Dagur


Dagur - 08.06.1990, Qupperneq 8

Dagur - 08.06.1990, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Föstudagur 8. júní 1990 Iitskrúðus sumarfót itsKruoug s fyrir karlm enrnna Hafa karlmenn nokkuð með tískustrauma að gera? Er eitthvað til sem heitir sumar- tíska? Skiptir yfirleitt nokkru máli hverju maður klæðist? Þetta eru áleitnar spurningar í byrjun sumars og til að fá svör við þeim ákváðum við að skreppa í gamalgróna herra- fataverslun á Akureyri, JMJ, þar sem Ragnar Sverrisson og hjálparkokkar hans matreiddu nýjustu sumarfötin. í JMJ gat að líta bómullarboli eða háskólaboli í ýmsum skraut- legum litum. Einnig voru þarna svokallaðir pólóbolir og stutt- ermabolir, svo og hefðbundnar peysur. Bolirnir voru gjarnan marglitir, kannski appelsínugult, fjólublátt og grænt í sama bol, a.m.k. voru litasamsetningar æði líflegar. „Litirnir eru ljósari í sumar en í vetur og líka meira lifandi," sögðu félagarnir í JMJ. Punnir stakkar taka við af úlp- um vetrarins og eru kakíjakkar injög vinsælir yfir sumarið. Gallabuxur ganga allan ársins hring en sala á Ijósum kakíbux- um eykst yfir sumarið. í jakkafötum fara sumir yfir í tískuliti en Ragnar Sverrisson sagði að flestir keyptu þó svört eða dökk jakkaföt. Pá má ekki gleyma skræpóttu skyrtunum og gríðarlega skrautlegum bindum sem nú prýða verslunina. Fórnarlamb í fötin klætt Föt í rekkum og á herðatrjám eru dapurt myndefni og því var leitað að manni til að gerast sýningar- gripur um stundarsakir. Ragnar valdi fórnarlambið, sem nauðugt var látið máta alls kyns sumar- flíkur. Lambið maldaði í móinn: „Ég er hæstánægður með fötin sem ég er í. Þetta eru sumarfötin mín. Gallabuxurnar eru fimm ára gamlar og mátulega upplitaðar. Skyrtuna keypti ég á útsölu í Danmörku fyrir tveimur árum og jakkinn er það sem eftir var af jakkafötum sem eyðilögðust í þvotti. Skórnir eru reyndar orðn- ir sjö ára gamlir en standa fyrir sínu,“ sagði fórnarlambið. Mótþrói reyndist tilgangslaus og var maðurinn drifinn í nýjustu flíkurnar við mikinn fögnuð Ragnars Sverrissonar og kump- ána. Ljósar gallabuxur, skræpótt skyrta, rúskinnsjakki og kúreka- stígvél; þannig var ein samsetn- ingin. Ljósgræn jakkaföt, skræp- ótt bindi og ljós rykfrakki fengu fórnarlambið til að líða eins og ungum manni á uppleið. Fórnarlambið í eigin fötum. Samanlagður aldur á Ljósar gallabuxur, skræpótt skyrta og vígaleg kúreka- skyrtu, skóm, jakka og buxum er 17 ár. stígvél. Hinn raunverulegi sumarfatnaður. Hnébuxur og pólóbolur. Sólgleraugun ómissandi. Myndir: KL Fleira tók við: Afskaplega ljós- ar buxur, skrautleg peysa og þunnur stakkur. Síðan fínlegar buxur með uppbroti, æpandi skyrta eða bolur og kakíjakki. Og til að kóróna allt saman var maðurinn drifinn í einhvers kon- ar hnébuxur og pólóbol, en fékk þó loks sólgleraugu til að hylja gretturnar. Islendingar engir eftirbátar í tískunni Niðurstaða fórnarlambsins: „Er ætlast til að maður gangi í svona fötum? Jú, vissulega eru þetta falleg föt og samsetningarmögu- leikarnir ótæmandi. Pað er senni- lega ekki erfitt að fá fatadellu." - En hvað segir Ragnar sjálf- ur? Hugsa íslenskir karlmenn eitthvað um fatatískuna? „Já, já, þeir hugsa mikið um tískuna. Það þýðir ekkert að bjóða þeim annað en það sem gengur í Evrópu. íslendingar eru engir eftirbátar hvað tískuna varðar. Við byrjum að fá sumar- fötin strax í febrúar eða mars, þannig að tískan er komin hingað á sama tíma og erlendis. Hins vegar þykir ekki vænlegt að bjóða Islendingum sumarföt á þessum árstíma þegar allt er á kafi í snjó og því eru fötin yfir- leitt geymd þar til fer að vora.“ - Hvenær taka menn síðan við sér? „Við förum að stilla sumar- fötunum út í apríl og maí. Pað er greinilegt að maí er besti mánuð- urinn fyrir sölu á sumarfötum. Pegar haustið nálgast kemur síð- an ný tíska og þá eru ekki eins mikil skil milli landa. Haustfatn- aðurinn gengur út á sama tíma hér og erlendis þótt sumarfötin séu seinna á ferðinni vegna veðurfarsins,“ sagði Ragnar. Látum þá þessu innliti í sumar- tísku karlmanna lokið. Ef okkur tekst að finna fyrirsætu verður sumartíska kvenna næst á dagskrá. SS Ungur maður á uppleið, í Ijósgrænum jakkafötum og með Ijósan frakka á öxlinni. Ljósar buxur, lífleg peysa og þunnur stakkur. Kakíjakki, skræpóttur bolur og fínlcgar buxur.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.