Dagur - 01.06.1990, Side 7
Föstudagur 1. júní 1990 - DAGUR - 7
Slysavarnafélag fslands:
Fjölmennasta landsþingið
23. landsþing Slysavarnafélags
íslands sem fram fór í Mosfellsbæ
18.-20. þessa mánaðar var eitt
fjölmennasta þingið í sögu félags-
ins því fulltrúar voru alls nær 170
auk ýmissa gesta.
Forseti félagsins, Haraldur
Henrysson, flutti að vanda
skýrslu stjórnarinnar í upphafi
fundar og drap á þau fjölmörgu
mál og verkefni sem eru mark-
mið þess. Ræðu hans verða ekki
gerð ítarleg skil hér en drepið á
helstu atriði hennar og þau
málefni sem hafa verið þar efst á
baugi, og bar vott um margþætt
og gróskumikið starf.
Þar ber fyrst að nefna örygg-
ismál sjómanna og hið mikilvæga
hlutverk, sem Slysavarnaskóli
sjómanna og Sæbjörg gegna í
þeim efnum. Slysavarnadeildir
um land allt hafa lagt mikinn
skerf til þess ntáls, því að þær
hafa eignast marga og fullkomna
björgunarbáta á liðnum árum.
Þyrlumál eru einnig ofarlega á
óskalista slysavarnafólks.
Stjórn og skipulag
leitar og björgunar
Öllu þessu tengist skipulag og
stjórn leitar- og björgunarstarfa á
sjó, sem SVFI hefur barist ötul-
lega fyrir um langt árabil. Nú eru
hins vegar komnar fram tillögur
um skipun þessara mála til fram-
búðar og verður nánar að því vik-
ið hér á eftir.
Forsetinn ræddi einnig um
þróun tilkynningarskyldunnar
þar sem vaxandi sjálfvirkni á
sviði tölvutækni hefur verið tekin
í notkun og vænta má stórstígra
frantfara á næstunni, sem eykur
öryggi sæfara til mikilla muna.
Þá nefndi forsetinn umræður
þær sem fram hafa farið um sam-
einingu þeirra þriggja landssam-
taka sem hafa björgunarmál á
stefnuskrá sinni.
Þótt forsetinn ræddi að sjálf-
sögðu mörg önnur mál er þess
ekki kostur að rekja ræðu hans
nánar hér.
Reglugerð
dómsmálaráðuneytis
Óli Þ. Guðbjartsson dómsmála-
ráðherra tók til máls að ræðu
forsetans lokinni og las upp
reglugerð, sem ráðuneyti hans
hefur sett urn „skipulag og yfir-
stjórn leitar og björgunar á haf-
inu og við strendur íslands." Þar
er svo kveðið á um, að SVFÍ hafi
á hendi stjórn þessara mála við
strendur landsins og á grunnslóð
en Landhelgisgæslan þegar fjær
dregur landi. Yfirstjórn þessara
mála verður í höndum fulltrúa
SVFÍ, Landhelgisgæslunnar og
Pósts og síma.
Miðunarstöð komið upp
í Grímsey
Meðal gesta á fundinum voru
fjórir fulltrúar Kiwanisklúbbsins
Esju í Reykjavík og komu þeir
færandi hendi. Þeim hafði borist
til eyrna, að SVFÍ þyrfti að loka
„gati“ fyrir Norðurlandi og af-
hentu þeir félaginu því fullkontna
VHF miðunarstöð, er verði starf-
rækt í Grímsey og treystir þá
öryggi sjómanna á því hættulega
hafsvæði.
Hér ber einnig að geta þess, að
Sigmar Benediktsson á Sval-
barðsströnd, sem var m.a. for-
maður SVD. Svölunnar í 32 ár,
færði félaginu 100.000 kr. í þyrlu-
sjóð.
Björgunarverðlaun
barna og unglinga
Meðal þess sem Haraldur Henrys-
son lét getið í ræðu sinni var það
nýmæli að stofna björgunarverð-
laun fyrir börn og unglinga. Var
það 10 ára stelpa, Kristjana Sig-
ríður Helgadóttir, Æsufelli 6 í
Reykjavík, sem hlaut fyrstu
verðlaunin af þessu tagi. Hún
bjargaði systur sinni frá drukkn-
unt austur í Landbroti sl. surnar.
Hlaut Kristjana Sigríður verð-
launapening að launum og
skrautritað skjal sem ævifélagi
SVFÍ.
Viðstaddir hylltu telpurnar
þegar verðlaunin höfðu verið
afhent.
Vaxandi unglingastarf
Fundinum var greint frá vaxandi
starfsemi unglingadeilda víða um
land. Helga Jóna Guðmunds-
dóttir fulltrúi unglingadeildar
SVFÍ á Flateyri greindi frá því,
að unglingadeildin á Flateyri
hefði safnað hvorki meira né
minna en 200.000 kr. á nokkrum
ntánuðum. Aðferð unglinganna
var einföld. Þeir gengu fyrir
hvers manns dyr og spurðu ein-
faldrar spurningar: Viljið þið
ekki gefa okkur dósir?
Unglingununt var klappað lof í
lófa fyrir dugnaðinn. Þá var fagn-
að landsmótum unglingadeilda
félagsins og ákveðið að næstu
samfundir yrðu á Vopnafirði í
sumar.
Nýr forseti - Breytt stjórn
Þegar kom að stjórnarkjöri mælt-
ust forseti og varaforseti Harald-
ur Henrysson og Ester Kláus-
dóttir, undan endurkjöri.
Haraldur hefur setið í stjórn
félagsins í 17 ár. Frá 1979-1982
sem varaforseti og síðustu átta
árin sem forseti SVFÍ.
Ester, sem um áratuga skeið
hefur setið í stjórn og verið for-
maður SVD Hraunprýði hin síð-
ari ár var kjörin í varastjórn
félagsins 1979 og frá 1982 í aðal-
stjórn sem varaforseti.
Þingheintur hyllti þau og þakk-
aði þeirra farsælu störf í þágu
samtakanna og tilnefndi þau ein-
róma heiðursfélaga SVFI.
Forseti var kjörinn Örlygur
Hálfdánarson Seltjarnarnesi en
aðrir í aðalstjórn eru Gunnar
Tóinasson, Grindavík, Garðar
Eiríksson, Selfossi, Einar Sigur-
jónsson, Hafnarfirði, Sigurður
H. Guðjónsson, Sandgerði, Lára
Helgadóttir, ísafirði, og Svala
Halldórsdóttir, Akureyri, og í
varastjórn voru kjörin Engelhart
Björnsson, Mosfcllsbæ, Birna
Björnsdóttir, Reykjavík,
Jóhannes Briem, Reykjavík og
Ragnar Björnsson, Mosfellsbæ.
Fulltrúar landshluta eru:
Vesturland: Ingi Hans Jóns-
son, Grundarfirði.
Vestfirðir: Barði Sæmundsson.
Patreksfirði.
Norðurland: Þóranna Hansen,
Dalvík.
Austurland: Hrólfur Hraun-
dal, Neskaupstað.
Suöurland: Ólafur íshólm
Jónsson, Selfossi.
Fulltrúar landshluta, vara-
stjórn:
Vesturland: Guðmundur
Waage, Borgarnesi.
Vestfirðir: Katrín Jónsdóttir,
Isafirði.
Norðurland: Gunnar Sigurðs-
son, Blönduósi.
Austurland: Ólafur Sigurðs-
son, Öræfum.
Suðurland: Oktovía Andersen,
Vestmannaeyjum.
Átta konur hlutu styrki
- til kvennarannsókna
„Á fjárlögum fyrir yfirstand-
andi ár var einnar milljónar og
þrjú hundruð og fímmtíu þús-
und króna fjárveiting færð til
Háskóla íslands til rannsókna í
kvennafræðum. Áhugahópur
um íslenskar kvennarannsókn-
ir, sem starfað hefur undanfar-
in 5 ár, tók að sér að úthluta
þessu fé í uinboði Háskóla ís-
lands.
Átján umsóknir bárust og
hlutu eftirfarandi umsækjendur
launastyrki:
Auður Styrkársdóttir til þess
að rannsaka þá málaflokka sem
konur á Alþingi hafa beitt sér fyr-
ir frá upphafi þingsetu þeirra
1922 og til þessa dags.
Dagný Kristjánsdóttir til rann-
sókna á skáldsögum Ragnheiðar
Jónsdóttur fyrir fullorðna.
Hanna María Pétursdóttir til
þess að rannsaka siði og venjur
sem tengjast fæðingum og dauða.
Jana Kate Schulman til að
ljúka rannsókn á réttarstöðu
íslenskra kvenna á miðöldum.
Kristín Ástgeirsdóttir til þess
að rannsaka hlut kvenna í sjálf-
stæðisbaráttu íslendinga.
Kristín Jónasdóttir til þess að
rannsaka þátttöku íslenskra
kvenna í verkalýðshreyfingunni.
Lilja Gunnarsdóttir til þess að
rannsaka ímynd kvenna í íslensk-
um leikriturn frá aldamótum til
dagsins í dag.
Draupnisútgáfan hefur gefið út
bókina Hjálpaðu sjálfum þér.
Höfundurinn Louise L. Hay er
þekkt víða um heim fyrir ritstörf
sín og starfsemi á sviði jákvæðrar
sjálfsuppbyggingar.
Grundvallaratriðin í lífsspeki
hennar eru ábyrgð hvers einstakl-
ins á eigin lífi, frumkvæði hans og
þar með vald hans til breytinga.
Alverstu einkunnarorðin eru:
„Ég stend mig ekki nógu vel.“
Slíkt sjálfsmat er ekki annað en
hugsun og hugsun má breyta.
Höfundurinn hefur aflað sér
mikillar reynslu og þekkir einnig
Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir til þess að ljúka rannsókn
sinni á hugmyndum íslenskra
kvennahreyfinga í félagslegu og
menningarlegu samhengi."
af eigin raun þann lækningarmátt
sent jákvætt hugarfar og breytt
lífsviðhorf geta liaft í för með
sér.
í starfi því sem hún hefur helg-
að líf sitt og kynnt er í þessari
bók, býður hún upp á þjálfun
sem skref fyrir skref upprætir
orsakir ýmissa meinsemda af
bæði andlegum og líkamlegum
toga, stuðlar að uppbyggingu ein-
staklingsins, svo hann læri að
njóta eigin verðleika og nýta sér
þá hamingju sem lífið býður upp
á.
Áhugahópur um
íslenskar kvcnnarannsóknir.
Ný bók:
„Hjálpaðu sjálfum þér“
Rafvirkjar!
Rafvirkjafélag Norðurlands óskar eftir að ráða
rafvirkja til starfa á skrifstofu félagsins.
Um er að ræða 25% starf.
Umsóknir sendist til Rafvirkjafélags Norðurlands,
pósthólf 622, 602 Akureyri fyrir 15. júní.
Jk Tilkynning
kénr^v um kjör rektors
SlaÍS' Kennaraháskóla íslands
Kjör rektors við Kennaraháskóla íslands fer fram
miðvikudaginn 16. janúar 1991 í samræmi við 3. gr.
laga nr. 29/1988. Þeir sem gefa kost á sér í embætt-
ið skulu tilkynna það skólaráði Kennaraháskólans
fyrir 30. júní næstkomandi. Tilkynningunni skulu
fylgja ítarlegar upplýsingar um ritsmíðar og rann-
sóknir, svo og upplýsingar um námsferil og störf.
Rektor er kjörinn til fjögurra ára í senn. Kjörgengur
er hver sá er uppfyllir hæfniskilyrði um stöðu pró-
fessors skv. 32. gr. laga um Kennaraháskóla
íslands. Dómnefndir verða skipaðar á sama hátt og
þegar um umsóknir prófessorsembætta er að ræða.
Skólaráð Kennaraháskólans gefur út tilkynningu eigi
síðar en 10. desember 1990 um hverjir eru í kjöri til
rektorsembættisins. Kjörstjórn skólans annast undir-
búning og framkvæmd kjörsins.
Nánari upplýsingar veitir rektor Kennaraháskóla
íslands.
Rektor.
Kjörbúð KEA 1
Byggðavegi 98
Vöruftymrmgcar
föstudog frá kí. 15-19
Hvers dags ís frá emmess
kynninarverð 225 kr. 1 fítri, 362 kr. 2 fítrar.
Gerið ykkur tíagamun, fáið ykkur Hvers áags ís.
Eí SomBrero pizzur.
Kynningarverð. PUtur stórar 340 kr.
Lasagna 287 kr. Qriííbakkar 155 kr.
Grtíhtm útiföstudag
frá kC. 15-18.30
Komið og bragðið á grittmatnum okftar.
Þýskar qrittpyísur 793 kr.
Spamaðarpyísur 699 kr.
Ófrosið CamBa- og svínakjöt.
Kiydcttegið CamBakjöt.
Krydcttegið svínakjöt.
'JJL
-eKKj
JP
M H'.
þjónusta
■■■■■
VISA
E
Opið alla daga til Kl. 20.00,
ITka sunnudaga
KJÖRBÚÐ KEA
BYGGOAVEGI 98