Dagur - 12.04.1990, Blaðsíða 21

Dagur - 12.04.1990, Blaðsíða 21
noo*- 3 fim<* Gl if\An Fimmtudagur 5. apríl 1990 - DAGUR - 21 jy poppsíðon ' H Umsjón: Magnús Geir Guömundsson Svipmyndir af Grammy verðlaununum Þann 21. febrúar síöastliöinn voru Grammy verölaunin afhent í Los Angeles meö pompi og pragt. Eru þessi verðlaun ein- hvers konar Oscarsverðlaun tónlistarfólks og því ekki síður mikið um dýröir hjá því fólki en hjá Hollywoodgenginu. Rétt eins og við afhendingu Oscarsverð- launanna eru stjörnurnar hver um aðra þvera, ýmist mættar til að taka við viðurkenningunum eða afhenda þær. Til verðlaun- anna eru eins og gengur margir kallaðir en fáir útvaldir og ekki all- ir jafn hamingjusamir að afhend- ingu lokinni. Svo minnst sé á nokkra þá sem viðurkenningu hlutu, þá var Michael Bolton útnefndur besti poppsöngvari ársins eins og ég hef reyndar áður skýrt frá, besti rokksöngvari var kjörinn Don Henley og besti nýi listamaðurinn Milli Vanilli. Besti poppdúett var kjörinn Linda Ronstadt og Aaron Neville fyrir lagið Don’t Know Much, þau Rickie Lee Jones og Dr. John fengu jazzverðlaunin í sama flokki og gamli bítillinn Paul McCartney var heiðraður sér- staklega fyrir sinn langa og glæsta feril. Þá er loks aö geta skærustu stjörnu kvöldsins en það var söngkonan fjölhæfa Bonnie Raitt en henni hlotnuðust hvorki fleiri né færri en fern verð- laun. Bonnie Raitt brosandi út að eyrum með verðlaunin sín. Ekkert orðinn gamall ennþá en samt heiðraður fyrir ævistarfið hann Paul McCartney. Dr. John og Rickie Lee Jones á góðri stund. Hitt og þetta Bon Jovi líklega búinn að leggja upp laupana. Bon Jovi: Þær stórfregnir berast nú að stór- rokksveitin frá New Jersey Bon Jovi sé við það að leggja upp laupana. Svo virðist áð slest hafi allharkalega upp á vinskap- inn hjá aðalmönnum sveitarinnar þeim Jon Bon Jovi söngvara og Richie Sambora gítarleikara og það leitt til þess að þeir hafi ákveðið að slíta samstarfinu. Hljómsveitin sem starfað hefur í um átta ára skeið hefur notið gíf- urlegra vinsælda hin síðari ár og hafa tvær síðustu plötur hennar, Slippery When Wet og New Jersey selst í milljónum eintaka. Reynd- ar hafa þessar fregnir ekki ennþá verið staðfestar opinberlega, en eins og mál hafa þróast lítur ekki út fyrir annað en að tvöföld tón- leikaplata sem boðuð hefur veriö seinna á þessu ári verði það síð- asta sem kemur frá herbúðum Bon Jovi. Leitt en satt. Stiv Bators: Stiv Bators fyrrum söngvari hinn- ar bráðskemmtilegu sveitar Lords ot the New Church hefur stofnað nýja hljómsveit ásamt þeim þre- menningum Dee Dee Ramone fyrr- um bassaleikara Ramones, Kris Dollimore áður gítarleikara The Godfathers og Vom fyrrum trommu- leikara í Doctor And The Medics. Ber sveitin til bráðabirgða nafnið The New Lords of The New Church og eru nú þegar hafnar upptökur á fyrstu plötu hennar. Fyrst nafn Ramones var nefnt hér á undan er allt í lagi að geta þess að söngv- ari hennar og aðalmaður Joey Ramone fótbraut sig fyrir nokkru en hefur nú jafnað sig og er nú hljómsveitin lögð af stað f mikla hljómleikaferð um Bandaríkin sem vonast er til að veki mikla lukku. Kiss: Hljómsveitin fræga Kiss sem heimsótti okkur íslendinga fyrir nokkrum árum og troöfyllti Reið- höllina, hefur ákveðið að taka aft- ur upp þann sið að vera með andlitsmálningu. Þó mun aðeins vera um það að ræða að þeir tveir upprunalegu meðlimir sveit- arinnar sem eftir eru, þeir Paul Stanley og Gene Simmons muni mála sig og þá einungis í auka- lögum á tónleikum. Plata til styrktar baráttunni gegn Aids: Popparar hafa sýnt það í gegn- um tíðina að þeim er fátt aumt óviðkomandi og hafa verið dug- legir við að leggja hinum ýmsu málum lið þegar á hefur þurft að halda. Nú er í bígerð plata þar sem mikill fjöldi tónlistarmanna leggur baráttunni gegn Aids lið og mun hún væntanlega koma út í haust. Meðal þeirra tónlistar- manna sem koma fram á plöt- unni eru U2, Sinead O’Connor, Tom Waits og The Pogues sem flytja lög eftir sönglagaskáldið fræga Cole Porter og auk þeirra Billy Idol, David Bowie, Annie Lennox og Fine Young Cannibals m.a. Er plat- an sem enn hefur ekki hlotið nafn, hluti af stærra átaki þar sem m.a. verður gerð kvikmynd í áróðursskyni. Plötupunktar: - Marianne Faithfull söngkonan með hrjúfu röddina, er á ferðinni með nýja hljómleikaplötu nú í apríl. Ber hún heitið Blazing Away og var efnið á hana tekið upp af tónleikum í New York í nóvem- ber sl. - Út er komin safnplata með bestu lögum Van Morrison hinum írska. Kallast hún einfaldlega The Best of Van Morrison og spanna lögin á henni yfir 25 ár eða allt frá 1964 til dagsins í dag. - Kvennarokksveitin Vixen sem sló rækilega í gegn með fyrstu David Bowie með í baráttunni gegn alnæmi. plötu sinni, „Vixen', er nú aö vinna að gerð nýrrar plötu. Ber hún vinnuheitið Rev it Up og er áætlað að hún komi út í maí. Big Country: Þeir félagar í Big Country eru nú komnir úr góðu fríi og hyggja á tónleikaferðalag um Bretland í maí n.k. Sú breyting hefur orðiö á hljómsveitinni að trommuleikar- inn Mark Brzezicki er hættur og í hans stað er kominn maður að nafni Paul Ahera. Að því best er vitað er ekki von á nýrri plötu frá Big Country í bráðina, en samfara tónleikaferðinni verður gefin út safnplata með vinsælustu lögum sveitarinnar. Nick Cave: Tvö ár eru liðin siðan söngvarinn sérstaki Nick Cave sendi frá sér plötuna Tender Prey. Á þessu tveggja ára tímabili hefur herm þó ekki setið aðgerðarlaus því auk þess að koma fram í tveimur kvikmyndum skrifaði hann eina skáldsögu og gaf út bók með textum sínum. Þá hefur Cave tekist að vinna bug á langvarandi eiturlyfjaneyslu sinni sem var á góðri leið með að leggja hann í gröfina. Hress og endurnærður hefur hann nú sent frá sér nýja plötu og kallast hún The GoodSon. WUmmm BÍIASAIA við Hvannavelli. Símar 24119 og 24170. MMC Galant GTi 16v, árg. '89, litur beige, ek. 9 þús. km, verð 1.550.000,- MMC Colt 1500 GLX, 5 gíra, árg. '89, litur rauður, ek. 23 þús. km, verð 830.000,- MMC Tredia 1800 GLS 4x4, árg. '87, litur hvítur, ek. 55 þús. km, verð 750.000,- Ch. Monsa Sl/e, 5 gíra, árg. '87, litur brúnn, ek. 40 þús. km, verð MMC Galant GLS 2000, 5 gíra, digital, árg. '85, litur blár, ek. 80 þús. km, verð 600.000,- Subaru station 1800 GL 4x4, árg. '85, litur blár, ek. 78 þús. km, verð 670.000,- Fiat Uno 55s, 5 litur blár, ek. 70 þús. 250.000,- ★ Greiðslukjör við ailra hæfi BÍUSAlfHH Möldursf. bíiasaia við Hvannavélii. Símar 24119 og 24170.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.