Dagur - 15.05.1990, Page 16

Dagur - 15.05.1990, Page 16
Akureyri, þriðjudagur 15. maí 1990 Sauðárkrókur Húsavík 96-41585 Skólum á Akureyri fer senn að ijúka og krakkarnir þyrpast út á vinnumarkaðinn. er um að gera að njóta veðurblíðunnar í hvívetna. Áður en átök sumarsins hefjast Mynd: KL Friðsöm skólalok „Við bjuggumst við bölvuðum látum.en það fór betur,“ sagði lögreglan á Húsavík aðspurð frétta eftir helgina. Fjöldi nemenda frá Húsavík og Laug- um voru um þessa helgi að fagna því að skólagöngu og prófum væri að Ijúka á þessu vori. Fjölmennur dansleikur var haldinn að Breiðumýri í Reykja- dal og fór hann þokkalega fram að sögn lögreglu, og taldi hún nánast tíðindalaust eftir helgina. Allt hafði verið rólegt á Egils- stöðum um helgina að sögn lög- reglunnar þar. Nemendur Eiða- skóla fögnuðu skólaslitum á svonefndu „táraballi" í Hjalta- lundi og fór danleikurinn prýði- lega fram. Á Raufarhöfn var haldinn dansleikur sem var ekki fjölsótt- ur, en engin óhöpp urðu þar á fólki að sögn lögreglunnar. IM Verslanir Grundarkjörs: KEA tapaði engu Kjötiðnaðarstöð KEA tapar engum fjármunum vegna rekstrarstöðvunar verslana Grundarkjörs á Reykjavíkur- svæðinu. Óli Valdimarsson, yfirmaður Dökkt útlit hjá byggingamönnum á Akureyri: Átta verktakar bjóða 184 íbúðir í verkamannabústöðum Frestur til að skila inn tilboð- um um byggingu 40 íbúða fyrir Stjórn verkamannabústaða á Akureyri rann út á fimmtudag í síðustu viku. Átta bygginga- fyrirtæki buðu 184 íbúðir. íbúðirnar, sem boðnar voru, eru af ýmsum stærðum og gerð- um. Stjórn verkamannabústaða óskaði einna helst eftir tveggja til þriggja herbergja íbúðum. Reiknað er með að ganga til samninga við byggingaraðila seinna í þessari viku eða þeirri næstu. SS Byggir bauð 58 íbúðir við Tröllagil og Drekagil, Aðalgeir Finnson 28 íbúðir við Melasíðu 1 og Drekagil, Fjölnir er með 12 íbúðir við Fögrusíðu og Múla- síðu, Fjölnismenn 24 íbúðir við Vestursíðu, Haraldur og Guð- laugur 21 íbúð við Tröllagil og Vestursíðu, Trétak 5 íbúðir við Tröllagil, SJS verktakar 18 íbúðir við Vestursíðu og Pan 18 íbúðir við Vestursíðu. Sigurður Sigurðsson hjá SS Byggi segir að þeir hafi boðið all- ar íbúðir sem fyrirtækið má byggja í tiiteknum reit í Gilja- hverfi. Um er að ræða tvær átta hæða blokkir og 16 íbúðir í rað- húsum. „Við bjóðum í svona mikið því það er ekkert annað en dauði framundan. Við erum með 35 manns í vinnu og ekki með nema eitt tíu íbúða hús í bygg- ingu,“ segir Sigurður. Eyjaíjarðarferjan Sæfari: Farþegasalur byggður í Slippnum Fyrir helgina var gengið frá óformlegu samkomulagi um að Slippstöðin á Aku.eyri smíði farþegasal á Sæfara, Eyja- fjarðarferjuna nýju. Farþega- byggingin verður smíðuð í stöðinni og sett á ferjuna í næsta mánuði. Guðjón Björnsson, sveitar- stjóri í Hrísey, segir að salurinn taki um eða yfir 80 farþega. Ætl- unin er að hann verði aðeins not- aður á sumrin, tekinn af á haustin en settur á í byrjun ferðamanna- tímans á vorin. Guðjón vildi ekki að svo stöddu gefa upp hver áætl- aður kostnaður er við þessar breytingar þar sem ekki hefur verið gengið frá verksamningi við Slippstöðina. Guðjón segir að flutningar með Sæfara séu þegar orðnir mun meiri en gert hafi verið ráð fyrir, sérstaklega ýmis konar fisk- flutningar. JÓH En hvað þýðir það að 8 verk- takar bjóða 184 íbúðir þar sem aðeins er beðið um 40? „Þetta þýðjr að mjög lítið er að gera hjá öllumjressum verktökum, og það sem verktakarnir gefa upp er það sem þeir geta hugsað sér að byggja næstu fimmtán mánuðina. Það verður alvarlegt fyrir þá aðila sem engin verkefni fá, og jafn alvarlegt fyrir okkur ef við komumst ekki af stað, því búið er að úthluta okkur átta hæða blokkum, og ekki þýðir að byrja nema selja verulegan hluta í hvorri blokk áður,“ segir Sigurð- ur. SJS verktakar bjóða nú í fyrsta sinn íbúðir til Stjórnar verka- mannabústaða. Sigurður Björg- vin Björnsson segir að fyrirtækin hafi greinilega fá verkefni um þessar mundir, og því sæki svo margir um að byggja þessar 40 íbúðir fyrir verkamannabústaði. EHB sláturhúss og kjötvinnslu KEA, segir að sjónvarpsfréttir um millj- óna króna tap KEA vegna við- skipta þess við Jens Ólafsson séu úr lausu lofti gripnar og ósannar. „KEA tapar ekki neinu á við- skiptum við Grundarkjörsversl- anirnar,“ segir Óli. Fyrirtækið Vöruborg í Kópavogi sér um vörudreifingu fyrir Kjötiðnaðar- stöðina, þar með til verslana Grundarkjörs, og Jens Ólafsson var skuldlaus við dreifingaraðil- ann þegar verslanir hans hættu starfsemi. EHB- Akureyri: Þjófar á ferð Komist hefur upp um tjald- vagnaþjóf á Akureyri. Akur- eyringur um fimmtugt hefur játað að hafa stolið fimm tjald- vögnum í Reykjavík og á Akureyri að undanförnu. Hann gistir nú fangageymslu lögregl- unnar á Akureyri, en mun losna þaðan á morgun, sam- kvæmt upplýsingum lögreglu. Lögreglan á Akureyri hafði í ýmsu öðru að snúast um helgina. Menn voru liprir við inngjöfina og því nokkrir ökumenn stöðvað- ir vegna hraðaksturs. Brotist var inn í íbúðarhús á Brekkunni og stolið ávísanahefti. Þjófurinn var gripinn glóðvolgur suður í Reykjavík. Þá var brotist inn í verslunina Fínar línur á Akureyri og stolið þar fötum. Það mál er einnig upplýst. óþh Skýrsla um afkomu bátaflotans: Heldur ófógur mynd Bátadotinn var rekinn með tapi árið 1988 og var afkoman verst hjá bátum á Vestur- og Norðurlandi. Þetta kom fram í máli Sveins Hjartar Iljartar- sonar, hagfræðings LIÚ, á fundi Utvegsmannafélags Norðurlands í gær, en þar kynnti hann niðurstöður skýrslu nefndar sem sjávar- útvegsráðherra skipaði í des- ember sl. til að athuga mun á áfkomu báta og togara, sem fram kemur í reikningi Þjóð- hagsstofnunar. Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, sagði margt sláandi í skýrslunni. Hann sagði t.d. athyglisvert hversu mikill munur væri á afkomu einstakra báta. Taldi hann að í sumum til- fellum hefði skort á kostnaðar- eftirlit. Halldór sagði að ef mönnurn tækist ekki að skera niður kostnað væru horfurnar fyrir bátaútgerðina slæmar. Kristján Ragnarsson, for- maður LÍÚ, sagði niðurstöður skýrslunnar athyglisverðar. Hann sagðist telja að taka yrði á launaþættinum, í sumum tilvik- um væru menn að borga hærri laun en útgerðin réði við. óþh Gengið frá samningum í gær um tónleika Kim Larsens: Búist við að Norðlendingar flykkist á tónleika goðsins Iþróttafélagið Þór hefur nú endanlega gengið frá samning um um að Kim Larsen haldi tónleika á Akureyri föstudag inn 25. maí næstkomandi kl 21. Fyrirhugað er að hafa tón leikana í Skemmunni en þó er íþróttahöllin enn inni í mynd inni því búist er við mikilli aðsókn. Þetta eru einu tón leikarnir með Kim Larsen Norðurlandi og líklegt að fólk Hykkist í sætafcrðir til Akur- eyrar. Aðalsteinn Sigurgeirsson, for- maður Þórs, sagði að samning- arnir hefðu verið staðfestir með greiðslu í gær. Þetta er mjög dýrt dæmi en að sögn Aðalsteins verð- ur miðaverð þó ekki hærra en 1800 krónur. Vonast er til að a.m.k þúsund manns sæki tón- leikana. Kim Larsen er væntanlegur til íslands 18. maí. Hann mun spila í Reykjavík, Hafnarfirði, Stykkis- hólmi og Akranesi áður en hann kemur til Akureyrar. Danski stórpopparinn er ekki hrifinn af innanlandsfluginu og kemur því nieð rútu. Þórsarar þurfa að koma honum aftur suður að morgni laugardags því Larsen á að spila á tónleikum í Kaup- mannahöfn þann dag. „Hann setti fram ákveðnar kröfur um tækjabúnað og til að uppfylla þær þurfum við að taka hljómflutningskerfi Reykjavíkur- borgar á leigu. Síðan kemur hann sjálfur með eitt og hálft tonn af græjum með sér,“ sagði Aðal- steinn, en það eru aðalstjórn Þórs og körfuknattleiksdeildin sem standa að tónleikunum. Aðalsteinn sagði greinilegt að margir fögnuðu þessu framtaki. Norðlendingar voru mjög spenntir fyrir tónleikum Larsens í Reykja- vík á síðasta ári en skiljanlega höfðu ekki allir tök á því að fara suður. Nú kemur þessi vinsæli poppari hins vegar norður og það strax í næstu viku þannig að norðlenskir aðdáendur sitja nú við sama borð og höfuðborgar- búar. SS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.