Dagur - 08.06.1990, Page 4

Dagur - 08.06.1990, Page 4
4 - DAGUR - Föstudagur 8. júní 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLYSINGASTJÓRI: FRfMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Óvirkt lýðræði Kjörsókn í nýafstöðnum bæjar- og sveitarstjórna- kosningum var víða dræm og sums staðar hreint út sagt léleg. Þessi þróun er mikið áhyggjuefni en hún er alls ekki séríslenskt fyrirbrigði. Flestar ef ekki all- ar lýðræðisþjóðir á Vesturlöndum búa við þetta sama „vandamál", ef svo má að orði komast. Þar sem lýðræðið stendur föstum fótum og hefur gert um langt skeið, virðist stór hluti íbúanna hafa gleymt því hve dýrmæt eign lýðræðið er. Hér á landi hefur það t.d. þótt nokkuð gott hin síðari ár ef kjör- sókn hefur náð 85 af hundraði. Með öðrum orðum hefur það ekki þótt neitt tiltökumál þótt 15 kjósend- ur af hverjum hundrað hafi ekki séð ástæðu til að neyta réttar síns og sýna þannig virðingu sína gagnvart lýðræðinu í verki. Að kjósa ekki er að sjálfsögðu hluti þeirra lýð- ræðislegu réttinda, sem við því miður virðumst telja allt of sjálfsögð. En slík afstaða getur ekki talist sér- lega ábyrg. Virkt lýðræði byggist á því að að taka afstöðu og sýna vilja sinn í verki. Stjórnmálamenn þurfa mikið aðhald frá almenningi, kjósendum sínum. Slíkt aðhald þarf almenningur helst að veita allan ársins hring; í það minnsta verður hann að segja álit sitt þegar hann fær til þess tækifæri. Ef fram fer sem horfir og kjörsókn minnkar jafnt og þétt á komandi árum, verður lýðræðið smám saman óvirkt. Þá erum við komin í ógöngur. Því hefur verið haldið fram að léleg kosninga- þátttaka víða um land í nýafstöðnum bæjar- og sveitarstjórnakosningum helgist af því hve kosningabaráttan var „bragðdauf" á viðkomandi stöðum og sumir nefna einnig málefnafátækt fram- bjóðenda. í skýringum sem þessum er mikill mis- skilningur fólginn. Staðreyndin er sú að tölur um kjörsókn segja ósköp lítið um fjölda óánægðra kjós- enda. Þær segja okkur fyrst og fremst að svo og svo stór hluti kjósenda hafi ekki séð ástæðu til að mæta á kjörstað, einhverra hluta vegna. Tölur um kjör- sókn segja sem sagt ekkert um það hversu margir áttu ekki heimangengt á kjördag, hversu margir hreinlega nenntu ekki að kjósa og loks hversu margir vildu ekki kjósa vegna óánægju með allt og alla. Þeir síðastnefndu hefðu átt að mæta fyrstir manna á kjörstað og skila auðu. Þannig hefðu þeir látið óánægju sína í ljós með ótvíræðum hætti. í kosningunum 26. maí sl. var kjörsókn einna lök- ust á Akureyri. Þar sátu þrír af hverjum tíu heima á kjördag með þeim afleiðingum að þeir sem ekki kusu skipa stærsta flokkinn á Akureyri á þessu kjörtímabili! Segja má að sá „flokkur" hafi hlotið 3.020 atkvæði, sem er heldur meira en Framsókn- arflokkur og Alþýðubandalag hlutu til samans og örlítið minna en fráfarandi bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hlaut í kosning- unum. Þessi niðurstaða er umhugsunarefni fyrir alla, ekki síður hinn almenna bæjarbúa en fram- bjóðendur og forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna á Akureyri. BB. 1 hvað er að gerast Bleiki fíllinn á Akureyri: Ný dönsk og Viking Band frá l æreyjum skemmta um helgina Það cr óhætt að segja að mikið verði um dýrðir á skemmti- staðnum Bleika fílnum á Akureyri um helgina. Tvær vel þekktar hljómsveitir stíga á stokk og skemmta gestum. Um er að ræða færeysku stuðpilt- ana í Viking Band og íslensku hljómsveitina Nýja danska. Ný dönsk spilaði fyrir dansi á Bleika fílnum í gærkvöld og verður þar aftur í kvöld og annað kvöld, laugardagskvöld, ásamt Viking Band. Á sunnudagskvöld, að kvöldi sjómannadagsins, sér Árleg firmakeppni Hestamanna- félagsins Léttis á Akureyri fer fram á hringvellinum í hesthúsa- hverfinu í Breiðholti, laugardag- inn 9. júní kl. 14.00. 130 hestar eru skráðir til keppni og undirtektir fyrirtækja á Akureyri eru mjög góðar, en keppni þessi er ein aðal fjáröfl- unarleið félagsins. Keppt verður í unglinga-, kvenna- og karlaflokki og þar má líta alla bestu gæðinga bæjarins. Kaffihlaðborð verður í Skeif- unni, félagsheimili hestamanna á Akureyri, meðan á keppni stendur. hið færeyska Viking Band um fjörið. Líklega kannast flestir við Nýja danska. Hún hefur fyrir löngu náð heimsfrægð á íslandi með mörgum vel þekktum lög- um. Trúlega þekkja færri fær- eysku hljómsveitina Viking Band. Hún hefur þó oft troðið upp hér á landi, m.a. á Melgerð- ismelum árið 1988, en þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin skemmtir á Akureyri. Sérgrein strákanna í Viking Band er íslenskir dægurslagar- Á morgun, laugardaginn 9. júní kl. 14, stendur Kvenfélagið Hjálpin í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði fyrir kaffihlaðborði, kökubasar og hlutaveltu í Sól- garði. ar. Þeir hafa leitað í smiðju íslenskra dægurlagahöfunda og flytja hérlenda dægurtónlist á sinn sérstæða færeyska máta. Krabbameinsfélag íslands: Heilsuhlaup á morgun Heilsuhlaup Krabbameinsfélags- ins 1990, undir kjörorðinu „Betri heilsa“, hefst samtímis á morgun kl. 12 á Akureyri og í Reykjavík. Hlaupnir verða 5 km og hlaupið á Akureyri hefst í göngugötu og endar þar. Hægt er að skrá sig í hlaupið í dag á skrifstofu KAON til kl. 17 og á morgun í göngu- götu frá kl. 10.30-11.30. Heil- brigðisráðherra ræsir hlaupið í gegnum Rás 2. Óhætt er að fullyrða að búast megi við fjölda góðra muna og eru allir Eyfirðingar hvattir til að mæta og styðja við bakið á Hjálp- inni. Firmakeppni Léttis: Allir bestu hestar Akureyringa í keppni Kvenfélagið Hjálpin í Saurbæjarhreppi: Mikið um að vera í Sólgarði á morgun Condition of mountain tracks Tracks in the shadod areas are dosetf - for all traffic until further notico Veflir á skyggðum svœðum eru loka&ir allri umforO þar tll annaO verOur auglýst Map no. 4 ‘ • Published 7th ofJune 1990 Ntxt map wtU be pubhstted I4lh otJune Vegagerð rfkisins mntnjtt-nm Pubfic Roads Administration Náttúruverndarráð Nature Conservation Council Ástand íjallvega Kortið hér að ofan er gefið út í sanivinnu Vegagerðar ríkisins og Náttúruverndarráðs. Það sýnir ástand hinna ýmsu fjallvega landsins þann 7. júní sl. Vegir á skyggðum svæðum eru lokaðir allri umferð þar til annað verður auglýst. Nýtt kort verður gefið út 14. júní nk.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.