Dagur - 01.06.1990, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Föstudagur 1. júní 1990
fréttir
Orlofshúsabyggð á Akureyri:
L
Búðargil talið besti kosturinn
Búðargil er augljós valkostur
fyrir orlofshúsahverfí á Akur-
eyri. Þetta kemur fram í
nýútkominni skýrslu Þorleifs
Þórs Jónssonar, ferðamálafull-
trúa. Skýrslan hefur verið lögð
fyrir atvinnumálanefnd og
bæjarstjóra og reiknað er með
að tekið verði á málum af
alvöru.
Forsaga málsins er sú, að
haustið 1987 var Þorleifi falið að
kanna möguleika á að reisa
orlofshúsahverfi við Akureyri.
Ástæða þess að talin var þörf fyr-
ir slíkt hverfi var að talsvert er
um að félagasamtök ýmiss konar
eigi íbúðir í fjölbýlishúsum á
Akureyri. Að þessari hugmynd
hefur verið unnið markvisst síð-
an.
Að sögn Þorleifs, voru bréf
send út í nóvember 1987 til þeirra
félaga og félagasamtaka, sem
áttu íbúðir í bænum, til að kanna
áhuga á frekari kaupum íbúða í
sérstöku orlofsíbúðahverfi eða
„Tillaga um viuasöfnuði og
gagnkvæmar heimsóknir á
vegum kirknanna var sam-
þykkt, en ekki er vitað hvenær
til framkvæmda Jkemur," sagði
séra Hannes Örn Blandon,
sóknarprestur í Eyjafirði, en
hann er nú nýkominn heim af
ráðstefnu í Lesotho í Afríku
þar sem fjallað var um sam-
starf milli kirkna á Norður-
löndum og kirkna í tíu löndum
sem liggja kringum S.-Afríku.
Séra Hannes Örn sat þessa
ráðstefnu fyrir hönd íslensku
kirkjunnar og sagði hann að
þetta samstarf væri mjög nauð-
synlegt. Ástandið í þessum ríkj-
um væri bágborið og í Lesotho
t.d. væri ástandið í áfengismálum
á svipuöum nótum og á Græn-
landi. í sambandi við það skoð-
aði hann framkvæmdir við endur-
hæfingarstöð fyrir alkóhólista í
Lesotho, en Hjálparstofnun kirkj-
unnar hér á landi hefur einmitt
verið að styrkja þær með fjár-
framlögum.
Séra Hannes Örn sagði að
ákveðið hefði verið að vinna að
því skipulega að koma á sam-
vinnu milli norðurs og suðurs
eins og hann kallaði þetta
samstarf. Ekki yrði þar einungis
um vinasöfnuði að ræða því að
hægt væri að hafa unglingasam-
starf og gagnkvæmar tónlistar-
að færa sig í sérstakt hverfi.
Tuttugu og fjórum aðilum voru
send bréf, en tíu svöruðu og allir
jákvætt.
Á sameiginlegum fundi skipu-
lags- og atvinnumálanefndar 11.
apríl 1988 var fjögurra manna
nefnd skipuð í málið.
Að tilhlutan þessarar nefndar
var Hamraborgarsvæðið skoðað
og Halldór Jóhannsson, lands-
lagsarkitekt, fenginn til að gera
úttekt á svæðinu. Hamraborgar-
svæðið þótti ekki henta vegna
margra hluta, sem rök eru færð
fyrir.
Arkitektastofunni við Ráð-
hústorg sf. var síðar falið að
skoða og gera drög að tillögum
að orlofsbyggð við Búðargil.
Á fundi nefndarinnar 12.
janúar 1990 voru tillögur að
orlofsbyggð í Búðargili sýndar og
ræddar ítarlega og komist að
eftirfarandi niðurstöðum.
1. Nefndin telur að orlofshúsa-
byggð í góðum tengslum við
núverandi byggð og þjónustu-
stofnanir bæjarins sé betri kostur
en orlofshúsabyggð þar sem gert
yrði ráð fyrir þjónustukjarna.
2. Nefndin telur að efsti hluti
Búðargils henti vel fyrir orlofs-
húsahverfi samkvæmt ofan-
greindu. Svæðið er í góðum
tengslum við miðbæ ög gamla
bæinn og orlofshúsabyggð getur
fallið vel að þeirri byggð sem fyr-
ir er í neðri hluta Búðargils.
3. Nefndin leggur til að inni á
umræddu svæði sem í staðfestu
deiliskipulagi er skilgreint sem
opið .svæði/útivistarsvæði verði
heimilt að byggja orlofshúsa-
svæði.
Til nánari skýringar á tillög-
um nefndarinnar voru lagðar
Séra Hannes Örn Blandon.
heimsóknir milli landa. Þau lönd
sem á ráðstefnunni voru sam-
þykktu einnig tillögu um að berj-
ast af krafti gegn aðskilnaðar-
stefnu s.-afrískra yfirvalda og
sagði séra Hannes Örn að ekki
hefði það verið síður mikilvæg
samþykkt.
Á ráðstefnunni var ennfremur
kosið í nefnd sem í eiga sæti full-
trúar bæði Norðurlanda og
Afríkulanda. Starfar hún fram að
næstu ráðstefnu, sem er eftir tvö
ár, við skipulagningu á samstarfi
kirknanna. SBG
Eyjafjörður:
Séra Hannes Öm kominn
heim frá AMku
- sótti ráðstefnu um samstarf kirkna á Norð-
urlöndum og landa í sunnanverðri Afríku
Á þessari teikningu Arkitektastofunnar við Ráðhústorg sést fyrirhuguð staðsetning oriofshúsanna í Búðargili, frá
tveimur sjónarhornum. Birt með leyfi Arkitektastofunnar við Ráðhústorg.
fram tvær teikningar unnar af
Arkitektastofunni við Ráðhús-
torg sf., en þar er um að ræða til-
lögu A, er sýnir byggð stakra
húsa og tillögu B. er sýnir sam-
byggðar íbúðir í brekkunni vest-
an gilsins.
í greinargerð Arkitektastof-
unnar við Ráðhústorg sf. kemur
meðal annars fram: „Sá hluti
gilsins, sem nýta mætti undir
orlofshúsabyggð, er um 300 m
langur kafli ofan við núverandi
íbúðabyggð neðst í gilinu. Bygg-
ingamöguleikar fyrir orlofsíbúðir
á þessum stað eru fyrst og fremst
tvenns konar. Annars vegar
mætti hugsa sér að byggja stök
hús á gilbotninum, en hins vegar
sambyggðar íbúðir með einhverj-
um hætti í brekkunni vestan
megin. Hvor leiðin sem farin
yrði, þá myndu þetta verða til-
tölulega dýrar framkvæmdir.
Óvenjulegar aðstæður gera það
einnig að verkum að útfærsla
húsanna yrði að !vera á annan
hátt en algengast er, og sumarhús
af einföldustu gerð koma varla til
greina.“
„Nú er búið að leggja þetta fyr-
ir atvinnumálanefnd og bæjar-
stjóra og við reiknum með að
næsta atvinnumálanefnd taki á
þessu af alvöru. Valkosturinn er
augljós þ.e. Búðargilið. Nú verð-
ur að útbúa sölupakkann sem
reynt yrði að selja og trúlega er
besti kosturinn sá að verktaki
taki þessa framkvæmd að sér,“
sagði Þorleifur Þór Jónsson, ferða-'
málafulltrúi. ' 1 ó]
Skagaströnd:
MeiriMutamyndun í gangi
- framsókn, kratar og framfarasinnar ræðast við
Meirihlutamyndun er í gangi í
sveitarstjórn á Skagaströnd.
Alþýðuflokkur, framsókn og
framfarasinnar eiga í viðræð-
um. Niðurstöðu er þó ekki að
vænta alveg á næstu dögum.
Flokkarnir ræða málefnasamn-
ing og mun sú vinna standa
fram yfir helgi.
Fimm manna sveitarstjórn er á
Skagaströnd. Fari svo að
framsókn, framfarasinnar og
kratar myndi meirihluta lendir
Sjálfstæðisflokkurinn í minni-
hluta með sína tvo fulltrúa. Ann-
að mynstur í sveitarstjórn er ekki
líklegt því að sögn kunnugra er
bjartsýni ríkjandi um að samn-
ingar takist milli þessara flokka.
Þess má geta að Skagstrend-
ingar fylgdust með talningu á
kosninganóttina í sjónvarpi sem
var sent í kapalkerfi staðarins.
Mikil spenna ríkti enda munaði
ekki nema einu atkvæði á öðrum
manni Sjálfstæðisflokksins og
efsta inanni Alþýðubandalagsins,
en hann náði ekki kjöri. kg
Félagsstofnun stúdenta Akureyri:
Starfrækir leigu-
miðliin í næstu viku
Dalbær á Dalvík:
Fékk styrk úr
jólagjafasjóði
Dalbær, dvalarheimili aldr-
aðra á Dalvík, fékk fyrir
skömmu þrjú hundruð þúsund
króna styrk úr Jólagjafasjóöi
Guðmundar Andréssonar,
gullsmiðs.
Halldór Guðmundsson, . for-
stöðumaður Dalbæjar, segir að
styrkur þessi komi dvalarheimil-
inu ákaflega vel. Peningarnir
vérða notaðir til kaupa á sjúkra-
baðkari með lyftu, en heildar-
verð þess er 720 þúsund krónur.
Markmið Jólagjafasjóðsins er
að veita styrki til verkefna sem
stofnað er til í því augnamiði að
bæta umönnun barna og aldr-
aðra, sem dveljast langtímum á
stofnunum hér á landi. Ráð-
stöfunarfé sjóðsins í ár var 800
þúsund krónur.
Dalbær sótti um styrk úr sjóðn-
um er auglýst var eftir umsókn-
um. Stjórn sjóðsins er skipuð
landlækni, biskupsritara og full-
trúa Stórstúku IOOF á íslandi.
EHB
Félagsstofnun stúdenta á
Akureyri mun starfrækja
leigumiðlun í næstu viku. Ef
mið er tekið af fjölda umsækj-
enda um nám í Háskólanum
næsta vetur þykir sýnt að
húsnæði skortir fyrir töluvert
marga stúdenta næsta vetur.
Því er nú gripið til þess ráðs að
auglýsa eftir íbúðum og her-
bergjum fyrir stúdenta næsta
skólaár.
Um er að ræða leigumiðlun er
starfrækt verður í næstu viku.
Óskað er eftir að þeir sem hafi
íbúðir og herbergi á boðstólum
hafi samband við skrifstofu
Háskólans á Akureyri.
Samkvæmt upplýsingum frá
Háskólanum má ætla að vanti á
bilinu 20 og 30 íbúðir og herbergi
til að fullnægja eftirspurn.
Mikil ásókn hefur verið í hús-
næði í Útsteini, stúdentagarði
Félagsstofnunar, og er að mestu
bókað fyrir næsta vetur. óþh
Styttur útsendingartuni
Utvarps Norðurlands
Útvarpsráð samþykkti nýlega að
stytta útsendingartíma svæðis-
útvarps. Þetta var gert í kjölfar
mótmæla frá fólki úti á lands-
byggðinni sem óskaði eftir að fá
að heyra Þjóðarsálina á Rás tvö.
Það vegur þó þungt í þessari
ákvörðun, að koma þarf svæðis-
útvarpi Ríkisútvarpsins þannig
fyrir á Rás tvö, að dagskrárupp-
byggingin sé eðlileg. Að þar rek-
ist ekki hvað á annars horn.
Útsendingartími Útvarps
Norðurlands verður sem hér seg-
ir alla virka daga frá og með 5.
júní. Á morgnana frá klukkan
8:10 til 8:30 og síðdegis milli
klukkan 18:35 og 19:00. Fyrir-
komulag morgunútsendinganna
verður óbreytt, en í útsendingun-
um síðdegis verður lögð áhersla á
fréttir og fréttatengt efni frá
Norðurlandi. Tónlist verður ekki
á dagskrá í síðdegisútsendingun-
um. Þá eru uppi hugmyndir um
að senda út frá Útvarpi Norður-
lands í hádeginu næsta vetur.
(Fréttatilkynning frá Útvarpi Norðurlands)