Dagur - 08.06.1990, Qupperneq 5
Föstudagur 8. júní 1990 - DAGUR - 5
Nýr meirihluti í bæjarstjórn Blönduóss:
Hafnarmálin réðu úrslitum
- litlar breytingar á málefnasamningi
Að sögn Péturs A. Pétursson-
ar, væntanlegs forseta bæjar-
stjórnar Blönduóss, eru ekki
miklar breytingar á málefna-
samningi þeim sem H-listi og
D-listi komu sér saman um
nýlega fyrir næsta kjörtímabil
og frá málefnasamningi síðasta
meirihluta H- og K-lista. Svip-
uð mál eru sett á oddinn en að
öðru Ieyti vildi Pétur ekki tjá
sig um samninginn fyrr en að
loknum fyrsta fundi nýrrar
bæjarstjórnar Blönduóss nk.
þriðjudag, þar sem hann verð-
ur kynntur formlega.
Það voru hafnarmálin sem
urðu þess valdandi að meirihluti
síðasta kjörtímabils náði ekki
saman á ný. H-listi vill áfram-
haidandi uppbyggingu hafnarinn-
ar á Blönduósi, m.a. með bygg-
ingu grjótvarnargarðs í huga, en
K- listamenn eru með aðrar og
breyttar áherslur og benda m.a. á
samstarf við Skagstrendinga
varðandi hafnarmál. En fulltrúar
Sjálfstæðisflokks voru sammála
hugmyndum H-listans og það réð
úrslitum um myndun nýs meiri-
hluta á Blönduósi. -bjb
Skagaijörður:
Laugardagskvöldið 9. júní
Hin frábæra hljómsveit
Ingimars Eydal
leikur fyrir dansi.
Borðapantanir í síma 22200.
★
Úrtöku á hcstum fyrir Lands-
mót hestamanna er nú lokið í
Skagafirði. Sl. laugardag var
sýning frammi á Vindheima-
melum á kynbótahrossum og
var þar fjöldi manna og hrossa
í dásamlegu veðri. Þar voru
sýnd öll þau kynbótahross
skagiirsk sem náðu lágmarks-
einkunn inn í ættbók. Af þeim
fara síðan þau allra hæstu á
landsmót.
Af stóðhestum fjögurra vetra
fara á landsmót:
Aðaleinkunn
Sokki frá Sólhei' lum 8.08
Kveikur frá Miösitju 7.97
Aðall frá Aðaibóli 7.92
Enginn fimm vetra stóðhestur
náði lágmarkseinkunn inn á
landsmót, en af sex vetra og eldri
fara þessir:
Aðaleinkunn
Tvistur frá Kríthóli 8.20
Dökkvi frá Fagranesi 8.02
Smári frá Borgarhóli 8.01
Margar fallegar hryssur voru
sýndar og af fjögurra vetra fara á
landsmót:
Aðaleinkunn
Eining frá Hólum 7.92
Melrós frá Miðsitju 7.86
Póra frá Hólum 7.84
Eva frá Miðsitju 7.81
Af hryssum fimm vetra göml-
um náði aðeins ein lágmarkseink-
unn til að komast á landsmót og
var það jafnframt eitt glæsilegasta1
hrossið á sýningunni. Það var
Þrenna frá Hólum með 8.26 í
aðaleinkunn og er hún fyrstu-
verðlaunahryssa.
Óhemjufjöldi var af hryssum
sex vetra og eldri og fara af þeim
sjö skagfirskar á landsmót:
Aðaleinkunn
Kóróna frá Sigríðarstöðum 8.22
Tinna frá Kjartansstöðum 8.10
Gæfa frá Gröf 8.05
Hreyfing frá Húsey 8.02
Roðadís frá Y.-Skörðugili 8.01
Drottning frá Asi 1 8.00
Tinna frá Varmalæk 8.00
Ein afkvæmahryssa úr Skaga-
firði kemst á landsmót og er það
Perla 4119 frá Reykjum og hlaut
hún 1. verðlaun fyrir afkvæmi.
Gæðingaúrtöku er einnig lokið
hjá skagfirskum hestamannafé-
lögum, en þar gildir sú regla að
einn hestur í hverjum tlokki
kemst á landsmót fyrir hverja 100
félaga sem eru í hestamannafé-
laginu og eins er það með ungl-
ingaflokkana. Frá Hestamanna-
félaginu Svaða fara:
í A-flokki gæðinga: Trix frá
Vogum.
I B-flokki gæðinga: Flosi frá
Langhúsum.
í eldri flokki unglinga (13-15
ára): Hilmar Símonarson á Barði
í yngri flokki unglinga (12 ára og
yngri): Kristín Loftsdóttir, Mel-
stað.
Frá Hestamannafélaginu Stíg-
anda fara á landsmót:
í A-flokki gæðinga: Leistur frá
Flugumýri og Þróttur frá Tungu-
hálsi.
í B-flokki gæðinga: Flosi frá
Hjaltastöðum og Sýn frá Haf-
steinsstöðum.
í eldri flokki unglinga: Alma
Ágústsdóttir á Hólum, og
Eyþór Einarsson á Syðra-
Skörðugili.
í yngri flokki unglinga: Sveinn
Friðriksson á Varmalæk, og
Rusl brennt í Sauðárkróksfjöru
í síðustu viku var hrcinsunarátak hjá bæjarbúum á Sauðárkróki. Tóku íbúar
höndum saman um að hreinsa rusl í íbúöahverfum og sópa götur. Gekk
þetta vel fyrir sig og veður var hið ákjósanlcgasta til útiveru. Lokapunktur-
inn í þessari hreinsun var á föstudagskvöldið, en þá var fjaran hreinsuð og
logaöi glatt í ruslinu þar fram eftir nóttu eins og sjá má. SBG
Steinbjörn Skaftason á Haf-
steinsstöðum.
Fjölmennasta félagið er Létt-
feti og þeir sem fara fyrir þess
hönd eru:
í A-flokki gæðinga: Blær frá
Sauðárkróki, Prins frá Flugumýri
og Sporður frá Sauðárkróki.
I B-flokki gæðinga: Glampi frá
Syðra-Skörðugili, Dökkvi frá
Fagranesi og Draumur frá Holts-
koti.
í eldri flokki unglinga: Anna Sif
Ingimarsdóttir, Ingi B. Kristjáns-
son og Hanna Dóra Björnsdóttir.
í yngri flokki unglinga: Agnar
Gíslason, Inga Vala Magnúsdótt-
ir og Örvar Pálmason.
Allt þetta lið hesta og knapa
ntun verja heiður Skagfirðinga á
Landsmóti hestamanna tyrstu
helgina í júlí sem haldið er á
Vindheimamelum í Skagafirði.
Þar mun eflaust verða margt um
ntanninn og er vonandi að veður-
guðirnir veröi hestamönnum
hliðhollir eins og á sýningu kyn-
bótahrossa sl. laugardag. SBG
SÚLNABERG
í sumar er opið frá kl. 08.00 til kl. 22.00.
★
HÖFÐABERG
veitingasalur II. hæð.
NÝ SÉRRÉTTASEÐILL
Hótel KEA
fyrir ve/ heppnaöa veislu
HEIMIUSTÆKI
A AKUREYRI
Ágæti Akureyringur!
í sumarbyrjun upphófst samstarf
Heimilistækja hf. og Radionausts, sem
er í því fólgið að Radionaust gerðist
söluaðili allra vöruflokka sem Heimilis-
tæki hf. hafa umboð fyrir s.s.
PHILIPS - Whirlpool, PHILCO, BOSE
ofl. ofl.
í tilefni þessara tímamóta býður Radionaust
—söluaöili Heimilistækja hf. á Akureyri, ykkur
ýmsar vörur á kynningarverði dagana 7.-8.
júní n.k. - Fulltrúi Heimilistækja hf. verður á
staðnum, viðskiptavinum til halds og trausts.
Verið velkomin.
Heitt á Philips könnunni.
Radion
II
SÖLUAÐIU HEIMILISTÆKJA HF. Á AKUREYRI
Glerárgötu 26 - Akureyri - Sími 96-21300
Alltþað besta á einum stað