Dagur - 10.05.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 10.05.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 10. maí 1990 Vel heppnuð ráðstefna um íþrótta- og æskulýðsmál á Húsavík um síðustu helgi: „Afar ánægður með þennan dag,“ - segir Hafliði Jósteinsson, annar tveggja ráðstefnustjóra Æskulýðs- og íþróttanefnd Húsa- víkur stóð fyrir ráð- stefnu sl laugardag, sem bar yfirskriftina Frístundir - íþróttir - keppni. Fjöldi fyrirlesara var feng- inn til að koma fram á ráðstefnunni, voru það bæði heimaaðil- ar og aðkomnir. Ráðstefnustj órar voru Hafliði Jó- steinsson og Guðrún Kristinsdóttir. Til að fræðast um hvernig til hafi tekist með ráðstefnuna var spjallað við Hafliða Jósteinsson og hann fyrst spurður hvort ein- hverjar niðurstöður hafi fengist. „Það var ekki samin ályktun á ráðstefnunni, enda var það ekki ætlunin. Ég held að menn hafi vaknað til meðvitunar um þau mál sem ráðstefnan fjallaði um, en aðsóknin hefði mátt vera betri. Við gerum okkur samt grein fyrir að það var fleira sem togaði í fólkið þennan dag og ekkert við því að gera. T.d. var kaupfélagsfundur samtímis ráð- stefnunni, og þar var fólk sem hefði örugglega sótt ráðstefnuna annars. Einnig var yndælis veður og það hefur sitt að segja eftir erfitt og leiðinlegt tíðarfar, fólk er sólgið í sólskinið og vill kom- ast út til að njóta útiverunnar. Það tókst samt mjög vel til með ráðstefnuna, og við sem undirbjuggum hana höfum feng- ið lof fyrir, mér finnst vænt um að menn skuli hafa metið það sem þarna var að gerast. Ráðstefnan fór í alla staði vel fram og var þeim sem fram komu og að stóðu til sóma og vonandi þátttakend- um til nokkurs gagns. Efni ráð- stefnunnar var allt tekið upp, það ætlum við að eiga til að styðjast við og nota þegar á góma ber efni sem þarna var til umfjöllunar. Ég er sannfærður um að þetta eru mikil og góð gögn sem eiga eftir að nýtast vel.“ - Er ekki búinn að vera tals- vert langur aðdragandi að þessari ráðstefnu? „Hann er búinn að vera langur, því til stóð að halda ráð- stefnuna á síðasta ári. Við í Æskulýðs- og íþróttanefnd ákváðum að drífa f þessu núna, og það tókst með mikilli vinnu. Ég dreg þó í efa að ég hefði lagt í þetta ef ég hefði vitað hversu umfangsmikið þetta var. En ég hef lært af þessari vinnu og er kannski betur undirbúinn til að takast á við verkefni af þessum toga í framtíðinni. Til stóð að Vilhjálmur Pálsson yrði ráðstefnustjóri en af því gat ekki orðið af óviðráðanlegum orsökum, og honum þótti það mjög leitt. Tvö úr nefninni, ég og Guðrún tókum þetta verkefni að okkur." Janus Guðlaugsson, námsstjóri. Myndir: IM Frá ráðstefnunni Frístundir - íþróttir - keppni. - Nú voru flutt mörg forvitni- leg erindi á ráðsefnunni, vakti eitthvert þeirra athygli þína öðru fremur? „Petta voru afar fróðleg og , jákvæð erindi, og þannig sett fram að auðvelt var að skilja þau fyrir okkur þessa venjulegu leik- menn. Það er verið að taka upp ýmsar nýjungar varðandi skóla- íþróttir, og auðvitað dugar ekki að þessir hlutir staðni alveg og um að gera að breyta þeim til batnaðar þar sem þörf er á.“ - Hvernig fannst þér takast til þegar fjallað var um keppni ungra barna á ráðstefnunni? „Við veltum mikið fyrir okkur hver yfirskrift ráðstefnunnar ætti að vera. Við lögðum öll hausinn í bleyti og sennilega hefur minn orðið blautastur því ég stað- næmdist við þessa yfirskrift. Frístundirnar sem notaðar eru til íþróttaæfinga og síðan vill fólk gjarnan reyna með sér til að sjá hvernig það stendur, hvort sem um einstaklings- eða flokka- íþróttir er að ræða. Hlutir sem fram komu á ráðstefnunni hafa styrkt skoðun sem leitað hefur á mig undanfarin misseri að gæta þurfi vel að þessum málum og ég sé þetta í öðru ljósi en áður. Mér finnst það dálítið tvíeggjað að senda ung börn í keppnisferðalög í aðra landshluta um hávetur, í misjöfnum veðrum og færð, við erfiðar aðstæður og veðurútlit. Menn verða að gæta sín verulega á þessu því oft fara helgarnar alveg í þetta, nemendur koma heim yfir sig þreyttir og eru kannski tæplega undir það búnir að takast á við skólagöngu í byrj- un vikunnar. Tilgangur ráðstefn- unnar var m.a. sá að menn sett- ust niður og skoðuðu þessa hluti og reyndu að finna einhver skynsamleg mörk. Ég er ekki dómbær á hvar þau eru en hef styrkst í þeirri skoðun að betur þurfi að huga að þessu en gert hefur verið.“ - Kom fram að foreldrar væru farnir að láta sig of miklu skipta hvaða árangri börn næðu í keppni? „Það er einstaklingsbundið en Janus Guðlaugsson, námsstjóri nefndi dæmi um hve þessir hlutir eru komnir úr böndunum. Hann sagði frá skíðakeppni þar sem faðirinn stóð niðri með vídeotæk- ið en móðirin hrópandi og kall- andi til hliðar við brautina. Ætl- ast var til að árangurinn yrði góður, helst fyrsta sæti, og allt átti að festa á filmu. I miðri brautinni stoppaði svo barnið og er foreldrarnir inntu það eftir hvað þetta ætti að þýða, sagðist það hafa séð ref. Það þótti ekki nógu gott að barnið væri að glápa á ref í miðri keppni, þó það hefði verið ný upplifun fyrir það. Ég þekki það best úr fótboltanum að þessir drengir þurfa auðvitað hvatningu og eiga hana skilið. Þegar ekki gengur nógu vel og eitthvað mistekst hjá viðkomandi einstaklingi inni á vellinum, fær hann kannski skammir og háðs- glósur frá sínum nánustu. Ef fólk heldur að það sé til að hlúa að árangri og að standa sig sem for- eldri, þá er það rangt að mínu mati. Erindin á ráðstefnunni voru öll ágæt, hvert á sína vísu. Það sem ég hlustaði á af mestri athygli var framsöguræða Halldórs Valdi-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.