Dagur - 12.04.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 12.04.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. apríl 1990 - DAGUR - 3 Sparisjóður Kímumga að flytja ADALFUNDUR Um páskahelgina verður unnið að því að flytja Sparisjóð Kinnunga frá Fremstafelli að Fosshóli, í hluta húsnæðis úti- bús KÞ, og fyrirhugað er að sparisjóðurinn verði opnaður þar með viðhöfn 23. apríl nk. Fyrirhugað er að sameina sparisjóðina þrjá, í Kinn, Aðal- dal og Reykjadal og reiknað er með að samruninn verði staðfest- ur á aðalfundum þeirra síðar í þessum mánuði. Sparisjóðirnir munu þó áfram verða með þrjá afgreiðslustaði, í það minnsta fyrst um sinn. Sparisjóður Kinnunga stendur Akureyri: Hagkaup ætlar að gera fok- helt í sumar Jón Ásbergsson, forstjóri Hag- kaupa, segir að hafist verði handa um viðbyggingu við Hagkaupshúsið, er stendur við Norðurgötu á Akureyri, fyrri- part sumars og stefnt sé að því að gera það fokhelt fyrir vetur- inn. Hins vegar er óvíst hve- nær viðbyggingin verður tekin í notkun. Um er að ræða 600 fermetra hús að gólffleti og verður það nýtt fyrir lager og stækkun versl-' unarrýmis. Húsið kemur vestan yið núverandi verslun og verður opið úr henni yfir í nýbygging- una. Nokkrar deilur spunnust sl. vetur vegna umræddrar bygging- ar er KEA og íspan hf. gerðu athugasemdir við nokkur atriði varðandi afmörkun lóðar Hag- kaups. Málið náði loks fram að ganga og vegna þessarar bygging- ar verður Norðurgötu lokað. óþh Tímaritið Bliki: Eina tímaritið um fugla sem gefið er út á íslandi Náttúrufræðistofnun íslands (dýrafræðideild), Fugla- verndarfélag íslands og áhuga- menn um fugla hafa staðið fyr- ir útgáfus tímaritsins Blika frá árinu 1983. í Blika sem er eina tímaritið um fugla sem gefið er út á ís- landi, er að finna eins fjölbreyti- legt efni um íslenska fugla og völ er á en áhersla er lögð á upplýs- ingar um fuglalíf sem ekki hafa birst áður. Ritið kemur óreglu- lega út, 1-2 hefti á ári. Nýjsta heftið sem er það átt- unda í röðinni, kostar 1140,- en sjöunda kr. 980.-. Öll fyrri hefti ritsins eru enn fáanleg, nema það fyrsta. Þeir sem óska að fá ritið sent við útgáfu eru skráðir á útsendingarlista en andvirði hvers heftis er síðan innheimt með gíróseðli. Afgreiðsla Blika er á Náttúru- fræðistofnun íslands, Laugavegi 105,125 Reykjavík en síminn þar er 91-29822. nú á tímamótum því 1989 var hundraðasta starfsár hans. Árni Jónsson, sparisjóðsstjóri, sagði að líta mætti á fyrirhugaðar breytingar sem afmælisgjöf. Fyrst og fremst væri þó verið að koma til móts við viðskiptavinina með flutningnum í Fosshól, og færa sig nær leiðum fólksins, því á þessurn snjóþunga vetri hefði reynst erfitt að halda heimreið- inni að Fremstafelli færri fyrir viðskiptavini á venjulegum ökutækjum. Vonandi mundu sparisjóðurinn og versluninn styrkja hvort annað í framtíð- inni, þegar fólk gæti skroppið í bankann á leið í búðina, eða öfugt. Einnig sagðist Árni reikna með að fá anga af ferðamanna- viðskiptunum eftir flutninginn að Fosshóli. IM Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn í Félagsborg á Gleráreyrum laugar- daginn 28. apríl. Fundurinn hefst kl. 9.30 árdegis. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga. Réttir viðskiptahættir tryggja heiðarleg skattskil. Þau eru undirstaða þeirra sameiginlegu verkefha í landinu sem við njótum öll góðs af. Ham.W vidsHipt' Q lllf ÍfW’ FÍÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Öryggi í viðskiptum Það er allra hagur að peningakassar (sjóðvélar) verslana séu í lagi. Staða viðskiptavinarins er þá örugg og tryggt er að skatturinn sem hann greiðir í vöruverðinu kemst til skila. Verslunin hefur öll bókhaldsgögn á hreinu og báðir aðilar standa skil á sínu í sameiginlegan sjóð okkar allra. Það er því mikilvægt að vita hvemig löglegir peningakassar eiga að vera. Glugginn á að vera sýnilegur til þess að viðskiptavinurinn geti gengið úr skugga um að viðskipti hans séu rétt skráð. Innri strimill verður að vera í kassanum sem sýnir hverja innstimplun og fer hann inn í bókhaldsgögn verslunarinnar. Ytri strim I - kassakvittunina - á hver v ískiptavinur að fá í hendur. Kassinn á að vera lokaður þegar afgreiðsla hefst og honum á að loka þegar afgreiðslu lýkur. Ec

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.