Dagur - 22.05.1990, Side 16
Kristjana F. Amdal valin
bæjarlistamaður Akureyrar
fimmta árið í grafíkdeild. Kristj-
ana lauk m.a. önnum í myndmót-
un, múrvinnu (fresco, secco o.fl)
og glermyndagerð. Þá stundaði
hún framhaldsnámskeið 1982 við
Monumentalskolan í Stokkhólmi
og sótti ’82-83 námskeið í kopar-
grafík og litógrafíu á Konstnar-
ernas Kollektivverkstad í Stokk-
hólmi.
Kristjana hefur hlotið ýmsa
styrki og ein starfslaun áður á
listamannsferli sínum. Hún fékk
styrk við útskrift úr Lista-
háskólanum 1980, frá Konstars-
namden í Stokkhólmi 1980 og
1984, menningarstyrk Huddinge-
bæjar 1980, aðalstyrk Svenska
Byggnadsarbetareforbundet 1983
og styrk frá Svensk-Norsk Sam-
arbetesfond 1986.
„Ég er ákaflega ánægð vegna
þessarar viðurkenningar, hún er
mér mjög mikils virði. Nú finnst
mér loksins að ég sé komin heim,
eftir langa dvöl erlendis," sagði
Kristjana, eftir að hafa fengið
starfslaunin. EHB
Kristjana Finnbogadóttir
Arndal, myndlistamaður, hef-
ur hlotið starfslaun bæjarlista-
manns Akureyrar 1990. Starfs-
launin, sem eru til sex mánaða,
voru veitt í fyrsta sinn í Lax-
dalshúsi á laugardaginn.
Menningarmálanefnd Akur-
eyrar auglýsti eftir umsóknum
um starfslaun bæjarlistamanns
fyrir nokkru, og sóttu fimm um.
Kristjana F. Arndal er fædd í
Hafnarfirði árið 1939. Hún
stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1959-63,
nam teikningu í London 1969-70,
aftur við Myndlista- og handíða-
skólann 1970-75 í teiknun, málun
og myndmótun, lauk 200 eininga
háskólanámi við Listaháskólann í
Frá afhendingu starfslaunanna í Laxdalshúsi. F.v.: Ingólfur Ármannsson skóla- og menningarfulltrúi, Þórey Stokkhólmi árið 1980, en þar var
Eyþórsdóttir, Kristjana F. Arndal, Rut Hansen og Gunnar Ragnars. Mynd: ehb jjún fjögur ár í málaradeild og
Aðalfundur Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki í gær:
Mikill lmlli en bjart fnumtndan
Aðalfundur Steinullarverk-
smiðjunnar hf. á Sauðárkróki
var haldinn á Sauðárkróki í
gær. Halldór J. Kristjánsson
stjórnarformaður Steinullar-
verksmiðjunnar flutti skýrslu
stjórnar. í ræðu hans kom
fram að stjórn verksmiðjunnar
sæi fram á tryggari rekstrar-
grundvöll fyrirtækisins heldur
en undanfarin ár.
Sem fyrr er fjármagnskostnað-
ur fyrirtækisins mjög hár. Rúm-
lega 101 milljón var netto fjár-
magnskostnaður verksmiðjunnar
á seinasta ári. Áður
en
fjármagnskostnaður er reiknaður
skilar verksmiðjan um 8,3
milljónum í hagnað.
Veruleg framleiðsluaukning
var milli ára eða um 18%. Veltu-
fjármunir jukust einnig verulega,
úr rúmum 86,6 milljónum í um
153 milljónir. í skvrslu Einars
Útboð Vegagerðarinnar vegna 8,8 km vegarkafla í Öxnadal:
Jarðverk sf. í Fnjóskadal lægst
- tilboð þess 70% af kostnaðaráætlun
í gær voru opnuð tilboð í fyll-
ingu og burðarlag á vegarkafla
Norðurlandsvegar frá Bægisá
að Þverá í Öxnadal. Lægsta til-
boðið kom frá Jarðverki sf. í
Fnjóskadal.
Röð tilboðanna var þannig:
Jarðverk sf. Fnjóskadal bauð kr.
44.435.300 (69,9%), Fylling hf.
Vestur-Húnavatnssýslu kr.
44.977.000 (70,7%), Arnarfell
bauð kr. 45.268.581 eða71,2% af
kostnaðaráætlun, Ræktunarsam-
band Flóa og Skeiða Selfossi
45.600.000 (71,7%), Bifreiða-
stjórafélagið Valur, Akureyri,
kr. 48.754.300 (76,7%), Hilmar
Magnússon Vopnafirði kr.
49.385.650 (77,7%), G. Árnason
Akureyri kr. 50.101.000
(78,8%), Grefill hf. Breiðdaísvík
kr. 52.656.280 (82,8%), Halldór
Baldursson Akureyri kr.
53.330.700 (83,9%), Suðurverk
hf. Hvolsvelli kr. 56.238.000
(88,4%), Klæðning hf. Garðabæ
57.920.500 (91,1%), Króksverk
hf. Sauðarkróki 59.257.500
(93,2%), Möl og Sandur hf.
Akureyri 64.863.600 (102%), og
Jóhann Bjarnason Hellu
82.772.700 (130,1%).
Kostnaðaráætlun verkkaupa
var kr. 63.600.000. Útboðið var
auglýst í byrjun maí, lengd
umrædds vegarkafla er 8,8 km,
fyllingar 127 þúsund rúmmetrar
og burðarlag 51 þúsund rúm-
metrar. Verkinu skal að fullu
lokið 15. september. EHB
Einarssonar framkvæmdastjóra
kom fram að vaxandi samstarf
við finnska fyrirtækið Partek AB
tryggði verulega rekstur Steinull-
arverksmiðjunnar hf.
Nokkur breyting varð á hluta-
fjáreign í Steinullarverksmiðj-
unni hf. Samband íslenskra sam-
vinnufélaga seldi eignarhlut sinn
til BYKO og Húsasmiðjunnar hf.
SÍS hefur verið hluthafi í verk-
smiðjunni frá upphafi og þakkaði
framkvæmdastjóri sambands-
mönnum gott samstarf.
í ræðu framkvæmdastjóra kom
fram að framtíð fyrirtækisins væri
bjartari nú en nokkru sinni áður.
Aukning veltufjár frá rekstri
hefði því sem næst þrefaldast
milli ára og sýndi glöggt bættan
rekstur fyrirtækisins.
í lok ræðu sinnar vék fram-
kvæmdastjóri að mengunarmál-
um og þeirri neikvæðu umræðu
sem Steinullarverksmiðjan fékk
að ósekju. kg/SBG
Útilistaverk Jóns Gunnars Árnasonar:
Verkinu fundinn nýr staður
og sett upp á næstu vikum
Á hundrað ára afmæli Kaup-
félags Eyfirðinga, fyrir nokkr-
um árum, var samþykkt í
bæjarstjórn Akureyrar að
reisa útilistaverk í tilefni
afmælisins. Jón Gunnar Arna-
son, myndlistamaður, var
fenginn til verksins. Nú er
verkið fullsmíðað og ákveðið
er hvar á að reisa það.
Fræðsluskrifstofa Norðurlandsumdæmis eystra:
Góð viðbrögð við auglýsingum
Övenju góð viðbrögð hafa
fengist við auglýsingum á laus-
um kennara- og skólastjóra-
stöðum í Norðurlandsumdæmi
eystra. Sex skólastjórastöður
voru auglýstar og hefur þegar
verið mælt með umsækjendum
í fimm þeirra en frá einni ráðn-
ingu verður gengið síðar í
sumar.
Katrín Ragnarsdóttir, á
Fræðsluskrifstofu Norðurlands-
umdæmis eystra sagði að telja
verði viðbrögðin góð miðað við
að hvað fengist hefði af umsókn-
um eftir fyrstu auglýsingu. Þetta
á líka við um almennar kennara-
stöður en svipaður fjöldi þeirra
var laus milli ára eins og verið
hefur að undanförnu.
Skólanefndir á hverjum stað
hafa mælt með umsækjendum í
skólastjórastöður en endanlega
er gengið frá ráðningum með
afgreiðslu menntamálaráðuneytis
sem afgreiðir málið á næstu
dögum. JÓH
Útilistaverk Jóns Gunnars er nú
fullgert og á næstu vikum verður
það sett upp og afhjúpað. Upp-
haflega var ætlunin að setja lista-
verkið upp syðst í Göngugöt-
unni, en frá því var horfið. í
samráði starfsmanna Akureyrar-
bæjar, Kaupfélags og höfundar-
réttar listaverksins, erfingja Jóns
Gunnars, en hann lést fyrir ári
síðan, var nýr staður valinn á
milli Skipagötu og Glerárgötu
norðan Kaupvangsstrætis.
„Þar mun listaverkið njóta sín,
en hvað það heitir veit ég ekki.
Listamaðurinn hafði ekki gefið
því nafn þegar hann féll frá.
Listaverkið er bátslíkan þannig
að þetta er nokkurskonar
sigling,“ sagði Valgarður Bald-
vinsson, bæjarritari Akureyrar-
bæjar. ój
Styrktarlína frá
Akureyrarbæ í
blaði SUS:
Reikninguriim
ekki greiddur
- segir Sigfús Jónsson
Það hcfur vakið mikla athygli
að í blaði frá Samhandi ungra
sjálfstæðismanna sem er gef-
ið út í 17 þúsund eintökum og
dreift til ungra kjósenda er
nafn Akureyrarbæjar að
finna efst á blaði yfir þá aðila
sem aðstoðuðu við útgáfuna.
Samkvæmt þessu er bærinn
að styrkja pólitískan flokk í
kosningabaráttu fyrir kom-
andi sveitarstjórnarkosning-
ar.
Sigfús Jónsson, bæjarstjóri,
sagði í samtali við Dag að þarna
hefði annað hvort verið um mis-
skilning að ræða eða þá að þeir
sem söfnuöu styrktarlínum fyrir
blað SUS hefðu hreinlega villt á
sér heimildir. Akureyrarbær
myndi aldrei styrkja stjórn-
málaflokk í kosningabaráttu
eða blanda sér í útgáfu áróðurs-
rita flokkanna.
„Ég hef gengiö úr skugga um
að þessi rcikningur hefur ekki
verið greiddur og hann veröur
ekki greiddur. Málið er því auð-
leyst,“ sagði Sigfús.
Hann sagði að mikiö væri
hringt til Akureyrarbæjar og
beðiö um styrktarlínur í hin
ýmsu rit. Bærinn hefði stutt
afmælisblöð, jólablöð, sjó-
mannadagsblöð o.s.frv. en
hann myndi aldrci styðja útgáf-
ur frá stjórnmálaflokkum.
„Málið er það að Samband
ungra sjálfstæðismanna fékk
auglýsingasafnara fyrir sig til að
safna auglýsingum í blaðið,
menn sem eru á prósentum.
Þessir rnenn hafa sennilega ekki
sagt rétt frá þegar hringdu til að
fá styrktarlínu frá bænum,“
sagði Sigfús. SS