Dagur - 10.05.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 10.05.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 10. maí 1990 fréttir Heybirgðir eru víða Mar við Eyjaíjörð - þó ekki talið að neinir bændur séu í alvarlegum vanda með hey Forðagæslumenn við Éyja- fjörð luku í síðasta mánuði við að skila skýrslum um fóður- birgðir á eftirlitssvæðum sínum. Víðast hvar eru ennþá nægileg hey til fóðrunar, og útlit fyrir að endar nái saman ef þokkalega vorar í ár. í öllum hreppum hefur þó þurft að flytja hey milli einhverra bæja, eða gera ráð fyrir slíkum flutn- ingum á næstunni. Þeir bændur sem stunda mjólk- urframleiðslu og eru með naut- griparækt þurfa yfirleitt að gefa hey og fóðurbæti fram í júnímán- uð. Hins vegar er sjaidgæft að hafa þurfi sauðfé á fóðrum fram í júní. Dagur hafði samband við forðagæslumenn við Eyjafjörð og spurðist fyrir um ástandið. Sigurgeir Pálsson í Sigtúnum er forðagæslumaður í hluta Öng- ulsstaðahrepps. Hann segir að gæslumenn hefðu lokið við að kanna birgðir um miðjan apríl. „Pað er yfirleitt þokkalegt ástand á mínu svæði, flestir eiga reyndar rétt nóg handa sér, fáir eiga ein- hvern afgang og reikna með að sleppa fram í júní," segir hann. Pór Jóhannsson á Krónustöð- um í Saurbæjarhreppi segir að enginn afgangur sé af heyi hjá bændum en menn reikni þó með aö sleppa. „Það hefur aðeins þurft að færa hey milli bæja, en í heildina séð er ástandið ekki slæmt og enginn illa staddur." í Arnarneshreppi er Jósavin Arnarson í Arnarnesi forða- gæslumaður. „Staðan er sú að nægar heybirgðir eru innan sveit- arinnar. Aðeins þarf að miðjá milli bæja, en ekki mikið. Hey- fengur í fyrra var svipaður og árið áður, en bústofni fækkað í hreppnum milli ára. Hér er eng- inn í alvarlegum vanda. Ég er með ásetningu um miðjan júní, j og ekki verður farið mikið aftar með þá tímasetningu með naut- gripi. Hvað sauðfé og hross snertir er þetta spurning um hversu lengi þarf að gefa frameft- ir vöri,“ segir hann. Jón Sæmundsson í Fagrabæ er forðagæslumaður á Svalbarðs- strönd. „Þetta á að vera í lagi ef tíðarfarið verður ekki mjög slæmt. Hér eru þeir búnir að gera ráðstafanir sem eru ekki vel staddir, menn eru búnir að tryggja sér hey. Heyfengur í fyrra var nokkurn veginn í meðallagi hérna," segir Jón. Þórarinn Jónsson á Bakka í Svarfaðardal segist ekki búast við að bændur verði í neinum telj- andi erfiðleikum fram á vorið með hey. „Ég tel að ekki sé mik- ið hey eftir hjá flestum og ein- staka menn eru tæpir. Það er til að menn vanti hey en atinars staðar eru töluverðar birgðir, eins og gengur og gerist. En ég tel ekki að neinn eigi að þurfa að li'ða skort, því innan um eru bændur sem eiga töluvert hey. En í dag vonar maður að sumarið sé kornið," segir Þórarinn. EHB Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra: Áiver verði reist í Ejjafirði Á aðalfundi Iönþróunarfélags Norðurlands vestra 2. maí sl. var samþykkt ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að sjá til þess að næsta álver verði reist í Eyjafirði. í ályktuninni segir að fundurinn telji aug- Ijóst að bygging stórs álvers á suðvesturhorni landsins muni Laxveiðin á síðasta sumri: Laxá í Aðaldal í þriðja sæti - eitt af einkennum sumarsins hve laxinn var smár Heildarstangveiðin á íslandi á síðasta sumri var 30.082 lax- ar sem samtals vógu 104,5 tonn. Laxá í Aðaldal skipar þriðja sæti á lista yfir þær ár sem flestir laxar veiddust í en þar veiddust 1619 laxar. Séu hliðarár Laxár, þ.e. Mýra- kvísl og Reykjadalsá, taldar með kemst áin upp í annað sæti á listanum með 2099. Laxveiði á stöng var 18.4% undir meðaltali áranna 1974- 1988 en einungis árin 1980- 1984 voru slakari. í nýútkominni skýrslu Veiði- málastofnunar um laxveiðina á síðasta surnri segir einnig að eitt af því sem einkennt hafi veiðina á síðasta sumri sé hve laxinn var smár. „Einkum á þetta við um smá- laxinn en hann var að meðaltali 0,3 pundum léttari en meðaltai áranna 1986-1988 fyrir þær ár Veiðimaður á bökkum Laxár. sem hafa yfir 500 laxa meðal- veiði. Stórlaxinn var 0,3 pund- um léttari en meðaltal sömu ára sýnir," segir í skýrslu Veiðimálastofnunar. Samanlögð laxveiði., á Norðurlandi vestra var 5129 laxar, sem nánast skiptist til helminga milli smálaxa og stór- laxa. Meðalþyngdin var 8,5 pund og voru Víðidalsá og Fitjá með hæsta meðalþynd, 10,34 pund. Sandá var með hæsta meðal- þyngd laxa á síðasta ári af ánum á Norðurlandi eystra, eða 10,59 pund. Næst í röðinni kom Laxá í Aðaldal með 9,60 pund og Fnjóská með 9,19 pund. Heild- arlaxveiðin á Norðurlandi eystra var 4014 laxar og þar af voru 2173 smálaxar sem er nokkru hærra hlutfall en á Norðurlandi vestra. JÓH UNNUMto Kjörbúð KEA, Sunnuhlíð 12 Vörukynning fimmtudag og föstudag, & frá kl. 15.00-19.00. . &**£&*» NYTT Úrval á grillið úr kjötborðinu cotl YX- Qéfeet Kyn° in0a rafs ;láttur V/SA Opið virka daga kl. 9-20, laugardaga kl. 10-20. Sanitas pilsner 50 cl 6 í pakka kr. 350.- leiða til verulegrar byggða- röskunar í landinu. Á aðalfundi Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra var einnig samþykkt eftirfarandi tillaga um áburðarframleiðslu í landinu: „Aðalfundur Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra 1990 telur ekki annað koma til greina en að áburður verið áfram framleiddur á fslandi. Fundurinn telur það sanngirnismál að ný áburðar- verksmiðja verði reist á Norður- landi vestra. Bent er á að með sérstakri samþykkt ríkisstjórnar- innar frá 28. janúar 1982 var gef- in yfirlýsing um sérstakar aðgerð- ir í atvinnuuppbyggingu í kjör- dæminu þegar framkvæmdum lyki við Blönduvirkjun til að koma í veg fyrir stórfellt atvinnu- leysi á svæðinu þegar þar að kæmi.“ óþh Krossanes: Samningur um ótrygga orku við Rafveitu Akureyrar Akureyrarbær hefur gengið til sumninga við Krossanesverk- smiðjuna um sölu á ótryggri raforku. Stjórn veitustofnana hefur falið rafveitustjóra að ganga frá samningum, en samningsdrög hafa verið sam- þykkt í bæjarráði og bæjar- stjórn. Sigurður J. Sigurðsson, for- maður stjórnar veitustofnana, kynnti samkomulag þetta í Bæjarstjórn Akureyrar. Samn- ingsgrundvöllurinn byggist á því að Rafveita Akureyrar gengur til samninga við Landsvirkjun um kaup á 11 megavöttum, 28,5 gígavattstundum á ári, til 6 ára. Samningur rafveitunnar við Krossanes þýðir að veitan verður að leggja út í framkvæmdir fyrir um 30 milljónir króna, en það er áætlaður kostnaður við lagningu háspennulínu frá Aðveitustöð 2 við Kollugerði til verksmiðjunn- ar, og uppsetning á nýjum spenni í aðveitustöðinni. Nýi spennir- inn eykur öryggi í raforkudreif- ingu mikið í þeim bæjarhverfum sem aðveitustöðin þjónar. Samningur þessi er forsenda fyrir því að hægt verði að setja upp rafskautaketil til gufufram- leiðslu í Krossanesi, en hingað til hefur gufa þar verið framleidd með svartolíu. EHB Bílaleiga Flugleiða: Einar verður umsjónarmaður Einar Thorlacíus hefur verið ráðinn umsjónarmaður Bíla- leigu Flugleiða á Akureyri. Einar hefur síðustu árin verið sölustjóri í Mjólkursamlagi KEA. Einar er nú í starfsþjálfun í Reykjavík en gert er ráð fyrir að bílar í leiguna á Akureyri verði komnir um 20. þ.m. Stefnt er að því að hefja starfsemina þann 25. maí. Fleiri starfsmenn verða í leigunni yfir háannatímann og er þessa dagana verið að ráða í þau störf. JÓH 99 Austurdalur í Skagafirði: Ekkert vafamál að vorið er komið“ - segir Hjörleifur Kristjánsson á Gilsbakka Mönnum ber saman um að vorið sé gengið í garð í Skaga- firði. Hiti hefur komist upp undir tuttugu stig yfir hádag- inn. Sauðburður er víða að hefjast og fuglar farnir að para sig við hreiðurstæði. Til að fregna betur af vorkomunni sló Dagur á þráðinn til Hjörleifs Kristinssonar bónda á Gils- bakka í Austurdal. „Ég held að það sé ekkert vafamál að vorið sé komið. Sauð- burður er hafinn. Reyndar eru það fyrirmálsær og gemlingar sem eru að bera núna, en aðal- sauðburður hefst á næstu dögum. Gæsin er komin hérna í túnið hjá mér. Ég á von á að hún fari að verpa von bráðar. Hrafninn er orpinn fyrir nokkru. Þeir koma þó og éta fiskimjöl með ánum sem ég gef fram við Merkigilið. Snjór er mikill í öllum skorn- ingum og giljum. Það geta skap- ast hættur fyrir fé þegar skaflarn- ir á lækjunum fara að þynnast. Leysingar eru ekki byrjaðar fyrir alvöru og ég býst við nokkuð miklum flóðum því snjór er geysimikill í fjöllum. Tún sýnast mér koma nokkuð vel undan vetri. Þau eru tilbúin í startholunum fyrir sumarið. Ég hef ekki trú á að kal verði að ráði alla vega ekki hér til dalanna. Jörðin þarf svolítinn tíma til að taka við sér. Ef sama blíðan held- ur áfram og verið hefur, held ég að þetta verði ágætis vor.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.