Dagur - 08.06.1990, Blaðsíða 16
Filmumóttaka:
BU13I11 Sunnuhlíð
Paddington í góðra vina hópi á Vordögum
Þessa viku hefur verið mikið um dýrðir í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð á Akureyri. Staðið hafa yfir
svokallaðir Vordagar 1990 með tilheyrandi uppákomum og fjölbreyttum sýningum.
í gær þegar ljósmyndari Dags kom við í Sunnuhlíð var þar mættur sjálfur Paddington og dansaði og
lék við börnin. Ekki var annað að sjá en þau kynnu vel að meta nærveru hans.
Síðasti dagur Vordaga 1990 verður í dag. Hápunktur dagsins verður grillveisla, sem öllum gestum og
gangandi verður boðið í eftir hádegi. Þá skal á það minnt að í dag verða áfram fjölbreyttar sýningar og
kynningar bæði utan sem innan dyra í Sunnuhlíð. Meðal annars stendur Módelflugklúbbur Akureyrar
fyrir kynningu og skipulagsdeild Akureyrarbæjar kynnir skipulag Glerárhverfis. óþh
Fasteignasalar ánægðir með fyrsta sprettinn í húsbréfakerfmu:
„Kerfið hefiir hvorki áhrif tíl hækk-
unar né lækkunar á fasteignaverði“
- segir Pétur Jósefsson hjá Fasteigna- og skipasölu Norðurlands
Kosið á morgun:
Listakosning í
tveim sveitarfé-
lögum á Norðurlandi
Gengið verður að kjörborðinu
í 50 sveitarfélögum á morgun,
þar af í 18 sveitarfélögum á
Norðurlandi, fimm í V.-Húna-
vatnssýslu, tveim í A.-Húna-
vatnssýslu, þrem í Skagafjarð-
arsýslu, tveim í Eyjafjarðar-
sýslu, þrem í S.-Þingeyjarsýslu
og þrem í N.-Þingeyjarsýslu.
Óhlutbundin kosning verður í
16 sveitarfélögum af 18, en í
tveim sveitarfélögum verður
listakosning. í Sveinsstaðahreppi
í A.-Húnavatnssýslu verður kosið
milli H-lista sjálfstæðismanna og
óháðra og I-lista frjálslyndra og í
Skarðshreppi í Skagafjarðarsýslu
verður kosið milli H-lista, sem er
borinn fram af Úlfari Sveinssyni
og fleirum og L-lista, sem er bor-
inn fram af Andrési Helgasyni og
fleirum.
Nánar um kosnirigarnar á bls. 2.
óþh
Dalvík:
Útimarkaður
hefst á morgun
í fyrrasumar var Ólafur Árna-
son rekstrarstjóri félagsheim-
ilisins Víkurrastar á Dalvík
með útimarkað á bílastæðinu
framan við félagsheimilið.
Þessi útimarkaður var all fjöl-
sóttur, og munu á annað þús-
und manns hafa komið þar við
hvert sinn er opið var.
Útimarkaðurinn hefur göngu
sína aftur kl. 13.00 á laugardag,
og munu a.m.k. 15 aðilar bjóða
þar varning sinn, en búist er við
að þeim fjölgi verulega er líða
tekur á sumarið. Þar mun verða
grænmetismarkaður, seldur fatn-
aður, blóm, gjafavörur, kökur og
lax svo eitthvað sé nefnt.
Söluaðilar munu aðallega vera
frá Dalvík, en einnig munu
Ólafsfirðingar og Akureyringar
koma þar við sögu. Hljómsveitin
Tree-Ámigos mun leika og selt
verður kaffi og pönnukökur.
GG
Aðstandendur Melgerðis-
melahátíðar um verslunar-
mannaheigi hafa hætt við að
halda liátíð í ár. Að sögn
Hlyns Jónssonar strandaði
málið hjá ýmsum aðilum.
„Það var m.a. farið fram á
tryggingu fyrir löggæslu-
kostnaði og síðan voru hljóin-
sveitirnar skuggalega dýrar.
Einnig fæst virðisaukaskattur
ekki undanþeginn og því
stendur dæmið ekki undir
sér, það er málið,“ sagði
Hlynur.
Það var í síðustu viku sem
tekin var ákvörðun um að hætta
við hátíðina í ár, eftir að undir-
„Þetta kerfi virðist hvorki hafa
áhrif til hækkunar né lækkunar
á fasteignaverði. Mér finnst
menn fá nokkuð skynsamlegt
mat hjá húsbréfadeildinni í
flestum tilfellum en auðvitað
reka sumir sig á að við sölu á
þessum bréfum verða einhver
afföil og því eru aðrir óánægðir
búningur hafði staðið yfir frá
því í mars sl. „Við vorum búnir
að fá skátana til að sjá um eftir-
lit og öryggisgæslu á svæðinu og
héraðslæknisembættið til að sjá
um sjúkragæslu. Þetta kostar allt
peninga, allir vilja fá banka-
tryggingu en maöur fær ekki
bankatryggingu fyrir mörgum
milljónum," sagði Hlynur enn-
fremur.
Bæjarfógetinn á Akureyri
setti það sem skilyrði að hátíðin
á Melgerðismelum yrði auglýst
sem bindindishátíð og ströng
áfengisleit yrði einnig auglýst,
sem ekki var farið fram á við
síðustu hátíð ’88. Forráðamenn
Melgerðismelahátíðar sáu sér
með það. Húsbréfakerfið er
komið til að vera og ég held að
óhætt sé að hæla félagsmála-
ráðherra fyrir að hafa drifið
þetta mál í gegn,“ segir Pétur
Jósefsson, fasteignasali hjá
Fasteigna- og skipasölu Norð-
urlands um reynsluna af við-
skiptum í húsbréfakerfinu á
ekki fært um að uppfylla þessi
skilyrði nú. „Það er svolítið erf-
itt að auglýsa bindindishátíð og
áfengisleit á svæðinu þegar úti-
hátíð í nágrenninu auglýsir
þetta ekki. Þá er nokkuð vitað
hvert unglingarnir fara,“ sagði
Hlynur, og á að sjálfsögðu við
Húnavershátíðina.
Það er því allt útlit fyrir að
eina útihátíðin á Norðurlandi
um næstu verslunarmannahelgi
verði í Húnaveri. Þar ætla Stuð-
menn að troða upp ásamt fleiri
nafntoguðum hljómsveitum en
að sögn Jóns ísbergs, sýslu-
manns á Blönduósi, hefur
umsókn ekki enn borist honurn.
„Ég hef það góða reynslu af
þeim vikum sem liðnar eru frá
því kerfið var opnað fyrir öll
viðskipti með eldra íbúðar-
húsnæði.
„Þetta kerfi kemur til með að
vinna mjög eðlilega þegar frá
líður. Afgreiðslutíminn sem tal-
að hefur verið um stenst tæplega
hátíðinni í fyrra að það mun
ekki standa á mér að veita leyfi,
en umsóknin þarf að koma,“
sagði Jón.
Forráðamenn Melgerðis-
melahátíðar hafa hins vegar
ekki gefist endanlega upp og
eru þegar farnir að hugsa fyrir
hátíð á Melunum 1991. „Mis-
tökin hjá okkur núna voru að
leita ekki til íþróttafélags því
þau fá undanþágu frá virðis-
aukaskattinum. Við þurfum að
hafa undirbúninginn lengri, það
var ekki nógu langur undirbún-
ingur hjá okkur til að ná öllum
endum saman. Það eru ekki
alltaf jólin," sagði Hlynur að
lokum. -bjb
Háskólinn á Akureyri:
Skipað í nýjar
lektorsstöður
Menntamálaráðuneytið hefur
tilkynnt um skipanir í fjórar
nýjar lektorsstöður við
Háskólann á Akureyri. Enn
kann að bætast við kennaralið
við skólann fyrir næsta skólaár
því auglýstar hafa verið lausar
stöður bæði við rekstrar- og
heilbrigðisdeild.
Mælt var með Lilju Mósesdótt-
ur í stöðu lektors í þjóðhagfræði
við rekstrardeild. Lilja er með
magisterpróf í hagfræði og starf-
aði við skólann á síðasta skólaári.
Við sjávarútvegsdeild voru
skipaðir í lektorsstöður þeir
Hjörleifur Einarsson, lektor í líf-
efna- og örverufræði, og Sigþór
Pétursson, lektor í efnafræði.
Hjörleifur starfar við Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins í
Reykjavík en Sigþór hefur verið
við vísindastörf í Bretlandi. Þeir
eru báðir með doktorspróf í sín-
um greinum.
í lektorsstöðu í hjúkrunarfræði
við heilbrigðisdeild var skipuð
Regína Stefnisdóttir en hún er
með BS próf í hjúkrunarfræði og
starfar við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti. JÓH
enn þar sem svo mikið barst af
umsóknum í maímánuði en ég
hef trú á að þetta breytist á næstu
vikum,“ sagði Pétur.
Hann telur að í framtíðinni
þurfi að gera ýmsar breytingar á
kerfinu, t.d. að hækka lánshlut-
fallið og jafnvel að lengja láns-
tímann. Þessi atriði verði að
skoða jafnóðum og reynsla fæst
af viðskiptunum. „En þetta kerfi
er komið til að vera og ég held að
hitt lánakerfið sé á útleið. Og
þegar þetta kerfi er komið til að
vera þá þarf ekki lengur að reka
þetta í gegnum Húsnæðisstofnun
ríkisins heldur má reka þetta í
gegnum bankana. Hlutverk
Húsnæðisstofnunar yrði þá að
sinna félagslega íbúðakerfinu,
lánum til endurbóta og þess
háttar."
Sævar Jónatansson, hjá Fast-
eignasölunni í Brekkugötu á
Akureyri, tekur í sama streng og
segir að á síðustu dögum hafi ver-
ið líflegt í fasteignasölu í gegnum
húsbréfakerfið.
„Ég held að þetta sé í heild
svipuð þróun og búist var við og
kerfið farið vel af stað. Mér heyr-
ist flestir nokkuð sáttir við það
mat sem þeir fá í húsbréfadeild-
inni og í einstökum tilfellum fá
menn heimild til að kaupa dýrara
en þeir gerðu ráð fyrir,“ segir
Sævar. JC3H
Verslunarmannahelgin á Norðurlandi:
Engin hátíð á Melgerðismelum
- verður Húnaver eitt um hituna?