Dagur - 15.05.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 15. maí 1990 - DAGUR - 7
íslandsgangan:
Miklir yfírburðir Akureyringa
- unnu þrefalt í tveimur flokkum af þremur
Það er óhætt að segja að
Akureyringar hafi látið að sér
kveða í Islandsgöngunni á
nýliðnum vetri. Þeir áttu þrjá
efstu menn í tveimur flokkum
af þremur og í þeim þriðja
varð Akureyringur í öðru sæt-
inu. Sannarlega glæsilegur
árangur og skemmtilegur endir
á ágætu tímabili akureyrskra
skíðamanna.
Haukur Eiríksson sigraði
örugglega í flokki 17-34 ára en
hann hlaut 75 stig af 75 möguleg-
Knattspyrna:
Heimir í banni
- þegar KA mætir Fram í kvöld '
Heimir Guðjónsson, KA, tek-
ur út leikbann þegar KA mætir
Fram í Meistarakeppni KSI í
kvöld. Heimir, sem lék áður
með KR, fékk rautt spjald í
síðustu umferð íslandsmótsins
í fyrra. Þrír 1. deildarleikmenn
verða í banni þegar ísíands-
mótið hefst um næstu helgi.
Birgir Karlsson, Þór, er einn
þeirra sem á að taka út leikbann í
1. umferðinni en það breytir litlu
þar sem hann verður hvort eð er
frá vegna meiðsla. Alexander
Högnason, ÍA, tekur út eins leiks
bann og sömuleiðis Magnús Páls-
son, FH.
í þriðju deildinni tekur Helgi
Helgason, Völsungi, út eins leiks
bann og Kristján Davíðsson,
Einherja tekur út tveggja leikja
bann.
Leikbann færist á milli ára ef
leikmaður hefur fengið rautt
spjald eða fjögur gul. Ef leik-
maður hefur hins vegar haft þrjú
gul spjöld eða færri þegar síðasta
keppnistímabili lauk falla þau
niður en færast ekki milli ára.
Reynir sigraði í MM-mótinu:
Þetta sýnir að við
hitlinn styrkst heihnikið
segir Forvaldur Þorvaldsson þjálfari
„Eg er auðvitað mjög ánægður
en átti nú ekki von á þessu ef
ég á að segja alveg eins og er.
Það var hálfgerður vorbragur á
mótinu í heild en það komu
ágætir leikir inn á milli og ég
held að þetta lofi bara góðu
fyrir sumarið,u sagði Þorvald-
úr Þoryaldsson, þjálfari Reyn-
is frá Árskógsströnd, en liðið
tryggði sér sigur í MM-móti
knattspyrnudeildar Þórs og
Matvörumarkaðsins sem lauk
á laugardag. Reynismenn sigr-
uðu þá TBA 2:1 í hálfundar-
legum leik á Þórsvellinum.
Jiilíus Giiiimundsson og félagar í Rcyni tryggiiu scr sigur í MM-mótinu um
helgina.
Reynismenn komusi nokkuð
vel frá mótinu, gerðu jafntefli \ ið
b-lið Þórs. 1:1, og unnu síðan alla
hina leikina.
Þorvaldur sagði aö mötiö hefði
veriö skemmtilegt þrátt fyrir að
ákveðnir gallar hefðu verið á því.
Nefndi hann slaka dómgæslu og
framkvæmd mótsins sem hann
taldi að hefði mátt vera betri.
..Þetta mót sýnir að við höfum
styrkst heilmikið frá í fyrra. Þetta
gekk betur en ég átti von á. það
eru nokkrir nýir menn i liðinu
sem eru enti að kynnast og þetta
tekur tíma að smella saman.
Maöur er enn að finna út réttu
blönduna og það er langt kontiö.
Við eigum eftir að spiki tvo ;ef-
ingaleiki enn fyrir mót ogég vona
að þetta verði allt saman komið
þá.
Eg hef trú á að sumariö gæti
orðið norðanliðunum erfitt.
Þróttur og ÍK hafa styrkst mikiö
og ég hef trú á að þau muni berj-
ast um toppinn og fari upp. Hin
‘liðin berjast síðan um þriðja sæt-
ið og niður úr. Ég hef trú á að sú
barátta verði jöfn og liðin eigi
eftir að reyta stig hvert af öðru.
Varðandi okkur þá er ég þokka-
lega bjartsýnn ef við sleppum við
meiðsli. Við höfum fengið mjög
léttleikandi menn og ég heid að
liðið eigi eftir að njóta þcss þegar
við komumst á gras,“ sagði Þor-
valdur Þorvaldsson.
Knattspyrna:
MeiðsÚ hjá
Þórsurum
- Birgir missir af
bróðurpartinum
af íslandsmótinu
Nokkrir af lykilmönnum 1.
deildarliðs Þórs í knattspyrnu
hafa átt við meiðsli að stríða að
undanförnu. Nú þegar aðeins 4
dagar eru í fyrsta leik Islands-
mótsins er cinn maður fótbrot-
inn og fjórir aðrir eiga í meiðsl-
um sem gætu valdið vandræð-
um þegar liðið mætir Stjörn-
unni á laugardag.
Eins og áður hefur verið greint
frá fótbrotnaði Birgir Karlsson á
æfingu fyrir nokkru og var þá
strax Ijóst að hann myndi missa
af einhverjum leikjum í íslands-
mótinu. Svo illa vildi hins vegar
til að brotið greri vitlaust saman
og varð því að brjóta allt saman
upp aftur. Þetta setur að sjálf-
sögðu strik í reikninginn og er
nokkuð Ijóst að Birgir missir af
bróðurpartinum af leikjum liðs-
ins í sumar.
Júlíus Tryggvason hefur að
undanförnu verið meiddur í baki
og ekki getað æft eöa leikið.
Hann mun þó vera á batavegi en
óvíst er hvort hann getur leikið
um helgina.
Bjarni Sveinbjörnsson, sem lít-
ið hefur getað leikið síðustu ár
vegna meiðsla, meiddist fyrir
skömmu í baki. Er varla búist við
því að hann geti leikið um helg-
ina.
Hlynur Birgisson og Sigurður
Lárusson eiga báðir við meiðsli í
hnjám að stríða en talið er að þau
séu smávægileg og er vonast til að
þeir leiki báðir á laugardaginn.
um. Árni Antonsson varð í öðru
sæti með 60 stig og Jóhannes
Kárason í því þriðja með 56 stig.
Þessir menn eru allir frá Akur-
eyri.
Sigurður Aðalsteinsson vann
sömuleiðis öruggan sigur í flokki
35-49 ára með fullt hús stiga. Ing-
þór Bjarnason varð annar með 60
stig og Sigurður Bjarklind þriðji
með 55 stig. Þessir þrír eru einnig
allir frá Akureyri.
í flokki 50 ára og eldri sigraði
Elías Sveinsson frá Isafirði með
75 stig. Akureyringurinn Rúnar
Sigmundsson frá Ak.ureyri varð
annar með 60 stig en fleiri luku
ekki keppni í þeim flokki.
íslandsgangan er stigamót sent
samanstendur af fimm göngum,
Skógargöngunni á Egilsstöðum,
Fjarðargöngunni í Ólafsfirði,
Lambagöngunni á Akureyri, Blá-
fjallagöngunni í Reykjavík og
Fossavatnsgöngunni á ísafirði.
Tekinn er saman árangurinn úr
þremur bestu göngunum hjá
hverjum og einum og hann reikn-
aður til stiga. Þátttakendur verða
því að ná a.m.k. þremur göngum
til að tryggja sér sæti í stiga-
keppninni. I kvennaflokki náði
enginn keppandi að ganga þrjár
göngur og því var ekki unnt að
útnefna sigurvegara þar.
Siguröur Aöalsteinsson átti nijög gotl tíniabil í vetur.
Mvncl: IIBI.
þessa dagana.
MM-mótið
Úrslit
KA-Magni 2:4
Þór-TBA 4:1
TBA-Dalvík 0:6
Reynir-KA 3:2
Þór-Dalvík 3:3
KA-TBA 1:1
Reynir-Þór 1:1
KA-Dalvík 4:2
Reynir-Dalvík 2:0
Þór-Magni 1:1
Reynir-Magni 2:1
Þór-KA 4:0
Magni-TBA 0:0
Reynir-TBA 2:1
Magni-Dalvík 5:0
Lokastaðan
Reynir 5 4-1-0 10: 5 9
Þór 5 2-3-0 13: 6 7
Magni 5 2-2-1 11: 5 6
KA 5 1-1-3 9:14 3
Dalvík 5 1-1-3 8:14 3
TBA 5 0-2-3 3:13 2