Dagur - 12.04.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 12.04.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 12. apríl 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ■ SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MADUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkrókl vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSH.: RlKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRlMANNSSON. DREIFINGÁRSTJ.: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. Boðskapur páskanna í dag hefst lengsta helgi ársins, páskahelgin. Pásk- arnir minna okkar á það að vorið er á næsta leiti. Þeir minna okkur á að Vetur konungur er á undanhaldi, þótt þess sjáist lítil merki enn sem komið er. Þó hefur lóunnar orðið vart á nokkr- um stöðum á landinu og hún er byrjuð að kveða burt snjóinn, flestum til ánægju. Á páskum gerir fjöldi fólks hlé á daglegri vinnu í fimm daga samfellt og páskafrídagarnir verða jafnvel fleiri hjá ýmsum, t.d. alþingismönnum og nemendum og starfsfólki skóla. Þetta hlé frá dag- legu amstri er flestum ef- laust kærkomið til hvíldar og afþreyingar. En margt fleira ætti að koma til. Á hátíð sem þessari er ekki síður nauðsynlegt að gefa gaum hinum trúarlegu málefnum og hugleiða hið raunverulega tilefni hátíð- arinnar. Tilefni páskahátíðarinn- ar vill á stundum gleymast. Einhverra hluta vegna hef- ur saga daganna í okkar samfélagi orðið sú að jól eru miklu frekari til athygli en páskar. Þetta hefur gerst þótt kjarni hins kristna boðskapar, kær- leikurinn, tengist einmitt páskum. Boðskapur pásk- anna er jafnframt boðskap- ur lífsins. Þar eru táknræn orð englanna eins og Lúk- as guðspjallamaður skráir þau: „Hví leitið þér hins lif- andi meðal dauðra?" Frels- arinn kenndi mönnum að óttast ekki og missa ekki kjarkinn þótt á móti blési, heldur treysta Guði og leggja allt í hans hönd. Þá leiðsögn veitti frelsarinn með lífi sínu, dauða og upprisu. Kristur gekk þyrnum stráða braut, uns yfir lauk á krossinum. Sú mann- vonska sem endurspeglast í krossfestingu Jesúm Krists er enn til staðar í mannlegu samfélagi. Þrátt fyrir alla menntun, þróun og framfarir tuttugustu aldarinnar hefur mannkyn- inu ekki tekist að uppræta þá grimmd og það ranglæti sem föstudagurinn langi er táknrænn fyrir. Daglega berast okkur fréttir utan úr heimi af kúgun og undir- okun þjóða og þjóðabrota, hernaðaraðgerðum, morð- um og alls kyns hryðju- verkum, þar sem jafnvel kornabörn eru fórnarlömb. Slíkir atburðir skyggja á gleði og hamingju líðandi stunda. Mitt í öllum allsnægtun- um hér á fróni, fjarri skark- ala heimsins, er öllum hollt að hugleiða boðskap pásk- anna. Boðskapur páskanna er eilífur á sama hátt og frelsarinn sjálfur og á ekki minna erindi við nútíma- manninn en hann átti við forfeður okkar fyrir árhundr- uðum. Mannskepnan er söm við sig, einungis umgjörðin hefur breyst. Dagur óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra páska. BB. Kjartan Ragnars: „Bolsíur kannast engiim við“ Reykjavík, 2. apríl 1990. Tryggvi Gíslason í Kaupmanna- höfn sendir Degi öðru hverju pistla úr borginni við Sundið, - fróðlega og skemmtilega, eins og hans var von og vísa. En ég er ekki sáttur við frásögn hans þess efnis að Akureyringar hafi áður fyrr talað dönsku á sunnudögum. - Þetta er reyndar gömul aulafyndni eða gamansaga gárunga einhverra, sem hafa spunnið hana upp í dárskap sínum; en „fræði“ þessi voru reyndar fyrst sögð um „Hólm- ara“ (í Stykkishólmi), en ekki Akureyringa. Því er raunar oft flíkað að Akureyri hafi áður fyrr verið danskari en aðrir bæir íslenskir; en þá er þess ekki gætt að allir íslenskir verslunarstaðir voru meira eða minna danskir áður fyrr, og þá að sjálfsögðu vegna þess að danskir „höndlarar“ voru þar á hverju strái. Þetta átti ekki við Akureyri fremur en aðra bæi hér á landi. - Þá var það strjálbýli íslenskra sveita, sem bjargaði tungu vorri, en nú verður því naumast að heilsa sökum ger- breyttra þjóðhátta, og ensk áhrif eru tekin við af dansk-þýskum. Annars held ég að yfirleitt sé hreinna mál talað og skrifað hér á landi nú en yfirleitt á síðari öldum. Um aldamótin síðustu var málhreinsun ekki lengra á veg komin en svo, að þá „óð uppi“ dönskuskotið málfar, eink- um í þéttbýli. Og enn kvað eima eftir af Austfjarða-frönskunni al- ræmdu austur þar. Kristján Rask varð að flýja frá Reykjavík austur í sveitir í því skyni að þjálfa íslenskt málfar sitt, en eins og kunnugt er var hann einn slyngasti málfræðingur samtíðar sinnar. - Og þá eru það bolsíurnar hans Tryggva. Þær virðast horfn- ar úr málinu, en þess í stað tekið við vanhugsað orðskrípi, „brjóst- sykur“, og auðvitað danskrar ætt- ar („brystsukker"). Bolsíur tel ég illskárri þó framandlegar séu; orðið samrýmist íslenskum mál- blæ, beygist eins og t.d. „kría“, einn vorboðinn okkar íslendinga. Nú ríður á að forðast ensk áhrif á mál vort, þegar danskra gætir ekki framar, og sneiða hjá örlögum danskrar tungu nútíðar, sem jaðrar við að orðin sé lág- þýsk n állýska, líkt og hollenska. Þó ber fróðum mönnum saman um að danska sé hið mætasta bókmenntamál, e.t.v. vegna þýskra áhrifa? Sunnudagsdanska í „Hólmin- um“ og e.t.v. jííðar er eflaust uppspuni, eins og fyrr greinir, en hins vegar töluðu Danir, einkum konungshirðin, þýsku áður fyrr, og þótti „fínt“ og vel við hæfi. - Nú leyfist mér e.t.v. í lokin að bæta við smásögu um bolsíur; hún gerðist í Borgarnesi árið 1935. Við vorum þar í vorferð 5. bekkingar M.A. Einn pilta var Benedikt heitinn Bjarklind frá Húsavík, sómamaður og alls staðar vel kynntur. Hann bað um bolsíur í búð einni í Borgarnesi, en enginn skildi hvða við var átt. í för með okkur hafði slegist Ragnar heitinn Jóhannesson, þá nýstúdent og átti heima í Dölum vestur. Hann var hagorður vel og gamansamur, síðar þjóðkunnur höfundur skopkvæða og ljóða- gerðar yfirleitt. Hann gerði þessa stöku um bolsíukaupin í Borg- arnesi, - á samri stundu: Menning er bág í Borgarnesi, bolsíur kannast enginn við. Bjarklind með Ijóta bólu á fési brunaði um með strengdan kvið; grenjaði síðan gráðugur: Getið þið selt mér bolsfur? Bestu kveður norður yfir fjöll og heiðar. Kjartan Ragnars, Bólstaðarhlíð 15, Reykjavík. Laugaid: Danmerkur VAlASH «y Kisr. UNDERVISNINIII SKANDINAVISKE SPRÁK PÁ ISLAND.FERDVENKOi; ORONLAND Nudansk BetsU ordb°S 3ger, «5 Gyldendals Fremmedordhn^ ,Já. ég fylgisl eir Þessan dagsKia Mig að S|á symngu sovásk paisins það syrnst nv ItZf'' ilagskiánni t bum að geia ' ®fl <•' i Fiallið en paí venð el veðnð vei I N'U,a BÆJARBÚAR - NÆRSVEITAMENN ísfandsmótið í bridge 0^ - sveilakeppni 1990 fi/D / K|P»4«;r:"~“09t,s's' ■PiUin.nnsk.n'^M'tÚ ki. 14.00 iaugardagtilkl, 24.00. /VI \vQS Sunnudag 25. mars frá kl. 10.00 til 15.00. \ yf ★ Ókeypjs aögangur \ ‘ Komiö og sjáið spennandi keppni Bridgefélag Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.