Dagur - 19.04.1990, Síða 9
Fimmtudagur 19. apríl 1990 - DAGUR - 9
Akureyri:
Lokaráðstefna „Brjótum
múrana" í Alþýðuhúsinu
Lokaráðstefna vegna verkefnis
Norrænu ráðherranefndarinn-
ar um fjölbreyttari atvinnu-
þátttöku kvenna, „Brjótum
múrana - BRYT“, verður
haldin í Alþýðuhúsinu á Akur-
eyri nk. föstudag og laugardag,
20. og 21. apríl. Norræn loka-
ráðstefna BRYT var haldin í
Reykjavík í byrjun desember
1989, en lokaþáttur íslenska
hluta verkefnisins verður sem
sagt haldin í Alþýðuhúsinu um
næstu helgi.
Fram kemur í fréttatilkyrm-
ingu frá „Brjótum múrana" að
BRYT-verkefninu sé ætlað að
þróa og prófa leiðir til að auka
fjölbreytni í náms- og starfsvali
kvenna, en einnig að skilgreina
þær hindranir, þá múra sem
aðskilja vinnumarkaði kvenna og
karla.
Á vegum BRYT á Akureyri
hefur verið unnið fjölbreytt starf
sem snertir stöðu kvenna á
vinnumarkaði og í skólum.
Niðurstöður verða kynntar á ráð-
stefnunni, en einnig verða gefnar
út skýrslur um nokkur þessara
verkefna. Nýlega kom út skýrsl-
an „Konur í tækni- og iðngrein-
um“, en aðrar skýrslur: „Óhefð-
bundin náms- og starfsfræðsla í
grunnskólum", „Konur stofna
fyrirtæki" og Ábyrgð-áhrif-álag"
eru væntanlegar á næstu vikum.
í nefndri fréttatilkynningu
segir: „Tilgangurinn með ráð-
stefnunni er að áhrifa- og áhuga-
fólk um jafnréttismál hittist,
fræðist, ræði saman og nái að
sameina þá þekkingu og reynslu
sem fengist hefur með BRYT og
þeirri þekkingu sem aflað hefur
verið með öðrum jafnréttisverk-
efnum. Þannig getur skapast
grunnur að sameinuðu átaki í þá
átt að opna konum og hugmynd-
um kvenna greiða leið í allar
atvinnugreinar og til áhrifa."
Búist er við fjölda þátttakenda
á lokaráðstefnunni í Alþýðuhús-
inu hvaðanæva að úr þjóðfélag-
inu, fulltrúum ráðuneyta, stjórn-
málaafla, stofnana og félaga.
Fyrir hádegi á föstudag verður
ráðstefnan öllum opin. Þá verða
flutt erindi um frumvarp að nýj-
um jafnréttislögum, um niður-
stöður starfshóps menntamála-
ráðuneytisins um jafna stöðu
kynja í skólum, um aðgerðir á
vegum félagsmálaráðuneytisins,
svo og meginniðurstöður „Brjót-
um múrana". Þeir sem áhuga
hafa á að taka þátt í allri ráð-
stefnunni og vilja fá upplýsingar
um möguleika, verð og tilhögun
geta haft samband við skrifstofu
„Brjótum múrana" í síma 96-
26845.
Ráðstefnan hefst kl. 9.30 á
föstudagsmorgun með skrángu.
Að því búnu býður vcrket'nis-
freyja fólk velkomið og Jóhanna
Sigurðardóttir, félagsmálaráð-
herra, setur ráðstefnuna og gerir
grein fyrir starfi ráðuneytisins að
jafnréttismálum. Sigríður Jóns-
dóttir, formaður starfshóps
menntamálaráðuneytisins um
jafna stöðu kynja í skólum, gerir
grein fyrir starfi starfshópsins.
Klukkan 11.30 gerir Ragnhildur
Benediktsdóttir, formaður Jafn-
réttisráðs, grein fyrir frumvarpi
að nýjum jafnréttislögum og Val-
gerður H. Bjarnadóttir, verkefn-
isfreyja „Brjótum múrana" gerir
grein fyrir niðurstöðum og tillög-
um BRYT.
Að loknum hádegisverði, kl.
14.30, verða „smiðjur" um ýmis
mál sem tengjast stöðu kvenna í
skólum og á vinnumarkaði og aö
því búnu hópvinna.
Á laugardag taka ráðstefnu-
gestir upp þráðinn kl. 09.00 með
því að fara yfir niðurstöður hóp-
vinnu fyrri dagsins og hópvinna
dagsins útskýrð. Þátttakendur
velja sér hópa út frá áhuga/starfs-
sviði. Þá tekur við hópvinna og
gerð framkvæmdaáætlana og að
loknum hádegisverði í boði
bæjarstjórnar Akureyrar verður
hópvinnunni fram haldið. Klukk-
an 16.30 er áætlað að kynna
helstu niðurstöður hópvinnunnar
og efna til almennra umræðna
um framtíðarstefnu í jafnréttis-
málum. Ráðstefnuslit eru tíma-
sett kl. 18 á laugardag. óþh
/F2-
»
Óskum viðskiptavinum okkar ^
gleðilegs sumars
með þökk fyrír veturínn.
\
/fe
HS-VÖRUMIÐAR SF
HAMARSTlG 25 • 602 AKUREYRI
SÍMI 96-24101 • PÓSTHÓLF 109
<r
u
\
Óskum starfsfólki okkar
og viðskiptavinum
gleðilegs siunars
með þökk fyrir veturinn.
Mjólkursamlag <j||>
%
/J3
*
"7 ---------- — Á
Oskum viðskiptavinum okkar w
gleðilegs sumars
með þökk fyrir veturinn.
Blikkrás hf.
Hjalteyrargötu 6, sími 26524 og 27770
\
J
Æ2
»
<7
Oskum viðskiptavinum okkar
gleðilegs sumars
með þökk fyrír veturinn.
ISLANDSBANKI
J
Æ^
»
Óskum viðskiptavinum okkar
gleðUegs sumars
með þökk fyrir veturinn.
Kaffibrennsla Akureyrar
Tryggvabraut 16, sími 23800
rP
Æ
Óskum viðskiptavinum okkar
gleðilegs sumars
með þökk fyrir veturinn.
Garðyrkjustöðin Grísará
601 Akureyri, sími 96-31129
Á
-47