Dagur - 15.05.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 15.05.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 15. maí 1990 .................................... „Gerum góðan bæ betri“ Fengum takmarkað magn af trimmgöll- um á börn úr 100% polyester. 1 jakki 4-2 buxur. Stærðir 4-14 - Verð aðeins kr. 2.995,- 1|1 EYKTÖRÐ ¥ Hjalteyrargötu 4 - Sími 22275 Sumarbúðirnar Vestmannsvatni fyrir unga og aldna 1. fl. 8.-15. júní, 9-12 ára 2. fl. 18.-25. júní 7-10 ára 3. fl. 26. júní-3. júlí 10-13 ára 6. fl. 19.-26. júlí aldraðir 7. fl. 28. júlí-4. ágúst blindir og aldraðir Innritun fer fram virka daga í síma 27575 kl. 17.00-18.30. Á öðrum tímum í síma 61685 (Jón Helgi), 43511 (Kristján Valur) og 41668 (Steinunn). mmmtk FÉLAG viðskiptafræðinga MMœfMm OG HAGFRÆÐINGA Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga gengst fyrir morgunverðarfundi á Hótel KEA, miðvikudaginn 16. maí kl. 8.15. Gestur fundarins verður Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Eimskipafélags íslands. Þorkell mun fjalla um stefnumarkandi áætlana- gerð fyrirtækja. Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Aðrir áhugaaðilar velkomnir. Stjórnin. Hinn 26. maí n.k. ganga Húsvík- ingar að kjörborðinu og kjósa sér nýja bæjarstjórn. Ég veit að allir þeir frambjóðendur sem gefa kost á sér til setu í bæjarstjórn Húsavíkur, gera það með því hugarfari að vinna sem best að framfaramálum þess samfélags sem við lifum í. Við Framsóknarmenn göngum bjartsýnir til þessara kosnin'ga og munum vinna af heilindum að framgangi allra góðra mála fyrir bæinn okkar. Við viljum sjá Húsavík sem blómlegan bæ með öflugri atvinnustarfsemi í fögru umhverfi, umhverfi sem laðar að sér fólk og lætur því líða vel. Nú má ekki skilja orð mín svo að hér sé allt ómögulegt og að ekkert hafi verið gert. Húsavík er á margan hátt blómlegur bær í fögru umhverfi, en ávallt má gera betur. Við höfum eins og svo margir aðrir gengið í gegnum þrengingar á síðustu misserum, fyrirtæki hafa lent í erfiðleikum og atvinna hefur minnkað. Nokkuð er að rofa til í þessum málum nú, því ánægjuleg batamerki eru að koma í ljós í okkar stærstu fyrir- tækjum, en því miður eru enn atvinnugreinar sem eiga í miklum erfiðleikum, þann vanda þarf að takast á við og leý§æ, því atvinnu- málum okkar er þannig komið að ekkert má missast við þurfum aukningu í atvinnuframboði. Nú kann einhver að spyrja hvað bæjarstjórn Húsavíkur geti gert í atvinnumálum og hvort hennar hlutverk sé ekki eitthvað allt annað en að standa í atvinnu- rekstri. Þessum vangaveltum má út af fyrir sig svara bæði játandi og neitandi. Bæjarsjóður Húsa- víkur er sameiginlegur sjóður okkar allra og þeim sjóði ber að verja á þann hátt að hann komi samfélaginu sem heild að sem bestu gagni, þetta á vissulega við um atvinnumál ekki síður en aðra málaflokka. Það er stefna okkar Framsókn- armanna að bæjarfélaginu beri að beita sér fyrir því að skapa fyrirtækjum á Húsavík góðar ytri aðstæður og umhverfi, þannig að þau verði vel samkeppnisfær við fyrirtæki í sömu starfsgrein ann- ars staðar. Bæjarfélagið getur verið sam- nefnari fleiri aðila til stærri átaka, þar vil ég nefna kaup á fiskiskip- um til að auka okkar hlutdeild í sjávaraflanum. Bjarni Aðalgeirsson. Bæjarfélagið getur beitt áhrif- um sínum öðrum fremur við ríkisvaldið, ef um er að ræða staðarval meiriháttar atvinnu- starfsemi sem reist væri með tilstuðlan ríkisvaldsins. Auka þarf hlut Húsavíkur í ferðamannaþjónustu, og leita leiða til að lengja ferðamanna- tímann. Uppbygging Húsavík- urflugvallar er liður í þessari stefnu. Við viljum stuðla að framgangi allra góðra hugmynda um hvers- kyns smáfyrirtæki á sviði fram- leiðslu og þjónustu. Húsvíkingar: Verum jákvæð og tökum undir allar góðar hug- myndir. Ef atvinnumálin eru í lagi og þá um leið tekjuöflunin, þá eru næg verkefni við að fást til að fegra og bæta okkar bæ. Við vilj- um taka undir hina miklu vakn- ingu sem átt hefur sér stað í rækt- un og verndun landsins, að þess- um verkefnum ber að standa vel. I tengslum við umhverfismálin vil ég nefna gatnagerðina, en átak í gatnagerðinni og það verk- efni að ljúka lagningu bundins slitlags á allar eldri götur bæjar- ins er okkar stærsta umhverfis- mál. Móta þarf ákveðna tíma- setta áætlun um að ljúka endur- byggingu allra eldri gatna og leggja þær bundnu slitlagi. Fimm ára áætlun um að ljúka þessu verkefni er að mínu mati full- komlega raunhæf. Við leggjum áherslu á áfram- haldandi framkvæmdir við Húsa- víkurhöfn. Ljúka þarf fram- kvæmdum við Norðurgarðinn, en þar á eftir þarf að hefjast handa við lengingu Suðurgarðsins, sú framkvæmd eykur kyrrð í höfn- inni og skapar gott viðlegurými utan á þvergarðinum. Þegar þess- um framkvæmdum er lokið er að okkar mati komið að því að endurbyggja Suðurgarðinn með nýjum viðlegukanti. Við leggum áherslu á áfram- haldandi uppbyggingu hinna félagslegu þátta bæjarins, þar vil ég nefna byggingu við Barnaskól- ann, sem leysir jafnframt úr brýnni húsnæðisþörf Framhalds- skólans. Framhaldsskólinn er ung stofnun, sem okkur ber að standa vörð um og efla með öll- um tiltækum hætti. Þá vil ég minna á uppbyggingu heilsu- gæslustöðvarinnar, málefni aldr- aðra, sambýlið og málefni fatl- aðra, dagvistarmál, æskulýðs og íþróttamál, en þessum mála- flokkum verða gerð skil í grein- arskrifum annarra frambjóðenda B-listans á næstu dögum. Við Framsóknarmenn viljum leggja áherslu á góða samvinnu við nærliggjandi byggðaríög, bæði á sviði atvinnumála og félagsmála. Við vitum að hinar dreifðu byggðir eiga mjög í vök að verjast, samdráttur í landbún- aðarframleiðslu hefur sett sitt mark á sveitirnar, sem í gegnum árin hafa verið Húsavík svo styrkar stoðir. Við skulum hafa í huga að samvinna Húsavíkur og nærliggjandi byggðarlaga er styrkur okkar allru, við þurfum að koma fram sem órofa heild í mikilvægum málum til að halda okkar hlut. Ég hefi hér að framan dregið fram nokkur atriði sem við Framsóknarmenn viljum leggja áherslu á í störfum okkar á kom- andi árum. Að þessum málum viljum við vinna með markviss- um hætti og ábyrgð. Við viljum jafnframt gæta þess að fjárhagur bæjarins sé ætíð sem traustastur og varðveita þann sess sem Húsa- víkurkaupstaður hefur skapað sér í hópi sveitarfélaga, að þar ríki ávallt ábyrg fjármálastjórn. Takið undir með okkur, gerum góðan bæ betri, veitið Framsókn- arflokknum brautargengi í kom- andi kosningum. XB. Bjarni Aðalgeirsson. Höfundur skipar efsta sæti B-lista Fram- sóknarflokksins í bæjarstjórnar- kosningum á Húsavík. r 'n AUÐSTILLT MORATEMP blöndunar- tækin eru með auðveldri einnar handar stillingu á hitastigi og vatnsmagni. MORA sænsk gæða- vara fyrir íslenskar aðstæður. meiri ánægja Verslið við fagmann. DRAUPNISGÖTli 2 AKUREYRI SÍMI (96)22360 J \ i S i “I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.