Dagur


Dagur - 15.05.1990, Qupperneq 14

Dagur - 15.05.1990, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 15. maí 1990 e SUMARBUÐIR ^ LAUGUM í REYKJADAL 27. maí-2. júní 12 ára og eldri 3. júní-9. júní 8-11 ára ÍÞRÓTTIR ★ LEIKIR ★ FÉLAGSMÁL ★ ÚTIVIST Innritun og upplýsingar: Freydís Anna . 43134 Anna Rúna .... 41271-41333 Gunnar ....... 43107-43116 Vantar þig dýnur? í sumarheimilið ★ Hjólhýsið Tjaldvagninn eða rúmið. Margar gerðir af svampdýnum í öllum stærðum. Geri tilboð ef óskað er. Áklæði og gluggatjaldaefni á mjög góðu verði. Sendi í póstkröfu. Svampur og bólstrun, Austursíðu 2, sími 96-25137 Vinningstölur laugardaginn 12. maí ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 2 5.719.523.- £.. 4af5l^! 14 73.070.- 3. 4af 5 391 4.513.- 4. 3af 5 11.032 373.- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 18.341.545.- UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Minning: Árdís Sigurðardóttir frá Sunnuhvoli í Bárðardal Fædd 14. júní 1910 - Dáin 5. maí 1990 í dag, 15. maí, verður borin til moldar á Akureyri skörungskon- an Árdís Sigurðardóttir fyrrum húsfreyja á Sunnuhvoli í Bárð- ardal og síðar í Þórunnarstræti 132 á Akureyri. Hún andaðist af völdum heilablæðingar næstum áttræð um hádegi hins 5. maí. Síðasta árið átti hún við van- heilsu að stríða og hafði dvalið nokkra mánuði á Dvalarheimil- inu Hlíð á Akureyri við gott atlæti og nærfærna hjúkrun. Hvíldin var kærkomin þar sem heilsan var biluð. Árdís fæddist 14. júní 1910 á Halldórsstöðum í Bárðardal. Faðir hennar var Sigurður Tóm- asson frá Stafni í Reykjadal, bú- fræðingur og mjög vel látinn barnakennari í Ljósavatnshreppi og Bárðardal. Hann hafði í mörg sumur stjórnað vinnuflokki við jarðabætur og einnig unnið við smíðar og húsbyggingar, mynd- arlegur hæfileika- og dugnaðar- maður. Árið næsta á undan hafði hann gerst bóndi á Halldórsstöð- um. Sigurður fæddist 30. júlí 1877 en hann lést úr bráðum berklum í apríl 1911 á öðru ári búskapar síns á Halldórsstöðum, langt um aldur fram og var öllum harmdauði. Árdís var þá enn á fyrsta ári. Kona Sigurðar, gift 21. júní 1909 og móðir Árdísar var Herdís Tryggvadóttir frá Arndís- arstöðum í Bárðardal, fædd 28. september 1889, reisnarkona að allri gerð, myndarleg til munns og handa. Hún var systir Ólafs huglæknis á Hamraborg við Ak- ureyri, Stefáns á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, Jóns á Möðruvöllum frammi í Eyjafirði og Elínar sem lengst bjó og starfaði í Reykja- vík. Þrjú systkini Herdísar dóu í æsku. Móðir Herdísar Jóhanna Stefánsdóttir var föðursystir Vil- hjálms Stefánssonar landkönnuð- ar. Árdís var á Héraðsskólanum á Laugum í Reykjadal í tvo vetur og tók auk þess ýmis námskeið í saumi og vefnaði. Hún var mynd- virk og óf talsvert. Hún var fram- kvæmdasöm og hinn mesti dugn- aðarforkur að hverju sem hún gekk hvort sem það var fín vinna við hannyrðir eða erfiðisvinnu. Árdís giftist 21. júní 1932 Gunnlaugi Jónssyni fæddum 19. apríl 1900 á Sigurðarstöðum í Bárðardal. Foreldrar hans voru Jón yngri bóndi þar Jónsson, Jónssonar frá Baldursheimi, Illugasonar og Jónína Sölvadótt- ir, Magnússonar frá Nesi í Loð- mundarfirði. Systkini Gunnlaugs voru María sem giftist norskum manni.og bjó lengst í Álasundi, Jón Baldur bóndi á Stóruvöllum, Sölvi Steinarr bóndi á Sigurðar- stöðum, Sigurður sem dó þrjátíu ára gamall, nýfarinn að búa á Sig- urðarstöðum á móti Sölva og Anna Steinunn sem dó tæpra tuttugu og þriggja ára nýgift að Lundarbrekku í Bárðardal. Árdís og Gunnlaugur hófu búskap á Sigurðarstöðum sama ár og þau giftust en fóru brátt að byggja sér fallegt hús og hagan- legt, einskonar kastala við bakka Skjálfandafljóts og stofnuðu nýbýlið Sunnuhvol. Þangað fluttu þau snemmsumars 1935. Langa ævi bjuggu þeir bræðurnir Gunnlaugur og Sölvi ásamt fjöl- skyldum sínum í sama túni í góðu nábýli. Gagnkvæm vinátta og hjálpsemi hefur haldist áfram meðal afkomenda þeirra. Gunn- laugur var hagur maður velvirkur vel og hagmæltur. Hann var hæg- ur í fasi en íhugull og seinn til svars. Við fyrstu sýn virtist sem þau hjón væru mjög ólík þar sem Árdís var skjótráð og fljót til svars og gustaði um hana af til- þrifamiklum dugnaði og myndar- skap. Samband þeirra var þó alla tíð bundið gagnkvæmri hlýju og virðingu. Aldrei bar þar skugga á. Börn þeirra eru þrjú, öll mann- taksfólk: Sigrún barnakennari fyrst á Akranesi, svo í Reykja- vík, fædd 16. apríl 1933 á Sigurð- arstöðum, fyrrverandi maki: Hjálmar Þorsteinsson. Börn þeirra eru Erlingur Hjálmarsson, fæddur 4. ágúst 1953, búsettur í Kópavogi, maki: Guðrún Þor- geirsdóttir. Hann á eina dóttur, Helgu Sigurlaugu fædda 2. sept- ember 1976 og Gunnhildur Hjálmarsdóttir, fædd 26. október 1962, búsett í Kaupmannahöfn, maki: Klaus Metzler. Þau eiga einn son, Daníel Þorstein, fædd- an 25. apríl 1989. Jón Aðalsteinn sonur Árdísar og Gunnlaugs, fæddur 20. júní 1936, maki Sig- ríður Ólafsdóttir. Hann tók við föðurleifð sinni og býr á Sunnu- hvoli. Herdís dóttir þeirra fædd 1. maí 1942 býr á Akureyri og er útibússtjóri Brekkuútibús Lands- bankans þar. Hennar maki er Friðrik Ágústsson. Þau eiga einn son, Gunnlaug Friðrik Friðriks- son fæddan 16. mars 1972. Árdís var ævinlega stór í snið- um og gestrisni þeirra Gunnlaugs var viðbrugðið. Þegar þau höfðu búið á Sunnuhvoli í tuttugu ár hófu þau byggingu á myndarlegu steinhúsi við hlið þess eldra. Var flutt í það á aðfangadag 1956. Suinarið eftir héldu þau veglegt silfurbrúðkaup sitt í nýja húsinu og buðu allri sveitinni og mörg- um öðrum vinum og vandamönn- um. Þá orti Gunnlaugur: „Sækja heim að Sunnuhvoli seggir fróðir. Lítil börn og baugaslóðir, hjóðast öllum réttir góðir. “ Það má með sanni segja, að réttirnir sem Árdís bar fyrir gesti sína voru góðir og vel útilátnir. Lengstum var hópur barna í kringum Árdísi. Árum saman var farskóli sveitarinnar á Sunnu- hvoli hluta úr vetri. Á hverju sumri var margt barna á Sunnu- hvoli. Nærri lætur að þar hafi að öllum töldum verið í umsjá Árdísar og Gunnlaugs allt að hundrað börn í eftirminnilegri og uppbyggjandi sumardvöl. Bæði voru hjónin barngóð og um- hyggjusöm. Gunnlaugur varð fyrir því slysi á besta aldri að falla af húsþaki við smíðar og við það laskaðist hann svo í mjöðm að hann varð aldrei jafn góður og fatlaður er leið á ævina en hann var samt sístarfandi. Þetta varð vitanlega til þess að bústörfin lögðust með auknum þunga á Árdísi, en hún reis undir því með sóma. Upp úr 1940 lagðist mæðiveiki á fjárstofninn. Það olli margra ára erfiðleikum og fjárhagstjóni. Á þessu tímabili og lengi síðan stundaði Gunnlaugur húsasmíðar utan heimilis. Fyrr á ævinni hafði hann unnið við uppsetningu heimarafstöðva í sveitinni, og er frá leið sá hann um viðhald þeirra, sem þýddi margar fjar- vistir frá heimilinu. Meðal margra áhugamála hans var stórvirkjun Skjálfandafljóts með uppistöðulóni í íshólsvatni. Skrifaði hann greinar í blöð til skýringar á hugmyndum sínum. Um það bil sem sonur þeirra tók við búinu réð Árdís sig í vinnu til Akureyrar að vetrinum, fyrst á saumastofu fyrirtækisins Amaro, en síðan í mötuneyti Menntaskólans og var heima á Sunnuhvoli á sumrum. Síðar kom að því að þau Gunnlaugur fluttu heimili sitt að Þórunnar- stræti 132 og bjuggu þar eftir það. Gunnlaugur var lengi mjög veikur og hjúkraði Árdís honum af nærfærni meðan hann var heima, en síðasta tímann var hann á Dvalarheimilinu Hlíð. Hann dó 1. febrúar 1986 og var jarðsettur á fallegum stað í kirkjugarðinum á Akureyri. Þar verður Árdís nú lögð til hinstu hvílu við hlið bónda síns. Sigurður Sigurðarson. Árdís Sigurðardóttir fyrrum hús- freyja á Sunnuhvoli í Bárðardal lést 5. maí. Hún varfædd 14. júní 1910. Foreldrar hennar voru Sig- urður Tómasson frá Stafni í Reykjadal og kona hans Herdís Tryggvadóttir frá Arndísarstöð- um. Sigurður var bóndi og kenn- ari á Halldórsstöðum í Bárðardal en varð skammlífur, dó 1911 þeg- ar Árdís dóttir hans var enn á fyrsta ári. Hann var bróðir Sig- urgeirs í Stafni en Herdís var systir Stefáns á Hallgilsstöðum og Olafs Tryggvasonar huglæknis og Jóns á Einbúa og síðan Möðru- völlum. Árdís var því frændmörg um dali þá sem hér eru nefndir og má lesa um það í þingeyskum mannfræðibókum. Árdís ólst upp með móður sinni. Hún brá á það ráð að nema ljósmóðurfræði 1916 og fól for- eldrum sínum dótturina á meðan. Að loknu námi varð hún Ijósmóðir á Svalbarðsströnd og þar átti Árdís heima hjá henni 1917 til 1925. Síðan var Herdís eitt ár ljósntóðir í Bárðardal og eftir það á ýmsum stöðum. Þá var Árdís farin að vinna fyrir sér í vistum og kaupavinnu. Hún var í námi í héraðsskólanum á Laug- um 1929-31. Þær' mæðgur munu hafa búið við þröngan kost á Svalbarðs- ströndinni. Síðustu stríðsárin 1917 og 1918 voru mörgum þung í skauti, dýrtíð mikil, en Herdís ör í lund og rausnar kona. Árdís vandist heimilisstörfum hefðar- kvenna þegar hún var í vist hjá

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.