Dagur - 19.05.1990, Page 6

Dagur - 19.05.1990, Page 6
6 - DAGUR - Laugardagur 19. maí 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþr.),________ KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR. LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RÍKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. Hverfulleiki stjórnmálanna DV og Stöð tvö hafa verið iðn- astir fjölmiðla við að mæla vin- sældir, eða öllu heldur óvin- sældir, núverandi ríkisstjórnar. í því skyni hafa þeir gert eða látið gera fjöldann allan af skoðanakönnunum meðal almennings með reglulegu millibili. Niðurstöðurnar hafa undantekningalítið verið ríkis- stjórninni afar óhagstæðar. „Ovinsælasta ríkisstjórn frá því vinsældamælingar af þessu tagi hófust“ er einkunnin sem DV hefur ítrekað gefið ríkis- stjórninni og gjarnan mælst til þess í forystugrein á eftir að ríkisstjórnin segi af sér þar sem hún njóti ekki lengur trausts kjósenda sinna. Dagur hefur áður vakið athygli á því að skoðanakannanir eru langt frá því að vera algildur mæli- kvarði, hvort sem um er að ræða vinsældir stjórnmála- flokka og ríkisstjórna ellegar eitthvað annað. Þær gefa í besta falli vísbendingar um helstu strauma á þeim tíma sem þær eru gerðar. Þess vegna eru kröfur um að ríkis- stjórn segi af sér vegna slæmr- ar útkomu úr skoðanakönnun- um gersamlega út í hött. Eina raunhæfa og marktæka mælingin á fylgi stjórnmála- flokka og ríkisstjórna hverju sinni fæst í lýðræðislegum kosningum, sem alla jafna fara fram á fjögurra ára fresti hér á landi, bæði til Alþingis og bæj- ar- og sveitarstjórna. Heimur stjórnmálanna er hverfull og veður skipast þar skjótt í lofti. Enda hefur reynslan sýnt að oft ber mikið á milli mælinga í skoðanakönnunum annars vegar og kosningaúrslita hins vegar. Gott dæmi um þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar, sem viðskiptaþjónustan Kjarni hf. á Akureyri efndi til á dögunum, og birt var í Degi í gær. Þær benda eindregið til þess að vinsældir ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar fari ört vaxandi, Vinsældir ríkisstjórnarinnar hafa tæplega tvöfaldast frá síðustu skoðana- könnun DV, svo dæmi sé tekið, og hún nýtur nú stuðnings um það bil helmings kjósenda, ef marka má niðurstöður könn- unarinnar. Nærtækasta skýr- ingin á þessum auknu vinsæld- um ríkisstjórnarinnar er auð- vitað sú að árangurinn af endurreisnarstarfi hennar er smám saman að koma í ljós. Verðbólgan er á hröðu undan- haldi, fjármagnskostnaður fer ört lækkandi og meiri stöðug- leiki ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar en um langt árabil. Óábyrgur málflutningur stjórnarandstöðuflokkanna á þingi og í fjölmiðlum undan- farnar vikur á eflaust líka sinn þátt í auknum vinsældum ríkis- stjórnarinnar. Eftir sem áður er það stað- reynd að hér er einungis um að ræða vinsældakönnun sem í besta falli gefur vísbendingar um fylgi ríkisstjórnarinnar um þessar mundir. Það fylgi getur breyst til muna á einni nóttu, aukist eða minnkað, allt eftir því hvernig hinir pólitísku vindar blása hverju sinni. Menn verða að bíða þolinmóðir í rúmt ár enn áður en úr því fæst skorið hversu vinsæl ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar er í raun og veru. BB. úr hugskotinu Draumar Eftir vetur kemur vor, og meö vorinu vakna draumarn- ir. Draumar af öllum stærðum og gerðum, en ávallt draumar fullir af misraunsærri bjartsýni hinnar nótt- lausu veraldar þessarar árstíðar á landinu bláa. Draum- ar íslenskra vorbarna sem svo oft eiga dálítið erfitt með það að verða fullorðin. Næsta árvissir Sumir þessara drauma íslenskra vorbarna eru næsta árvissir, ellegar birtast með meira eða minna reglulegu millibili. Tökum eitt afar ferskt dæmi, það er að segja söngvakeppnina sem árlega er haldin á degi Evrópu og dópvarna Lionsmanna, og sem við erum að sjálfsögðu alltaf fyrirfram búin að vinna. Og satt best að segja unnum víst á dögunum þegar við sendum Eitt lag enn, að þessu sinni ættað af Króknum, lag sem þó var ekki samið af sveiflukóngi og sóknarpresti staðarins, heldur bassaleikara fyrrnefnds sveiflukóngs, að eigin sögn burtreknum frá honum, og vísnavini að sunnan. Og þessi fyrirtaksblanda vann sem sagt keppnina með því að verða í fjórða sætinu. Við þetta má svo bæta, að Arthúr Björgvin afrekaði að sönnu ekki að finna aftur Genfarvatnið eins og forðum daga, öllum íbúum Alpa- lýðveldisins og nærliggjandi franskra héraða til hinnar mestu ánægju og yndisauka, en honum tókst að komast austur fyrir Tjald, nokkuð sem júgóslavneska ríkjasam- bandinu tókst víst aldrei, jafnvel ekki á mestu velmekt- ardögum Títós sáluga, að minnsta kosti aldrei að öllu leyti enda Tító víst ekkert alltof vel liðinn af þeim Kremlarbændum. Önnur keppni, sem er ekki síður en Evrópuprjálið mikla veisla fyrir fjölmiðlunga, er nú í aðsigi. Pá keppni dreymir æði mörg hinna íslensku vorbarna einnig um að vinna. Kosningar, að þessu sinni til sveitarstjórna, keppni sem einkum felst í því að veiða og sannfæra sak- lausar sálir um það að þær eftir nokkur dramatísk vorbama augnablik, einar með sjálfum sér í kjörklefunum, geti snúið heim og kneyfað sitt kosningabrennivín bíðandi úrslitanna í þeirri sælu trú að þær hafi að þessu sinni örugglega „kosið rétt“. Hugmyndafátækt fólk Barátta sálnaveiðara hefur verið ósköp eitthvað litlaus og bragðdauf að þessu sinni, og lítið hefur verið sprengt af kosningabombum hér í bænum það sem af er að minnsta kosti. Það er þá helst þetta með íhaldspollana úr Menntaskóianum sem „duttu í það“ í húsakynnum Flokksins uppi í Kaupangi og einhver kjaftaði í lögg- una, eins og honum kæmi það við hvort tilvonandi þjóðaríhald kynntist áfengisbölinu af eigin raun nógu snemma, eða þá það þegar einhver stjórinn hjá Álafossi álpaði því út úr sér að það fyndust engir nógu hæfir menn í ákveðnar stjórnunarstöður hjá fyrirtækinu sem setjast vildu að á Akureyri. Þá er nú eins og frambjóðendur til bæjarstjórnar dragi dulítið dám af titli annars afar athyglisverðs leik- verks eftir bókum Tryggva Emilssonar sem hér er sýnt. Þar virðist nefnilega vera um að ræða alveg einstaklega fátækt fólk, svona yfirhöfuð, það er að segja af hug- myndum. Alla dreymir um álverið, eða þá um það eins og Kvennó og Þjóðarflokkurinn svo merkilegt sem það nú virðist þegar tillit er tekið til þess að um nýgræðinga í leit að fylgi er að ræða, vilja ekkert með álverið hafa, dreymir helst um það úti í hafsauga eða í Hafnarfirði. Fyrir utan áldrauminn með eða móti er vart hægt að tala um frumlegar hugmyndir í atvinnumálum, ef frá er skilin ansi skondin hugmynd Sigríðar Stefánsdóttur sem kom fram á kosningafundi Bylgjunnar um að reisa hér afvötnunarstöð. Sem kunnugt er þá er afvötnun nefni- lega mikil gróðalind til að mynda vestur í Bandaríkjun- um, og geti einhverjir hugmyndaríkir aðilar hér í bæ fundið út einhverja „Akureyraraðferð“ í afvötnun gæti slíkt skapað umtalsverðar tekjur. Sjáið bara alla mold- ríku bandarísku kaupsýslumennina og filmstjörnurnar Reynir Antonsson skrifar lendandi á Akureyrarflugvelli í einkaþotum sínum, þar sem „limousinurnar“ bíða eftir þeim til að færa þá á lúx- usfrelsunarstað frá Bakkusi. Martraðir Jæja, hvað um það þó að frambjóðendur séu að þessu sinni fremur hugmyndafátækt fólk. Tilheyrandi enda að verulegu leyti þessu gamla, og sjálfsagt að margra mati góða gengi sem stýrt hefur bæjarmálum þessi hin síðari ár. Það virðist svo sem menn ljúgi heldur minna en áður, og þar af leiðandi hljóta svikin kosningaloforð að verða færri. En draumar vorbarna snúast ekki bára um atkvæði eða Evrópusigra númer fjögur. Þannig eru þau nú nokkur akureyrsku vorbörnin sem haldið hafa suður í Borgina þar sem ríkir sjálfur Markaðurinn í von um frægð og frama, dreymandi drauma sem á stundum hafa orðið martraðir. Því fer fjarri að Grundarkjörs- ævintýrið hafi verið eitthvert einsdæmi. Menn muna það þegar Akra flutti suður í Hafnarfjörð og hugðist svo sannarlega taka hinn mikla Markað með trompi, vitandi ekki, að það er ámóta fáránlegt að stunda smjörlíkisgerð í ríki Davíðs Schevings, og það er að stunda þorskveiðar í Sahara. KEA er víst búið að nappa fyrirtækinu norður yfir heiðar á ný. Og Ofna- smiðja Norðurlands er víst líka aftur komin heim í Heiðardalinn. Veldi íshokkíleikarans Sveins bakara virðist vera nánast undantekning sem sannar regluna. Draumar vorbarnanna eru þannig margir og margvís- legir. Sumir rætast, að minnsta kosti í þykjustunni, aðr- ir verða að martröðum, enda voðalega oft reynt að láta þá rætast af aðilum sem helst minna á kálfa sem í fyrsta skipti er sleppt út í vorið svo bjarta. Þetta nóttlausa vor sem er svo fljótt að láta okkur gleyma síðasta vetrinum kalda og dimma, þegar maður vart greindi húsið heima bakvið snæfjöllin, ellegar skrikaði fótur á svellbólstrun- um, á sama tíma hugsandi um alla sólina og hitann suð- ur á ströndinni hvítu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.