Dagur - 19.05.1990, Síða 5
Laugardagur 19. maí 1990 - DAGUR - 5
Hinn óborganlegi Kim Larsen og hljómsveit hans Bellami
með tónaflóð í íþróttahöllinni á Akureyri nk. fóstudagskvöld:
Hann er danskarí en aJlt sem danskt er
Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að hann
Kim Melius Flyvholm Larsen, betur þekktur sem
Kim Larsen, og hljómsveit hans Bellami er mættur
í sína aðra tónleikaferð til íslands. Kappinn treður
upp í kvöld á Gauki á Stöng í Reykjavík og við það
tækifæri verður honum afhent gullplata fyrir yfír
3000 eintaka sölu af hinni rómuðu plötu Yummi
Yummi.
Á mánudagskvöldið verða
Larsen og Bellami með tónleika í
íþróttahöllinni á Akranesi og á
miðvikudagskvöld verða Hafn-
firðingar spilaðir upp úr skónum
með tónleikum í nýja íþróttahús-
inu að Kaplakrika. Punkturinn
yfir i-ið verða tónleikar í íþrótta-
höllinni á Akureyri nk. föstu-
dagskvöld. Petta eru tónleikar
sem Norðlendingar hafa lengi
beðið eftir og sá er þetta ritar er
illa svikinn ef ekki verður fullt út'
úr dyrum í Höllinni.
Lítt hrifinn af Hótel íslandi
Eins og aðdáendur Kims Larsens
rekur minni til kom kappinn til
hljómleikahalds í musteri Ólafs
Laufdals, Hótel ísland, síðla árs
1988. Kim hafði þá nýlega gefið
út breiðskífuna Yummi Yummi,
sem óhikað má segja að
hafi skotið honum upp á stjörnu-
himininn hér á Fróni. Aðsókn á
tónleika hans á Hótel íslandi fór
fram úr björtustu vonum for-
ráðamanna þess, en Larsen var
að sama skapi ekki alltof hrifinn
af aðstæðum hjá Laufdal. Hann
hafði aldrei vanist því á tónieik-
um að fólk sæti eins og þvörur við
borð, hakkandi í sig dýrar nauta-
steikur og væri meinað að stíga
upp á dansgólfið og hreifa skanka
í takt við músíkina. Larsen setti
hnefann í borðið og neitaði að
spila, ef fyrirkomulaginu yrði
ekki breytt. Samningar náðust,
fólk flykktist upp á sviðið og ærð-
ist af fögnuði.
Á gras af seðlum
í þessari íslandsferð verður ann-
að upp á teningnum. Kim gaf
Ólafi Laufdal og öðrum hótel-
vertum í Reykjavík langt nef og
sagðist vilja spila á krám og öðr-
um ófínni stöðum víðsvegar um
landið. Við því var ljúflega orðið
og hingað er hann kominn í ann-
að sinn með hina stórgóðu hljóm-
sveit Bellami.
Kim Larsen er í sjálfu sér
kapítuli út af fyrir sig. Hann er
danskari en allt sem danskt er.
Hann á skítnóga peninga, hefur
enda selt milljónir eintaka af
plötum sínum í Danmörku og í
fjölmörgum öðrum löndum.
Þrátt fyrir ríkidæmið berst
Larsen ekki á. Síður en svo.
Hann segist fjandakornið ekkert
hafa með alla þessa peninga að
gera. Nóg sé fyrir hann að hafa
gítarinn og kannski einn bjór
með.
45 ára rokkari
Kim Larsen er ekkert unglamb
lengur. Hann er 45 ára gamall,
fæddur í Kaupmannahöfn árið
1945. Sagan segir að kappinn hafi
hrifist af rokksnillingum á borð
við Little Richard, Presley og
Cliff Richard og byrjað að gutla á
gítar fjórtán ára gamall. Árið
1969 stofnaði hann hljómsveitina
Gasolin, sem óhætt er að segja að
hafi strax slegið rækilega í gegn á
áttunda áratugnum í Danmörku
og raunar í allri Skandinavíu.
Hljómsveitin lagði upp láupana
árið 1978, en áður hafði Larsen
gefið úl tvær sólóplötur, þá fyrri
árið 1976 (tónlist við sjónvarps-
þáttaröðina Östre Gasværk).
Árið eftir gaf hann út sólóplötu
með enskum textum. Árið 1979
kom þriðja sólóplata Larsens,
sem óhætt er að segja að hann
hafi slegið í gegn með. Á henni
var m.a. lagið Blip blaat, sem
enn þann dag í dag verður að
telja eitt af hans bestu lögum.
Himinbláa Súsana
og fleiri góð lög
Með þá frægð í rassvasanum,
sem þessi plata veitti Larsen,
flaug hann vestur til Ameríku og
stofnaði hljómsveitina Jungle-
dreams og hugðist sigra heiminn.
Á daginn kom hins vegar að kan-
ar féllu ekki jafn flatir fyrir húm-
orískum texturn Larsens og land-
ar hans heima í Danaveldi. Að
tveim árum liðnum snéri hann
því heim og þá fyrst tók frægðar-
sólin að skína. Arið 1983 yfirgaf
Larsen hljómplötufyrirtækið
CBS og gerði samning við
Medley. í kjölfarið fylgdi ein af
mest seldu plötum allra tíma í
Danmörku, Midt om natten,
með tónlist úr samnefndri
kvikmynd. Á plötunni er m.a. að
finna þá heillandi laglínu um
Súsönu himinbláu. Samkvæmt
nýjustu upplagstölum hefur plat-
an sú selst í um sjö hundruð þús-
und eintökum í Danmörku.
Næstu plötur Larsens, Forklædt
som voksen, Kim i Cirkus og
Yummi Yummi, hafa einnig selst
hreint með ólíkindum vel í Dana-
veldi og sama hefur verið upp á
teningnum hér heima. Það gildir
raunar lík.a um síðasta afkvæmi
hans, Kielgasten, sem út kom á
síðasta ári.
Kjözfundur í
Saurbæjarhreppi
Kjörfundur vegna Hreppsnefndarkosninga í
Saurbæjarhreppi verður settur að Sólgarði
laugardaginn 26. maí kl. 10. f.h.
Kosning verður óbundin, þar sem enginn listi
hefur komið fram.
Jafnframt fer fram skoðanakönnun um viðhorf
hreppsbúa um sameiningu hreppanna þriggja
framan Akureyrar.
Kjörstjórn.
Dásamlega mikill Dani
Það er erfitt að kveða upp úr um
hver sé leyndardómurinn á bak
við vinsældir og velgengni Kims
Larsens. Danir elska hann og dá
- líklega einfaldlega vegna þess
hversu dásamlega mikill Dani
hann er. Húmorinn er á réttum
stað, Hann er blátt áfram og er
ekkert að rembast við að vera
annar en hann er, hinn óheflaði
Kim Larsen. Tónlistin sjálf á að
vitaskuld ekki síður þátt í vel-
gengninni. Lögin eru yfirleitt ein-
föld og grípandi og fá fólk til að
hoppa, dansa og baða út öllum
öngum. Larsen er rokkari, en
honum er einnig lagið að gera
gullfalleg róleg lög.
Af áheyrendahópnum á Hótel
íslandi forðum má draga þá
ályktun að tónlist Kims Larsens
hafi náð eyrum mjög breiðs
aldurshóps hér upp á Fróni. Þar
voru stórir sem smáir, ungir sem
aldnir. Allir virtust skemmta sér
jafn vel.
Skólamaður á Akureyri sagði í
eyru undirritaðs á dögunum að
tónlist Larsens hafi gjörbreytt
viðhorfi ungdómsins gagnvart
dönskunámi. Var víst ekki van-
þörf á, kynnu sumir að hugsa.
Ef marka má viðbrögð Akur-
eyringa og nærsveitarmanna við
fregnum um tónleika Kims Lar-
sens og Bellami í íþróttahöllinni
nk. föstudagskvöld er þess að
vænta aö þar verði þétt setinn
Svarfaðardalur. Með von um að
siá sem flesta. Góða skemmtun!
óþh
Vœntanleg er á
nœstunni hin
árlega símaskrá
Knattspyrnu-
deildar KA
Forráðamönnum
fyrirtækja, stofnana
svo og öðrum sem
óska eftir að fá birta
auglýsingu í skránni
er bent á að hafa
samband við okkur í
síma 23482 þriðju-
daginn 22. og mið-
vikudaginn 23. maí
kl. 15.00-19.00.
Símaskránni er
dreift frítt til símnot-
enda á Akureyri og
nágrenni.
Knattspyrnudeild KA