Dagur - 26.05.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 26. maí 1990 - DAGUR - 5
HESTAR
Umsjón: Kristín Linda Jónsdóttir
„Frá hestalátum til köstunar“
Nú stendur yfir sá tími ársins
þegar eigendur undaneldishryssa
vænta þess að þær kasti og huga
jafnframt að því að leiða þær á ný
undir stóðhest. í flestum tilfellum
gengur fyljun, meðganga og köst-
un hryssanna eðlilega fyrir sig en
stundum koma upp vandamál.
Elva Ágústdóttir dýralæknir varð
við þeirri ósk að svara nokkrum
spurningum um ófrjósemi hryssa,
fylpróf og köstun. Auk þess er í
greininni stuðst við bókina
Hestaheilsa eftir Helga Sigurðs-
son dýralækni.
„Gangmál“
Algengast er að hryssur „gangi“,
séu í hestalátum í upp undir viku,
4-7 daga. Síðan geta liðið 15-20
dagar þangað til hryssan
„gengur" aftur. Meiri líkur eru á
að hryssa festi fang sé henni hald-
ið seinni hluta gangmála, því þá
verður egglosið. Eggið lifir í um
það bil 12 klst. eftir að egglos
verður en sæðisfrumurnar lifa í
rúmar 48 klst. Sé hryssunni hald-
ið of snemma geta sæðisfrumurn-
ar verið dauðar þegar egglosið
verður.
Ef hryssurnar ganga ekki
eða halda ekki
Þeir sem eiga hryssur, sem ekki
hafa haldið síðastliðin 1-2 ár,
hafa verið með fastar hildar eða
legbólgur, ættu að hafa samband
við dýralækni strax að vori og fá
ráðgjöf.
Ef hryssur hafa fengið legbólg-
ur eða verið með fastar hildar
getur dýralæknir sett pensilin í
legið á þeim til að drepa hugsan-
lega sýkingu. Dýralæknirinn
athugar jafnframt ástand eggja-
stokkanna og gefur hryssunum
viðeigandi hormóna. Annars
vegar er hægt að gefa hryssunum
hormóna til að þær fari í læti, þær
byrja þá í hestalátum 2-5 dögum
eftir hormónagjöfina. Hins vegar
er hægt að gefa hryssum, sem
fara í hestalæti en fyljast ekki,
hormón til að orsaka egglos þeg-
ar þær eru í látum. Þessar hryssur
hafa oft svo kallað seinkað egglos
það er að segja, þær fara í læti og
þau ganga yfir án þess að egg
losni.
Fylpróf
Það er mjög mikilvægt fyrir
hryssueigendur að vita hvort
hryssurnar eru fylfullar eða ekki.
Lang besta og öruggasta aðferðin
er svo kallað blóðpróf. Dýra-
læknir tekur þá blóðprufu úr
hryssunni og rannsakað er hvort
fylgjuhormónið PMSG greinist í
blóði hryssunnar. Hormónið
byrjar að myndast á 45. degi frá
fyljun og greinist allt til 120.
dags. Öruggast er að taka blóð-
prufuna 60 til 90 dögum eftir að
hryssunni er lialdið. Þegar liðnir
eru meira en 120 dagar frá því að
hryssunni var haldið er hægt að
rannsaka hvort hormónið östró-
gen er í þvagi hryssunnar.
Dýralæknar geta athugað
hvort hryssur eru fylfullar nteð
því að „fara með hryssunni" eins
og sagt er. Leg og eggjastokkar
eru þá þreifaðir. Þessa aðferð er
auðveit að nota ef hryssan er
langt gengin með, á ef til vill eftir
inn til tvo mánuði í köstun.
Blóðpróf eða þvagprufa hlýtur
samt að vera mun þægilegri
aðferð fyrir alla aðila.
Ef hryssa fyljast
fyrir slysni
Ef hryssur sem ekki eiga að festa
fang leika á eigendur sína og
sleppa til stóðhesta eða ef þær
velja sér ekki nógu glæsilegan
eða ættstóran fola er unnt að
framkalla fósturlát. Dýra-
læknir sprautar hryssuna þá með
hormóni um þremur vikum eftir
fyljun.
Köstun
Hryssur ganga yfirleitt með í um
11 mánuði þó er það einstaklings-
bundið og allt að mánaðar frávik
eru eðlileg. Hryssur er fljótar að
kasta og kasta yfirleitt að nætur-
lagi eða snemma morguns. Fyrsta
einkenni þess að köstun nálgist
eru breytingar á júgri. Þær geta
byrjað nokkrum vikum fyrir
köstun, spenarnir fyllast svo af
mjólk nokkrum dögum fyrir
köstun.
Það þarf að hlúa vel að hryss-
um sem kasta á húsi og þær þurfa
að vcra í góðri stíu. Það er nauð-
synlegt að bera vel undir þær því
að þegar vatnsbelgurinn spryngur
getur orðið hált og erfitt fyrir
hryssuna að fóta sig. Gæta þarf
þess að hryssurnar geti ekki fest
sig undir milligerði eða stalli þeg-
ar þær eru að kasta. Þegar stund-
in nálgast þurfa hryssurnar ró og
frið.
Óeðlileg fæðing
Ef fæðingin er óeðlileg er nauð-
synlegt að kalla til dýralækni fyrr
en seinna. Strax hálftíma eftir að
vatnsbelgurinn spryngur er
ástæða til að huga að því að fá
dýralækni og skilyrðislaust innan
2-4 tíma, ef folaldið er ekki kom-
ið í heiminn. Ef fæðingin dregst á
langinn eftir að vatnsbelgurinn er
farinn drepst folaldið fljótlega úr
súrefnisskorti, þ.e. innan 1-2
klst.
Einnig er nauðsynlegt að kalla
til dýralækni ef hryssan sýnir
síendurtekin einkenni hrossasótt-
ar. Hún er þá ef til vill „með
hríðir“ en eitthvað hindrar fæð-
ingu til dæmis getur snúist upp á
legið á meðgöngunni.
Eftir köstun
Þegar hryssan hefur kastað verð-
ur hún yfirleitt heil innan 3 klst.
Séu hildir ekki komnar eftir 5-6
klst. er hryssan með fastar hildir.
Hryssur veikjast mjög fljótt ef
þær losna ekki við hildirnar. Þær
verða slappar, fá legbólgu og
geta fengið hófsperru. Því er
nauðsynlegt að kalla til dýralækni
til að taka hildirnar.
Ætíð skyldi athuga júgur
hryssurnar. Sé það heitt og hart
og aumt getur hryssan verið með
júgurbólgu. Hins vegar er eðli-
legt að stálmi sé í júgranu. Mun-
inn á stálma og júgurbólgu má
finna með því að þrýsta fingri á
júgrið og ef fingrafar situr eftir á
því er um stálma að ræða.
Hryssur geta orðið „klurnsa"
sem kallað er á síðustu mánuðunt
meðgöngu, þegar þær nyjólka fol-
öldum og þegar vanið er undan
þeim. Klums er efnaskiptasjúk-
dómur. Hesturinn getur ekki
opnað kjaftinn vegna krampa,
svitnar, fær hita og verður allur
stirður og stífur. sjúkdómurinn
dregur hestinn til dauða ef ekkert
er að gert. Orsökin getur verið
álag, vatnsskortur eða ofkæling.
Herdís Einarsdóttir tamninga-
maður og bóndi, Grafarkoti
Vestur-Húnavatnssýslu lagði
land undir fót og sýndi stóðhest-
inn Stjarna 81149001 frá Melum
á hestadögum í Reiðhöllinni 4. til
6. maí.
Stjarni frá Melum er klárhest-
ur, fyrstu verðlauna stóðhestur í
eigu Hrossaræktarsambanda
Vesturlands og Vestur-Húnvetn-
inga. Herdís er þekktur knapi og
eftirsótt tamningakona. Við sett-
umst niður milli atriða í Reið-
höllinni og spjölluðum saman.
„Mikíl fyrirhöfn
en líka mjög gaman“
- Hefur þú sýnt áður í Reiðhöll-
inni?
„Já ég sýndi Neista frá Gröf á
Vatnsnesi á Hestadögum í fyrra.
Það er alhliða gæðingur sem ég
hef keppt á, við tókum þátt í
norðlenskri sýningu.“
- Finnst þér Reiðhöllin þjóna
því hlutverki að vera reiðhöll
allra landsmanna?
„Reiðhöllin þjónar okkur sem
ekki erum á stór-Reykjavíkur-
svæðinu að vissu leyti. Þrátt fyrir
að við höfum ekki tækifæri til að
koma hér oft getum við nýtt hana
til að vekja athygli á okkar
hestum, bæði gæðingum og kyn-
bótahrossum."
- Er ekki mikil fyrirhöfn að
fara með hest suður til að taka
þátt í sýningu eins og Hestadög-
um?
„Jú það er heilmikil fyrirhöfn.
Það er vel tekið á móti þátttak-
endurn utan af landi á þann hátt
að það eru allir mjög almennileg-
ir. Hins vegar ber þetta allt keim
af því að Reiðhölíin hefur enga
peninga. Knapar og hesteigendur
Varast ber að flytja folaldsmerar
langan veg á bíl.
Folöldin eru yfirleitt hress og
spræk þó tilburðir þeirra við að
verða að standa straum af öllum
kostnaði sjálfir. Knapinn þarf að
útvega sér gistingu, kaupa fæði,
hafa bíl til umráða, útvega
flutning, fóður og pláss fyrir
hrossið. Það er að mörgu að
hyggja. Þetta er ekki bara spurn-
ingin um það að ríða nokkra
hringi hér inni í höllinni, en þetta
er ofsalega gaman.“
- Gefur ekki sameiginleg reið-
höll og Hestadagar eins og þessir
með þátttöku knapa víðsvegar
að, hestamönnum gott tækifæri
til að kynnast og vinna saman?
„Jú það er auðvitað mjög já-
kvætt að fá tækifæri til þess. Hins
vegar væri ofsalega gott að eiga
aðra reiðhöll fyrir norðan. Eins
og veðrið var í vetur þá er ekki
komast á spena geti verið bros-
legir. Sé folaldið ekki staðið upp
eftir 6 klst. og komið á spena er
þort a aö koma til hjálpar og leita
aðstoðar dýralæknis.
annað hægt en að óska þess að
hafa eitthvert afdrep til að ríða á
hrossunum,“ sagði Herdís.
Herdís stundar tamningar á
veturna og hefur meira en nóg að
gera.
„Við erum með tuttugu og tvö
hross á járnum núna þar af eru
hestar fjölskyldunnar. Ég tek
yfirleitt átta til tíu hross í tamn-
ingu fyrir aðra,“ sagði Herdís.
- Eigurn við ekki eftir að sjá
þig á vellinum á Landsmótinu í
sumar?
„Ég vona það, ef vel gengur.
Ég stefni að því að komast með
tvö til þrjú hross á Landsmótið,“
sagði þessi dugntikla tamninga-
kona. Við óskum henni að sjálf-
sögðu góðs gengis.
Herdís Einarsdóttir og Neisti urðu í öðru sæti í A-flokki gæðinga á fjórð-
ungsmóti á Melgeröismelum 1987. Herdís hlaut knapaverölaun Félags tamn-
ingamanna á fjóröungsmótinu. Gunnar Arnarson afhendir henni verðlaun-
in.
T amnmgakonan
í Grafarkoti