Dagur - 19.04.1990, Page 3

Dagur - 19.04.1990, Page 3
Fimmtudagur 19. apríl 1990 - DAGUR - 3 f m m m m m -1 fréffir Húsnæðismálastjórn úthlutar framkvæmdalánum: Norðurland fær 131 íbúð af 315 á landsbyggðmni - þörf á félagslegu húsnæði metin 55% af árlegri nýbyggingaþörf Á fundi liiisnædisstjórnar í byrjun þessa mánaðar var sam- þykkt að veita 80 félagslegum aðiluin framkvæmdalán til að byggja og/eða kaupa samtals 802 félagslegar íbúðir og almennar kaupleiguíbúðir. Um mitt síðasta ár var kallað eftir umsóknum um þessi Ián, samtals 80 umsóknir reyndust gildar og var þar óskað eftir að framkvæmdalánum frá stofn- Sparisjóður Akureyrar og Arnarneshrepps: Aukningá ölhim sviðum fjármála Aðalfundur Sparisjóðs Akur- eyrar og Arnarneshrepps var haldinn 2. apríl síðastiiðinn. Formaður sjóðsstjórnar er O. C. Thorarensen, en sparisjóðs- stjóri Helga Steindórsdóttir. I ársskýrslu Sparisjóðsins kemur fram að reksturinn hefur geng- ið með ágætum og eiginfjár- staðan batnaði um 36,10%. Að sögn sparisjóðsstjórans var aukning á öllum sviðum fjár- mála. Eigið fé er 53.332.000,00 kr., jókst um 14.145.000.00 kr. eða 36,10%. Hagnaður Spari- sjóðsins árið 1989 reyndist 5.715.000,00 kr. Innlán Sparisjóðsins námu 160.775.000,00 kr., aukning 26,6%, en útlánin reyndust 145.971.000,00 kr. Aðalfundurinn ákvað að gefa Sjávarútvegsbraut Háskólans á Akureyri kr. 100.000,00 svo og Skógræktarfélagi Eyfirðinga sömu upphæð en Krabbameins- félagi Akureyrar kr. 50.000,00. Starfsmenn Sparisjóðsins eru fjórir og afgreiðslan að Brekku- götu 1, Akureyri. ój Sundlaugin í Glerárhverfi: Skemmdarvargar áferð Nú nýverið var glæsileg sund- laug tekin í notkun í Glerár- hverfi öllum til ánægju er Glerárhverfið byggja. í dymbilviku og um páskana var laugin lokuð vegn lagfæringa og endurbóta á baðaðstöðu karla, en búið var að skemma blöndunartækin það mikið að skipta varð um. Einnig var unnið að lagningu uretan kvarts á góll' sem ekki hafði unnist tími'til að ljúka fyrir opnun laugarinnar. Rétt er að nefna að engar skemmdir voru unnar í búnings- og baðaðstöðu kvenna. Á föstudaginn langa voru veggjakrotarar á ferð við sund- laugina og létu gamminn geisa með úðabrúsum á veggi svo lítill sómi var af. Skemmdarstarfsemi sent þessi er ekki óalgeng hér í bæ, því ýmis fyrirtæki og stofnanir hafa orðið fyrir henni. Leitt er til þess að vita að ný og þörf mannvirki, sem reist eru bæjarbúum til ánægju og heilsubótar, fái ekki að vera í friði. Kostnaður vegna viðgerða í sundlauginni var ekki fáanlegur, en er þó töluverður. ój uninni til að byggja 1.511 íbúð- ir. Umsóknirnar skiptust þannig milli íbúðaflokka, að óskað var eftir lánum vegna 547 verka- mannabústaða, 191 leiguíbúð sveitarfélaga, 343 félagslegra kaupleiguíbúða og 430 almennra kaupleiguíbúða. Framkvæmdalánin sem veitt voru nú skiptast þannig að verka- mannabústaðir fá 351 íbúð, leigu- íbúðir verða 142, félagslegar kaupleiguíbúðir 156 og almennar kaupleiguíbúðir 153. Alls 487 þessara íbúða verða byggðar á höfðuborgarsvæðinu og 315 í öðrum landshlutum. Þar af verða 20 íbúðir byggðar á Norðurlandi vestra, 111 á Norðurlandi eystra og 54 á Austurlandi. I umsóknunum mátu umsækj- endur þörf sína fyrir félagslegt húsnæði næstu 3 árin og kom í ljós að koma þarf upp 4.500 íbúðum í verkamannabústöðum og leiguíbúðunt og um 1.650 almennum og félagslegum kaup- leiguíbúðum. Alls eru þetta um 6.150 íbúðir eða 2.050 á ári fyrir utan þær sem lánað er til í almenna húsnæðiskerfinu. Á fundi húsnæðisstjórnar þeg- ar úthlutunin fór fram lagði Pálmi Kristinsson, fulltrúi Vinnu- veitendasambandsins í stjórn fram bókun þar sem hann lýsir sig mótfallinn þeim tillögum um lánveitingar sem lagðar voru frarn. Hann segist m.a. telja að lánshlutfall til félagslegra íbúða- kaupa sé of hátt miðað við áætl- aða heildarþörf nýrra íbúða í landinu. Láti nærri að hlutfallið sé 55% af árlegri nýbyggingaþörf en til samanburðar megi geta. að á undanförnum árum hafi hlut- fallið verið um 30-40%. VG • • Oryggi í viðskiptum - heiðarleg skattskil! Nótuviðskipti eru allra hagur. Með rétt útfyllta nótu (sölureikning) í höndunum hefur viðskiptavinurinn tryggingu íyrir því að skatturinn sem hann greiðir í verðinu kemst til skila. Viðskiptavinurinn hefur þá líka réttinn sín megin ef eitthvað kemur upp á. Fyrirtækið hefur öll bókhaldsgögn á hreinu og báðir aðilar standa skil á sínu í sameiginlegan sjóð okkar allra. Það er því mikilvægt að vita hvemig löglegir reikningar eiga að vera. Nafri kaupanda (og auk þess kennitala ef kaupandi er virðisaukaskattsskyldur). Nafn, kennitala og vsk.-númer seljanda. Útgáfudagur. Reikningur tölusettur fyrirfram. Fjöldi vinnustunda, einingarverð og heildarverð. Tegund sölu, þ.e. lýsing á því sem selt er. Réttir viðskiptahættir tryggja heiðarleg skattskil. Þau eru undirstaða þeirra sameiginlegu verkefna í landinu sem við njótum öll góðs af. Fjárhæð virðisaukaskatts. HamPín viðskipti Q tlffÍlW’ FjÁRMÁl ARÁÐUNEYTIÐ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.