Dagur - 19.04.1990, Síða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 19. apríl 1990
Menntamálaráðuneytið
Frá Fjölbrautaskóla Suðurlands
Fyrirhugað er að koma á fót framhaldsnámi við Skógaskóla í
tenglsum við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi næsta
vetur. Auk þess mun þar starfa 9. bekkur grunnskóla.
Hér með er auglýst eftir kennurum I eftirtaldar greinar:
Dönsku, ensku, stærðfræði og raungreinar.
Umsóknarfrestur er til 8. maí.
Umsóknir skulu sendar til skólastjóra Skógaskóla sem veitir
allar nánari upplýsingar.
I FRAMSÓKNARMENN
IIII AKUREYRl
Bæjarmálafundur
verður í Hafnarstræti 90, Akureyri, mánudaginn 23. apríl kl.
20.30.
Rætt um dagskrá bæjarstjórnarfundar á þriöjudag 24. apríl.
Rætt um kosníngaundirbúninginn vegna bæjarstjórnarkosninganna.
Þeir sem sitja í nefndum hjá Akureyrarbæ á vegum Fram-
sóknarflokksins eru hvattir til aö mæta og einnig varamenn.
Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar.
Krossfesting Ólundar
í Samkomuhúsinu
Ég hafði hugsað mér að skrifa
dálítið um Krossfestingu
Olundar í Samkomuhúsinu
síðastliðið þriðjudagskvöld.
Það verður nefnilega önnur
sýning í kvöld, fimmtudaginn
19. apríl, kl. 20.30. Lokasýn-
ing. Nú er því lag til að vara
fólk við þessari dagskrá, eða
hvetja alla sem nýjum vettlingi
geta valdið til að sjá hana.
Áður en ég lýsi því sem fram
fór á Krossfestingunni ætla ég að
skrá niður þau hugtök sem komu
upp í huga mér eftir sýninguna:
Súrrealismi, absúrdismi,
riaivismi, dadaismi, nihilismi,
futurismi, exibitionismi, per-
formance. En víkjum þá að sýn-
ingunni.
Krossfesting Ólundar er að
sönnu viðamikil fjöllistasýning.
Þar ægir saman 22 atriðum úr
ýmsum áttum. Má þar nefna
tónlist; klassík, rokk og óskil-
greindan hávaða. Leikþættir eru
nokkrir, ljóð eru lesin og gjörn-
ingar (performance) framdir.
Sumt af þessu má flokka undir
list, annað rugl, en satt að segja
kom mér dagskráin á óvart því ég
hafði ekki búist við miklu.
Ég ætla nú að hlaupa yfir atrið-
in og gefa þeim stutta umsögn. 1.
Tromm Tromm: Býsna taktviss
hávaði. 2. Ásmundur Ásmunds-
son: Sjúk sagnagerð, tilvalin til
að hneyksla fólk. 3. Engill
Ónæði: Kröftug rokkhljómsveit.
4. Leikbrúðuleikhús: Ólýsanlegt
athæfi. 5. Rögnvaldur Bragi
Rögnvaldsson: Þetta er ansi
smellin kveðskapur, stutt Ijóð og
stundum hnyttin í lokin. 6.
Hindemith og Bach: Þokkalegur
samleikur Helgu Kvam og Þór-
unnar Marinósdóttur á þvertlautu
og fiðlu. 7. Bimmbirimmbirimm-
bamm: Skemmtileg útfærsla á
alþekktum leik. Hlynur Hallsson
og Kristján Ingimarsson leika
sér af innlifun. 8. Fugl: Hljóm-
sveit sem kom á óvart. Röggi
afskaplega lipur og melódískur á
bassann, Siggi föndrar við gítar-
inn og Gummi lemur húðir. 9.
Pétur Eyvindsson: Sagnagerð í
ætt við Ásmund, tilgangurinn
óljós. 10. Stigmata: Nokkuð
skondin hreyfilist í sjónvarpi en
aðeins of langdregin. 11. Súrt líf:
Stutt leikrit eftir Hlyn Hallsson
en ekki nægilega hnitmiðað. Til-
raun til orðaleikja.
Eftirhlé. 12. Þetta er sjónvarp,
þetta er örbylgjuofn: Þáttur úr
smiðju Gersemi Tut sem kalla
má gjörning. Ekki fyrir minn
smekk. 13. Kristján Pétur Sig-
urðsson: Mættur á sviðið með
gítarinn, skrambi góður og kann
sitt fag. 14. Hlynur Hallsson:
Látlaus ljóð, vel flutt, sum góð.
15. Skrím íls: Æ, þetta er ekkert
sniðugt. 16. Limlest, ég er
limlest: Ekki svo galin hljómsveit
miðað við aðstæður. 17. Helga
Kvam: Allgóð smásaga sem nær
flugi undir lokin. 18. Lúna
Skrospýjan: Merkilega góð stuð-
grúppa og melódísk. Röggi spilar
á gítar, Kiddi á bassa og Hjalti á
trommur. 19. Jón Laxdal: Fögur
ljóð með stuðlum og reglubund-
inni hrynjandi til áhersluauka,
afar vel flutt, sum innihaldsrík.
20. Þórunn Ósk Marinósdóttir:
Býsna hrífandi fiðluleikur þar
sem partía eftir Bach líður um sal
Samkomuhússins. 21. Gersemi
Tut: Hörmung. 22. Frelsarinn og
vinir hans: Leikþáttur úr heimi
fáránleikans.
Nú hef ég ekki meira pláss og
segi því að lokum: Krossfesting
Ólundar er skemmtilegri dagskrá
en ég hafði vænst. Hún er fjöl-
breytt en full löng og mætti að
skaðlausu skera nokkur atriði
niður. Stefán Þór Sæmundsson
Z)reymir þig stundum
um að vinna milljónir?