Dagur - 22.05.1990, Side 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 22. maí 1990
Góohestakeppni
Kappreiðar og úrtaka Funa, Léttis og Þráins fyrir
landsmót verður á Melgerðismelum 2. og 3.
júní.
Keppt veröur í:
A og B flokki gæðinga.
Yngri og eldri fl. unglinga, 150 og 250 m skeiði,
250, 350 og 800 m stökk, 300 m brokk.
Skráning fer fram í Hestasporti og lýkur henni föstu-
daginn 25. maí kl. 19.00.
Funi, Léttir, Þráinn.
r ÚTBOÐ
Vegagerð ríkisins óskar eftir tii-
boðum í eftirtalin verk:
1. Klæðingar á Norðurlandi vestra 1990.
VEGAGERÐIN Magn: Tvöföld klæðing 67.000 fermetrar, einföld klæðing 115.000 fermetrar. Verki skal lokið 1. september 1990. 2. Efnisvinnsla á Norðurlandi vestra 1990. Magn: 22.000 rúmmetrar. Verki skal lokið 15. ágúst 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðal- gjaldkera) frá og með 21. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 28. maí 1990.
Vegamálastjóri. ^
Menntamálaráðuneytið
Laus staða
Við Kennaraháskóla Islands er laus til umsóknar staða
lektors á sviði upplýsingatækni og tölvunotkunar í námi
og kennslu.
Umsækjandi skal hafa lokið viðurkenndu háskólanámi
á sviði tölvunarfærði, upplýsingatækni eða kennslu-
tækni, ásamt háskólaprófi í uppeldis- og kennslufræð-
um, t.d. kennaraprófi.
Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af kennslu og
skólastarfi og hafi starfað að verkefnum tengdum upp-
lýsingatækni og tölvunotkun.
Laun sámkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsækjandi skal láta fylgja umsókn sinni ítarlega
skýrslu um ritsmíðar sínar og rannsóknir, svo og upp-
lýsingar um námsferil sinn og störf. Þau verk, sem
umsækjandi óskar að dómnefnd fjalli um, skulu einniq
fylgja.
Umsóknir skulu hafa borist til menntamálaráðuneytis-
ins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 20. júní n.k.
Menntamálaráðuneytið, 17. maí 1990.
fréftir
Hluti fundarmanna á fundi sem Alþýðuflokkurinn á Akureyri boðaði til sl. laugardag með iðnaðarráðherra. Árni
Gunnarsson, alþingismaður, var annar frummælenda á fundinum. Á innfelldu myndinni er Jón Sigurðsson, iðnað-
arráðherra. Myndir: kl
Jon Sigurðsson, iðnaðarráðherra, um álversmálið:
Olíklegt að ákvörðun um staðar-
val liggi fyrir í lok júní
Ólíklegt er að tekin verði
endanleg ákvörðun um stað-
setningu álvers á Islandi á
fundi fulltrúa Atlantsáls og
íslenskra stjórnvalda í Reykja-
vík 25.-26. júní nk. Á fundi
iðnaðarráðherra með forsvars-
mönnum Alumax í Atlanta í
Bandaríkjunum 10. þessa
mánaðar var ákveðið að á
fundinum í Reykjavík eftir
rúman mánuð yrði val um
staðsetningu álversins þrengt í
tvo til þrjá líklegustu staðina.
Iðnaðarráðherra mun hafa til-
kynnt þetta í ríkisstjórn í lið-
inni viku.
Jón Sigurðsson, iðnaðarráð-
herra, fjallaði ýtarlega um stöðu
álviðræðnanna á fundi sem
Alþýðuflokkurinn á Akureyri
boðaði til á Hótel KEA sl. laug-
ardag. Hann sagði þann orðróm
ekki réttan að búið væri á bak við
tjöldin að ákveða staðsetningu
álversins. Mikil vinna væri eftir,
m.a. hvað varðaði mengunarmál-
in, til þess að hægt væri að taka
ákvörðun um staðsetninguna.
Iðnaðarráðherra lagði áherslu á
að ákvörðun um staðsetningu
álversins hér á landi væri ekki í
valdi eins aðila í Atlantsál-
hópnum. Þetta væri sameiginleg
ákvörðun allra aðila innan Atl-
antsál og íslenskra stjórnvalda.
Jón sagðist geta fullyrt að eng-
in fordæmi væru fyrir jafn ýtar-
legri forvinnu og rannsóknum
vegna stórframkvæmdar hér á
landi. Hann sagði að allir þeir
aðilar sem að málinu kæmu teldu
nauðsyn á mjög nákvæmum upp-
lýsingum um allar hliðar málsins,
ekki síst umhverfisþættinum,
áður en ákvörðun um byggingu
álvers yrði tekin. „Við erum ekki
að tala um taugagasfabrikku,“
sagði iðnaðarráðherra. Hann
kvaðst í heimsókn sinni í höfuð-
stöðvar Alumax hafa sannfærst
um að þar á bæ væri gífurlega
mikið lagt upp úr umhverfis-
þættinum við staðarval fyrir
álver.
Á áðurnefndum viðræðum iðn-
aðarráðherra við forsvarsmenn
Alumax kom fram að þeir leggja
áherslu á áður en ákvörðun um
staðsetningu verði tekin liggi fyr-
ir niðurstöður rannsókna á
útblástursdreifingu og áhrifum
álverksmiðju með hliðsjón af
staðháttum og ríkjandi vindátt.
Fram kom í máli Sigfúsar Jóns-
sonar, bæjarstjóra á Akureyri, að
einnig hafi verið kannað með
staðsetningu álvers á Árskógs-
strönd. Lóð norðan við Árskógs-
sand þyki álitleg. fyrir álver, en
hins vegar sýnist ljóst að þar
beint fram af sé ekki hægt að
byggja höfn. Hafnarmannvirki
yrðu að koma sunnan við
Árskógssand.
Iðnaðarráðherra staðfesti að
Dysnes væri alls ekki eini staður-
inn við vestanverðan Eyjafjörð
sem til greina kæmi fyrir álver.
Um stöðu viðræðna við hina
erlendu aðila sagði iðnaðarráð-
herra að í þeim væri góður andi
og vel miðaði í átt til samkomu-
lags. Á fundi viðræðunefndar
íslenskra stjórnvalda með full-
trúum Atlantsáls í Bandaríkjun-
um í síðustu viku voru skattamál
meðal annars á dagskrá.
Fulltrúar íslenskra stjórnvalda
munu hafa viðrað hugmynd um
35% virkan tekjuskatt en aðilar í
Atlantsál hafa óskað eftir 25%
virkum tekjuskatti. Hugmynd
íslenska ríkisins samsvarar nú-
gildandi tekjuskatti fyrirtækja
með 50% formlegu skatthlutfalli
og frádráttarheimildum og
fríðindum.
Menntamálaráðuneytið
Lausar stöður
Við Raunvísindastofnun Háskólans eru lausar til
umsóknar eftirtaldar rannsóknastöður, sem veittar eru
til 1-3ja ára:
a) Ein staða sérfræðings við eðlisfræðistofu.
b) Ein staða sérfræðings við jarðfræðistofu. Sér-
fræðingnum er einkum ætlað að starfa á sviði til-
raunabergfræði.
c) Ein staða sérfræðings við reiknifræðistofu.
Gert er ráð fyrir að stöðurnar verði veittar frá 1. sept-
ember n.k.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða til-
svarandi háskólanámi og starfað minnst eitt ár við
rannsóknir.
Starfsmennirnir verða ráðnir til rannsóknastarfa, en
kennsla þeirra við Háskóla íslands er háð samkomu-
lagi milli deildarráðs raunvísindadeildar og stjórnar
Raunvísindastofnunar Háskólans, og skal þá m.a.
ákveðið, hvort kennsla skuli teljast hluti starisskyldu
viðkomandi starfsmanns.
Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum um
menntun og vísindaleg störf, auk ítarlegrar lýsingar á
fyrirhuguðum rannsóknum skulu hafa borist menntam-
álaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir
12. júní n.k.
Æskilegt er, að umsókn fylgi umsagnirfrá 1-3 dómbær-
um mönnum á vísindasviði umsækjanda um menntun
hans og vísindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera í
lokuðu umsalgi sem trúnaðarmál og má senda þær
beint til menntamálaráðuneytisins. -f*
Menntamálaráðuneytið, 14. maf 1990.
Svæðisútvarp Norðurlands:
Niðurskurði mætt með
samþjappaðri dagskrá
Útvarpsráð hefur ákveðið að
stytta útsendingartíma svæðis-
útvarpsstöðva síðdegis vegna
óska hlustenda um að fá að
hlýða á Þjóðarsálina á Rás 2.
Útvarpsráð klofnaði í afstöðu
sinni en meirihluti var fyrir
breytingunni sem taka mun
gildi 1. júní næstkomandi.
Oskir íbúa á Norðurlandi og
undirskriftalistar munu hafa
vegið þungt í þessu máli.
forstöðumanns Ríkisútvarpsins á
Akureyri, mun Svæðisútvarp
Norðurlands mæta þessum niður-
skurði með samþjöppun í dag-
skrárgerð. Síðdegisútsendingin
verður helguð fréttum, frétta-
tengdu efni og auglýsingum, en
búast má við að auglýsingatekjur
skerðist nokkuð. Tónlist verður
felld niður.
Erna sagði að ekki væri stefnt
að því að nota sjö mínúturnar í
hádeginu fyrr en næsta vetur og
þá fyrir fréttir af veðri og færð og
tilkynningar. Hún sagðist vonast
til að þjónusta Svæðisútvarpsins
yrði svipuð og verið hefur þrátt
fyrir þessar breytingar. SS
Ferðaskrifstofan Nonni/Saga reisen:
Svæðisútvarp Norðurlands er
öflugasta staðbundna útvarps-
stöð Ríkisútvarpsins og verður
niðurskurðurinn kannski mest
áberandi þar. Síðdegisútsending
styttist um röskan helming og
verður frá kl. 18.35-18.57. Sem
fyrr verður útvarpað á morgnana
frá kl. 8.10-8.30 og einnig fá
svæðisútvarpsstöðvarnar leyfi til
að útvarpa í 7 mínútur fyrir
hádegisfréttir.
Að sögn Ernu Indriðadóttur,
Beint flug í sumar frá
Akureyri til Sviss
í sumar gefst Norðlendingum í
fyrsta skipti tækifæri til að
fljúga beint frá Akureyri til
Zurich í Sviss. Það er Ferða-
skrifstofan Nonni og sviss-
neska ferðaskrifstofan Saga
reisen sem bjóða þessar ferðir.
Flogið verður á mánudögum til
Sviss í júlí og ágúst. Einnig verð-
ur boðið upp á sérstaka helgar-
ferð 5. til 8. júlí.
Verð fyrir þessa ferð er 26.500
krónur. Innifalið er flug og bíll í
viku fyrir fjögurra manna fjöl-
skyldu. óþh