Dagur - 19.05.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 19.05.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. maí 1990 - DAGUR - 3 Fjármálin gætu sett strik í reikninginn með framkvæmdir við VMA: Fáist ekld fjármagn verða flórar kennslustofur teknar í notkun í haust í stað níu að sögn Magnúsar Garðarssonar, tæknifræðings. í sumar verður unnið við að gera sjötta áfanga byggingarinnar kláran, en það er bóknámsálma með 9 kennslustofum. Að vísu eru blikur á lofti hvað varðar fjárveitingar til verksins. Magnús segir: „Við litum svo á, að við værum að vinna eftir tveggja ára áætlun til að fullgera fimmta og sjötta áfanga. í fyrra fengum við mjög góða fjárveitingu, áttatíu og sjö milljónir króna og áttum von á öðru eins nú í ár. Ríkið skar sitt framlag niður. Inni var fjárveiting frá ríkisvaldinu að upphæð kr. fimmtíu og tvær milljónir, en var lækkað í fjöru- tíu milljónir króna. Samanlagt höfum við því frá ríki og bæ, sex- tíu og sjö milljónir króna. Eftir áramót hófum við framkvæmdir við fimmta áfanga og ráðgert var að taka lán fyrir því sem vantaði uppá, til að geta lokið þeim fram- kvæmdum sem stefnt var að. Áætlað var síðan að vinna minna á næsta ári og nýta fjárveitingu þess árs til að endurgreiða lánið. Nú er sú staða komin upp, að ef við fáum ekki að taka lán að upphæð krónur fimmtán milljón- ir, til að greiða það sem við fór- um fram yfir áætlun, þá ljúkum við ekki við sjötta áfanga í haust. Fari nú sem horfir og ekki fæst fjármagn til sjötta áfanga, þá stefnum við á að taka fjórar stof- ur í gagnið í stað níu.“ ój HEFUR STAÐGREIÐSLU ÞINNIVERÐ SKILAÐ? Áríðandi er að leiðréttingum á staðgreiðsluyfirliti sé skilað sem allra fyrst. Áa-hS', .. i/mhj !% „Árangur nemenda í prófum er alltaf eins og til er stofnað,“ sagði skólameistarinn, Bern- harð Haraldsson, í Verk- menntaskólanum á Akureyri, en skólastarfi lýkur 26. maí. Verklegar framkvæmdir við skólann í sumar gætu orðið minni en til stóð. Verkmenntaskólanum á Akur- eyri verður slitið þann 26. maí, að loknum prófum og einkunnar- gjöf. Um námsárangur nemenda hafði skólameistarinn, Bernharð Haraldsson, þetta að segja: „Árangur nemenda í prófum verð- ur alltaf eins og til er stofnað.“ Um verklegar framkvæmdir við skólann er þetta helst að segja, Áheitahlaup vegna Noregsferðar: Handbolta- stúlkur í spretthlaupi Handboltastúlkur frá Húsavík hlupu til Akureyrar á sunnu- dag. Um var að ræða áheita- hlaup og tókst stúlkunum að safna fyrir 13 farmiðum til Noregs með sprettinum. Tíu stúlkur á aldrinum 13-17 ára, ásamt þrem fararstjórum, hafa þegið boð um að taka þátt í norrænu vinabæjamóti í Fred- rikstad. Hópurinn heldur utan 1. júní og kemur heim 5. júní. Krakkar á öllum aldri taka þátt í mótinu. Að sögn Sædísar Guð- mundsdóttur tók fólk stúlkunum vel er þær söfnuðu áheitunum fyrir ferðina og eru þær ánægðar með árangur verkefnisins. Stúlk- urnar hlupu til skiptis,- ein á hverjum kafla leiðarinnar og á myndinni er það Erna Þórarins- dóttir sem sprettir úr spori yfir Laxárbrúna. IM Húsavík: Vel heppnað mót í boccia Bocciamót var haldið í fyrsta sinn á Húsavík í íþróttahúsinu 9. maí sl. Mótið var nefnt Kiwanismót en Kiwanisklúbb- urinn Skjálfandi stóð að því ásamt íþróttafélaginu Völs- ungi. Kiwanismenn gáfu öll verðlaun fyrir mótið og aðstoðuðu við framkvæmd þess. Mótið var hið skemmti- íegasta og alls léku sex lið. Kiwaniskúbburinn hefur ákveðið að halda Bocciamót árlega í maí, og skulu mótin haldin í minningu Þórðar Sveins- sonar, fyrrverandi formanns Skjálfanda sem starfaði mikið á vegum klúbbsins en féll frá nú í apríl, langt um aldur fram. Keppendur í mótinu voru frá íþróttafélaginu Akri á Akureyri og Völsungi á Húsavík. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Í.F.A B-lið. 2. Í.F.A A-lið. 3. Völsungur B-lið. 4. Í.F.A C-lið. 5. Völsungur/Í.F.A-Blandað lið. 6. Völsungur A-lið. Völsungar þakka öllum sem þátt tóku kærlega fyrir skemmti- legt mót. Nú eiga launamenn að hafa fengið sent yfirlit yfir frá- dregna staðgreiðslu af launa- tekjum sínum á árinu 1989. Yfirlitið sýnir skil launa- greiðenda áfrádreginni stað- greiðslu launamanna til inn- heimtumanna. Brýnt er að launamenn beri yfirlitið saman við launaseðla sína til þess að ganga úr skugga um að staðgreiðslu sem haldið var eftir af launa- tekjum þeirra hafi verið skilað til innheimtumanna. Að lokinni álagningu tekju- skatts og útsvars nú í sumar fer fram samanburður við staðgreiðsluskil fyrir viðkom- andi launamann. Ef upplýs- ingar um staðgreiðslu launa- manns eru rangar verður greiðslustaða röng og launa- maðurinn hugsanlega kraf- inn um hærri fjárhæð en hon- um annars ber að greiða ef ekki er sótt um leiðréttingu í tækatíð. Ef um skekkjur á yfirliti er að ræða er nauðsynlegt að umsókn um leiðréttingu sé komið á framfæri við stað- greiðsludeild RSK, Skúla- götu 57,150 Reykjavík, hið allra fyrsta til þess að tryggja að greiðslustaða verði rétt við álagningu opinberra gjalda nú í sumar. Tryggið rétt uppgjör á staðgreiðslu og álagningu í sumar TKSSKATTSTÍÖR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.