Dagur - 09.06.1990, Blaðsíða 20

Dagur - 09.06.1990, Blaðsíða 20
Akureyri, Iaugardagur 9. júní 1990 Miklar kalskemmdir á KA-velli: „Langt því frá ónýtur“ Filmumóttaka' Kjörbúð KEA Byggðavegi ■ i uii ullu a. Kjörmarkaður KEA Hrísalundi, BÚmn Sunnuhlíð „KA-völIur er langt frá því að vera ónýtur. Það eru einhverj- ir sem vilja okkur illt með því að halda því fram. Ef þeir hafa Skagaijörður: Jón fékk leyfið „Ég er svekktur, það er búið að eyðileggja fyrir mér langan tíma og þar á meðal mitt sumarfrí sem ég hef alltaf tekið mér með því að síga úti í Drangey. Það eina sem virðist hafast upp úr krafsinu er að nú veit ég hvaða mál eiga að vera á rassi farþega minna, 50x35 cm. Deilan stóð eiginlega um lengdina á rassinum í sam- bandi við sætin í bátnum,“ sagði Jón Eiríksson, Drang- eyjarjarl, í gær. Jón fékk á fimmtudaginn haf- færiskírteini á bát sinn, Nýja Víking, sem skemmtiferðabát og gildir það til 31. september. Það var maður frá Siglingamálastofn- un ríkisins á Akureyri sem kom og tók út bátinn hjá Jóni og veitti honum skírteinið að því loknu. Nú er báturinn því skráður fyrir 24 menn í stað fjögurra áður og getur Jón því hafið siglingar með ferðamenn án þess að eiga von á að laganna verðir bíði hans á hafnarbakkanum er lagt er að landi. Eftir þetta stríð sitt við kerfið sagði Jón að það væri eitt sem sér hefði þótt gott. í eitt skiptið sem hann talaði suður í Siglingamálastofnun hefði hann talað við mann sem hefði mælt spaklega og sagt: „Stofnanir verða hvorki verri né betri heldur en fólkið sem í þeim vinnur." SBG gaman af því að segja að við séum með ónýta velli, þá er það þeirra mál,“ sagði Siguróli Sigurðsson, vallarvörður á KA-velli, í samtali við Dag, aðspurður um þann orðróm að KA-völlur væri ónýtur eftir veturinn. KA-völlur kom illa undan vetri og mikið um slæmar kalskemmd- ir vegna svellmyndunar undir snjólaginu. Fróðir menn frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga og Ræktunarsambandinu komu og skoðuðu völlinn og gáfu vallar- starfsmönnum holl og góð ráð. Það var farið eftir þeim ráðum og sagðist Siguróli sjá framfarir með degi hverjum. „Fyrir hálfum mánuði hefði mig aldrei dreymt um að völlurinn gæti orðið eins og hann er núna. Það er þegar farið að æfa á hluta af vellinum og hann verður tilbúinn til kapp- leikja upp úr miðjum þessum mánuði ef allt gengur að óskum,“ sagði Siguróli að lokum. -bjb Dyttað að. Mynd: KL, Vopnfirðingar ákveðnir í að byggja upp sitt sláturhús: Eitt slátnrsamlag frá Húsavík tfl Vopnafiarðar ekki að veruleika Nú er ljóst að Vopnfirðingar ætla að byggja upp aðstöðu sína til slátrunar og lóga sínu fé heima í framtíðinni. Áfram verður slátrað á Húsavík þann- ig að Ijóst er að sú hugmynd sem rædd var á fundum á þessu svæði fyrir skönnnu, þ.e. að myndað verði sameiginlegt slátursamlag fyrir svæðið frá Húsavík til Vopnafjarðar með nýbyggingu sláturhúss á Þórshöfn, verður ekki að veru- leika. Að sögn Níelsar Árna Lund í landbúnaðarráðuneytinu er þess beðið hvaða leið heimamenn á Norðausturlandi vilja fara í fram- Kratar og óháðir á Siglufirði samþykkja meirihlutasamstarf: Kratar fá forseta og formann bæjarráðs Að nýafstöðnum kosningum á Siglufirði sagði Kristján L. Möller, oddviti alþýðuflokks- manna: „Þetta var góður varn- arsigur,“ og nú er hann forseti bæjarstjórnar. Bæjarstjóri Laugafiskur í Reykjadal: 1,9 milljónir í hagnað Á síðasta ári varð 1,9 milljóna króna hagnaður á rekstri Laugafisks hf. í Reykjadal. Þetta kom fram á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var sl. miðvikudag. Rekstur fyrirtækisins, sem er í eigu Reykdælahrepps, Byggða- stofnunar, Fiskiðjusamlags Húsavíkur, Útgerðarfélags Akureyringa og Kaldbaks á Grenivík, hefur gengið vel. Fyrirtækið einbeitir sér að þurrk- un þorskhausa og dálka fyrir Nígeríumarkað og hefur til þessa gengið vel að losna við afurðir og fá greitt fyrir þær. Búið er að breyta vinnslulínu Laugafisks og færa hana til nú- tímahorfs. Hjá fyrirtækinu unnu að jafn- aði 19 manns á síðasta ári. óþh Hrafnagil: Norrænt þing sykursjúkra í gær var norrænt þing sam- taka sykursjúkra sett á Hrafna- gili í Eyjafírði. Árlega halda aðalstjórnir og framkvæmdastjórar samtaka syk- ursjúkra á Norðurlöndum þing, þar sem fjallað er um málefni félaganna. Að þessu sinni var ákveðið að halda þingið á ís- landi, og varð Hrafnagil fyrir val- inu sem þingstaður. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt þing er haldið hér á landi. Um 40 manns frá öllum Norð- urlöndunum komu til Akureyrar í gær vegna þingsins, en það var sett klukkan 10 í gærmorgun. EHB Siglufjarðar verður Björn Valdimarsson, en formaður bæjarráðs Ólöf Á. Kristjáns- dóttir. Alþýðuflokksmenn og óháðir hafa myndað bæjarstjórn á Siglu- firði. Samkomulag hefur náðst milli flokkanna og á fimmtudags- kvöldið var það samþykkt af beggja hálfu. „Eg er ánægður. Ljóst er að óháðir og Alþýðuflokksmenn eiga samleið, áherslurnar eru svipaðar. Meginverkefnið verður að koma fjármálum bæjarfélags- ins á kjöl og vinna að atvinnu- uppbyggingu á Siglufirði," sagði Kristján L. Möller, forseti bæjar- stjórnar. Oddviti óháðra, Ragnar Ólafs- son, kvaðst vera mjög ánægður með þau málalok að Alþýðu- flokksmenn og óháðir ynnu sam- an í bæjarstjórn. „Málefnasamn- ingurinn liggur ekki frammi fyrr en á fyrsta fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn. Bæjarstjóri á Siglufirði verður Björn Valdi- marsson. Forseti bæjarstjórnar verður Kristján L. Möller og for- maður bæjarráðs Ólöf Á. Kríst- jánsdóttir. Þetta er allt hvað ég get sagt, annað bíður sfns tíma,“ sagði Ragnar Ólafsson, skip- stjóri. ój haldi af ákvörðun Vopnfirðinga. Segja má að í þessu máli standi nú þrír fastir punktar, þ.e. ákvörðun um áframhaldandi slátrun á Húsavík og Vopnafirði og staða Kaupfélags Norður- Þingeyinga sem óskað hefur ver- ið eftir að tekið verði til gjald- þrotaskipta. „Vopnfirðingar hafa lýst sig til- búna til að taka fé úr Þistilfirði til slátrunar, verði þess óskað. Þeir hafa hafnað að standa að upp- byggingu á nýju húsi á Þórshöfn en Þistilfirðingar og Langnesing- ar hafa ekki tekið afstöðu til þess hvað þeir gera en þeir tóku já- kvætt í þá hugmynd að byggt yrði hús á Þórshöfn. Þar sem Vopn- firðingar hafa hafa hafnað aðild að þeirri hugmynd þykir mér ótrúlegt að hún verði að veru- leika. Bændur í kringum Þórs- höfn hafa viðrað þá hugmynd að fara að einhverju leýti með sitt fé til Vopnafjarðar til slátrunar eða taka upp samstarf um slátur- hús á Kópaskeri og fara með sitt fé þangað til slátrunar og taka upp samstarf við bændur vestan Öxarfjarðarheiðar," sagði Níels Árni. Segja ntá að eftir ákvörðun Vopnfirðinga hafi nánast öllum möguleikum verið velt upp hvað varðar slátrun á norðausturhorn- inu. Óvissa ríkir um hvað verður um sláturhúsið á Kópaskeri í gjaldþrotamáli KNÞ en Kópa- skersbúar hafa lýst yfir vilja til samvinnu við bændur í Þistilfirði um slátrun í húsinu á Kópaskeri. Niðurstaða þarf að fara að liggja fyrir í þessu máli en þess er beðið að hugmyndir komi frá bændunum sjálfum um framtíð slátrunarinnar. Þá er einnig ljóst að liggja þarf fljótlega fyrir hvar bændur á þessu svæði ætla að slátra sínu fé í haust en sú slátrun verður að fara fram í löggiltum húsum. JÓH Samtök silungsveiðibænda: Hálft tonn til Svíaríkis nk. finuntudag A vegum Vatnafangs hf., hlutafélags samtaka silungs- veiðibænda, verða um 500 kíló af vatnasilungi send til Svíþjóðar nk. fímmtudag. Þessi sala er hluti af samningi við sænska físksölufyrirtækið Alvkarleby Lax AB. Vatnafang hf. var stofnað til að vinna að markaðssetningu á vatnasilungi erlendis og að sögn Bjarna Egilssonar, bónda á Hvalnesi á Skaga, verður meira sent af silungi til Svíþjóðar en þau 15 tonn sem tókst að semja um í fyrstu við Alvkarleby Lax AB. Bjarni sagði að viðunandi verð fengist fyrir silunginn í Svíþjóð miðað við innlendan markað og stærð á fiski, sem er allt niður í 100 gr. Silungurinn sem fer til Svía- ríkis á fimmtudag kemur aðal- lega úr Apavatni og Laxárvatni í Húnavatnssýslu. Að sögn Bjarna gengur veiðin úr vötn- unum vel, þar sem menn eru á annað borð byrjaðir, því veiði í heiðavötnum er ekki byrjuð. „Það vantar hressilega hláku til að menn geti byrjað þar,“ sagði Bjarni að lokunt. -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.