Dagur - 01.06.1990, Side 14

Dagur - 01.06.1990, Side 14
14 - DAGUR - Föstudagur 1. Júní 1990 Minning: tBjörgvin Viðar Finnsson Fæddur 5. nóvember 1967 - Dáinn 26. maí 1990 Það var á laugardagsmorgun fallegum sólskinsdegi að okkur var færð sú harmafregn að Björgvin (Bjöggi eins og hann var kallaður á okkar heimili) væri dáinn. Þegar slíkar fregnir berast manni til eyina vaknar óneitan- lega sú spurning innst í hugsun manns hver sé tilgangurinn að taka burt jafn dugmikinn og góð- an dreng sem er í blóma Iífsins. Og fyrir hugskotssjónum rifjast upp margar og ljúfar minningar. Pað var fyrir um það bil fjórum árum að leiðir okkar lágu saman. Fyrst var það í vinnu hjá ístess og síðan á Vistheimilinu Sólborg, en þar var hann starfsmaður nú þegar kallið kom. Einnig áttum við margar góðar stundir í hesthúsi okkar hjóna, því hestamennskan var áhugamál Bjögga. Ef okkur vantaði aðstoð við erfið verk kom nafn hans oft- ast fram á varir okkar, því alltaf hafði hann nægan tíma til að hjálpa og lýsir það vel hvern mann hann hafði að geyma. Daginn áður en kallið kom fór- um við í gönguferð með íbúum Litluhlíðar. Pegar við fengum okkur sæti í klettunum ofan við Sólborg fór hann að tala um heimilið sitt í Kringlumýrinni og ræddi um uppvaxtarár sín og heimili sitt af mikilli hlýju. Einnig þá horfði hann fram á við og sagði frá áformum sínum - hvað hann ætti af hestum og hvað hann ætlaði að gera við þá þegar hann færi erlendis á komandi hausti. En nú eru öll áform breytt, og það er erfitt að hugsa sér að Björgvin sé horfinn. En við erum þakklát fyrir þau kynni sem við áttum við Bjögga. Minningin um þennan góða dreng mun lifa um ókomin ár. Við sendum foreldrum og syst- kinum hans okkar dýpstu samúð- arkveðjur og óskum þeim bless- unar Guðs. Áslaug, Gunnar og fjölskylda Arnarsíðu 12A „Nöpur ertu norðurströnd, nú hefur dauðans kalda hönd einn úr hlýjum hópi bræðra hrifið brott til lífsins æðra. “ Þetta kvæðisbrot Matthíasar Jochumssonar kom upp í huga minn þegar ég frétti sviplegt frá- fall Björgvins Viðars Finnssonar. Fátt vekur meiri hryggð en þá er ungt fólk er kallað sviplega á brott frá ástvinum og samferða- fólki. Ungur maður, hvers manns hugljúfi, lýtur þessum örlögum, pilturinn sem var svo lífsglaður, svo hjálpsamur og hlýr. Öllum rétti hann hjálparhönd, mönnum og málleysingjum. Björgvin Viðar var sonur hjón- anna Guðrúnar Stefánsdóttur og Finns Viðars Magnússonar, glerslípunarmeistara. Björgvin var alla tíð í foreldrahúsum, lærði iðn föður síns en starfaði lítt að henni. Þó var hann alltaf reiðubúinn að hjálpa föður sín- um í háönnum. Hugur Björgvins hneigðist til að umgangast marga. Hann var svo félagslynd- ur. Þess vegna kom það engum á óvart sem til þekkti að Björgvin réðst sem starfsmaður að Sól- borg. Þar fengu hæfileikar hans að njóta sín. Allt frá unga aldri laðaðist Björgvin mjög að dýrum. Á fermingaraldri réðst hann sem vinnumaður í sveit og fékk folald í verkalaun. Ætíð síðan átti hann hesta og nánast lifði fyrir þá. Hann var vakinn og sofinn í hestastússi sínu og fyrir löngu var hann orðinn alvöru hestamaður. Sumarið 1989 vann hann á hol- lenskum búgarði og sá um íslenska hesta. Þar eignaðist Björgvin marga vini og var búinn að skipuleggja ferð þeirra til fslands á Landsmót hestamanna á Vindheimamelum í sumar. Hann hlakkaði mjög lil þeirra endur- funda. Nú ert þú horfinn, Björgvin minn, yfir móðuna miklu, en sannfærður er ég um það að þar hefur þú mætt vinum og ekki kæmi það mér á óvart að þar farir þú að leita þér vettvangs við umönnun og þjónustu við aðra. Líf þitt var stutt en hróður þinn lifir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Björgvin minn, við viljum þakka þér samfylgdina, gæsku þína og hlýju. Guð gefi foreldr- um þínum, systkinum, öfum, ömmum og vinum, styrk í sorg Þe‘rra' Magnús Aðalbjörnsson og fjölskylda. Það var sólbjartur og fagur vor- morgunn er mér barst sú harma- fregn að hann Björgvin væri far- inn héðan úr þessu jarðlífi. Það var svo erfitt að trúa því að hann, sem var alltaf svo glaður og fullur af lífsorku myndi ekki koma oft- ar eða hringja og spyrja eftir vini sínum, svo þeir gætu lagt á hest- ana sína eða farið eitthvað annað saman. Engan hefði getað grun- að að það yrði síðasta ferðin er þeir sonur minn fóru á föstudegi þegar þeir þeystu á fákum út mót sumrinu. „Góður vinur er gulli betri.“ Nú er hann horfinn, en við trúum því að þegar ungmenni í blóma lífsins eru kölluð burt hlýtur það að vera vegna þess að þeim er ætlað eitthvert annað starf á Guðs vegum. Og við trúum því einnig að seinna munum við fá að sjást aftur er við skiljum við þennan heim. Við biðjum Guð að blessa ljúf- an dreng, sem öllum vildi gott gera, af einstakri hjálpsemi sinni. Svanhildur S. Leósdóttir. Það var harmafregn er við frétt- um að Björgvin eða Bjöggi eins og við kölluðum hann væri fallinn í valinn, jafn skyndilega og á jafn sviplegan hátt. Pá vöknuðu spurningar, hver er tilgangurinn með því að taka frá okkur ungan og efnilegan dreng í blóma lífsins, fullan af orku og krafti. Björgvin hóf störf á Sólborg í mars síðastliðnum og þó að kynni okkar af Bjögga hafi ekki verið löng þá komumst við fljótt að því hvern mann hann hafði að geyma. Bjöggi náði fljótt miklum tengslum við íbúa Litluhlíðar og tóku krakkarnir honum vel strax frá byrjun. Og eins var það með starfsfólkið. Með prúðmannlegri framkomu og léttu skapi heillaði hann alla sem unnu með honum. Greinilegt var að hesta- mennskan skipaði stóran sess í lífi hans og þegar kallið kom var hann að undirbúa ferð á lands- mót í sumar og einnig talaði hann mikið um áform sín um að fara utan og vinna við tamningar síðar í sumar. Ófáar ferðirnar var hann búinn að fara með krakkana á Litluhlíð í hesthúsin og leyfa þeim að skreppa á hestbak og vasast við hirðingu. Oft undruðumst við starfsfélagar hans hvernig hann hafði tíma til að sinna sínum hugðarefnum því ekki leið sá dagur að Bjöggi væri ekki ein- hvers staðar að rétta einhverjum hjálparhönd og lýsir það vel við- horfum hans til náungans. Það er erfitt að hugsa til þess að Bjöggi sé allur en eitt er víst að ef æðra og fegurra tilverustig er til þá fer hann Björgvin þang- að og við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Við sendum aðstandendum dýpstu samúðarkveðjur og ósk- um þeim guðsblessunar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. V. Briem. Starfsfélagar og íbúar Litluhlíðar, Sólborg. Ý Minning: Hákon Marteinn Leifsson Fæddur 18. janúar 1989 - Dáinn 26. maí 1990 Við mennirnir erum vanafastir og viljum hafa dag hvern líkan því sem hann var áður. En við vitum að allt er breytingum háð, og tök- um slíku með jafnaðargeði. En okkur setur hljóð þegar lít- ill fjörkálfur eins og hálfsárs er ekki lengur ljóslifandi á meðal okkar. Horfinn úr sínu umhverfi og skilur eftir sig óljósa minning- armynd frá örstuttu æviskeiði. Hákon litli var athafnasamur drengur, fjörugur og þurfti að kanna umhverfi sitt og athafna- svæði. Hann var ákveðinn og lét ekki smá hindranir hefta för sína. Og umhverfið tók stundum hart á honum og oft gekk hann vonsvik- inn frá leik sínum með kúlu eða skrámu. Þannig kynnast víst ungir menn heiminum, og læra að til- veran getur verið á pörtum dálít- ið hvöss. En víst er að engan grunaði að lítill strákhnokki yrði að lúta í lægra haldi fyrir þeim hættum sem á leiksvæðinu leynast. En sú varð raunin, og þessi litli vinur minn mun ekki framar skeyta skapi sínu á litlum sandbing eða moldarhrúgu. Hann hefur verið burtu kvaddur af þessu tíma- bundna leiksvæði okkar mann- anna, jörðinni, og skilur eftir sig fáein spor í slóð minninganna. Guð blessi foreldra hans, syst- kini og ástvini alla, og styrki þau í þungri sorg. Gurrý, Árni og börn. Þegar sólin kemur upp að morgni björt og fögur, vitum við að hún á eftir að ganga til viðar að kvöldi. Allt frá því að Hákon litli leit hér dagsins ljós, var hann sannkallaður gleðigjafi og sólar- geisli öllum þeim sem fengu að umgangast hann. Minningarnar um hann eru sérstaklega bjartar, og það er mikið þakkarefni að eiga þær. Hitt er ekki síður dýrmætt að eiga litla drenginn áfram, og vita hann í öruggum höndum. Ávallt er hægt að hugsa til hans, biðja honum blessunar Guðs og óska honum alls hins besta. Það er skammt á milli heimanna og ómetanlegt að vita litla ljúfling- inn nærri sér. Elsku Dísa, Leifur, Hildur, Ólöf, Sæmundur litli og ástvinir, Guð gefi ykkur styrk til að bera þessa þungu sorg, og Guð blessi líka litla drenginn ykkar og láti engla sína leiða hann og leika við hann. Samúðarkveðjur. Hera K. Óðinsdóttir. Guðrún M. Sigurðardóttir. Þegar sorgin kemur svo skyndi- lega og fyrirvaralaust, verður allt dimmra og kaldara. Hugurinn fyllist spurningum, sem við kunn- um engin svör við. Öll kveðjum við að leiðarlokum, sumir hafa stutta dvöl hér á jörð, aðrir langa, en allir skilja eftir sig minningar. Þegar lítil börn kveðja okkur eru minningarnar um þau Ijósgeislar, sem ylja þeg- ar við rifjum þær upp. Hákon litli skildi eftir sig marga slíka geisla þótt dvöl hans væri stutt meðal okkar. Hann Iauk lífsgöngu sinni án þess að heimurinn setti neina bletti á barnssálina hans. Elsku Dísa, Leifur, Hildur, Ólöf, Sæmundur og aðrir aðstandend- ur. Eg vona að Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar afhimni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt! Pað er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum. Hólpin sál með Ijóssins öndum. (Björn Halldórsson) Innilegar ykkar allra. samúðarkveðjur til Ásta Þorláksdóttir. Frá aðalfundi Sambands skagfirskra kvenna: „Allt verði gert til að laða að ungar konur“ sagði Pálína Skarphéðinsdóttir formaður S.S.K. í ræðu sinni Aðalfundur Sambands skagfirskra kvenna var haldinn í Héðins- minni 5. maí síðastliðinn. Pálína Skarphéðinsdóttir Gili, formaður S.S.K setti fundinn. Kom fram í máli hennar að eitt af fyrstu verkefnum stjórnarinnar eftir síðasta aðalfund hafi verið að afhenda peninga sem söfnuð- ust á vinnuvöku 1989. Var þeim skipt jafnt á milli sambýlisins á Sauðárkróki og skóladagheimilis- ins á Egilsá, 70.000 til hvors. Þá veitti S.S.K bókaverðlaun til þeirra þriggja nemenda í 9. bekk grunnskólans á Hofsósi, í Varmahlíð og á Sauðárkróki, sem þóttu skara framúr í handa- vinnu og eða í heimilisfræðum. Skemmtun fyrir aldraða var hald- in í félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi í júní síðastliðnum og tókst hún í alla staði mjög vel. Fjögur kvenfélög áttu stór- afmæli á árinu. Kvenfélag Rrpur- hrepps, sem jafnframt er elsta kvenfélag í heimi, varð 120 ára. Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps varð 50 ára og einnig kvenfélagið í Fljótunum og Kvenfélag Akra- hrepps varð 70 ára. Haustvaka kvenfélaganna var að þessu sinni haldin í félags- heimili Rípurhrepps. Gestur fundarins var Herdís Sveinsdóttir lektor við Háskóla íslands og flutti hún erindi um breytinga- skeið konunnar. Vinnuvaka var haldin eins og venjulega og söfnuðust að þessu sinni 150 þús- und krónur sem voru á fundinum afhent Glaumbæjarsafninu. f lok ræðu sinnar sagði Pálína Skarphéðinsdóttir þetta: „Ég tel að kvenfélögin í landinu standi og falli með því að hafa hverju sinni öflugar stjórnir sem eru til- búnar að leggja á sig aukna vinnu og allt verði gert til að laða að ungar konur. Ég fullyrði að margt væri öðruvísi ef ekki væru til kvenfélög, sérstaklega í sveit- um landsins. Hugsið ykkur kjark- inn, dugnaðinn í þeim 19 konum sem stofnuðu kvenfélag Rípur- hrepps fyrir 121 ári, þegar ekki þekktist annað en konur væru heima yfir eldamennsku og barn- eignum en ekki á fundaflandri. Við skulum minnast þessara kvenna og ekki gleyma þeim.“ kg

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.