Dagur - 10.05.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 10.05.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 10. maí 1990 myndasögur dags u ÁRLAND Garð?!! Ekki Hvers meðan ég lifil! vegna ekki??! * rw rp w }—w Vegna þess, aö þú þolir ekki útivinnu!! Hvaö fær þig til að halda að eftir aö þú hefur grafiö hálfa lóðina sundur, aö þú munir halda þig viö garð- rækt allt sumariö?!! Sko... þarna er komið aö „okkur“... ANPRÉS ÖND I nótt lá ég sofandi og fékk þá skyndilega góöa hugmynd. ^ r Þess vegna geymi ég minnisbók á náttborðinu. HERSIR Áöur en þú segir eitthvað - ætla ég að gera það... Ekki dæma mann eftir skugga hans... eða bát eftir litnum á honum. nrniiiiiihMiiimi i 1— 2r. ///KIÍX < -Mminl'Umir IL L 1 BJARGVÆTTIRNIR okkur leiguflugvél núna? Við yrðum þér' afar þakklát... |Ó! Jú, ég man nú eftirj honum Zaghul flug- J ur?... Skrifstofu- maðurinn sagði okkur... Hvað eruð þið' að gera hér? Óviðkomandi er bannaður aðgangun C Kwfl FMtwi Syndicn. Inc Worid npliU r«i*vH Heyrðu nú. Þú ert að fara að flytja farm] til Nairóbl og við... Hvað kemu7V ykkur það við? Þið skuluð fara héðan strax, eða... # Að standa við loforð sín Hræringamar í fjölmiðla- heiminum hafa verið tölu- verðar að undanförnu. Allir vita hvernig fór fyrir Stöð 2, hún komst undir hendur harðsvíraðra kaupsýslu- manna eftir mikla refskák og reyndar er ekki enn útséð með hverjir komi til með að eiga fyrirtækið. Frumherjarnir misstu tökin á rekstrinum og áhrif þeirra á gang mála eru nú Iftil sem engin. Jón Óttar Ragnarsson, fyrr- um sjónvarpsstjóri á Stöð 2, er ekki fullkomlega sáttur við gang mála og hefur látið hafa ýmislegt eftir sér í fjöl- miðlum í því sambandi. Eitt það skondnasta sem hann hefur látið frá sér fara var haft eftir honum i einu dag- blaðanna þegar hann ræddi um hvort nýir hluthafar hefðu staðið við hlutafjár- loforð sem þeir gáfu. Þar sagði hann m.a: „Og það að meirihluti hluthafa hefur ekki skilað inn 85 milljónum króna af hlutafjárloforðum sínum, á sama tíma og okk- ur var þröngvað til að standa við okkar loforð, finnst mér sýna að það er óþolandi mismunum milli hluthafa." Það er hægt að taka undir þessi orð Jóns. Það er nátt- úrlega óþolandi að láta „þröngva“ sér til að standa við loforð sín meðan aðrir fá að svikja þau. Svo virðist sem Jón og félagar hafi ekki meint mikið með loforðum sínum, a.m.k. virðast þeir ekki hafa ætlað að standa við þau af fúsum og frjáls- um vilja. Vitanlega hefðu all- ir átt að sleppa því að borga og þá hefði allt verið í góðu lagi. # Frjálslyndur hægri sannleikur Fyrst við erum komnir út á þessar brautir þá er í lagi að minnast aðeins á uppá- komu sem varð í DV nýlega. Hreggviður Jónsson, fyrr- um félagi í Borgaraflokki og síðar Frjálslyndur hægri maður, var spurður af blaðamanni DV hvort hann og félagar væru á leið í Sjálfstæðisflokkinn. Hregg- viður neitaði því alfarið og sagði slíkt ekkert hafa verið rætt. Daginn eftir lýstí allur þingflokkurinn því yfir að hann væri komlnn í Sjálf- stæðisflokkinn. Auðvitað sagði Hreggviður ósatt í DV daginn áður. Ákvarðanir af þessu tagi eru ekki teknar í slíkri skyndingu. Þetta er maður sem ekki ber míkla virðingu fyrir kjósendum sínum. dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Fimmtudagur 10. maí 17.50 Syrpan. Teiknimyndir fyrir yngstu áhorfend- urna. 18.20 Ungmennafélagið. Endursýning frá sunnudegi. Umsjón: Valgeir Guðjónsson. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Yngismær (99). 19.20 Benny Hill. 19.50 Abbott og Costello. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Hernám íslands. Fyrsti þáttur af sex. Þann 10. maí eru 50 ár liðin frá því að breski herinn gekk á land á íslandi. Af því tilefni lét Sjónvarpið gera flokk heimildá- mynda um þennan atburð sem varpar ljósi á íslenskt þjóðfélag við upphaf og á árum síðari heimsstyrjaldar. Umsjón: Helgi H. Jónsson. 21.40 Samherjar. (Jake and the Fat Man.) 22.35 íþróttasyrpa. Fjallað um helstu íþróttaviðburði víðs vegar í heiminum. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. Stöð 2 Fimmtudagur 10. maí 16.45 Santa Barbara. 17.30 Morgunstund. Endurtekinn þáttur frá síðastliðnum laugardegi. 19.19 19.19. 20.30 Háskóli íslands. 20.55 Sport. 21.45 Það kemur í ljós. 22.40 Samningsrof. (Severance.) Ray er seinheppinn flækingur sem þráir að öðlast aftur virðingu dóttur sinnar en hún snéri við honum baki eftir að móðir hennar lést í umferðarslysi, sem hann var valdur að. Dóttirin vinnur fyrir sér sem nektardansmær og veldur það Ray þung- um áhyggjum. Hann afræður að reyna að bæta ástandið og fær sér vinnu sem flutn- ingabílstjóri. Ray hefur ekki verið lengi í starfinu þegar hann uppgötvar að hann ér að flytja eiturlyf fyrir glæpaflokk. í bræði grípur Ray til sinna ráða sem hefur bæði slæmar og góðar afleiðingar í för með sér. Aðalhlutverk: Lou Liotta og Lisa Wolpe. Stranglega bönnuð börnum. 00.10 Óblíð örlög. (From Hell to Victory). Fjórir vinir lentu eins og svo margir aðrir á vígvellinum í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir fögnuðu vel heppnaðri róðrarferð á ánni Signu og einsettu þeir sér að muna þann dag og fagna honum árlega. Þessi dagur var 24. ágúst árið 1939. Aðalhlutverk: George Hamilton, George Peppard, Jean Pierre Cassel og Horst Bucholz. Bönnuð börnum. 01.50 Dagskrárlok. Rás 1 Fimmtudagur 10. maí 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fróttir. 7.03 í morgunsárið. - Erna Guðmundsdóttir. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir • Auglýsingar. 9.03 Litli barnatíminn: „Kári litli í sveit“ eftir Stefán Júlíusson. Höfundur les (4). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn - Frá Austurlandi. Umsjón: Haraldur Bjarnason. 10.00 Fréttir. 10.03 Neytendapunktar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.10 Frá norrænum útvarpsdjassdögum í Reykjavík. Ólafur Stephensen og Tómas R. Einars- son leika á torgi Útvarpshússins. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Dánarfregnir • Aug- lýsingar. 13.00 í dagsins önn - Lúterskur prestur. Umsjón: Þórarinn Eyfjörð. 13.30 Miðdegissagan: „Punktur, punktur, komma, strik" eftir Pótur Gunnarsson. Höfundur byrjar lesturinn. 14.00 Fréttir. 14.03 Miðdegislögun. Umsjón: Snorri Guðvarðarson. 15.00 Fróttir. 15.03 Stefnumót við Kosinsky. Umsjón: Gísli Þór Gunnarsson. Lesari: Helga E. Jónsson. (Áður á dagskrá í nóvember 1989). 15.45 Neytendapunktar. 16.00 Fréttir. 16.03 Að utan. 16.10 Dagbókin. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist - Beethoven og Schumann. 18.00 Fréttir. 18.03 Sumaraftan. 18.30 Tónlist • Auglýsingar ■ Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Hljómborðstónlist. 20.30 Sinfóníuhljómsveit íslands í 40 ár. Afmæliskveðja frá Útvarpinu. Fimmti þáttur. Umsjón: Óskar Ingvarsson. 21.30 Með á nótum Liszts. Ungversk rapsódía nr. 1 og Spænsk rap- sódía. Robert Szidon leikur á píanó. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins • Dagskrá morgundagsins. 22.30 Hin raunsæja ímynd. Einar Már Guðmundsson rithöfundur ræðir um frásagarlistina. (Einnig útvarpað næsta þriðjudag kl. 15.03). 23.10 Frá norrænum útvarpsdjassdögum í Reykjavík. Frá tónleikum í Iðnó fyrr um kvöldið. Meðal þeirra sem fram koma eru: Ellen Kristjánsdóttir og hljómsveit mannsins hennar. Kynnir: Vemharður Linnet. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Fimmtudagur 10. maí 7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn í ljósið. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Morgunsyrpa. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. 11.03 Gagn og gaman Þarfaþing kl. 11.30 og aftur kl. 13.15. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. Gagn og gaman heldur áfram. 14.03 Brot úr degi. Eva Ásrún Albertsdóttir. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnars- dóttir og Sigurður Þór Salvarsson. Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. Stórmál dagsins á sjötta tímanum. 17.30 Meinhornið: Óðurinn til gremjunn- ar. Þjóðin kvartar og kveinar yfir öllu því sem aflaga fer. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur í beinni útsendingu. Sími 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Zikk zakk. Umsjón: Sigrún Sigurðardóttir og Sigríður Arnardóttir. 20.30 Gullskífan. Að þessu sinni „Shamrock Diaries" með Chris Rea. 21.00 Rokksmiðjan. Lovísa Sigurjónsdóttir kynnir rokk í þyngri kantinum. 22.07 Blítt og létt..." * Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjó- menn og leikur óskalög. 23.10 Fyrirmyndarfólk lítur inn til Bryndísar Schram í kvöldspjall. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Á frívaktinni. Þóra Marteinsdóttir kynnnir óskalög sjómanna. (Endurtekinn þáttur frá mánudegi á Rás 1) 2.00 Fréttir. 2.05 Ekki bjúgu! 3.00 „Blítt og létt...“ 4.00 Fróttir. 04.03 Sumaraftan. 04.30 Veðurfregnir. 4.40 Glefsur. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Á djasstónleikum. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 í fjósinu. Ríkisútvarpið á Akureyri Fimmtudagur 10. maí 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Hljóðbylgjan Fimmtudagur 10. maí 17.00-19.00 Létt síðdegistónlist. Óskalaga- síminn opinn. Stjórnandi: Pálmi Guðmundsson. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.