Dagur - 12.04.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 12.04.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 12. apríl 1990 - DAGUR - 5 HESTAR Umsjón: Kristín Linda Jónsdóttir Evrópumeistarinn - Andreas Trappe Hver er hann þessi herðabreiði, dökkhærði, skeggjaði Pjóð- verji sem sækir okkur heim til að bregða sér á bak á íslensk- um gæðingum? Hann kemur hingað til að etja kappi við íslenska knapa í frosti og snjó á Vetraríþróttahátíð á Akur- eyri. Hvaða forlög hafa valdið því að þessi þýski maður lætur hrifningu sína á íslenska hestinum ráða ævistarfi sínu? Andreas Trappe evrópumeistari í fimmgangi sýndi okkur á Vetraríþróttahátíðinni að hann er hestaíþróttamaður í fremstu röð. Hann sigraði í gæðingaskeiði á Krumma, Svan- bergs Þórðarsonar á Akureyri og varð í öðru sæti í tölti á fyrstu verðlauna stóðhestinum Gassa frá Vorsabæ. í fyrsta sæti í tölti var ungur Akureyringur Eiður Matthíasson á hesti sínum Hrímni. Pað verður unga knapanum örugglega minn- isstætt, og er frábær árangur, að sigra evrópumeistara á fyrstu verðlauna stóðhesti. Andreas varð við þeirri ósk að svara nokkrum spurningum og eftir kaldan en skemmtilegan keppnisdag settumst.við niður yfir heitum drykk. Andreas Trappe og Gassi frá Vorsabæ á Skeiðum. Eigandi Gassa er Hrossa- ræktarsamband Eyfirðinga og Þingeyinga. Byrjaði í hestamennsku fímm ára - Hvenær byrjaðir þú í 'nesta- mennsku og af hverju varð íslenski hesturinn fyrir valinu? „Það er langt síðan ég byrjaði í hestamennsku. Ég var bara fimm ára þegar ég fékk að fara í reið- skóla. Ári seinna óskuðum ég og systir mín eftir því að eignast hesta. Foreldrar mínir létu það eftir okkur þrátt fyrir að þau hefðu engan áhuga sjálf. íslenski hesturinn varð fyrir valinu vegna þess að okkur krökkunum var ætlað að sjá um hestana. Þá var almennt talið í Þýskalandi að íslenskir hestar þyrftu litla umönnun og væru auðveldir í umgengni. Eins og margir hesta- menn kannast við vill hestaeignin breytast frá því að vera nokkrir hestar í það að vera heill hópur, á skömmum tíma, á nær óskiljan- legan hátt. Því fór það svo að við systkinin keyptum búgarð 1974 þegar við lukum skólagöngu. Síðan hef ég unnið við tamningu og ræktun íslenskra hesta." Andreas segir að hann hafi ein- göngu áhuga á íslenska hestinum.' Hann hefur þó prófað hesta af öðrunt „ganghestakynum“ svo sem hesta frá Perú og Skotlandi. „Þeir vekja ekki sama áhuga og íslensku hestarnir hjá mér,“ segir Andreas. Hestamiðstöðin Lindenhof Árið 1982 hófu Andreas og kona hans Sabine rekstur hestamið- stöðvarinnar Lindenhof. Þar rækta þau íslenska hesta temja og þjálfa. Nú eru á búinu um eitt hundrað íslenskir hestar. Auk þess að temja og rækta eigin hross temur Andreas fyrir aðra hestaeigendur. Núna er hann til dæmis með 18 stóðhesta í tamn- ingu. Andreas segist leggja mikla áherslu á að nota eingöngu úrvals stóðhesta í ræktun sína á Linden- hof. Meðal þeirra sem eru í notk- un þar í dag eru hestarnir Gló- blesi frá Sauðárkróki, sem er undan Þætti frá Kirkjubæ og Hervu frá Sauðárkróki. Fylkir frá Akureyri, sem er undan Feyki frá Hafsteinsstöðum og Slaufu frá Stokkseyri. Gnýr frá Björnli, hann er undan Sörla frá Sauðár- króki og Gná frá Ytri-Hofdölum. Að vera í fyrsta sæti - Hvenær byrjaðir þú að taka þátt í keppni og hver er þinn stærsti sigur í hestaíþróttum? „Ég tók fyrst þátt í keppni 1969 en árið 1977 keypti ég stóð- hestinn Fróða frá Ásgeirsbrekku og þá fór ég að keppa af meiri alvöru. Það var stór sigur 1983 þegar ég komst í fyrsta sinn í’ þýska liðið. Þá keppti ég á stóð- hestinum Þór frá Sporz og okkur tókst að standa okkur vel á evrópumótinu. En stærsti sigur- inn var samt á evrópumótinu í Danmörku síðast liðið surnar. Þegar ég varð í fyrsta sæti í fimm- gangi á stóðhestinum Gný frá Björnli. Það er ógleymanlegt að vera í fyrsta sæti. Þó að hestarnir sem eru í fyrsta og öðru sæti séu ef til vill jafn góðir þá finnst mér persónulega ég hafa höndlað allt í fyrsta sæti en ekkert í öðru." íslenski hesturinn er í stöðugri sókn í Þýskalandi Þegar Andreas byrjaði í hesta- mennsku voru tvö til þrjú hundr- uð íslenskir hestar í Þýskalandi. í dag eru þeir að minnsta kosti tuttugu og fimm þúsund. Um tíu þúsund manns eiga íslenska hesta í Þýskalandi. Skráðir félgar í íslandshestafélaginu eru um sex þúsund og þeim fjölgar um 10% á ári. „Það hefur orðið geysileg framför í reiðmennsku á íslensk- um hestum í Þýskalandi frá því að ég byrjaði. í dag má segja að eigendur íslenskra hesta þar skiptist í tvo hópa. Annars vegar þá sem kalla mætti keppnis- og atvinnumenn í hestaíþróttum og hins vegar þá sem eingöngu ríða út sér til gamans. I keppnis- mannahópnum eru þeir sem hafa áhuga á að ná langt sem knapar. Þeir hafa ánægju af því að vinna með hestinum og þjálfa hann til að ná betri árangri. Hesta- mennirnir í hinum hópnum stunda útreiðar eingöngu sér til gamans. Oft er þetta fólk sent er í krefjandi starfi og nýtur þess að fara í útreiðartúr út í náttúrunni til að slaka á og losna við stress." - Finnst þér vera einhver munur á reiðmennsku þýskra og íslenskra knapa? „Það eru margir frábærir reið- menn til bæði á íslandi og í Þýskalandi. Ég held að menntun í reiðmennsku sé hins vegar mjög ólík í þessum löndum. í Þýska- landi er kennt markvisst hvernig ríða skuli hverja gangtegund fyrir sig. Jafnt stökk og brokk eins og til dæmis skeið. Þar er mikið framboð af hestasumarbúöum fyrir börn og reiðskólum. Að verða knapi í fremstu röð er samt sem áður fyrst og fremst mikil vinna og undirstaðan fyrir árangri er viljastyrkur og ákveðni." - Hafa margir atvinnu af íslenskum hestum í Þýskalandi í dag? „Þeim fjölgar meö hvcrjum degi sem líður. Flestir hafa atvinnu af reiðskólum eða barna- sumarbúðum þar scnt krakkar dvelja í skólaleyfum og stunda hestamennsku. Auk þess eru margir sem sjá um hross fyrir aðra og eru með hestaleigu. Það eru hins vegar mjög fáir sem reka hrossabú eins og við og byggja á ræktun, tamningu og þjáifun ein- göngu.“ Að rækta íslenska gæö- inga í útlöndum? - Telur þú að hestar fæddir og uppaldir á íslandi séu á einhvern hátt öðruvísi en þeir sem eru fæddir og uppaldir erlendis? „Nei, ég tel að þeir séu það ekki. Einu sinni töldum við að svo væri vegna þess að hross sem væru fædd á íslandi mótuðust af rneira frelsi og fjölbreyttari náttúru. Þau hefðu því annan persónuleika, geðslag og vilja. En ástæðan var að að mínum dómi ekki sú að hrossin væru fædd á Islandi. Ástæðan var sú að í Þýskalandi voru notuð léleg hross til undaneldis. Þetta breytt- ist þegar við fórum að nota betri hross í ræktuninni. Nú má finna í báðum löndunum bæði góð og léleg hross. Góður íslenskur hestur er frábær gæðingur hvar í heiminum sem hann er fæddur og uppalinn. - Eruð þið Þjóðverjar orðnir sjálfum ykkur nógir í ræktun íslenskra hesta? „Ég tel að við gætum ræktað góða íslenska hesta með þeirn stofni sent við höfum í dag. Hins vegar er mun æskilegra og auð- veldara að vinna saman. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að fylgj- ast vel með þróuninni hér á Is- landi í ræktun og reiðmennsku. Ég sakna þess aftur á móti að íslendingar skuli ekki telja áhugavert að fylgjast með því sent er að gerast í Þýskalandi. Því að Þýskaland er vaxandi uppeld- isstöð fyrir íslensk hross. - Hvers konar hestgerð er mest eftirspurn eftir í Þýskalandi í dag? „Oskahesturinn sem mesta eftirspurnin er eftir núna þarf að vera auðveldur bæði í reið og umgengni. Hann þarf að vera þannig byggður að hann hafi góð- an höfuöburö og hann þarf að vera úrvals töltari. Þeir sem stunda hestamennsku sem tóm- stundaiðju þurfa á þessari hest- gerð að halda. „Tómstundaknap- arnir“ sem ríða út eingöngu sér til ánægju eru ekki þjálfaðir reið- menn. Því þurfa þeirra hross að búa yfir miklum meðfæddum hæfileikum. Viö reynum líka að rækta mismunandi hestgeröir. í Þýskalandi hafa til dæmis verið sctt á stofn hrossabú sem stefna að ræktun ákveðins hestakyns. Má þar nefna ræktun á Kirkju- bæjarhcstum, Kolkóshestum og hestum frá Sveini Guðmunds- syni. Hornarfjarðarhestum og jafnvel ræktun á vindóttum lit.“ Framtíöardraumar „Mig langar alltaf að gera eitt- hvað nýtt og meira. Mér er mjög illa við stöðuna. Ég reyni að endurmeta líf mitt á fimm eða tíu ára fresti, íhuga hvert ég stefni og hvert ég vil stefna. Það er engin spurning að íslenskir hestar verða áfram það sem líf mitt snýst urn. Spurningin er hvort ég held áfram nteö Lindenhofbúið á sama hátt og nú eða ekki. Það hefur komið til tals að setja á stofn annað bú samhliða því. Það hefur líka komið til tals að stofna nokkurs konar háskóla fyrir hestamenn. Verkcfnin eru ótelj- andi þegar íslenski hesturinn er annars vegar." - Hvað viltu segja að lokum? „Mér finnst of mikillar tog- streitu og samkeppni gæta á milli íslenskra og þýskra hestamanna. íslenskur hestur er gimsteinn sem gleður og sem flestir ættu að fá tækifæri til að njóta hans. Vinn- um saman.“ Andreas Trappe í fyrsta sæti í gæðingaskeiði á Krumma. Myndir: Kristtn Linda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.