Dagur - 09.06.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 09.06.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 9. júní 1990 - DAGUR - 7 HESTAR Umsjón: Kristín Linda Jónsdóttir Hestamennska á námsskrá í Hvammshlíðarskóla í Þjálfunarskóla ríkisins við Hvammshlíð á Akureyri er starf- rækt fuliorðinsfræðsla fyrir þroskaheft fólk. Fullorðinsfræðslunni er ætlað að styrkja og þjálfa nemend- urna til aukins sjálfstæðis svo þeir verði færari um að takast á við lífíð og njóta þess. í fullorðinsfræðslunni er boðið upp á ýmiss konar námskeið og nú í vctur var í fyrsta sinn boðið upp á námskeið í hestamennsku. Þau Áslaug Kristjánsdóttir og Jónsteinn Aðalsteinsson sem eru kunnir hestamenn störf- uðu bæði við Hvammshlíðarskóla í fyrravetur. Þá komu þau þeirri hugmynd á framfæri að bjóða nemendum í fullorðins- fræðslu upp á námskeið í hestamennsku. Nú í vor varð þessi hugmynd að veruleika. Að njóta útivistar og umgengni við dýr Höfuðmarkmiðin með námskeið- inu eru þau að gefa þátttakend- um tækifæri til að læra að um- gangast dýr, njóta útivistar og styrkja jafnvægið. Það er spenn- andi verkefni sem krefst mikils af nemendunum, að takast á við og læra að vinna með lifandi dýri sem er miklu stærra og sterkara en maðurinn. Að teyma hrossið um óslétt land, að hugsa um sjálf- an sig og hestinn, að tengja hug og athöfn. Hestamennskan er örvandi verkefni sem veitir nem- endunum innri umbun og bætir hreyfifærni þeirra. Námskeiðin eru byggð upp á þann hátt að þátttakendur byrja á að moka út, gefa hestunum og kemba eins og aðrir hestamenn. Að því loknu er svo lagt á gæðingana, stigið á bak og áseta og stjórnun þjálfuð. Nemendum er skipt niður í hópa eftir því hvar þeir eru á vegi staddir. Frábært framtak þroskaheft fólk fær þarna ein- Stakt tækifæri til að umgangast dýr, skynja hreyfingar hestsins og finna hvernig hann lætur að þeirra eigin stjórn. Eftir að hafa fengið tækifæri til að fylgjast með einum hópnum er óhætt að segja að þarna er um frábært framtak að ræða. Þátttakendur höfðu náð ótrúlega góðri stjórn á hestunum eftir fimm tíma námskeið. Þau fóru létt með að ríða á „góðri milliferð", stöðva og snúa hross- unum. Nemendurnir voru mjög ánægðir með námskeiðið og gleð- in ljómaði af andlitum knapanna. Margir þeirra stunda aðrar íþróttir svo sem boccia, körfu- bolta og frjálsar íþróttir og því skyldu þau ekki fá tækifæri til að kynnast dýrum og stunda hesta- mennsku? Eða eins og einn nemandinn sagði, „þetta er svo gaman, ég er svo mikill sveita- maður í mér“. Ýmis ljón í veginum Nú þegar hafa borist fyrirspurnir til Aslaugar og Jónsteins varð- andi næsta kennsluár. Hins vegar kom fram í samtali okkar að ýmis ljón eru í veginum. Hér á Akur- eyri er engin aðstaða til reið- kennslu yfir vetrarmánuðina meðan skólar eru starfandi. Hér er engin reiðhöll eða reiðskemma til að stunda útreiðar og kennslu innan dyra. Eftir veturinn í vetur ætti öllum að vera ljóst að vegna snjóþyngsla eru öll mannvirki hestamanna svo sem tamninga- gerði og vellir ónothæfir allan veturinn. Þau eru einfaldlega á kafi í snjó. Okkur vantar reiðhöll eða reiðskemmu Krafan um byggingu reiðsalar, -skemmu eða -hallar á Akureyri hefur sjaldan verið háværari en nú. Þar kemur ýmislegt til; undanfarnir vetur hafa verið óvenju erfiðir til útreiða og áhugi fyrir hvers konar reiðkennslu fer ört vaxandi. Má þar nefna að Unglingaráð hestamannafélags- ins Léttis á Akureyri hefur óskað eftir því við skólanefnd Akureyr- arbæjar að hestamennska verði tekin upp sem valgrein í 9. bekk. Nú þegar er hestamennskan val- grein í mörgum grunnskólum bæði á Reykjavíkursvæðinu og úti á landi. Hestaklúbbur hefur verið starfani við Verkmenntaskól- anna á Akureyri og námskeiða- hald hestamannafélagsins Léttis yrði vissulega með öðru sniði ef slíkt mannvirki væri til staðar. Síðast en ekki síst mundi nemendum Hvammshlíðarskóla og kennurunum þeirra, þeim Áslaugu og Jónsteini, opnast nýr heimur ef þau fengju tækifæri til að nýta sér reiðhöllina sem verð- ur að rísa innan skamms. Frábært framtak hjá þeiin Áslaugu Kristjánsdóttur og Jónsteini Aðalsteins- syni. Einbeiting og gleði, knaparnir eru f.h. Sævar, IVIatti og Nanna. Hestasveit Börn og unglingar sem hafa áhuga á hestum geta vart hugsað sér neitt meira spennandi en komast í svokallaða hestasveit. En hvað er hestasveit? Til að Ieita svara við þeirri spurningu var haft samband við þau EIsu Stefánsdóttur og Jóhann Frið- geirsson sem búa ásamt þremur börnum sínum að Hofí á Höfðaströnd. Þau starfrækja nú í sumar í fjórða sinn sumar- dvöl fyrir börn og unglinga þar sem hestamennska er númer eitt, tvö og þrjú. Tíu daga dvöl Að sögn Elsu taka þau á móti átta krökkum í einu og þau dvelja að Hofi í tíu heila daga. Krakkarnir eru á aldrinum átta til þrettán ára. Þau koma víðsvegar að, yfirleitt úr þéttbýli. í sumar kemur í fyrsta sinn í hestasveit að Hofi unglingur erlendis frá, en það er sænsk stelpa. Það er greinilega mjög gaman að fara í hestasveit því að sögn Elsu koma sömu krakkarnir aftur og aftur. í sumar kostar tímabilið í hesta- sveit að Hofi 16 þúsund krónur. Innifalið í því verði eru sundferð- ir, skoðunaferðir í Skagafirði, grillveisla, fæði og húsnæði. Viðburðaríkir dagar En hvernig líður svo dagurinn hjá krökkunum á Hofi? Strax að loknum morgunverði hefst reiðnámskeið. Þar læra krakkarnir undirstöðuatriði í umhirðu og umgengni hestanna, ásetu og stjórnun. Námskeiðið stendur frarn að hádegi. Að lokn- um hádegisverði er ýmist farið í reiðtúr eða snúist í kringum hest- ana eða önnur dýr á Hofi. Krakk- arnir fara alltaf tvisvar á bak á dag. Þriðja hvern dag er farið í sund, ýmist í Sólgarða í Fljótum, á Hólum, Sauðárkróki eða í Varmahlíð. Einn daginn er farið í skoðunarferð í Skagafirði og eru þá ýmsir merkir sögustaðir heimsóttir, svo sem Hólar og Glaumbær. Hápunktur dvalar- innar er svo jafnan daginn fyrir heimferð en þá fara krakkarnir í langan reiðtúr og slegið er upp grillveislu í ferðinni. Ein stór fjölskylda Að sögn Elsu hafa þau haft það fyrir sið að hvetja krakkana til að ganga vel um herbergin og í lok dvalarinnar er veitt viðurkenning fyrir bestu umgengnina. Krakk- arnir skiptast líka á tvö og tvö að aðstoða við uppþvottinn. Á þann hátt taka þau þátt í heimilishald- inu og heimilisfólk og dvalargest- ir eru eins og ein stór fjölskylda. Að Hofi dvelja jafnan útlending- ar á sumrin sent aðstoða Elsu, Jóhann og börn þeirra við heimil- ishaldið og hrossin. Hestaleiga og hestaferðalög Jóhann og Elsa starfrækja, auk sumardvalar fyrir börn og ungl- inga, hestaleigu og hestaferðir. í sumar dvelja aðeins tveir hópar krakka í hestasvcit að Hofi en hingað til hafa þeir verið þrír til fjórir. Ástæða þess er sú að hjón- in á Hofi hafa þegar skipulagt þrjár langar hestaferðir í tengsl- um við Landsmót hestamanna á Vindheimamelum. Fyrir lands- mót leggja þau t.d. upp í sjö daga ferð með hóp ríðandi manna, ráðskonu og bíl frá Hofi, og sem leið liggur yfir Tröllaskaga ofan í Svarfaðardal og enda ferðina á Vindheimamelum. Spennandi verkefni í hestasveit fá börn og unglingar tækifæri til að njóta náttúru landsins, hollrar hreyfingar og útivistar. Um leið og þau læra að umgangast íslenska hesta, læra þau að bera virðingu fyrir lifandi dýrum. Þau fá tækifæri til að tak- ast á við spennandi verkefni, tækifæri til að skynja framfarir, takt, jafnvægi, mýkt, hraða og | „frelsi í faxins hvin". Á Sjómannadaginn Sendum öllum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á hátiðisdegi þeirra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.