei á hverju þeir eiga von. Upp geta komið alls- konar erfiðleikar eins og við höf- um lent í eftir áramótin. Ég hygg að við höfum tapað hátt í viku vegna veðurs. Þá gekk verkið hægar en ella í eina viku vegna bilunar í hjólaskóflu og bergið hefur reynst fremur erfitt viður- eignar. Verkinu hefur því miðað hægar á síðustu vikunum en búist hafði verið við.“ Að sögn Tryggva liggur ekki fyrir hver endanlegur kostnaður verður við jarðgöngin, en tilboð Krafttaks sf. á verðlagi maí 1988 var tæplega 540 milljónir króna. Tryggvi segir að hver metri í jarðgöngum sé vissulega dýr mið- að við vegagerð almennt, en vert sé að hafa í huga að kostnaður við Ólafsfjarðargöngin sé ekki Tryggvi Jónsson. ósvipaður og verð eins frysti- togara. Þá segir hann að til samanburðar sé oft talað um að kostnaður við þau sé álíka og aflaverðmæti Ólafsfjarðartogara á sl. ári. óþh Auður Benediktsdóttir, fiskvinnslukona: Verð guðs lifandi fegin að losna við Múlaveginn „Jarðgöngin hafa mikið að segja fyrir Ólafsfjörð. Með þeim opnast sá möguleiki fyrir fólk búsett hér að sækja vinnu inn fyrir Múlann. Ég sé jafnvel fyrir mér eitt samfellt atvinnu- svæði til Akureyrar, því vega- lengdirnar eru ekki mikið lengri en á Reykjavíkursvæð- inu,“ sagði Auður Benedikts- dóttir, fiskvinnslukona hjá Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar hf. „Áhrifa jarðganganna á eftir að gæta á mörgum sviðum. Yfir sumarið hlýtur að aukast ferða- mannastraumur hingað til Ólafs- fjarðar. Ég tel mjög mikið atriði í framhaldi jarðganga að byggja upp veg í vestur yfir Lágheiði, því þá fyrst koma göngin að full- um notum. Ég hef mikla reynslu af Múla- veginum og verð guðs lifandi feg- in að losna við hann, að minnsta kosti að vetri til,“ sagði Auður. Hún sagði ekki nokkurn vafa á því að göngin hvettu til aukinnar samvinnu Ólafsfjarðar við ná- grannasveitarfélögin. „Það hlýtur að gerast. Eftir því sem samvinn- an eykst og meiri fjöldi verður að baki mun reynast auðveldara að ná meiru fram fyrir byggðarlag- ið.“ óþh Dagurínn í dag, fímmtudag- urinn 15. mars verður skráður með stóru feitu letri í samgöngusögu Ólafsfjarðar. Síðdegis verður síðasta sgrengingin í jarðgöngunum í Ólafsfjarðarmúla, en verkið hófst á haustdögum 1988. En þar með er ekki öll sagan sögð. Eftir er frágangur gang- anna, vegagerð beggja megin við Múlann og bygging veg- skála Dalvíkurmegin. Aætlan- ir gera ráð fyrir að göngin verði o_ o o formlega opnuð fyrir umferð í haust. Á þessum thnamótum átti Dagur spjall við tvo menn, sem verið hafa í eldlínunni við sjálfa jarðgangagerðina, og fímm heimamenn. Svava Friðþjófsdóttir, fiskvinnslukona: Hlýtur að vera þungu fargi létt af fólki „Ég held að göngin hljóti að breyta miklu fyrir Ólafsfjörð. Ætli fólk flytji ekki hingað? AHa vega verðum við kjur, hér er ágætt að búa,“ sagði Svava Friðþjófsdóttir, fískvinnslu- kona hjá Hraðfrystihúsi Ólafs- fjarðar hf. „Það hlýtur að vera þungu fargi Iétt af fólki," sagði Svava, en bætti við að henni væri Auður Benediktsdóttir. Svava Friðþjófsdóttir. persónulega ekki illa við að fara fyrir Múlann. „Enda fer ég ekki nema þegar ég veit að ég kemst fram og til baka,“ sagði hún. Svava sagðist búast við aukinni samvinnu Ólafsfirðinga og ná- grannanna austan við Múlann. „Það er nú þegar samvinna með sorpeyðinguna og ekki ólíklegt að fleira fylgi í kjölfarið.“ „Maður vonar bara að fólk hópist hingað og atvinnutækifær- um fjölgi í kjölfar jarðganganna. Atvinnulíf hér er einhæft og nauðsynlegt að auka fjölbreytn- ina,“ sagði Svava. óþh Óskar Þór Sigurbjörnsson, skólastjóri Gagnfræðaskóla Ólafsíjarðar: Múlagöngiii eru táknrænt mótvægis- verkefhi fyrir landsbyggðina „Öryggi hins almenna vegfar- anda er í mínum huga númer eitt, aö við getum farið til ná- grannabyggða án þess að eiga á hættu að fara fram af vegin- um eða fá yfír okkur snjó eða grjót. Annað eru hin efnahags- legu áhrif af Múlagöngunum, sem raunar eru þegar farin að sýna sig í auknu samstarfí Olafsfjarðar við sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu,“ sagði Óskar Þór Sigurbjörnsson, skólastjóri Gagnfræðaskólans í Ólafsfírði og forseti bæjar- stjórnar Ólafsfjarðar. „Það fyrsta áþreifanlega um aukna samvinnu var sameiginleg sorphirða norðan Dalvíkur og við sjáum fram á aukin samskipti Ólafsfjarðar, Dalvíkur og sveit- anna í kring. Markaðssvæðið stækkar, bæði á sviði þjónustu og viðskipta og að sama skapi stækkar atvinnusvæðið. Hingað til hefur Ólafsfjörður verið endastöð í hugum margra. Ef hins vegar er horft til þessa áfanga og væntanlegra samgöngu- bóta til vesturs, er ljóst að þegar fram í sækir verður bærinn ekki endastöð, þvert á móti viðkomu- stöð í þjóðbraut," sagði Óskar. Hann sagði það mikinn ávinn- ing fyrir Ölafsfjörð að stækka atvinnusvæðið. „Oft á tíðum hef- ur fólk hér ekki getað skipt um vinnu nema því aðeins að flytja burt. Nú sér maður möguleika á því að fólk geti leitað sér að vinnu innan svæðis í sömu grein. Ætla má að eignir fólks hér verði meira virði og það geti hugsað sér að byggja í Olafsfirði Óskar Þór Sigurbjörnsson. án þess að eiga á hættu að standa uppi með verðlitlar fasteignir." Óskar óttast ekki að bættar samgöngur við Ólafsfjörð leiði þegar til lengri tfma er litið til þess að fólk sæki þjónustu í auknum mæli til nágrannabyggð- arlaga, einkum Akureyrar. Hann telur þvert á móti að þjónustu- aðilar í Ólafsfirði muni aðlaga sig breyttum aðstæðum og haldi þjónustunni heima í héraði. Margir Ólafsfirðingar orða það svo að þeir hafi lært að lifa við ógn Múlans og fari ekki fyrir hann þegar búast megi við snjó- flóðum eða grjóthruni. Óskar tekur undir þetta sjónarmið og segir að vegna þessa hafi slysa- tíðni í Múlanum verið minni en búast mætti við. Óskar segist oft benda því fólki á það, sem telur að jarðgöng í gegnum Múlann séu þjóðarbúinu of dýr, að kostnaður við þau sé álíka og atlaverðmæti Ólafsfjarð- artogara á einu ári. „Menn mega heldur ekki gleyma því að göngin eru stór þáttur í þvf að efla það svæði sem helsta möguleika hefur til þess að verða sjálfstætt efna- hags- og menningarsvæði utan Reykjavíkur. Forystumenn sveitarfélaganna allt frá Árskógshreppi til Ólafs- fjarðar hafa haft með sér óform- legt samstarf og fundi á síðustu árum. Tvímælalaust er verið að skapa öflugt mótvægi við höfuð- borgarsvæðið og Múlagöngin eru tákræn fyrir það. Raunar eru þau ekki einasta tákræn fyrir okkur, heldur sem mótvægisverkefni fyr- ir landsbyggðina. Velgengnin við þessa fram- kvæmd gefur fólki á Austjörðum og Vestfjörðum nýja von og hún hefur örugglega breytt hugsun þess til framtíðarinnar. Jarðgöng á þessum svæðurn munu gera þau að stærri markaðseiningum, sem leiðir til að fólk unir sér þar betur efnahags-, menningar-, og félags- lega.“ Að sögn Óskars hefur afla- miðlun færst í vöxt milli byggðar- laga við Eyjafjörð. Fiskurinn er fluttur landleiðina milli staða með það að markmiði að tryggja nóg hráefni á öllum stöðunum. Vegna erfiðleika með samgöngur á landi við Ólafsfjörð segir Óskar að aflamiðlun hafi oft á tíðum reynst erfið, en með jarðgöngun- um verði þar gjörbreyting á. Hins vegar verði þessi mál fyrst komin í gott horf þegar búið verði að byggja upp veg yfir Lágheiði og um leið opna leið fyrir aflamiðlun við t.d. Siglufjörð. óþh Jóhannes Jóhannesson, verkamaður: Ólafsflörður ekki lengur einangrað byggðarlag „Með tilkomu Múlaganganna verður Ólafsfjörður ekki leng- ur einangrað byggðarlag,“ sagði Jóhannes Jóhannesson, verkamaður hjá Sæunni Axels. hf í Ólafsfírði. „Frá því að þessi framkvæmd hófst finnst mér að sé léttara yfir fólki hér,“ sagði Jóhannes. Hann sagðist telja Múlagöngin vera jafn mikla samgöngubót fyr- ir Ólafsfjörð og veginn fyrir Ólafsfjarðarmúla á sínum tírna, en þegar til lengri tíma væri litið myndu göngin skipta jafnvel enn meira máli fyrir byggðarlagið. „Það er ekki nokkur vafi á því að okkur mun haldast betur á Jóhannes Jóhanncssun. unga fólkinu eftir að göngin verða tekin í notkun. Við vitum að ungt fólk vill setjast að þar sem það er fætt og uppalið," sagði Jóhannes. Hann kvaðst sannfærður um að Múlagöngin yrðu mikilvægur hlekkur í að rétta við atvinnulíf í Ólafsfirði, sem hefði átt í erfið- leikum á undanförnum misser- um. „Ég er sannfærður um það að eftir þá jákvæðu reynslu sem fengist hefur af gerð þessara jarð- ganga verði nánast ein samfelld jarðgangagerð hér á landi næstu tuttugu árin,“ sagði Jóhannes Jóhannesson. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.