Dagur - 12.04.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 12.04.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 12. apríl 1990 Það var kalt í veðri síðastliðið laugardagskvöid þegar við tíðindamenn Unglinga-síðunnar lögðum leið okkar í miðbœ Akureyrar. Turninn sýndi +2° C en vindurinn feykti þeim tveim gröðum burt. Þö var ekkert annað að gera en hneppa að sér, vefja treflinum um hölsinn og bíta ö jaxlinn. Nóttin hafði reyndar tekið við af deginum enda klukkan að verða eitt. Tilgangurinn með þessari ferð var að spjalla við nokkra unglinga um hjötrú og fleira, e.t.v. vegna þess að ö morgun, föstudaginn langa er 13. apríl og er það trú sumra að þegar föstudag ber upp ö 13. dag mönaðar verði það hinn mesti óhappa dagur. „Frystihúskerlingar Það voru ekki sérlega margir ö rölti í kuldanum. Nokkrir unglingar sötu með flöskur fyrir utan einn bankann og hlógu og spjölluðu. Fullorðna fólkið sem var á leið ö skemmtistaði virtist hafa gleymt að sýna unglingunum gott s/lark Ri ack. - Ai 15 Duflai idarfsk I '4. - Dem af Ch< imsins st öö, sem aldrifjaöa c leecham, st Jielgud. Sp nynd meö ■ vöalhlutverk: 'anHipo Rorr það mö samt ekki keyra ö svarta ketti." Ingibjörg segist halda að það boði ógœfu ef svartur köttur hleypur fyrir framan bíl, en Linda brosir. „íslendingar eru dölítið hjötrúafullir og maður hugsar út í þetta en er samt ekki hrœddur. Nei við trúum ekki ö ölfa, en trúum aftur á móti ö jólasveina. Við trúum ekkert frekar ö Guð, en létum samt ferma okkur, til að staðfesta skírnina." „Annars finnst mér vera allt of mikið peningaplokk í kringum fermingar," segir Ingibjörg. „Ég er ekkert ö móti kirkjunni en þetta er svo dýrt allt saman. Maður hugsar ekkert um trúarlegu merkinguna. Þó kemur það kannski upp í hugann ö pöskadaginn. Annars eru þetta bara fastir liðir eins og venjulega." Stelpurnar hlœja þegar við biðjum þœr að segja eitthvað að lokum: „Allir verða að lœra sína lexíu," og svo voru þcer stöllur Ingibjörg og Linda horfnar út f nótt- fordœmi, sumt a.m.k. Bílarnir voru fleiri, þeir óku í hringi með mörgum stoppum reyndar en héldu samt ófram að spúa koltvísýringi út í nœturloftið. Þö rókumst við ö tvœr stelpur sem sögðust heita Ingibjörg og Linda, bóðar 16 öra. Þœr sögðust koma í bœinn til að sýna sig og sjó aðra. Þœr héldu á rósum og kókflösku undir hendinni. Þeim var svolítið kalt á puttunum en sögðust ekki vera ö leið heim alveg strax. „Við erum hér stundum til þrjú, fjögur, fimm, en stundum til eitt eða tvö. Við förum aldrei í Dynheima, þar eru elstu krakkarnir yfirleitt 9. bekkingar, en við erum búnar með 9. bekk. Við erum „frystihúskerlingar", vorum í skóla fyrir öramót en erum að vinna núna. Okkur finnst leiðinlegt á skemmtistöðum og það er fínt að rölta f bœnum. Það er líka ögœtt að fara á sveitaböll." „Trúum á jólasveina“ Aðspurðar um hvað þœr œtluðu að gera um þáskana sagðist Linda œtla f viku gönguferð á skfðum á Þeistareyki. Ingibjörg átti jafnvel von á vinkonu sinni í heimsókn um páskana. Við upplýstum nú stelpurnar um að föstudaginn langa bœri upp á 13. og spurðum þœr hvort þœr héldu það boða einhver óhöp. „Ja, maður hefur nú ekki hugmynd um það, en svo er sagt. Við höfum ekki tekið eftir neinu sérstöku þegar 13. ber upp á föstudag." Við rœddum nú aðeins um hjátrú, dulspeki og stjörnuspeki og stelpurnar sögðust svolítið spá í stjörnuspekina. „Maður spyr fólk stundum f hvaða merki það er og segir svo að það sé svona og svona og það passar stundum. Við œtlum að láta gera fyrir okkur kort. Það er rosalega gaman að pœla í þessu, þó maður taki ekki fullt mark á hvað stjörnuspekin segir, það þýðir ekkert. Nei við höfum aldrei farið á skyggnilýsingafund en það vœri gaman að prófa. Við erum ekkert mjög hjátrúafullar en erum „frystihuskerlingar" og trúum á jólasveina. Við trúum ekkkert frekar á Guð, en létum samt ferma okkur. ina með rósirnar og bros á vör. „Ekki hjátrúafullir“ En við héldum af stað í leit að strákum til að spjalla við, svona til að gœta jafnréttis. En það voru mun fleiri stelpur f bœnum þessa nótt og við vorum að því komin að gefast upp enda klukkan að nálgast tvö þegar við rákumst á tvo drengi sem voru á hraðferð eftir göngugötunni. Okkur tókst þó að stöðva þá og spjalla við þá. „Kristján Gunnarsson og er Dalvíkingur, 16 ára“ og þú? „Jóhann Þorsteinsson, ég er Akureyring- ur en bý í Mývatnssveit, 16 ára.“ „Amma okkar á heima hérna og við komum til að vera á skfðum. Já við erum frœndur. Við vorum í bíó og erum að fara heim. Já við komum oft hingað, kalt? Nei, nei, - jú frekar. Við œtlum að vera á skíðum yfir páskana og lesa fyrir samrœmdu prófin. Það er fínt að fá frf yfir páskana. Nei, við hugsum lítið um trúarlegt gildi páskanna. Jú, jú við létum ferma okkur, maður trúir á Guð. Nú snérum við talinu að föstudeginum 13. og strákarnir sögðust ekkert hrœðast þann dag. „Ég man samt eftir einu, það fór rúta útaf á föstu- daginn 13. og það er aldrei að vita nema það hafi spilað innf. Nei við erum ekki hjátrúarfullir, og erum ekkert hrœddir við svarta ketti. Stjörnu- spekina les maður stundum. Það hefur annað slagið eitthvað rœst úr henni. Við höfum ekkert spáð í stjörnuspekina, og spyrjum fólk aldrei að því í hvaða merki það sé. Maður er hins vegar oft spurður að þessu í skólanum, það er leiðin- legt. Nei maður spáir ekkert í svona líf eftir dauðann. Ég œtla nú ekkert að fara að deyja strax. Annars vœri nú ágœtt að verða draugur og geta komið til baka. Það er örugglega helmingur íslendinga hjátrúarfullir en við erum ekki f þeim hópi. Nei við trúum ekki á álfa. Mað- ur mundi trúa að þeir vœru til ef maður scei þá.“ Og þar með stukku drengirnir af stað til að verða komnir sem fyrst undir hlýja sœng, óhrœddir við föstudaginn 13. eða svarta ketti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.