Dagur - 09.06.1990, Blaðsíða 11
10 - DAGUR - Laugardagur 9. júní 1990
Þar sem ruslið verður að
verðmætum vörum:
— Þórarinn Kristjánsson framkvæmda-
stjóri Gúmmívinnslunnar í helgarviðtali
Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að fólk hafí
almennt talið mig hálfbilaðan að ætla í endurvinnslu á
gúmmíi en hins vegar voru nokkrir aðilar tilbúnir að taka
þátt í þessu fyrirtæki með mér enda hefði ég aldrei farið af stað
með þetta einn. Þessir aðilar standa dyggilega með mér enn.“ Svo
mælir Þórarinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Gúmmí-
vinnslunnar hf. á Akureyri, en hann segir sögu sína og fyrirtækis-
ins í helgarviðtali í dag. Starfsemin innan veggja þessa fyrirtækis
snýst fyrst og fremst um endurvinnslu á gúmmíi. Þeir sem gleggst
þekkja telja þarna þjóðþrifastarfsemi á ferðinni enda eru með
þessari starfsemi sköpuð verðmæti úr því sem áður, og reyndar
enn, er ekið í stórum stíl á ruslahaugana; nefnilega hjólbörðum.
notuð þau dekk sem ekki eru lengur hæf'
undir bílana og er þá allt nýtanlegt gúmmí
sterkar taugar til náttúrunnar og með þess-
Mýrdalur-Akureyri-
Svíþjóð-Akureyri
Þórarinn leynir því ekki að fyrirtæki sem
þetta hljóti að verða rekið með arðsemis-
sjónarmið í huga en jafnframt hafi hann
sterkar taugar til náttúrunnar og með þess-
ari starfsemi sé stigið skref í þá átt að hlífa
náttúrunni við úrgangi og jafnframt nýta
betur þær fjárfestingar sem þegar er búið að
leggja í með kaupum á hjólbörðum til
landsins. Nokkrir Samverkandi þættir urðu
þess valdandi að hann fór af alvöru að velta
Gúmmívinnslan hf. hefur verið starfrækt
á Rangárvöllum við Akureyri síðan um mitt
ár 1983. í fyrstu var starfsemin í gömlu fjósi
og hlöðu en reksturinn vatt upp á sig og á
þessu ári verður að fullu tekin í notkun við-
bygging sem telur 750 fm að grunnfleti.
Sú starfsemi sem fer fram í þessu fyrirtæki
hefur farið furðu hljóðlega miðað við að
þama eru unnin verðmæti úr því sem við
köllum í daglegu tali rusl. Þarna eru sóluð
dekk undir vöru- og fólksflutningabíla en
það gúmmí sem til fellur við sólninguna, og
annað tilfallandi gúmmí, er notað til fram-
leiðslu á hinum ýmsu vörum, s.s. gangstétt-
arhellum, básamottum, trollbobbingum fyr-
ir togskip og gúmmíhnöllum fyrir Vegagerð
ríkisins. Til þessarar framleiðslu eru einnig
Þórarinn umkringdur þeim vörum sem framleiddar eru hjá Gúmmívinnslunni, s.s. trollbobbingum,
gúmmíhellum og merkjahnöllum.
hugmynd að þessari starfsemi fyrir sér um
1980 en eftir mikla undirbúningsvinnu var
stofnað hlutafélag um þennan rekstur. Ein-
mitt þessari góðu undirbúningsvinnu að
stofnun fyrirtækisins þakkar hann hversu
vel hefur gengið á þeim tíma sem fyrirtækið
hefur starfað. En hvernig stóð á því að þessi
Mýrdælingur lagði leið sína norður yfir
heiðar til náms og starfa?
„Trúlega hef ég alla tíð verið verið lands-
byggðarmaður í mér og ef við förum nánar
út í byggðapólitíkina þá finnst mér minni
kaupstaðir úti á landi vera vinsamlegri
manneskjunni heldur en borgir eins og
Reykjavík. Hér hefur mér liðið alveg prýði-
lega og því lá það beinast við að setjast hér
að,“ segir Þórarinn.
Til Akureyrar kom hann aðeins 19 ára
gamall og hóf þá iðnnám í Slippstöðinni og
lærði þar vélvirkjun. Tíminn leið og Þórar-
inn bast hér fjölskylduböndum en um 1970
flutti fjölskyldan til Svíþjóðar, eins og svo
margar aðrar fjölskyldur á þeim árum.
„A þessum árum var lífsafkoman betri
hjá Svíum en hér heima. Við fluttum þó
ekki af þeim sökum heldur var þetta frekar
ævintýraþrá og löngun til að kynnast öðrum
löndum og hugsun annarra þjóða. Búsetan í
Svíþjóð var manni góður skóli.“
Lengstum bjó fjölskyldan í Karlstad í
Mið-Svíþjóð en Þórarinn starfaði hjá fyrir-
tæki sem framleiddi vélar fyrir pappírsverk-
smiðjur. Eftir nokkurra ára dvöl ákvað fjöl-
skyldan að snúa aftur heim til Akureyrar
þar sem Þórarinn byrjaði aftur að vinna hjá
Slippstöðinni. Fljótíega breytti hann þó aft-
ur til og réðst til niðursuðuverksmiðju K.
Jónssonar en tók síðan við rekstri smur-
stöðvar Shell og Olís í Glerárhverfi. Segja
má að þar hafi hugmyndin að Gúmmívinnsl-
unni kviknað.
Endurvinnsluhugmyndinni
hrint í framkvæmd
„Já, þarna kynntist ég hjólbörðunum og
þeim vandamálum sem ég tel fylgja þeim
sem úrgangi. Áhugi minn á endurvinnslu og
endurnýtingu vaknaði upphaflega á meðan
Svíþjóðardvölinni stóð enda reka Svíar
mjög sterkan áróður í þessa átt. Á þessum
árum var mikil umfjöllun um umhverf-
isvandamál í Svíþjóð og því voru þessi mál
ofarlega í huga manns eftir að heim var
komið. En að maður skyldi hafa valið
gúmmíið á sér skýringar í þeirri reynslu sem
maður fékk hér heima, sérstaklega í starfinu
á smurstöðinni,“ segir Þórarinn.
í undirbúningsstarfinu að stofnun
Gúmmívinnslunnar fór Þórarinn erlendis til
að kynna sér sólningu á vörubílahjólbörð-
um og endurvinnslu á gúmmíi. „Síðan hafði
ég gott samband við bæði Atvinnumála-
nefnd Akureyrarbæjar, Iðnþróunarfélag
Eyjafjarðar og Fjórðungssamband Norð-
lendinga og þessir aðilar skoðuðu þennan
möguleika með mér. Um mitt ár 1983 var
komið að stofnuninni og stofnaðilarnir eru
auk mín og tveggja annarra einstaklinga,
fyrirtækin Möl og sandur hf. og Dreki hf. á
Ákureyri, Bandag hf. í Reykjavík, Iðnþró-
unarfélag Eyjafjarðar og sænska fyrirtækið
J.L.P. Products. Þessir aðilar voru tilbúnir
til að hætta einhverju til þrátt fyrir að
endurvinnsla hafi síður en svo verið komin í
hámæli í landinu þá.“
Mikið talað - minna gert
Ekki þarf lengi að ræða við Þórarin til að
finna að hann hefur velt endurvinnslumál-
unum mikið fyrir sér, ekki bara á því sviði
sem hann starfar á heldur á mörgum öðrum.
Hann segist telja að sú starfsemi sem nýlega
er komin í gang hérlendis og felst í að safna
saman drykkjarumbúðum úr áli og gleri,
geti ekki flokkast sem endurvinnsla heldur
hljóti hún að flokkast sem sorpsöfnun.
„Það er endurvinnsla þegar menn taka
úrganginn og búa til úr honum seljanlegar
vörur. Ekki ber svo að skilja að þessi starf-
semi sé ekki gagnleg en við skulum hafa í
huga að þessar vörur eru fluttar úr landi og
endurunnar erlendis. Hér eru þó að koma
dæmi um stálbræðslu og endurvinnslu á
pappír í smáum stíl en að mínu mati þarf að
stórauka þetta í framtíðinni. Möguleikarnir
eru margir en af hálfu stjórnvalda vantar
viljann til að hrinda þessu af stað. Það tala
allir stjórnmálamenn um nauðsyn á þessu
en lítið gerist meira. Sem dæmi get ég nefnt
að menn sem tala hátt um þessi mál hafa
ekki látið svo lítið að koma hingað og kynna
Laugardagur 9. júní 1990 - DAGUR - 11
sér með eigin augum þá endurvinnslu sem
fyrir er og því síður hafa þessir menn kynnt
sér af alvöru þá möguleika sem til staðar
eru.“
Eins og í allri annarri framleiðslu er
markaðssetning og þróun vörunnar kostn-
aðarsöm og reynist því mörgum fyrirtækj-
unum erfiður hjalli burtséð frá gæðum fram-
leiðslunnar. Þórarinn bendir á að þessi þátt-
ur sé mesta hindrun þess að t.d. Gúmmí-
vinnslan geti stóraukið endurvinnslu sína.
Hann segir að víst sé framkvæmanlegt að
auka endurvinnslunna úr 50 tonnum á ári,
eins og nú er, í 1000 tonn en vöruþróun og
markaðssetning í samræmi við það taki
fyrirtækið langan tíma og því verði þessi
framleiðsluaukning ekki stigin í einu skrefi.
„En þetta er allt hægt og að mínu mati
eru þær vörur sem við höfum sett á markað
nokkuð snjallar og vel seljanlegar."
Arðsemishugsjón og náttúruvernd
Þórarinn hugsar sig eilítið um þegar hann er
spurður hvort sé ofar í huga hans við rekstur
þessa fyrirtækis; arðsemishugsjónin eða
náttúruverndarhugsjónin.
„Ef maður er að reka fyrirtæki þá verður
það að vera rekið á arðsemisgrundvelli. Hitt
er annað mál að náttúruvernd og þvíumlíkt
er líka rík í mér. Þrátt fyrir að ég sé á móti
ríkisstyrkjum þá held ég að nauðsynlegt sé
að hið opinbera styðji við bakið á braut-
ryðjendum á sviði endurvinnslu hér á landi
ekki síst með náttúruverndarsjónarmiðin í
huga,“ segir Þórarinn og bætir við að hann
hafi þegar mótaðar hugmyndir um hvernig
hægt sé að koma til móts við endurvinnslu-
fyrirtæki og hvetja iðnfyrirtæki til að nýta
sér úrgang til framleiðslu.
„Þessar hugmyndir eru í því fólgnar að ef
fyrirtæki stunda endurvinnslu og framleiða
seljanlega vöru úr úrganginum þá vildi ég
hafa það form á, til að örva endurvinnslu og
losna um leið við ruslið úr náttúrunni, að
ríkissjóður endurgreiði virðisaukaskatt sem
lagður er á þessar framleiðsluvörur í hlut-
falli við úrganginn sem notaður er í fram-
leiðsluna. þessum hugmyndum væri eðlilegt
að koma í framkvæmd ef stjórnmálamenn
og bæjarfélög hafa virkilega áhuga fyrir
endurvinnslu.
Manni finnst það svolítið sérkennilegt að
um leið og barist er fyrir sorpeyðingu og
náttúruvernd þá er lagður 24,5% virðis-
aukaskattur á þá vöru sem framleidd er úr
sorpinu. Ef hægt væri að fella hann niður þá
færu iðnfyrirtæki í stórum stil að nota
úrgang og þá væri loks stigið stórt skref af
hálfu stjórnvalda í þá átt að gera ráðstafanir
til aukinnar endurvinnslu í landinu. Eg hef
ekki orðið þess var síðan ég byrjaði í þessu
starfi að neitt væri gert af hálfu stjórnvalda
til þess að örva endurvinnslu."
Reykvíkingar áhugasamari en
Akureyringar
Þórarinn segist fúslega viðurkenna að það
fari oft fyrir brjóstið á honum að ekki sé
horft meira til þeirrar starfsemi sem fram fer
innan veggja Gúmmívinnslunnar þegar rætt
er um endurvinnslu á úrgangi. Þar gefi að
líta ljóslifandi dæmi um að hægt sé að gera
úrgang að peningum.
„Og reyndar verð ég líka að viðurkenna
það að Reykjavíkurborg virðist hafa meiri
áhuga fyrir starfseminni hér heldur en
Bæjarstjórn Akureyrar. Innan stjórnkerfis
Reykjavíkurborgar eru menn sem hafa ver-
ið í góðu sambandi við Gúmmívinnsluna
um hvaða leiðir sé hægt að fara varðandi
endurnýtingu á úrgangi frá Reykjavíkur-
svæðinu. Þeir gera sér betur grein fyrir þess-
um vandamálum heldur en menn hér
heima.“
Lengi býr að fyrstu gerð
Viðbyggingin á Rangárvöllum sýnir að
starfsemin hefur undið hratt upp á sig og
þegar gengið er í gegnum húsnæði Gúmmí-
vinnslunnar sést strax að þar var ekki byggt
að óþörfu. Allt er nýtt til fullnustu. Tölur
yfir útkomuna á síðasta ári segja líka að
veltuaukningin milli ára var nálægt 70% og
gefa glögga mynd af þessu uppgangsfyrir-
tæki. Sjö ár eru ekki langur tími í fyrir-
tækjarekstri en á þessum tíma ætti þó rekst-
urinn af hafa komist í fastar skorður. Þeirri
spurningu hvort fyrirtækið hafi aldrei barist
virkilega í bökkum á þessum tíma svarar
Þórarinn þannig að uppbyggingin hafi verið
erfið en árangurinn megi þakka góðri
byrjun.
„Reksturinn hefur oft verið þungur en við
fórum af stað með eigið fjármagn sem hlut-
hafarnir lögðu fram. Fjárfestingarnar voru
heldur aldrei umfram það sem við réðum
við þannig að fyrirtækið hefur alltaf skilað
sínu. Eigendurnir hafa vakað vel yfir þessu
fyrirtæki og að mínu mati sýnir það vel hvað
hægt er að gera ef vilji er fyrir hendi. íslend-
ingar hafa gert alltof mikið af því að göslast
áfram í fyrirtækjarekstri án byrjunarfjár-
magns og í því er að leita skýringanna við
fjöldamörgum gjaldþrotum. Ef byrjunar-
uppbyggingin er rétt þá eiga hlutirnir í flest-
um tilfellum að ganga upp.“
Sveitarfélögin þurfa aö laða til sín
atvinnustarfsemi
Atvinnulífið á Akureyri og reyndar á allri
landsbyggðinni stendur höllum fæti gang-
vart Reykjavíkursvæðinu þar sem mun
meiri nýsköpun er í atvinnulífinu. Þar er
þorri markaðarins og því segir Þórarinn að
viss hætta sé að því að uppbygging endur-
vinnslufyrirtækja í framtíðinni verði á því
svæði.
„En aðalmál okkur landsbyggðarmanna
er að hafa góðar samgöngur þannig að við
tengjumst vel þessu suðvesturhorni. Með
góðum samgöngum á ekki að skipta miklu
máli hvar fyrirtækin eru staðsett. Annað
atriði kemur til og það er hvað bæjar- og
sveitarfélögin úti á landi eru tilbúin að gera
til að laða að sér fyrirtæki og vinna með
þeim en ekki á móti. Þar sem maður þekkir
til erlendis þá er fyrirtækjum sem vilja fjár-
festa úti á landi boðinn afsláttur á bæjar-
gjöldum og öðru. Þetta þekkist því miður
mjög lítið hér á landi. Eg segi því miður
vegna þess að þetta gæti t.d. hjálpað Akur-
eyri mjög mikið. Við verðum að viðurkenna
að samkeppnisaðstaða okkar er verri þegar
um er að ræða framleiðslu sem að stórum
hluta selst á Reykjavíkursvæðinu en þá má
vega þann mun upp með tilboðum sem þess-
um af hálfu sveitarfélaganna sjálfra. Það má
segja að sveitarfélögin séu stundum að
henda krónunni og hirða eyrinn í þessum
málum.“
Prufusendingar til útlanda
Þórarinn segist ekki sjá það fyrir sér að á
1 næstu árum rísi fleiri endurvinnslufyrirtæki
á Akureyri. Verið er að reisa tvö fyrirtæki á
þessu sviði í Reykjavík og segist hann vona
að þessum fyrirtækjum sem og Gúmmí-
vinnslunni verið gert kleift að þróast og
dafna enda um að ræða þjóðþrifastarfsemi.
„En ég er ekki í nokkrum vafa um að
hægt er að auka endurvinnsluna en til þess
þarf vissan skilning og fjármagn. Stjórnvöld
þurfa að ganga á undan og gera braut þess-
ara fyrirtækja auðfarna," segir Þórarinn.
Gúmmívinnslan vinnur aðeins úr 5% af
því gúmmíi sem til fellur í landinu. Það eru
með öðrum orðum 1000 tonn af gúmmíi
sem hægt væri að vinna úr en þá er enn
komið að spurningunni um markaðinn.
Gúmmívinnslan hefur nýlega sent sýnishorn
af básamottum til Færeyja og annað sýnis-
horn af gangstéttarhellum er komið til
Kaupmannahafnar þar sem hellurnar verða
lagðar á barnaleikvöll. Gúmmíhellur eru
þekkt fyrirbæri erlendis og reyndar er í sum-
um löndurn bannað með lögum að setja
annað á barnaleikvelli vegna slysahættu.
Aðspurður segist Þórarinn ekki hugsa mikið
urn möguleika á erlendum mörkuðum held-
ur horfi hann fyrst og fremst til heimamark-
aðarins á meðan vörurnar eru að þróast og
fyrirtækið að byggjast upp.
Enginn forstjóraleikur
Þórarinn er maðurinn á bak við Gúmmí-
vinnsluna og sá sem kom þessari hugmynd í
framkvæmd. Hann á meirihlutann í fyrir-
tækinu og vinnur þar sjálfur við hlið
starfsmanna sinna á verkstæðinu. Hann seg-
ist enda ekki vera í neinum forstjóraleik,
þetta fyrirtæki þoli það ekki frekar en flest
önnur minni fyrirtæki.
„En ég er alveg tilbúinn til þess að hætta
að eiga meirihlutann í fyrirtækinu. Ég held
einmitt að hættan geti verið sú að ég verði
alltof einráður. í fyrirtækjum hérlendis er
það einmitt vandamál að menn sem drífa
fyrirtækin upp taka þau með sér aftur þegar
þeir fara að staðna. I minurn augum er það
mikið heppilegra að hafa þetta opið hluta-
félag og við erum að fara í þá átt nú. En
Gúmmívinnslan er rétt að byrja í endur-
vinnslunni. Við eigum langt í land enn,“
segir Þórarinn. JÓH
Horft gegnum nýsólað vörubílsdekk, Þrátt fyrir að sumum hafi þótt hugmyndir Þórarins óraunhæfar í upphafi hefur Gúmmívinnslan sannað sig sem þjóðþrifafyrirtæki sem skilar góðum arði til þjóðarbús-
*nS" Myndir:KL