Dagur - 09.06.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 09.06.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 9. júní 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ■ SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RÍKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRÍMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Nýkjömir bæjarfulltrúar í Bæjarstjórn Akureyrar halda fyrsta bæjarstjórnar- fund kjörtímabilsins á þriðjudaginn. Oddvitar flokkanna tveggja sem mynda meirihluta, Sjálf- stæðisflokks og Alþýðu- bandalags, hafa lýst því yfir að atvinnumálin í bæn- um séu sá málaflokkur sem höfuðáhersla verður lögð á. Skuli kraftarnir ekki sparaðir við nýsköpun atvinnugreina og stuðning við þau atvinnutækifæri sem þegar eru fyrir hendi. Vissulega eru atvinnu- málin í brennidepli á Akur- eyri, og þarf ekki að fjöl- yrða um það hér í hversu mikilli lægð þau eru í bænum. Það vita allir. Von- andi ber Bæjarstjórn Akur- eyrar gæfu til að vinna vel að atvinnumálum, og munu bæjarbúar örugg- Málsvarar lega fylgjast náið með framvindu þeirrar vinnu í ljósi yfirlýsinga oddvita meirihlutans. Sú tíð er liðin að almenningur láti blekkj- ast af innantómum kosn- ingaloforðum. Bæjarbúar vilja láta verkin tala. Nýi bæjarstjórnarmeiri- hlutinn er myndaður af flokkum sem misstu um- talsvert fylgi í kosningun- um. Efstu menn á listum þessara flokka tóku þegar eftir kosningar upp viðræð- ur, en virtu sigurvegarana, framsóknarmenn, ekki viðlits. Ábyrgð meirihlut- ans er því þeim • mun þyngri að þeir gáfu fleirum ekki tækifæri til að komast að. Framsóknarflokkurinn sýndi að hann er lýðræðis- legt afl. Framsóknarmenn boðuðu til fjölmenns full- trúaráðsfundar flokksfé- laganna til að ræða stöðu- na eftir kosningar og fela nýkjörnum bæjarfulltrúum og forýstumönnum flokks- ins að taka þátt í meiri- hlutaviðræðum. Forystu- menn Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags á Akur- eyri segja að með þessum vinnubrögðum hafi fram- sóknarmenn „lokað sjálfa sig úti í kuldanum,“ og lát- ið að því liggja að sigur- vegarar kosninganna hafi eytt tímanum í innbyrðis deilur um hvert þeir ættu að snúa sér í meirihluta- samstarfi. Slíkur málflutn- ingur dæmir sig sjálfur. Kjósendur á Akureyri ættu að vera þess minnug- ir að forysta Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubanda- lags hefur með vinnu- brögðum sínum við meiri- hlutamyndun hundsað lýð- ræðið. Engir aðrir flokkar hafa þó talað hærra um lýð- ræði og nánast talið sig einu réttu málsvara þess á íslandi. Kjósendur á Akureyri ætlast til þess að sem allra fyrst verði gripið til að- gerða til að tryggja at- vinnuöryggið. Nýi meiri- hlutinn hefur lýst því yfir að hann muni ekki láta sitt eftir liggja, og nú bíða menn spenntir eftir ár- angrinum. EHB til umhugsunar Að grafa sér gröf Nú fara fram viðræður milli forsvarsmanna landbúnaðarmála og hins opinbera um gerð búvörusamnings í stað þess sem nú gildir og rennur út 1992. í umræðum hafa ýmsar hugmyndir verið reifaðar þótt nokkur tími geti liðið áður en niðurstöður þessara viðræðna fást. Nýr búvörusamningur er ekki plagg sem unnt er að hripa upp á skammri stundu. Við samningu hans verður að hafa mörg atriði í huga. f því sambandi verður að meta að hve miklu leyti ríkið á að taka þátt í greiðslu fram- leiðslukostnaðar í sveitum með verðábyrgð á búvörum, Þá verður að taka tillit til afkomu bænda og einnig hvaða þróun er fyrirsjáanleg í byggðamálum þjóðarinnar og á hvern hátt er unnt að sporna við óæskilegum breytingum. Engin þjóöarsátt Á síðustu árum hefur komið í Ijós að langt er frá að þjóðar- sátt ríki um framleiðslu landbúnaðarafurða. Þær raddir, sem vilja minnka eða leggja landbúnað niður, hafa sótt í sig vcður á síðustu árum og eru ekki þagnaðar þótt eitthvað hafi dregið úr þeini eftir þá samstöðu sem bændasamtökin og verkalýðs- hreyfingin náðu við gerð kjarasammnga á síðasta vetri. Þá kemur til fyrirhugað og í raun óumflýjanlegt samstarf íslend- inga við þjóðir Evrópubandalagsins um viðskiptamál, sern getur leitt af sér að bjöða verði erlend matvæli hér til að við hölduin nauðsynlegum viðskiptakjörum fyrir útflutningsvörur okkar á meginlandi „Bandaríkja Evrópu“. Þótt ýmsir íslendingar hafi þráfaldlega beðíð um evrópskt kjöt og meginlandskæsta osta er ekki mikil ástæða fyrir bænd- ur að óttast hugsanlega samkeppni af þessu tagi ef þeir við- halda þeim vörugæðum sem náðst hafa og tekst með hag- kvæmnisátaki að halda verðlagningu í skefjum. Verðábyrgð - sölumöguleikar Þegar unnið er að nýjum búvörusamningi, fyrir tímabilið frá 1992 til aldamóta er óhjákvæmilegt að reikna með að þessar aðstæður geti komið upp. Það er ljóst að gera verður meiri kröfur til bænda, bæði um vörugæði og þó einkum hagkvæmni á næstunni. Það er einnig Ijóst að gerðar verða ákveðnar kröf- ur af hálfu hins opinbera um að sú verðábyrgð sem það hugs- anlega tekst á hendur gagnvart bændum verði bundin við sölumöguleika framleiðslu þeirra á innlendum neytenda- markaði. Því verður að reikna með að nýr búvörusamningur verði tengdur markaði á þann hátt að framleiðslumagn sem ríkið hugsanlega'ábyrgist greiðslur á verði breytilegt eftir því hvað selst af landbúnaðarvörum á hverju verðlagstimabili. Losað um miðstýringuna Þá eru einnig ræddar leiðir til að losa um þá miðstýringu sem nú ríkir varðandi skiptingu framleiðsluréttar og tilfærslu hans milli jarða. Ef sú hagkvæmni, sem landbúnaðinum er nauð- synleg á komandi tímum, á að nást verður að komast upp úr því fari opinberrar stjórnunar sem bændur hafa fest sig í. Núverandi ástand leiðir einungis til þess að erfiðara verður að koma nauðsynlegri hagræðingu við. Kröfur neytenda um lækkandi verð lífsnauðsynja halda áfram að berast og samkeppnisstaða bænda, bæði innbyrðis og einnig gagnvart hugsanlegum kröfum Evrópubandalagsins um sölu landbún- aðarafurða til íslands versnar. Frelsi í viðskiptum með fram- leiðslurétt hefur mætt talsverðri andstöðu á meðal íslenskra bænda en margt bendir nú til að hún verði tekin upp í vænt- anlegum búvörusamningi. Mjólkurframleiðslan í nálægð við markaðinn Ef viðskipti með framleiðslurétt verða gefin frjáls má búast við að þeir bændur sem náð hafa mestri hagkvæmni í fram- leiðslu kaupi rétt af þeim sem hafa það litla hagkvæmni að þeir sjái sér betur borgið með sölu eða leigu á rétti sínum þótt vissulega geti veruleg frávik orðið frá þessari kenningu. Auk- in krafa um hagkvæmni getur að sjálfsögöu þýtt að fram- leiðslubýlum fækki. Hér er um staðreyndir að ræða sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir og því verður að huga alvarlega að því á næstunni hvaða búgreinar henta á við- komandi svæðum. Þetta getur meðal annars leitt af sér að mjólkurframleiðsla og sauðfjárbúskapur munu skiptast í auknum mæli eftir landssvæðum. Þá er einnig Ijóst að þau svæði sem henta best til framleiðslu mjólkur og liggja næst stórum markaðssvæðum munu auka við sig á kostnað annarra byggða. Verður það Eyfírðingum til góðs? í fljótu bragði mætti álíta að þessi þróun verði Eyfirðingum til góðs. Þeir framleiða nú um 20 milljónir lítra mjólkur á ári og ættu samkvæmt þeim kenningum, sem settar hafa verið fram um tilfærslu framleiðsluréttar, að geta aukið það magn nokk- uð með kaupum á framleiðslurétti frá jaðarsvæðum þar sem nú þegar er orðið verulega óhagkvæmt að stunda mjólkur- framleiðslu. Þó ber einn skugga á að þessi þróun geti orðið að veruleika. Á síðustu árum hefur atvinnulíf við Eyjafjörð átt undir högg að sækja. Þar ber hæst mikill samdráttur þriggja stórra atvinnugreina. í fyrsta lagi hefur framleiðsla ullar og skinna- vinnsla, sem verið hefur á Gleráreyrum, dregist mjög mikið saman og líkur benda til að hún leggist af á næstunni nema óvæntar aðstæður komi til. í öðru lagi hefur þörf fyrir nýsmíð- ar skipa nánast lagst af og þótt verð á kaupskipum fari nú fremur hækkandi á heimsmarkaði eftir langvarandi lægð er ekkert sem bendir til að skipasmíðastöðin á Akureyri geti í framtíðinni tryggt verkefni fyrir þá 180 starfsmenn sem þar vinna nú, hvað þá þá 300 sem störfuðu þar þegar mest var að gera. í þriðja lagi er byggingaiðnaðurinn á Akureyri hruninn. Eftir Þórð Ingimarsson. Miðað við óhreytt ástand er búið að byggja atvinnu- og íbúð- ar húsnæði senr dugar að minnsta kosti til aldamóta og jafnvel um ófyrirsjáanlega framtíð. Stór hluti glæsilegra bygginga við Glerárgötuna, þjóðbraut Akureyrar, stendur auður í dag og ber samdrætti í þjónustu vitni. Engin nýsköpun virðist vera við akureyrskar bæjardyr. Engin starfsemi sem fært getur átt- hagakærum mönnum og konum hagsæld í heimabyggð utan bygging þeirrar stóriðju sem nú er til umræðu. Það er mis- skilningur að álíta að starfsemi skóla og heilbrigðisstofnana geti haldið atvinnulífi uppi. Þær eru á sama hátt og verslun, afleiðing af ‘ amleiðslustörfum og geta eingöngu þróast við hlið þeirra. )g því miður munu afleiðingar áframhaldandi samdráttar tinnig blasa við eyfirskum bændum þótt sumir þeirra vilji nn sem komið er horfa framhjá þeim stað- reyndum. Að grafa sér gröf Samdrátturinn í atvinnulífinu og fyrirsjáanleg fólksfækkun mun valda því að markaður fyrir eyfirska mjólk fer minnk- andi. Það er því til umhugsunar hvort sá takmarkaði hluti þeirra bænda, sem nú fer hamförum og stundar orðsins skæruhernað gegn hugsanlegum stórfelldum framkvæmdum og eflingu atvinnulífs á Eyjafjarðarsvæðinu, hugsi nokkuð um hvað þeir eru að segja. Það skiptir í sjálfu sér litlu máli hvort stóriðja rís nokkrum kílómetrum norðar eða sunnar í firðin- um ef kostnaður við bygginguna helst innan sömu marka. Enda er þessi umræða um Dysnes eða Árskógssand ekki sprottin af c 'rum toga en þeim að fæla hina erlendu aðila í burt því bái r þessar staðsetningar draga að óverulegu leyti úr framleii amöguleikum landbúnaðar í héraðinu. En eyfirskir bæ ar geta gengið að því vísu að ef verulegur fólks- flótti verðu r Eyjafirði til Suðvesturlands vegna atvinnu- skorts fylgi irkaðurinn einnig með. Óhjákva .gar kröiur um hagkvæmni koma í veg fyrir að mjólkurafu til sölu á Reykjavíkursvæðinu og Suðurnesj- um verði ui . í mjólkursumlaginu á Akureyri. Kröfur verða því settar f um að framleiðslurétturinn fylgi á eftir. Verði í nálægð vii arkaðinn. Gegn síkum hagkvæmnisóskum geta eyfirskir ba ur ekki staðið. Það er tilgangslaust að tala um gjöfult land raðarhérað ef búið verður að eyðileggja neyt- endamarkai n á svæðinu. Þeir eyfirsku bændur, sem fara hamförum g :n nýju atvinnulífi, eru því að grafa sjálfum sér gröf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.