Dagur - 09.06.1990, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 9. júní 1990
matarkrókur
Mítt annálaða sumarskap
Góðan og blessaðan glaðan
dag, kæru lesendur. Fylgjur
fortíðar umlykja mig þessa
dagana þar sem ég húki niðri í
geymslu og róta í gömlu dóti.
Tilgangurinn með þessu er
m.a. sá að freista þess að finna
eitthvað nýtilegt fyrir sumarið
og einnig að athuga hvort þetta
gamla drasl hafi glatað tilfinn-
ingalegu gildi sínu svo ég geti
hent hluta af því. Það er
óhemja hvað safnast fyrir í
geymslunni. Sem dæmi má
nefna að ég varðveiti enn
gamlar stílabækur frá barna-
skólaárunum þegar Tryggvi,
Páll, Árni, Guðvin, Lilja,
Guðmundur og Björgvin voru
í fullu fjöri. Þessi söfnunar-
árátta hefur haft margháttaða
erfiðleika í för með sér og nú
er svo komið að ég þyrfti helst
að taka rúmgott húsnæði á
leigu fyrir dótið.
Reyndar hefur haugurinn
stundum minnkað með flutn-
ingum innanbæjar og innan-
lands og ýmsir munir hafa
hreinlega glatast. En það bæt-
ist alltaf eitthvað við, gömul
föt og skófatnaður sem maður
tímir ekki að henda en notar
aldrei og enginn gæti hugsað
sér að nota, brotin húsgögn,
ónýt dekk, skrautmunir og hin
aðskiljanlegu pappírsgögn sem
venjulegur maður hendir beint
á haugana. Nú er ég sum sé að
reyna að grisja draslið en það
gengur illa. Eg rekst á gamla
stíla og gleymd ástarbréf og
sökkvi mér niður í lestur og
fortíðarrómantík, enda finnst
konunni minni tiltektin ganga
hægt.
- Hvárt muntu ær ok örvita
orðinn, eða ætlarðu að gista
þarna í geymslunni? hrein hún
á þriðjudagskvöldið.
Ég gat öngvu svarað enda
staddur á öðrum áratug. Þótt
ótrúlegt megi virðast kemst ég
ætíð í sumarskap við þessa
árlegu vortiltekt, sem sjaldnast
skilar öðrum árangri. Áð vísu
dró ég fram tíu ára gamla
strigaskó sem ég hyggst brúka
og henti tólf ára gömlum
bensínnótum. Verðmæti fann
ég hins vegar engin, nema
þessi andlegu og tilfinninga-
legu. Maður fréttir jú stundum
af fólki sem dettur í lukkupott-
inn þegar það er að róta uppi á
háalofti og finnur sjaldgæf frí-
merki eða antikmuni. Ég gæti í
mesta lagi tekið saman kver og
gefið út undir heitinu: Ástar-
bréf til Hallfreðs og önnur
gullkorn.
Meðan lesendur bíða
spenntir eftir þessari útgáfu
ætla ég að halda áfram að vera
í sumarskapi. Það hafa verið
margir góðir grilldagar að
undanförnu og þótt ég hafi
gagnrýnt þetta grillfargan
harkalega í pistli eitthvert
sumarið þá hefur viðhorf mitt
breyst snarlega eftir að konan
fjárfesti í kolabrennsluofni
sem kenndur er við grill. Það
ku vera karlmannsverk að
grilla og því hef ég séð um
matseldina af mikilli snilld.
Fyrst skellti ég kolum í ker-
aldið, skvetti bensíni yfir og
reyndi árangurslaust að
kveikja í. Einhver glóð hefur
þó kviknað því þegar ég hellti
meira bensíni á kolin þá kom
þvílíkt bál að buxur á snúru
konunnar á næstu hæð fyrir
ofan fuðruðu upp. Loks var
kominn hæfilegur hiti og mátu-
lega mikið af eiturgufum og lét
ég þá spikfeitt lambakjöt á rist
yfir kolin. Brá ég mér frá til að
ná andanum en þá skipti eng-
um togum að lambið brann til
ösku. Spikið sem draup niður í
glóandi kolin hafði breytt grill-
inu í sorpbrennsluvél. Ég byrj-
aði upp á nýtt og virtist ætla að
takast betur upp. Lambið
þreifst vel á ristinni en þegar
ég ætlaði að bera það á borð,
eftir óralangan eldunartíma,
þá var það enn hálfhrátt.
Svona gengu grillæfingarnar
í nokkra daga, maturinn var
ýmist of- eða vaneldaður. Fjöl-
býlishúsið var þakið sóti eftir
tilraunirnar og slökkviliðið var
einu sinni kallað á vettvang
þegar bálkösturinn var sem
mestur. Gamli maðurinn í
íbúðinni við hliðina þoldi ekki
reykjarmökkinn og var fluttur
á sjúkrahús. En á miðvikudag-
inn lét grillið loks að stjórn og
gæfan brosti við mér. Pylsurn-
ar heppnuðust fullkomlega og
við snæddum með ánægju dýr-
ustu máltíð sem ég hefi nokkru
sinni staðið að. Já, það er mik-
ið sport að grilla.
Hallfreður
Örgumleiðason:
Hallfreður kemst alltaf í sumarskap þegar hann rekst á gömul ástarbréf í geymslunni. Þá segir hann okkur líka frá
skrautlegri matarveislu.
Kjúklingur frá
Tenerife og
ávaxtasalat
- frá Konný Kristjánsdóttur
Konný Kristjánsdóttir á
Akureyri er kokkur vikunn-
ar, en aðalréttur hennar er
œttaður frá litlum fiski-
mannabæ á Tenerife.
„Fyrir nokkrum árum var ég
á ferð um Tenerife og kom til
lítils fiskimannabæjar sem heitir
Christianos. Leiðsögumaðurinn
okkar hafði átt heirna í þessum
litla bæ og þekkti til lítils veit-
ingastaðar, sem var úr alfara-
leið. Á þessum litla, heimilis-
lega, matsölustað snæddum við
og þaðan er réttur helgarinnar.
Réttinn kalla ég „Kjúkling frá
Tenerife“ en eigandi staðarins
eftirlét mér leyndarmálið,"
sagði Konný.
Kjúklingur
œttaður frá Tenerife
2 grillaðir kryddkjúklingar eða
tilsvarandi kjúklingabitar
kryddaðir og steiktir í steiking-
arpoka
6 dl rjómi
Tvœr litlar dósir af tómat-purré,
140 g
Tvœr matskeiðar þitrrkað
estragonkrydd
Hrísgrjón, snittubrauð og
smjör.
Steiktu kjúklingarnir eru
hlutaðir niður í mátulega stóra
bita. Beinin eru tekin úr kjöt-
inu. Kjúklingabitunum er raðað
í eldfast mót með loki (eða mót-
inu lokað með álpappír).
Lögur:
Rjómanum, tómat-purré og
estragonkryddinu er blandað
saman og hellt yfir kjúklingabit-
ana.
Sett í heitan ofn (200 gráður)
í 20 mínútur.
Borið frarn nreð laussoðnum
hrísgrjónum, snittubrauði og
smjöri.
Ábætisréttur Konnýar er
ferskt ávaxtasalat, en í Dan-
mörku er þessi réttur oft notað-
ur með köldu borði og þykir
lostæti.
Ferskt ávaxtasalat
Tvœr eggjarauður
Þrjár matskeiðar sykttr
Vanilludropar
3 dl rjómi
Ferskir ávextir: Epli, perur,
bananar, vínber (grœn og blá),
kiwi, appelsínu- eða mandar-
ínubátar og safi úr einni sítrónu.
Hrærið eggjarauðurnar og
sykurinn vel saman, vanilludrop-
ar settir út í.
Blandið eggjahrærunni var-
lega saman við stífþeyttan
rjómann.
Síðan eru fersku ávextirnir
skornir í smábáta og dýft aðeins
í sítrónusafann áður en þeir eru
settir í eggjahræruna.
Borið fram í desertskálum.
Skreyta má með.
suðusúkkulaðispænum.
Kjúklingur frá Tenerife og
ávaxtasalat að hætti Dana eru
réttir helgarinnar. Undirritaður
fékk að smakka á lostætinu og
enginn verður svikinn af krás-
unum.
Við þökkum Konný fyrir
uppskriftina og matinn og hún
skorar á Ruth Sörensen, mat-
ráðskonu á Heilsugæslustöð-
inni, í næsta Matarkrók. ój