Dagur - 09.06.1990, Blaðsíða 18
r» i-
OfíO I* l tu
18 - DAGUR - Laugardagur 9. júní 1990
|y poppsíðon
Enginn veit hvað átt hefur...
- barist um útgáfurétt á Helloween
Margir hlutir sem varða hinn
stóra heim dægurtónlistarinnar
eru okkur leikmönnum oftast lítt
kunnir, við kaupum okkur plötur
með tónlist eða tónlistarfólki sem
við höfum áhuga á en vitum oft-
ast takmarkað um hvað liggur að
baki tilurð viðkomandi platna.
Dæmi um þetta er hlutur um-
boðsmanna eða umboðsfyrir-
Umsjón:
Magnús Geir
Guðmundsson
tækja, en þeirra þáttur fer oftast
ekki hátt. Þó er það staðreynd að
ef einhver hljómsveit eða ein-
staklingur á að geta haslað sér
völl í hinni gríðarlegu samkeppni
sem ríkir í tónlistarheiminum
verður sterk umboðsstjórn að
standa á bak við svo árangur
náist. Á einmitt þennan þátt reyn-
ir nú á hjá þýsku þungarokks-
sveitinni Helloween. Er málið
þannig vaxið að umboðsfyrirtæki
Helloween, Sanctuary, hafði náð
samningum við útgáfurisann EMI
um útgáfu fyrir hönd hljómsveit-
arinnar. Við það hefur fyrra út-
gáfufyrirtæki Helloween, Noise
International hins vegar ekki vilj-
að fella sig við. Segja forráða-
menn þess að samningur Hello-
ween við þá sé alls ekki útrunn-
inn og enn eigi hljómsveitin eftir
að hljóðrita fjórar plötur til að.
uppfylla hann. Hafa þeir vísað
málinu til dóms og krefjast lög-
banns á samninga til að koma í
veg fyrir að hljómsveitin hljóðriti
efni á merki EMI. Hins vegar
segja meðlimir Helloween og
talsmenn Sanctuary að Noise
hafi sjálft brotið samninga við þá
með of lágri skiptaprósentu og
síðan neitað að gefa þeim upp-
lýsingar um inneign sveitarinnar
hjá fyrirtækinu. Er þetta mál nú í
biðstöðu meðan beðið er eftir
úrskurði dóms, en Ijóst er að nú
reynir á hæfni umboðsfyrirtækis-
ins að halda rétt á málum fyrir
hönd hljómsveitarinnar því nei-
kvæð niðurstaða gæti sett strik í
reikninginn á ferð hennar til frek-
ari frægðar.
Útgáfumál Helloween í óvissu.
Hitt og þetta
Tónleikahátíðir
Víða í Evrópu eru tónlistarhátíð-
ar ýmiss konar fastur liður í til-
veru sumarsins. Á þessar hátíðir
sem standa allt frá einum degi til
þriggja daga, streyma árlega tug-
þúsundir tónlistaráhugafólks
hvaðanæva að til að heyra og sjá
hina ýmsu tónlistarmenn spila.
Er fjöldi þessara hátíða ansi
mikill, en þær þrjár sem eflaust
Cramps veröa bæði á Hróarskeldu
og á Reading hátíðinni.
eru þekktastar hér á íslandi eru
Roskilde eða Hróarskelduhátíðin í
Danmörku, Doningtonhátíðin í
Englandi og Reading hátíðin
sömuleiðis í Englandi. Kennir að
vanda ýmissa góðra grasa á
þessum hátíðum. ( Hróarskeldu
verða sem fyrr tugir sveita af öll-
um tegundum og sem dæmi má
nefna blússveit gítarleikarans
blinda Jeff Healey, þungarokks-
sveitina Faith no More og ný-
bylgjuhljómsveitina Cramps.
Hefst hátíðin nú þann 27. júní og
stendur til 1. júlí. Donington-
hátiðin, merkasta hátíð þunga-
rokksaðdáenda verður haldin í
tíunda sinn 18. ágúst og þar
munu koma fram fimm hljóm-
sveitir. Verður Whitesnake þar
aðalnúmerið en auk þeirra koma
fram Aerosmith, Poison, Quireboys
og Thunder. Á Readinghátiðinni
sem hefst tæpri viku á eftir Don-
ington 24. ágúst og stendur í þrjá
daga, verða síðan nýrokksveitir í
Inspiral Carpets verður ein aðal-
hljómsveitin á Reading hátíðinni.
aðalhlutverki og verða Pixies,
Inspiral Carpets og Cramps þar
aðalnúmerin.
Beach Boys
Nú nýlega var hafin útgáfa á öll-
um þlötum hinnar fornfrægu
hljómsveitar Beach Boys á geisla-
diskum. Mun hver diskur inni-
halda tvær plötur með einu lagi
að auki í kaupbæti, að einum
undanskildum.
Michael Jackson
Gulldrengnum Michael Jackson
virðist vera fleira til lista lagt en
semja tónlist, syngja og semja
dansspor, því nú hefur honum
verið boðið að hanna fjall og vatn
sem verða í skemmtigarði í Las
Vegas. Er garðuiinn í tengslum
við nýtt hótel sem verið er að
byggja þar í borg og er ekki að
efa að gestir þess munu kunna
að meta þessi sköpunarverk
Jacksons í honum í framtíðinni.
Tom Waits
Söngvaranum með röddina
hrjúfu Tom Waits voru nú nýlega
dæmdar hvorki meira né minna
en nær tvær og hálf milljón doll-
ara í skaðabætur af dómstóli í
Los Angeles. Þannig var að fyrir-
tækið Frito-Lay fékk eftirhermu til
að syngja með rödd Waits í aug-
lýsingaskyni fyrir kornflögur fyrir-
tækisins í útvarpi árið 1988. Var
hér að sjálfsögðu um ólöglegt
athæfi að ræða og er Tom Waits
því öllu efnaðri en fyrr.
Living Color
Svolítið meira af dómsmálum.
Living Color hin ágæta fönk/rokk-
sveit frá New York hefur stefnt
Fox útvarpsfélaginu fyrir dóm
vegna nafns á skemmtiþætti fé-
lagsins. Heitir hann In living color
og telja hljómsveitarmeðlimir og
umboðsmenn þeirra að þeir hafi
einkarétt á nafninu Living color og
því sé nafn þáttarins ólöglegt.
Það er svo annað af hljómsveit-
inni að frétta að plata mun vera
væntanleg í náinni framtið.
Plötupunktar
Hin kynþokkafulla Ijóska Kim Wilde
er nýbúin að senda frá sér nýja
plötu og nefnist hún Love movies.
Sú ágæta gáfumannapopp-
sveit Aztec Camera er sömuleiðis
rétt búin að gefa út nýja skífu og
heitir sú Stray. Þá er eitt af stóru
nöfnunum í þungarokkinu Dio
komið með nýja plötu fyrir all-
nokkru og heitir hún Lock up the
Wolves. Að endingu skal þunga-
rokksaðdáendum bent á athygl-
isverðar skífur með hljómsveit-
unum Kill for Thrills, Death Angel
og Riot.
HJÁ OKKUR ER ALLTAF BÍLASÝNING!
NÝR GLÆSILEGUR VOLVO
460 ER RÍKULEGA BÚINN
ÞÓRSHAMAR HF.
Tryggvabraut 5-7. Símar 22700 og
30496. Bein lína 22875.