Dagur - 09.06.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 9. júní 1990 - DAGUR - 13
55
Kjör sjómanna versna stöðugt í
saiTianluirði við aðrar vinnandi stéttir“
Á morgun er sjóniannadugur-
inn, og á slíkum dögum eru
sjómannastéttin og hennar
störf í þágu þjóðarbúsins lofuð
upp í hástert, og sjómenn kall-
aöir fallegum nöfnum eins og
bjargvættir þjóðarinnar eða
eitthvaö annað í þeim dúr.
Einn af þeim mörgu sem
stunda sjóinn og hafa gert það
frá unglingsaldri er Sveinn
Kristinsson frá Krossum á
Árskógsströnd sem er sjómað-
ur á Björgúlfi EA-312 frá
Dalvík, en hann hefur látið
félags- og kjaramál sjómanna
mjög til sín taka. Sveinn er
varaformaður Sjómannafélags
Eyjafjarðar. Dagur tók Svein
tali á dögunum til að fræðast
um þessi mál.
- Sveinn, hvernig standa sjó-
menn tekjulega í dag gagnvart
öðrum stéttum?
„Sjómenn hafa farið ltalloka á
síðustu árum í samanburði við
aðrar vinnandi stéttir, en ég tel
að sjómenn eigi að hafa nokkuð
betri tekjur en flestar aðrar
stéttir. Astæðan er fyrst og
fremst kvótaskerðingin og fisk-
verð sem lítið hefur hækkað
undanfarin ár. Svo finnst okkur
óeðlilegt að olíuverð hafi áhrif á
hlut sjómanna, og viljum þann
þátt út úr samningum. Eg held að
landverkafólk yrði ekki ánægt ef
hækkun á raforku yrði til þess að
lækka tímakaupið. Samningar
hafa verið lausir síðan um síðustu
áramót og við höfum verið að
ræða við Vinnuveitendasam-
bandið og L.Í.Ú. að undanförnu,
en öllum okkar tillögum og
kröfugerðum hefur verið ýtt út af
borðinu. Eftir næstu helgi verður
fundur nteð þessum aðilum, en
ég á ekki von á þar gerist neitt,
og þá verður öllum samningaum-
leitunum frestað fram á haust.“
- Verða þá verkföll í suntar
hjá sjómönnum?
„Nei, og ástæðan er sú að sjó-
menn allt í kringum landið vilja
ekki fara í verkfall í sumar og
Sjómannafélag Eyjafjarðar var
eina félagið sem komið var með
verkfallsheimild, en skiptahlutur
sjómanna t.d. á Ú.A.- og
K.E.A.-skipunum byggist á lág-
marksfiskverði. Árið 1987 náð-
um við ágætum samningum, t.d.
við Frystihúsið á Dalvík en þá
var fiskverð miðað við markaðs-
verð eins og það var á Fiskmark-
aðinum í Hafnarfirði. Þá var
þorskurinn kominn upp í 40
krónur, en í dag er lágmarks-
verðið um 45 krónur, svo sjá má
að það er ekki ntikil hækkun á
þremur árum.“
- Á hvaða mál leggja sjómenn
mesta áherslu að ná frarn í nýjum
kjarasamningi?
„Það er númer eitt, tvö og þrjú
að kostnaðarhlutdeild tengd olíu-
verði falli út. einnig eru örygg-
ismál og aðbúnaður ofarlega á
blaði, sá þáttur hefur stórbatnað
en hann má ekki detta út úr
samningum. Það þarf hins vegar
að endurskoða alla samningana
og orða þá þannig að ekki sé
hægt að deila um túlkun þeirra,
og vonandi kemur það til um-
ræðu á næsta þingi Sjóntanna-
sambandsins."
- Nú eru sjómenn m.a. kallað-
ir hetjur hafsins á hátíðisdögum
eins og sjómannadaginn, en hvað
finnst sjómönnum um umfjöllum
t.d. fjölmiðla um þeirra stétt á
öðrum tímum?
„Þegar einhver báturinn eða
togarinn gerir góðan túr er það
blásið út og talað um óheyrilega
háan hlut. Sérstaklega á þetta'við
frystiskipin, en túrinn þar stend-
ur kannski í tæpan mánuð og há-
setahlutur rúmar 500 þúsund
krónur. Síðan er þessi tala marg-
földuð með 12 og þannig fengin
góð árslaun. Á síðasta ári var
Björgúlfur á sjó í rúma 200 daga,
en við undirmennirnir eru algjör-
lega kauplausir þessa 100 daga
sem veriö er í landi, en að vísu
getum við komist á atvinnuleysis-
bætur. Hásetahluturinn á Björg-
úlfi var um 1,8 milljónir á síðasta
ári sem teljast ekki há árslaun í
dag.“
- Nú hefur dagskrá sjómanna-
dagsins verið með hefðbundum
hætti undanfarin ár, róðrar-
keppni, reiptog, stakkasund, hát-
íðarræða o.s.frv., ertu ánægður
með hana?
„Síðan sjómannadagurinn
varð lögskipaður frídagur hafa
sjómenn í auknum mæli tekið
þátt í hátíðarhöldunum þar sem
þeir eru allir í landi með örfáum
undantekningum, en ég var
óánægður með að setja þurfti lög
um þennan dag í stað þess að
hann væri inni í kjarasamningum
sjómanna.“
- Hefurðu trú á því að sjó-
menn muni í framtíðinni hafa
meiri áhrif á það á hvaða veiðar
er farið ef kvóti er fyrir hendi, og
hvernig aflanum er ráðstafað t.d.
á fiskmarkað, seldur erlendis
o.s.frv.?
„Ég vil ekki trúa öðru en að
því komi að fiskverð verði gefið
frjálst, því það er orðið svo ntikið
Svcinn Kristinsson.
misræmi milli sjómanna. Á stð-
asta ári fengum viö á Björgúlfi að
senda um 30% af aflanum út, en
til þess að ná sömu tekjum og
sumir hafa þurfum við að auka
aflann um allt að 800 tonn. Við
settum í 4 gáma í Vestmannaeyj-
um unt síðustu páska og fékk
hásetinn fyrir það um 85.000
krónur, en hefði þessu verið
landað til vinnslu í Frystihúsið á
Mynd: GG
Dalvtk. þá hefði hásetinn fengið
um 29.000 krónur nteð fullu
heimalöndunarálagi. Sjómenn
mundu vilja sjá þá þróun að öll-
unt afla væri landað hér heima og
þá á fiskmarkaði því það hlýtur
að vera til hagræðingar fyrir
frystihúsin að versla við fisk-
markaði og þar með sérhæft sig í
ákveðnum fisktegundum, en við
verðum að halda erlendum fersk-
Alþýðuflokksfólk
Akureyri
Bæjarmálafundur veröur haldinn mánudaginn 11.
júní kl. 8.30 í Strandgötu 9.
Fjölmennum.
ALÞÝÐUFLOKKURINN.
BR0SUM /
í umferðinni "
- og allt gengur betur!
UUMFERÐAR
RÁÐ
fiskmörkuðum við vegna sam-
keppninnar."
- Heldurðu að það verði eftir-
sóknarvert að vera sjómaður á
íslandi árið 2000?
„Já, ég hef þá trú að sjó-
mennska verði alltaf eftirsóknar-
verð, en til þess þurfa kjörin að
batna allnokkuð. Öryggismálin
þurfa líka að batna, en sjómenn
hafa verið að safna framlögum
vegna kaupa á nýrri þyrlu sem
tæki a.m.k. 20 manns. Til Sjó-
mannafélags Eyjafjarðar hafa
borist um 365.000 krónur en
eitthvað mun vera ókomið enn.
Ég hef haft gaman af því að
stunda sjóinn, og vonandi verður
svo í nánustu framtíð."
Sveini, svo og öllum sjómönn-
um, eru sendar bestu óskir í
tilefni af hátíðisdegi þeirra,
sjómannadeginum. GG
Nýttá
söluskrá
DALSGERÐI:
150 m: raðhúsibúö á tveimur
hæðum. Falleg eign.
SKARÐSHLÍð:
3ja herbergja ibúð á 4. hæð i
fjölbýlishúsi. Góð eign.
TJARNARLUNDUR:
5 herbergja endaíbúð i fjölbýl-
ishúsi. Falleg eigti.
Okkur vantar allar gerðlr og stærð-
Ir elgna á skrá.
Opið alla daga frá kl. 9-19.
Laugardaga frá kl. 14-16.
Fasteigna-Torgið
Glerárgötu 28, Akureyri
Sfmi: 96-21967
F.F. Félag
Fasteignasala
Sölumaður: Björn Kristjansson.
Heimasími 21776.
Ásmundur S. Jóhannsson, hdl.
Sj ('nnan nad ai> m’iiin 1990
ftt
Sendum sjómönnum og
fjölskyldum þeirra
hátíðarkveðjur
í tilefni dagsins
• •
EYFJORÐ
Hjalteyrargötu 4 • Sími 25222
Senduni sjómönnum
og Qölskyldum þeirra
um land allt
bestu kveðjur
í tileliii dagsins
SJOMANNAFELAG
tb
EYJ AFJAROAR