Dagur - 19.05.1990, Síða 2

Dagur - 19.05.1990, Síða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 19. maí 1990 fréttir Kaupfélag Vestur-Húnvetninga: Skilaði 11,6 millj- ónum í hagnað Hagnaður á reglulegri starf- semi Kaupfélags Vestur-Hún- vetninga á síðasta ári nam 11,6 milij'ónum króna. Hagnaður varð á öllum deildum félags- ins. Heildarveltan á síðasta ári var 891 milljón króna, sem er 20,9% hækkun frá fyrra ári. Hjá Kaupfélagi Vestur-Hún- vetninga starfa um 50 manns og námu launagreiðslur á síðasta ári tæpum 78 milljónum króna. Fé- lagið rekur m.a. sölubúð á Hvammstanga, sláturhús og mjólkursamlag að einum þriðja hluta. í stjórn Kaupfélags Vestur- Húnvetninga eru Agnar J. Levý, Daníel Pétursson, Eiríkur Tryggvason, Ásmundur Sm. Valdemarsson og Ragnar Gunn- laugsson. Kaupfélagsstjóri er Gunnar V. Sigurðsson. óþh Kór Akureyrarkirkju: B örg, Petrma og Bijánn íjörin heiðursfélagar Lýst var kjöri þriggja heiðurs- félaga Kórs Akureyrarkirkju á aðalfundi kórsins sl. þriðju- dagskvöld. Þeir eru Björg Baldvinsdóttir, Petrína Eld- járn og Brjánn Guðjónsson. Öll hafa þau starfað vel og lengi með kórnum. Björg syngur enn í Kór Akureyrarkirkju og lætur engan bilbug á sér finna. Hún hefur sungið með kórnum frá stofnun hans, árið 1945. Petrína Eldjárn hefur sömuleiðis sungið með kórnum frá stofnun hans og Brjánn Guðjónsson kom til liðs við kórinn árið 1949. óþh Frá stjórn Verkamannabústaða, Akureyri íbúðir til sölu í verkamannabústöðum Stjórn Verkamannabústaða auglýsir eftir umsóknum í 2ja til 4ra herbergja íbúðir sem stjórnin hyggst hefja byggingu á á þessu og næsta ári. Aætlaður afhendingartími þessara íbúða er á árinu 1990-91. Einnig mun stjórn Verkamannabústaða úthluta til umsækjenda eldri íbúðum sem koma til endursölu innan verkamannabústaðakerfisins á þessu ári. Áætlað er að úthlutað verði 30-40 íbúðum í bygg- ingu og 5-10 endursöluíbúðum. Athygli umsækjenda er vakin á að stjórn verka- mannabústaða hefur til ráðstöfunar 2-3 íbúðir í fjöl- býlishúsi við Víðilund 20 sem eru sérstaklega hann- aðar með þarfir fatlaðra og aldraðra í huga. Réttur til kaupa á íbúð í verkamannabústöðum er bundinn við þá sem uppfylla eftirfarandi skilyrði: A. Eiga lögheimili á Akureyri þegar úthlutun fer fram. B. Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. C. Hafa haft í meðaltekjur þrjú síðustu tekjuár (1986, 1987 og 1988) ekki hærri fjárhæð en sem svarar kr. 975.000,- hvert ár fyrir einhleyping (samtals kr. 2.925.000,-) og kr. 89.000,- fyrir hvert barn á framfæri til 16 ára aldurs (samtals kr. 267.000,-). Fyrir hjón og sambýlisfólk gilda hærri tekjumörk; þ.e. 1.219.000,- hvert ár (sam- tals kr. 3.657.000,-) að auki fyrir hvert barn á framfæri til 16 ára aldurs kr. 89.000,- (samtals kr. 267.000,-). Ath. að ákvæði C-liðar gildir einnig fyrir umsækjend- ur sem óska eftir skiptum innan verkamannabú- staðakerfisins. Þeir umsækjendur sem eiga inni umsóknir frá síðustu auglýsingu og óska eftir að koma áfram til greina við úthlutun verða að endurnýja umsóknir sínar skriflega á skrifstofu verka- mannabústaða. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu verkamannabústaða, Skipagötu 12, 3. hæð, sími 25392. Opnunartími skrifstofunnar er mánudaga til föstudaga frá kl. 13.00 til 15.30. Umsóknarfrestur rennur út þann 8. júní 1990. 18. maí 1990. Stjórn Verkamannabústaða, Akureyri. Aflabrögð í apríl: Ekki upp á marga físka Aflabrögð á landinu í aprO- mánuði voru ekki upp á marga fiska. Heildaraflinn var tæplega 78 þúsund tonn á móti 125 þúsund tonnum í aprO 1989. Engin loðna og minni þorskur og grálúða skýra þennan samdrátt. Á Norðurlandi var heildarafl- inn í aprfl 14.591 tonn á móti 16.579 í sama mánuði í fyrra. Samdrátturinn á Norður- landi er reyndar minni en í öðrum landshlutum. í apríl sl. veiddist ívið minna af þorski, grálúðu og skarkola en í apríl 1989, en heldur meira af ýsu, ufsa, karfa og rækju. Togarar á Norðurlandi komu með 10.045 tonn að landi á móti 9.287 í sama mán- uði á síðasta ári, þannig að þeir hafa heldur aukið við sig. Afli bátanna var hins vegar 3.510 tonn á móti 6.119 og munar þar um rúmlega tvö þúsund tonn af loðnu sem veiddust í apríl 1989. Hjá smábátunum er dálítill sam- dráttur, 1.036 tonn á móti 1.173. SS i Kosningamar í Ólafsfirði: Kjörfimdur að þessu sinni í Gagnfræðaskólanum Kjörfundur vegna bæjarstjórn- arkosninganna í Ólafsfirði annan laugardag verður að þessu sinni í Gagnfræða- skólanum. í mörg undanfarin ár hefur kjörfundur í kosning- um til bæjarstjórnar og Alþingis verið í félagsheimil- inu Tjarnarborg, en vegna við- gerða sem standa yfir á því var ákveðið að þessu sinni að flytja kjörfund yfir í Gagnfræðaskól- ann. % Að sögn Hreins Bernharðsson- ar, formanns kjörstjórnar, verða atkvæði þó talin í Tjarnarborg. Sú vinna ætti að geta hafist upp úr miðnætti, en kjörfundur stendur frá kl. 10 til 23 í Gagn- fræðaskólanum. Á kjörskrá í Ólafsfirði eru 830, en rétt til að greiða atkvæði hafa 815. Tveir listar eru í kjöri, listi Sjálfstæðisflokks og vinstri manna. Opinn framboðsfundur verður í Ólafsfirði nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30. óþh Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins: Breytingar á útsöluverði bjórs Innkaupsverð ÁTVR á bjór hefur hækkað. Ástæður þess eru einkum gengisbreytingar og aukinn flutningskostnaður á áfengi og tóbaki til landsins. Innkaupsverð Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á bjór hefur hækkað nokkuð frá því sem það var þegar síðasta verð- ákvörðun tók gildi 29.nóvember 1989. Ástæður þess að innkaups- verð hefur hækkað eru einkum gengisbreytingar og aukinn flutn- ingskostnaður á áfengi og tóbaki til landsins, en á síðasta ári náð- ust hagstæðir samningar um flutning í kjölfar útboðs. Nýlegt útboð á þessum flutningum skil- aði ekki jafn hagstæðri niður- stöðu og því hækkar flutnings- kostnaður sem nemur 11-52%. Bjór frá innlendum framleiðend- um hefur hækkað um 5-10% frá 16. maí, þó ekki á Sanitas pilsner. Með hliðsjón af ofangreindu hef- ur verið ákveðið að útsöluverð á helstu tegundum af bjór verði sem hér segir f.o.m. 17. maí 1990: Frá og með 19. júní n.k. verð- ur allt áfengt öl verðlagt með hliðsjón af innkaupsverði þess hverju sinni. ój Bjórtegund 1 Kippa Verð áður Nýtt verð Tuborg, flöskur 1 760 810 Tuborg, dósir 1 750 790 Budweiser, flöskur 1 700 800 Budweiser, dósir 1 700 760 Beck’s, flöskur 1 810 840 Beck’s, dósir I 800 800 Lövenbrau 1 730 770 Lageröl, dósir 1 770 790 Víkingur 1 770 790 Víkingur, dökkur 1 770 790 Sanitas pilsner 1 560 560 Egils Gull 1 700 720 Egils Dökkur 1 770 790 Polar Beer 1 750 770 Vínardrengjakórinn: Forsala að heíjast á Akureyrartónleikana Vínardrengjakórinn syngur í Akureyrarkirkju laugardaginn 2. júní n.k. Laugardaginn 2. júní n.k. er hinn þekkti Vínardrengjakór væntanlegur til Akureyrar og mun halda tónleika í Akureyr- arkirkju. Kórinn kemur hing- að í tengslum við Listahátíð sem hefst um sama leyti í Reykjavík. Forsala aðgöngu- miða á þessa merku tónleika hefst næstkomandi mánudag. Vínardrengjakórinn er án efa einn þekktasti kór í heimi. Keis- arinn Maximillian I stofnaði kór- inn árið 1498 formlega og í gegn- um aldirnar hefur kórínn sungíð fyrir ýmsa konunga og keisara. Upphaflega voru aðeins 8 drengir í kórnum en nú eru um 20 dreng- ir í honum. Það hefur ætíð þótt mikill heiður að komast í Vínar- drengakórinn og árlega sækja hundruð drengja um að komast í hann. Allir sem komast í kórinn fara síðan í sama skólann, þar sem lögð er sérstök áhersla á tón- listarkennslu, auk almennrar grunnskólafræðslu. Um 1930 hóf kórinn að ferðast um heiminn og halda söng- skemmtanir. Síðan hefur kórinn ferðast um allar heimsálfur og alls staðar vakið mikla hrifninu. Forsala aðgöngumiða að tón- leikum kórsins á Akureyri hefst mánudaginn 21. maí n.k. Mið- arnir verða seldir á skrifstofu menningarfulltrúa Akureyrar, Strandgötu 19 B, á tímabilinu kl. 09.00 til 15.00. Einnig verður tekið á móti pöntunum í síma 96- 27245. Aðeins verður um þessa einu tónleika kórsins á Akurevri að ræða. JOH

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.