Dagur


Dagur - 19.05.1990, Qupperneq 11

Dagur - 19.05.1990, Qupperneq 11
Laugardagur 19. maí 1990 - DAGUR - 11 „Fiskvinnslan hefur bætt stöðu sína veru- lega. Það eru mikil gleðitíðindi því að menn líta til fiskvinnslunnar þegar samdráttur verður í landbúnaðargeiranum. Möguleikar á aukinni verðmætasköpun og vöruþróun munu vera mestir í fiskvinnslunni í nánustu framtfð." Mlkill samdráttur í dilkakjötinu Mikill samdráttur hefur verið í hefðbundn- um landbúnaði á undaförnum árum. Minni kindakjötsframleiðsla hefur orðið til þess að Sláturhús Kaupfélags Skagfirðinga hefur verið rekið með halla undanfarin ár. Slátur- húsið er eitt hið fullkomnasta á landinu en er langt frá því að vera fullnýtt. „Vissulega er samdrátturinn í landbúnað- inum okkur mjög mikið áhyggjuefni. Kindakjötsframleiðslan hefur dregist saman frá því að vera um sjötíu þúsund fjár þegar mest var, til þess að vera nú þrjátíu og tvö þúsund síðasta haust. Við ætlum að reyna að nýta sláturhúsið betur með því að flytja kjötvinnsluna í húsnæði sláturhússins. Stór- gripaslátrun stendur nú yfir allt árið og þannig nýtist sá hluti hússins mjög vel. Nú er í athugun hvernig hægt er að spara í bein- um sláturkostnaði en tillögur þess efnis liggja ekki fyrir. Kostnaður við húsið svo sem fasteignagjöld og ýmis annar kostnaður er sá sami hvort sem slátrað er þrjátíu eða sjötíu þúsund fjár og vissulega veldur sam- drátturinn í dilkakjötsframleiðslunni okkur miklum áhyggjum." Slæm stada SÍS áhyggjuefni Talið barst að slæmri stöðu Sambands íslenskra samvinnufélaga. Sambandið hefur verið að draga saman seglin og selt eignar- hlut sinn í Samvinnubankanum og íslensk- um aðalverktökum. Rekstur þess gengur illa og skuldir orðnar injög háar. „Auðvitað hef ég eins og aðrir áhyggjur af slæmri stöðu Sambandsins. Ástæður fyrir hvernig er komið eru vafalaust margþættar. Erfitt er að segja um eitt sem öðru fremur hefur valdið hvernig komið er. Sambandið hefur verið þannig uppbyggt að það er seint til ákvarðanatöku. í harðri samkeppni hefur fyrirtækið verið of seint að laga sig að mark- aðsaðstæðum. Því er heldur ekki að neita að samdráttur í dilkakjötsframleiðslunni hefur haft áhrif á stöðu Sambandsins. Staða ullariðnaðarins hefur verið slæm. Par hefur Sambandið tap- að verulegum fjármunum í rekstri og sá tap- rekstur hefur reynst þungur í skauti og veikt stöðu þess. Öruggur rekstrargrundvöllur Sambands- ins er mjög mikilvægur. Það hefur stóru hlutverki að gegna gagnvart kaupfélögun- um.“ Einokun í flutningum til landsins Að margra áliti væri mjög miður ef sú starf- semi sem Sambandið heldur uppi á sviði sölu afurða frá landbúnaði og sjávarútvegi leggðist af eða færi í hendur annarra aðila. Vafalítið eru þeir einnig til sem vilja gjarn- an sjá Sambandið feigt og þætti lítil eftirsjá í því. „Þegar grannt er skoðað held ég að það væri mjög alvarlegur hlutur ef ýmis sú starf- semi sem Sambandið heldur uppi leggðist af. Skipadeild Sambandsins er eina skipa- félgið sem getur veitt Eimskipafélaginu raunverulega samkeppni og aðhald. Ef flutningar Skipadeildarinnar leggðust af væru nokkrir einstaklingar einráðir á öllum flutningum til og frá landinu. Farmgjöld hafa verið að lækka undanfarin ár, ég tel nokkuð víst að þau myndu hækka ef einok- un Eimskipafélagsins kæmist á. Slíkt mundi skila sér fljótt í hærra vöruverði til neytenda og lægra skilaverði til- útflytjenda." Skagfírskir bændur munu standa saman Tali okkar víkur nú aftur að Kaupfélagi Skagfirðinga. í nefndaráliti um hagræðingu í rekstri mjólkuriðnaðarins frá ágúst 1989 er lagt til að Mjólkursamlag Skagfirðinga verði í framtíðinni lagt niður. Mjólk úr Skagafirði yrði þá flutt til vinnslu í Mjólkursamlag Ey- firðinga á Akureyri. „Ég tek þessa tillögu ekki mjög alvarlega. Mjólkursamlag Skagfirðinga er mjög rekstr- arlega öruggt fyrirtæki. Skagfirskir bændur munu standa fast saman um sitt Mjólkur- samlag og þá þjónustu sem þar er haldið uppi. Ég er ekki svartsýnn á framtíð Sam- lagsins á næstu árum. Auðvitað verðum við að vera vel vakandi í þeirri vöruþróun sem á sér stað. Ég hef ekki minni áhyggjur af því að ekki tókst að fylla fullvirðisrétt héraðsins á sein- asta ári, en hann er um 8,3 milljónir lítra. Samlagsstjórn hefur þó hvatt bændur til að auka framleiðsluna. Á seinasta ári var mjólkurframleiðslan minni en neyslan. Það þýðir að nauðsynlegar birgðir minnka. Framleiðsluna þarf að auka, því birgðir eru að sjálfsögðu ekki óþrjótandi. Bændum í Skagafirði er mjög mikilvægt að fylla sinn fullvirðisrétt, einfaldlega til að halda honum þegar fram í sækir. Rekstrarvandi útibúanna alvarlegur Kaupfélag Skagfirðinga heldur uppi mikilli þjónustu við félagsmenn sína í Skagafirði. Utibú eru í Ketilási í Fljótum, í Varmahlíð og Hofsósi. Hallarekstur hefur verið á úti- búunum í Ketilási og Hofsósi undanfarin ár. í Ketilási minnkaði hallinn þó verulega á síðasta ári en mikið tap varð á Hofsósi. „Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með útibúið í Hofsósi. Tapið þar nam um níu milljónum króna sem er allt of mikið. Það verður gripið til alvarlegra aðgerða til að rétta við reksturinn í Hofsósi. Ástæður fyrir tapinu er minnkun á verslun í Hofsósi. Með batnandi samgöngum gerir fólk af svæðinu út að austan innkaup sín í auknum mæli hér á Sauðárkróki.“ Þessi rekstrarvandi útibúanna er ekkert einsdæmi hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Kaupfélag Þingeyinga hefur gripið til þess ráðs að leigja útibú og sumstaðar hafa þau verið lögð niður. „Við höfum farið þá leið að grípa til hag- ræðingar í rekstri þessara útibúa. Hver framtíðin verður er ekki ljóst enn þá. Við erum hins vegar staðráðnir í að tapa ekki stórum fjárhæðum ár eftir ár á þessum stöðum. Takmarkaður tími til tómstundaiðkana Starf kaupfélagsstjóra er tímafrekt og krefj- andi hjá jafn umsvifamiklu fyrirtæki og Kaupfélagi Skagfirðinga. Tími fyrir áhuga- mál og tómstundir er því ekki mikill. - En hvað gerir Þórólfur Gíslason í tóm- stundum sínum? „Ég hef haft frekar lítinn tíma til tóm- stundaiðkana, starfið hefur tekið mikinn tíma. Ég reyni að bregða mér á skíði til að hressa mig við þegar stundir gefast á vet- urna. Á sumrin reyni ég að vera úti og hreyfa mig og ferðast um nágrennið. Ég hef lengi ætlað að fara í golf með félögum mín- um hérna og var staðráðinn í að láta verða af því í vor. Því miður hefur ekki orðið af því enn þá. Eitt áhugamál öðru fremur á ég. nú ekki, mér finnst mjög gott að setjast nið- ur með góða bók þegar stund gefst.“ „Ég er bjartsýnn á framtíð Kaupfélags Skagfírðinga“ Á síðasta ári átti Kaupfélag Skagfirðinga aldarafmæli. Kaupfélagið er rótgróið í sögu héraðsins og hefur gegnt lykilhlutverki í atvinnulífi á Sauðárkróki til Iangs tíma. Sem tákn um samtakamátt og samvinnu bænda hefur félagið staðið af sér mörg veður og ill. Á tímamótum sem aldarafmælum er eðli- legt að litið sé um öxl og einnig til framtíð- ar. Ef við lítum á stöðu fyrirtækisins í dag og reynum að sjá fyrir þróunina á næstu miss- erum held ég að fiskvinnslan sé sú atvinnu- grein sem menn líta hvað björtustum aug- um. Eins og fram hefur komið í þessu spjalli er fiskvinnslan sú átvinnugrein í dag þar sem eru möguleikarnir til aukinnar fram- leiðni eru hvað mestir. Ég er bjartsýnn á framtíð Kaupfélags Skagfirðinga í því umhverfi sem við búum við. Félagsmenn verða að standa fast saman um sitt félag. Þá gegnir það áfram afgerandi hlutverki í atvinnulífi héraðsins og Sauðár- króks. kg Kaupfélags Skagfirðinga" Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.