Dagur - 12.04.1990, Blaðsíða 14

Dagur - 12.04.1990, Blaðsíða 14
•14 - ÖAGÖft - Fimmtudagur 121 ^rtimö Atvinnumál - Auðlindakönnun Á döfinni eru fundir um atvinnumál og auð- lindakönnun í Þingeyjarsýslum. Fundirnir eru öllum opnir og verða haldnir á eftirfar- andi stöðum og tíma: Þriðjudagur 17. apríl. Þórshöfn: Félagsheimilinu kl. 17.00 íbúar frá Þórshöfn, Svalbarös- og Sauðaneshreppi mæta. Raufarhöfn: Félagsheimilinu kl. 21.00. íbúar frá Raufar- höfn mæta. Miðvikudagur 18. apríl. Kópasker kl. 17.00. íbúarfrá Presthólahreppi, Öxarfjarð- arhreppi og Kelduneshreppi mæta. Húsavík kl. 21.00. Hótel Húsavtk. íbúar frá Húsavík og Tjörneshreppi mæta. Fimmtudagur 19. apríl. Reykjahreppur kl. 16.00, Heiðabær. íbúar frá Reykja- hreppi mæta. Skútustaðir kl. 21.00, Hótel Reynihlíð. fbúar frá Skútu- staðahreppi og Fjallahreppi mæta. Föstudagur 20. apríl. Fundur í Ýdölum kl. 16.00. íbúar frá Hálshreppi, Sval- barðsstrandarhreppi, Aðaldal, Reykjadal og Ljósavatns- hreppi mæta. Fundur í Bárðdælahreppi í Barnaskólanum kl. 21.00. íbúar frá Bárðdælahreppi og Ljósavatnshreppi mæta. Dagskrá: 1. Framsöguerindi: Ásgeir Leifsson, iðnráðgjafi: Nýir möguleikar, auðlindir, stefnumótun sveitarfélaga, kynning á Iðnþróunarfélagi Þingeyinga. Freysteinn Sigurðsson, jarðfr. Orkustofnun: Jarð- rænar auðlindir. Emil Thoroddsen, Iðntæknistofnun íslands: Vöru- þróun, markaðssókn. Valtýr Sigurbjarnarson, forstöðum. Byggðastofn- unar, Akureyri: Fyrirtæki, sveitarfélög, samgöngur. Heimamaður (heimamenn) gera grein fyrir stöðu og horfum í atvinnumálum. 2. Umræður. 3. Hópvinna. Iðnþróunarfélag Þingeyinga Hvers vegna er nágranni þinn áskrifandi að Heima er bezt Vegna þess að það er staðreynd að „Heima er bezt“ er eitt af vinsælustu tímaritum hérlendis. Þú ættir að hugleiða hvort ekki væri skynsamlegt að slást í þennan stóra áskrifendahóp, og eignast þar með gott og þjóðlegt íslenskt tímarit við vægu gjaldi, sem þú fengir sent heim til þín í hverjum mánuði. Utfylltu þess vegna strax í dag áskriftarseðilinn hér fyrir neðan og sendu hann til „Heima er bezt“, pósthólf 558, 602 Akureyri, og þú munt um leið öðlast rétt til að njóta þeirra hlunninda sem eru því samfara að vera áskrifandi að „Heirna er bezt“. Nýir áskrifendur fá eldri árgang í kaupbæti. x-------------------------------------------- Til „Heima er bezt, pósthólf 558,602 Akureyri. Ég undirrit óska að gerast áskrifandi að tímaritinu „Heima er bezt“. □ Árgjald kr. 2.000,00. □ Sendið mér blaðið frá 1. janúar 1990. Na)n: _______________________________ Heimili:__________________________ íþróttir Handknattleikur: Völsungar rúlluöu Víkingi-b upp - unnu 34:23 og tryggðu sér íslandsmeistaratitil í 3. deild „Ég er mjög ánægður með þennan sigur og þetta er búið að ganga vonum framar í vetur. Þetta er skemmtilegur endir á tímabilinu og sannar enn og aftur að við eigum fullt erindi upp á við - a.m.k. höf- um við ekkert þarna niðri að gera,“ sagði Arnar Guðlaugs- son, þjálfari Völsungs, eftir að lið hans hafði tryggt sér íslandsmeistaratitil í 3. deild íslandsmótsins í handknattleik með stórsigri á Víkingi-b í úr- slitaleik í fyrrakvöld. Leikur- inn fór fram á Húsavík og lauk honum með 11 marka sigri heimamanna, 34:23. Haraldur Haraldsson átti góðan leik fyrir Völsung gegn Víkingi-b. Mynd: KL Völsungar náðu strax undir- tökunum í leiknum og komust í 4:1. Þá tóku Víkingar sig á og munurinn hélst eftir þetta 2-3 mörk. Staðan í leikhléi var 17:14, Völsungi í vil. í síðari hálfleik var jafnræði með liðunum fram undir miðjan hálfleik en þá skildu leiðir. Völsungar keyrðu þá upp hraða- upphlaupin og Víkingar hrein- lega sprungu á limminu. Þegar munurinn var orðinn 7 mörk gáf- ust þeir upp og Völsungar unnu sannfærandi sigur. Leikur þessi var ágætur framan af en varð svolítið laus í reipun- um þegar á leið. Fyrri hálfleikur var sérstaklega góður af hálfu Völsunga, leikkerfi liðsins gengu Meðan Unglingameistaramót íslands á skíðum var haldið á ísafiröi um síðustu helgi fóru akureyrskir skíðagöngukrakk- ar á aldrinum 12 ára og yngri til Ólafsfjarðar þar sem þau reyndu með sér við heima- menn. Keppt var í þremur aldursflokkum og var keppnin mjög hörð og spennandi eins og úrslitin hér að neðan bera með sér. 27 keppendur mættu til leiks í Ólafsfirði og þar af voru 13 kepp- endur frá Akureyri. Keppt var þá vel upp og mörg falleg mörk sáust í kjölfar þeirra. Allt liðið átti góðan dag en ekki verður hjá því komist að nefna sérstaklega þá Asmund Arnarsson, sem lék mjög vel, og Harald Haraldsson, sem var góður í sókn og vörn. Mörk Völsungs: Asmundur Arnarsson 10, Haraldur Haralds- son 9, Vilhjálmur Sigmundsson 4, Tryggvi Þór Guðmundsson 4, Jónas Emilsson 2, Helgi Helga- son 2, Arnar Bragason 1, Jónas Grani Garðarsson 1 og Skarp- héðinn ívarsson 1. Hjá Víkingum voru marka- hæstir Óskar Þorsteinsson með 5 mörk og Viggó Sigurðsson, Ásgeir Gunnarsson og Jónas Magnússon með 4 hver. með hefðbundinni aðferð og gengu 11-12 ára krakkarnir tvis- var sinnum 1,2 km eða 2,4 km alls en yngri börnin gengu 1,2 km. Keppnin fór fram í suðvest- an golu og 5 gráðu hita. 11-12 ára drengir 1. Albert Arason Ó 8,55 2. Þóroddur Ingvarsson A 9,07 3. Gísli Harðarson A 9,09 4. Guðmundur Rafn Jónsson Ó 9,12 5. Stefán Kristinsson A 9,17 11-12 ára stúlkur 1. Sigrún Anna Þorleifsdóttir Ó 9,32 2. Harpa Pálsdóttir A 10,50 3. Guðlín Jóna Ómarsdóttir Ó 10,57 4. Heiðbjört Gunnólfsdóttir Ó 11,04 9-10 ára drengir 1. Helgi Jóhannsson A 4,36 2. -3. Baldur Ingvarsson A 4,53 2.-3. Grétar Kristinsson A 4,53 4. Garðar Guðmundsson Ó 5,27 5. Árni Gunnarsson Ó 5,34 9-10 ára stúlkur 1. Ósk Matthíasdóttir Ó 5,09 2. Arna Pálsdóttir A 5,22 3. Lísbet Hauksdóttir Ó 5,45 4. Svava Jónsdóttir Ó 6,06 Drengir 8 ára og yngri 1. Hannes Árdal A 5,51 2. Björn Harðarson A 5,56 3. Arnar Óli Jónsson Ó 6,20 4. Geir Egilsson A 7,01 5. Páll Ingvarsson A 7,23 íþróttir um páskana Skíði Fimmtudagur: Aktireyrarmót í skíðagöngu við skíða- gönguhús kl. 11.00. Laugardagur: Tveggjátsrautakeppni Flugleiða f Hlíð- arfjalli kl. 12.00. Sunnudagur: Flugleiðatrimm á gönguskíðum í Hitð- arfjalli kl. 10-16. Tímataka ki. 14.00. Mánudagur: Tveggjabrautakeppni Flugleiða - úrslit - í Hlíðarfjalli kl. 12.00. Knattspyrna Mánudagur: MM-mót á Sanavelli. KA-Magni kl. 12.00. Þór-TBA kl. 15.(X). Knattspyrnudeild Þórs og Matvörumarkaðurinn: Sex liða mót á Sana-velli Knattspyrnudeild Þórs og Matvörumarkaðurinn á Akur- eyri munu á næstunni gangast fyrir 6 liða knattspyrnumóti á Sana-vellinum á Akureyri. Mótið hefst mánudaginn 16. apríl. Spiluð verður einföld umferð þar sem öll liðin mæt- ast og sigrar það lið sem flest stig hlýtur. Ef það dugar ekki til þá ræður innbyrðis viður- eign liðanna og ef enn hafa ekki fengist úrslit ræður markamunur. Öll liðin munu sjá um að útvega dómara og línuverði. Liðin sern taka þátt í mótinu verða b-lið KA og Þórs, og a-lið Magna, Rcynis, TBA og Dalvík- ur. Leikröðin hefur verið ákveðin og fer hún hér á eftir. Hún er reyndar nokkuð undarleg en skýrist af því að sum þessara liða verða í keppnisferð í Reykjavík seinnipartinn í apríl og jafnvel í byrjun maí. Mánudagur 16. apríl kl. 12.00...KA-Magni Mánudagur 16. apríl kl. 15.00...Þór-TBA Fimmtudagur 19. apríl kl. 11.00... TB A-D al vík Föstudagur 20. apríl kl. 19.00...Reynir-KA Laugardagur 21. apríl kl. 12.00...Þór-Dalvík Laugardagur 21. apríl kl. 17.00...KA-TBA Sunnudagur 22. apríl kl. 12.00...Reynir-Þór Sunnudagur 22. apríl kl. 16.00...KA-Dalvík Laugardagur 5. maí kl. 11.00...Reynir-Dalvík Laugardagur 5. maí kl. 17.00...Þór-Magni Sunnudagur 6. maí kl. Í2.00...Reynir-Magni Sunnudagur 6. maí kl. 15.00...Þór-KA Föstudagur 11. maí kl. 19.00...Magni-TBA Laugardagur 12. maí kl. 12.00...Reynir-TBA Laugardagur 12. maí kl. 16.00...Magni-Dalvík Skíðaganga: Hörð keppni í Ólafsfirði - er yngstu keppendurnir reyndu með sér

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.