Dagur - 21.04.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 21. apríl 1990 - DAGUR - 5
tómstundir
Leirdúfuskotfími er tiltölulega nýleg íþrótt
á Islandi. Þó hafa nú á seinni árum sífellt
fleiri skotmenn tekið leirdúfukastara í
þjónustu sína. Yfír vetrarmánuðina eftir að
rjúpnavertíðinni lýkur er frekar daufur tími
fyrir haglabyssuskyttur. Þá er leirdúfu-
skotfími tilvalin leið til að halda sér í
æfíngu. Til að kynna sér sportið heimsótti
Dagur skotmenn sem eiga leirdúfukastara
og æfa haglabyssuskotfími.
Við leirdúf'uskotiinii má nola allar gerðir al' liaglabyssiim. Æskilegt er að skotmenn noti |iá byssu seni þeir ;etla
síðan að nota til veiða.
Leirdúfuskotfími
- og hugleiðing um hagnýti hennar
Handvirkur leirdiifukastari frá Hoppers. Kastarar af þessari slærð eru
bentugir fvrir cinstaklinga til ælinga.
Leirdúfukastarar eru til af ýms-
um gerðum og stæröum. Ekki
verður fjallað um rafdrifna
keppniskastara enda er ekki á
allra færi að bera kostnað af slík-
um búnaði jxí góður sé. Hentugir
kastarar fyrir einstaklinga eru til í
nokkrum mismunandi útgáfum.
Peir kastarar eru knúnir af stál-
gormi sem trckktur er upp með
handafli. (Sjá mynd.) Slíkir kast-
arar kosta frá tíu til tuttugu þús-
und krónur. Kastarar eru mis-
jafnir aö gerð og gæðum. Byrj-
endum er ráðlegast að leita til
afgreiðslumanna i sportvörubúð-
um og fá upplýsingar um traust
vörumerki. í flestum betri sport-
vörubúðum fást leirdúfur og
kastarar. Einnig hefur Hlaö sf. á
Húsavík haft þessa vöru á boð-
stólnum. Leirdúfur eru seldar tvö
hundruð í pakka og kostar stykk-
ið um sjö krónur og pakkinn um
fimmtán hundruö krónur. Þær
eru til í nokkrum mismunandi
tegundum. Þær dúfur sem hafa
verið á bóðstólnum í sportvöru-
verslunum hérlendis hafa verið
traust vara.
Þeir scm stunda leirdúfuskot-
fimi nota svokölluð „Skeet"
haglaskol. ..Skeet" er enskt orð
yfir þessa íþrótt sem hér er köll-
uð leirdúfuskotfimi. Til eru fleiri
þýðingar en hér verður leirdúfu-
skotfimi notað. Skot þessi í
haglabyssur no. 12 eru 70 mm,
hlaðin 28 gramma haglahleðslu.
Höglin eru númer níu eftir cnsk-
um og amerískum staðli. Tuttugu
Tvíhleypt haglabyssa ásanit viðeigandi
vinsælar í kcppnum í leirdiífuskotilmi
og fimm skota pakki af Seller og
Belliot kostar t.d. 350 krónur í
Veiðihúsinu í Reykjavík.
Af gefnu tilefrii er rétt að
minna á að leirdúfuskot, hlaðin
28 gramma haglahleðslu af liögl-
um númer níu cru alls ekki ætluð
til neinskonar veiða. Höglin eru
smá og hleðslan lítil og ekki til
þess fallin að bana fuglum eða
annari veiðibráð. Aðrar gerðir af
skotum er hægt að nota í leir-
dúfuskotfimi en ódýrari skot en
leirdúfuskot eru ekki á boöstóln-
um hérlendis.
Mismunandi byssur
við leirdúfuskotfimi
Við leirdúfuskotfimi má nota all-
ar geröir af haglabyssum. Bestar
eru þær byssur sem hafa „Skeet"
þrengingar, en þaö eru sérstakar
þrengingar sem notaðar eru í
kcppnum í leirdúfuskotfimi.
Æskilegast er aö skotmenn noti
þær byssur sem þeir ætla síðan að
ganga til veiða með. Þó fylgir því
viss ókostur. Veiðibyssur eru
jafnan mikið þrengdar séu þær
ekki með skiptanlegum þrenging-
um og veröur leirdúfuskotfimin
því erfiðari en ella. Það hefur þó
þann kost í för með sér að skot-
maður venst sinni byssu bctur og
er líklegur til að ná betri árangri
þegar á hólminn er komið. Rétt
er aö gera skýran greinarmun á
keppnisskotfimi og þeirri sem hér
er rætt um. Þeir sem æfa og
stunda keppni í leirdúfuskotfimi
skotum. „Undir yfir" haglabyssur eru
nota í flestum tilfellum tvíhleyp-
ur „undir yfir" byssur og ávallt
með „Skeet" þrengingum. Þar
eru um að ræða keppnisíþróttina
„Skeet" sem ekki er á allra færi
aö stunda, miklar æfingar þarf til
að ná árangri. Löglegir „Skeet"
keppnisvellir eru ekki til hérlend-
is utan Reykjavíkursvæðisins.
Gæta skal fyllstu
varúðar og tillitssemi
Þegar leirdúfuskotfimi er stund-
uð þurfa að vera tveir menn
saman. Annar til að hlaða og
hleypa af kastaranum og hinn til
að skjóta sjálfar leirdúfurnar.
Við staðsetningu kastarans ber
að hafa margt í huga. Ekki má
stafa hætta eöa ónæöi af skotum
eða leirdúfum. Varast ber að
staðsetja kastarann í beitilandi
búfjár eða í nánd viö veiðivötn.
Þó ekki sé mikið blý í hverju
haglaskoti safnast þegar saman
kemur séu æfingar stundaðar
lcngi á sama stað. Búfé getur
stafað hætta að blýmengun og
einnig fiskum. Leirdúfubrot eru
engin umhverfisprýði og cr því
rétt aö staðsetja kastarann ekki
þar sem mikil umferð er. Sjálf-
sögð rcgla er að tína ávallt upp
tóm skothylki þegar æfingum lýk-
ur í hvert skipti.
Fjölbreytileg skotmörk
Hvernig haga skal æfingum fer
eftir hverjum og einum. Þó er
skynsamlegt að hafa fjölbreytn-
ina sem mesta. Rétt er að æfa til
skiptis að skjóta á dúfur á leiö til
hægri og vinstri. Mörgum rétt-
hendum mönnum reynist erfið-
ara að hæfa dúfur sem fljúga frá
vinstri til hægri. Þetta má oftast
laga með markvissri æfingu.
Sjálfsagt er að æfa skot á dúfur
sem koma beint í átt til skot-
manns og einnig er gott að æfa
skot á dúfur sem eru á leiö frá
skotmanni.
Hvernig skotmönnum gengur
að hæfa leirdúfurnar í fyrstu
skiptin er misjafnt. Þó ná flestir
vanir skotmenn fljótlega góðum
tökum á dúfunum og eftir nokk-
urn tíma missa menn varla
„fugl".
Leirdúfuskotfinii,
raunveruleg æfíng
Munurinn á því að skjóta leirdúf-
ur og lifandi fugla er helstur sá að
dúfan fer alltaf á svipuðum hraða
gagnstætt viö fugla sem hafa mis-
munandi flughraöa. Þó fæst mikil
æfing við að skjóta á leirdúfur.
Sú æfing nýtist síðan þegar skot-
menn fara að skjóta á lifandi
bráð.
Byrjendum í skotveiði er því
mikið gagn af leirdúfuskotfimi.
Mögum kann að finnast óþarfa
bruðl með skotfæri að eyða þeim
á lcirdúfur. Svo er hins vegar alls
ekki málum farið. Við leirdúfu-
kastarann geta menn lært af
mistökum sínum og orðið með
tímanum öruggir skotmenn.
Ekki getur talist skynsamlegt að
sá sem ekki hefur stundaö veiðar
með haglabyssu fari í gæs cða
aðra fuglaveiði án þess að æfa sig
fyrst. Mikilvægt er að byrjendur
geri sér grein fyrir á hvaða færi
vopn þeirra hæfa bráöina.
Þjálfun er
byrjandanum nauösyn
Skotveiði er stunduð af mjög
mörgum Islendingum. Samt hafa
mjög fáar licföir skapast við þær
veiðar sem hér eru stundaðar.
Mjög litlar kröfur eru gerðar til
hæfni þeirra sem þreyta skot-
vopnanámskeið fyrir bvssuleyf-
isveitingu. Allt of algengt er að
menn kaupi byssu og haldi beint
;í veiðar án verklegrar þjálfunar í
skotfimi. Ekki er furða að margir
komi veiðilausir heim úr mörgum
fyrstu veiðiferðunum. Þá er
ástæðan yfirleitt ekki sú að illa
hafi gengið að koma skotunum úr
byssunni.
Litlir leirdúfukastarar eru ekki
dýrir. menn geta sameinast um
kaup á kastara og náð þannig
kostnaðinum verulega niður.
Aðstöðu fyrir kastarann er yfir-
leitt hægt að finna í malargryfjum
eða öðrum álíka stööum. Allir
skotmenn. sama hversu góðir
þeir eru hafa gott af æfingu á
þeim árstíma þegar ekki er mikla
bráð að hafa. Byrjendum er
ómetanlegt að geta æft sig á skot-
marki á hreyfingu áður en haldið
er í gæs eða aðra fuglaveiði. Þeir
seni ekki geta hæft leirdúfur eru
ekki líklegir til að gera stóra hluti
á anda- eða gæsaskytteríi.
Æflngin skapar ineistarann
í pistli þessum hefur verið ætlun-
in að kynna fyrir skotmönnum þá
möguleika sem leirdúfuskotfimi
býður upp á. Hvernig má hafa
not af þcirri þjálfun við raun-
verulegar fuglaveiðar. Hvernig
byrjendum opnast skilningur á
hvaða lögmál gilda þegar skotið
er á skotmark á flugi.
Ástæðulaust er sjá ofsjónir yfir
kostnaðinum við leirdúfu-
skotfimina. Ný haglabyssa af
sæmilegri gerö kostar um fjörtíu
þúsund. Sá skotmaður sem ekki
nær árangri með sinni byssu situr
uppi með óarðbæra fjárfestingu.
Sá sem nær árangri. sem næst
ekki netna með æfingu, þarf ekki
að sjá eftir þeim peningum sem
liggja í góðri haglabyssu. kg
Skotveiöifélag Akrahrepps fær þakkir
fyrir veitta aðstoð og uppiýsingar.