Dagur - 22.05.1990, Qupperneq 11
tónlist
i
Karlakórstónleikar
- Geysir og Karlakór Akureyrar í Skemmunni
Karlakórarnir tveir á Akureyri
hafa átt í miklum erfiðleikum
undanfarin ár. Mannfæð hefur
hrjáð báða kórana svo mjög, að
þeir hafa ekki verið starfhæfir
hvor um sig. Á þessum vetri hef-
ur mikið verið starfað að samein-
ingarmálum þeirra. Þau eru ekki
enn að fullu komin í höfn, en þó
hefur sem betur fer náðst. sá
árangur, að sunnudaginn 20. maí
héldu kórarnir tveir, Karlakórinn
Geysir og Karlakór Akureyrar,
tónleika sem einn kór í íþrótta-
skemmunni á Akureyri.
Söngstjóri var Michael Jón
Clarke, en undirleikari á flygil
var Guðrún A. Kristinsdóttir.
Yfirleitt var söngur kórsins
styrkur og hljómurinn hreinn.
Sérstaklega athyglisvert var vald
hans á ljúfum, hóglátum söng,
sem féll vel að stærð hans og getu
raddanna. Þó kom fyrir, að ekki
var nóg fylling í röddunum -
einkum tenórunum - þegar veikt
var sungið. Þetta var talsvert
áberandi til dæmis í veikum hlut-
um Fangakórsins úr óperunni
Nabucco, en kom einnig fyrir
víðar.
Þegar meira þurfti að taka á,
gætti þess, að kórinn var kominn
að mörkum sínum og jafnvel, að
honum var ætlað meira en hann
réði við. Þessa gætti mest í
Brennið þið vitar, sem náði eng-
an veginn flugi, og einnig nokkuð
í fleiri verkum á efnisskránni.
Söngskrá tónleikanna var fjöl-
breytt og sýndi verulegan og lofs-
verðan metnað. Slíkt er afar
ánægjulegt. Ekki svo að skilja,
að gömlu, góðu karlakórslögin
eigi að leggja fyrir róða að fullu
og öllu, heldur er ætíð þörf
endurnýjunar; þess að brotnar
séu nýjar leiðir og reynt við nýtt
efni. Slíkt er jafnt kórfélögum
sem tónleikagestum nauðsynlegt.
Það heldur andanum vakandi og
áhuganum lifandi.
Einkum voru það þrjú verk á
efnisskránni, sem vöktu verulega
forvitni. Þau voru Þakkargjörð-
arlag, hollenskt þjóðlag við texta
í þýðingu Óskars Ingimarssonar,
Göngulag eftir Matyas Seiber
byggt á ungversku þjóðlagi við
texta eftir Atla Guðlaugsson og
Hermannalag eftir Zoltán
Kodály við texta eftir óþekktan
höfund. í því síðastnefnda var
undirleikur aukinn með trompet-
leik Atla Guðlaugssonar og sner-
iltrommuleik Ingva Rafns Ingva-
sonar.
Því er ekki að neita, að þessi
þrjú verk hefði öll mátt æfa
nokkru lengur. Góðir þættir voru
þó í þeim. Þannig sýndi kórinn
allgott vald á stígandi styrk í
Þakkargjörðarlaginu og Her-
mannalaginu og stóð sig mjög
sæmilega í Göngulaginu.
Kórinn sýndi eftirbreytniverða
dirfsku í því að brjóta upp á þess-
um verkum og þá sérstaklega
Hermannalaginu, sem er talsvert
snúið tónverk. Það er gott að
geta sagt, að hann komst í heild-
ina litið vel frá viðureigninni við
þau.
Á tónleikum karlakóranna
söng Ingibjörg Marteinsdóttir,
söngkona, fimm lög úr söngleikn-
um My Fair Lady og gerði það
snyrtilega. Kórinn söng með
Ingibjörgu í nokkrum laganna og
söngstjórinn, Michael Jón
Clarke, aðstoðaði hana af glæsi-
brag í nokkrum tvísöngslögum.
Þá söng kvintettinn Galgopar
nokkur lög við undirleik Nigels
Lillicraps.
Húsfyllir var í íþróttaskemm-
unni á tónleikum karlakóranna
20. maí og var þeim að verðugu
vel þakkað í lokin. Vonandi
verður framhald á samstarfi kór-
anna. Það væri ekki vansalaust
fyrir Akureyrarbæ, sem til
skamms tíma gat státað af tveim
öflugum karlakórum, ef ekki
reynist unnt að halda uppi ein-
um.
Til þess þarf nokkuð enn. Hinn
sameiginlegi kór Karlakórs
Akureyrar og Karlakórsins Geys-
is sannaði reyndar á tónleikunum
í Skemmunni að hann er umtals-
vert hljóðfæri. Það má þó bæta
verulega. Til þess þarf fleiri
söngmenn. Þeir hljóta að vera til
í þessum bæ.
Haukur Ágústsson.
Jazz í Skemmtinm
- tónleikar Léttsveitar Tónlistarskólans á Akureyri
Síðasta atriðið starfsárslokatón-
leikaröð Tónlistarskólans á Ak-
ureyri á þessu vori voru tónleikar
Léttsveitar skólans í íþrótta-
skemmunni á Akureyri föstudag-
inn 18. maí. Hljómsveitin er
skipuð nemendum skólans, en
auk þeirra leika nokkrir kennarar
skólans í hljómsveitinni og fáein-
ir utanskólamenn. Stjórnandi
hljómsveitarinnar er Robert
Thomas.
Verkefnaskrá hljómsveitarinn-
ar á þessum tónleikum var fjöl-
breytt. Fluttir voru gamlir „jazz-
standardar“, svo sem Don’t Get
Around Much Anymore, Sweet
Georgia Brown og Misty, en í
bland lítt þekktari jazzlög og lög
frá seinni tímum.
Leikur hljómsveitarinnar var
yfirleitt hreinn. Eins var ljóst að
flestir höfðu gott vald á hljóðfær-
um sínum og nokkrir hljóðfæra-
leikararnir sýndu af sér verulega
færni. Þar má nefna slagverks-
leikarann Ingva Rafn Ingvason,
altsaxafónleikarann Óskar Ein-
arsson og Finn Eydal, sem tók að
vanda fallega tóna á baritónsaxa-
fóninn sinn - það er að segja það,
sem heyrðist af leik hans fyrir
hljómsveitinni sjálfri, en hún var
gjarnan of sterk í leik undir sóló-
um. Sér í lagi hefði hún þurft að
vera mun ljúfari í sólóköflum
baritónsaxafónsins.
Annars einkenndist leikur
hljómsveitarinnar því miður mest
af annars vegar firna sterkum
köflum, þar sem leikur hennar
varð gjarnan of agalaus og ein-
ungis hávær, og hins vegar
köflum, sem lágu lítið eitt neðan
við meðalstyrk og náðu of sjald-
an ljúfleika. „Markerað" samspil
var of sjaldgæft og mjúkur og fín-
legur leikur kom varla fyrir.
í stórsveitarjazzi er sveifla eitt
af því, sem mestu skiptir. Því
miður gætti þessa mikilvæga
atriðis of lítið í leik hljómsveitar-
innar á tónleikunum í íþrótta-
skemmunni 18. maí. Þó náðist
góð stemmning í til dæmis Sam-
bita, þar sem Ingvi R. Ingvason
knúði taktinn áfram af ákveðni
og þrótti, og í Hayburner, en í
því lagi lék Óskar Einarsson all-
lipurlega sóló.
„Impróvisasjón“ eða „spuni“
er ríkur þáttur í jazzi. Til að ná
góðum árangri í honum er engan
veginn nóg að hafa náð tækni-
legri færni á hljóðfærið, þó að
það sé vissulega æskilegt og mjög
gagnlegt eigi verulega vel að
gera. Framar öðru er spuni
byggður á lagrænni tilfinningu,
innlifun og því, að hljóðfæra-
leikarinn hafi eitthvað að gefa.
Spuni krefst líka þess, að tónlist-
armaðurinn þori að gefa túlkun-
argleði sinni lausan tauminn.
Loks er mikilvægt, að unnið sé af
agaðri og þroskaðri smekkvísi,
ella verður spuninn litlausar upp-
hrópanir eða oflilaðinn og lítið
annað en innihaldslitlar fingra-
æfingar. Þessi atriði eru í fullu
gildi þó að um skrifaðan spuna sé
að ræða.
Léttsveit Tónlistarskólans er
nauðsynlegur þáttur í tónlistarlífi
Akureyrarbæjar. Án hennar vildi
væntanlega enginn sannur tón-
listarunnandi vera. Þrátt fyrir þá
galla, sem voru á tónleikunum í
Iþróttaskemmunni, er full ástæða
til að þakka fyrir þá.
Haukur Ágústsson.
Karlakór Akureyrar og
Karlakórinn Geysir
Tonleikar
verða haldnir í Hlíðarbæ, fimmtudaginn 24.
maí kl. 16.00 og Víkurröst, Dalvík sama dag kl.
21.00.
Fjölbreytt dagskrá.
Karlakórarnir.
Útvegsmenn!
Til sölu er lítið notuð rækjutroll, 1100 möskva
spútnik, í góðu ástandi.
Fæst á góðu verði.
Einnig höfum við fyrirliggjandi dragnætur.
Nótastöðin Oddi hf.
Símar 24466 og 23922.
íMðjíiímgöf 22P«fejf 5Í09Ö—íTÖÍfMííl -t¥l
Höfum opið
alla daga vikunnar frá kl. 9-23.30.
Alltaf heitt á könnunni.
VeriÖ velkomin
Steinhólaskáli, Eyjafirði.
Ferðafélag
Akureyrar
Ferðakynning
félagsins verður miðvikudaginn 23. maí kl.
20.30 í starfsmannasal Útgerðarfélags
Akureyringa.
Ferðir sumarsins kynntar.
Myndasýning.
Kaffiveitingar. Stjórnin.
Illl Kosningaskrifstofa
Framsóknarflokksins á Húsavík
er að Garðarsbraut 5, Garðari (2. hæð) og er
opin sem hér segir:
Virka daga kl. 20.30-23.00. Laugard. og sunnudaga kl.
15.00-19.00
B-listinn hvetur fólk til þess að líta inn og ræða
bæjarmálin og kosningarnar.
Kaffi á könnunni.
B-listinn minnir stuðningsfólk sitt, sem verðurfjarver-
andi úr bænum á kjördegi, á utankjörfundar-
atkvæðagreiðsluna.
Lítið inn. Leitið upplýsinga.
Síminn er 41225.
Framsóknarflokkurinn.
Kosningaskýrslur
1874-1987
★ Alþingiskosningar frá 1874
★ Sveitarstjórnarkosningar frá 1930
★ Forsetakjör og þjóðaratkvæða-
greiðslur
Tvö bindi-1.160 bls. Verð 4.800 kr. með vsk.
Ómissandi fyrir spámenn og spekúlanta um
kosningaúrslit.
Hagstofan
Skuggasundi 3, 150 Reykjavík
Afgreiðsla bóka í síma 609860.
Sólhúsgögn
Vorum að fá mikið úrval
af sólhúsgögnum
Bekkir, verð frá kr. 3.820,-
Relax-stóiar, verð frá kr. 4.450,-
Borð, verð frá kr. 3.220,-
Tjaldborð, verð frá kr. 1.900,-
Plaststólar, verð kr. 1.165,-
Petta er aðeins smásýnishorn.
Opið laugardaga kl. 9-12.
EYFJÖRÐ
Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275