Dagur - 19.06.1990, Side 6

Dagur - 19.06.1990, Side 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 19. júní 1990 Stefán Valgeirsson: Opið bréf til Eyfirðinga - Vegna áhuga sumra þeirra fyrir álverksmiðju við Eyjafjörð Hvað gæti það þýtt fyrir byggðir Eyjafjarðar ef allt að 400 þús. tonna álbræðsla yrði byggð þar? Allar þessar tölur (sjá niðurlag 2. hluta) eru miðaðar við fullkom- inn hreinsibúnað. Ef eitthvað út af ber margfaldast mengunin t.d. flúor. Það var haft eftir forsætisráð- herra hér um daginn, að sumir í Atlantalhópnum vildu ekki byggja álver hjá Straumsvík því ef yrði mengunarslys þá þyrfti það að liggja Ijóst fyrir hvorum aðilanum væri um að kenna. betta sýnir að báðir aðilar eru þess meðvitaðir að engin leið er að útiloka að slíkt slys geti gerst enda eru þau alltaf að gerast. 3. hluti Sautján læknar frá Norður- löndum fóru til Póllands í byrjun apríl s.l. til að kynna sér ástandið þar og þó fyrst og fremst ástand vegna mengunar. Þeir komu m.a. á sjúkrahús og á fæðingardeild þess. Þar var þeim sagt, að um 15% af börnum sem fæddust þar væru vansköpuð. Þeim skildist að læknar þar álitu að vansköpunin stafaði af kjarnorkuslysinu í Sovétríkjunum, Tsjernóbíl. Norrænu læknarnir fengu upplýs- ingar um að geislamengun hefði ekki verið meiri en t.d. sums staðar í Svíþjóð, en þar hafa eng- in vansköpuð börn fæðst. Álit þcirra var að vansköpunin stafaði frá koparnámum og málmbræðsl- um. I síðari hluta inarsmánaðar s.l. kom eftirfarandi frétt í ríkis- útvarpinu. „Kanadísk stjórnvöld hafa fyrirskipað opinbera rannsókn á því, hvers vegna óvenju mörg vansköpuð börn hafa fæðst nærri kjarnorkuveri í iðnaðarbænum Bentilill í Quebeck á síðustu tveimur árum. Bændur í sveitum nærri kjarnorkuverinu greina einnig frá því, að mikið hafi fæðst af vansköpuðum skepnum á sama tíma. Kjarnorkuverið í Bentilill hóf starfsemi 1982. Hóp- ur sérfræðinga mun rannsaka hugsanlega geislun frá verinu, mengun frá álverinu og öðrum verksmiðjum í Bentilill." Það koma nú víða fram grun- semdir um mjög skaðlega meng- un frá álverum og fara fram rann- sóknir vegna þeirra grunsemda. Iðnþjóðirnar leggja kapp á að byggja álbræðslur utan síns heimalands og þróunarríkin eru orðin í stórhættu vegna þessarar þróunar og ásóknar álbræðslu- auðhringa. Fólk er varað við að setja ílát úr áli í þvottavélar vegna útfellingar álsins. Grun- sentdir eru uppi um hvort ekki sé varasamt að nota álílát undir matvæli. Rannsóknir fara nú fram á því og einnig fleiri málmunt. í Svíþjóð og fleiri Evrópulöndum eru menn orðnir hræddari við aðra mengun en frá kjarnorkuverum. Þrátt fyrir þetta allt erum við íslendingar að sækj- ast eftir að byggt verði hér risa- stórt álver og sumir vilja að það verði staðsett í blómlegasta land- búnaðarhéraði landsins við til- tölulega þröngan fjörð, um- kringdan háum fjöllum þar sem landslag og veðurfar er með þeim hætti, að síst ætti að setja niður álver þar eða aðra mengunarríka framleiðslu. Er okkur íslendingum ekki sjálfrátt eða er kæruleysið orðið svo yfirþyrmandi að menn ana út í hvaö sem er án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum? Getur VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 2 5.177.203.- O éí. 4af5^jf/P 15 58.318.- 3. 4af5 416 3.627.- 4. 3af 5 10.680 329.- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 16.251.728.- UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Netvíðir Grámispili Loðkvistur Myrtuvíðir Skógartoppur Bjarkeyjarkvistur Grænlenskur grávíðir Blátoppur Sunnukvistur Orravíðir Glótoppur Fjallarifs Viðja Bergtoppur Rifs Tröllavíðir Runnamura, gul og hvít Geislasópur Sirena „Elínóra" Snækóróna Fjalldrapi Reyniblaðka Síberíukvistur Drekabroddur Himmalæjaeinir Japanskvistur Sólbroddur Fjallafura Perlukvistur Heggur Starfafura Heiðarkvistur Blóðheggur Blágreni Lensukvistur Fjallagullregn Hvítgreni Dögglingskvistur Laxaber Rauðgreni Garðakvistur Birki Snjóber Birkikvistur Alaskaösp Skrúðmispill Rósakvistur Lerki Gljámispill Stórkvistur Skógarplöntur af birki og ösp Sumarblóm, fjölær blóm, matjurtir, RÓSIR: Hjónarós ★ Þyrnirós ★ Meyjarrós áburður, acryldúkur og jarðvegsdúkur. Þokkarós ★ Fjallarós ★ Pólstjarnan Ath. nýr afgreiðslutími: Mánudaga til föstudaga kl. 10-12 og 13-19. Laugardaga og sunnudaga kl. 13-18 Stefán Valgeirsson. verið að minnimáttakenndin eða þjónkunin við erlenda auðhringa ráði ferðinni? Ég get a.m.k. ekki séð eða skilið að heilbrigð skyn- semi ráði í þessu máli. I bráðabirgðaáliti Þjóðhags- stofnunar kemur fram, að hag- vöxturinn veröi rúmlega 5% meiri en ella fram til áranna 1997 ef álver verður reist. Hins vegar kemur ekki fram hvað hagvöxt- urinn mundi aukast ef við færum í fjársterkar framkvæmdir vegna annarrar framleiðslu. Ál skal það vera hvað sem það kostar og hverjar sem afleiðingarnar verða. Sagt er að álver mundi kosta a.m.k. 31/2 milljörðum meira væri það byggt við Eyjafjörð en á Reykjanesi. Væri nú ekki ráð fyr- ir íbúa Eyjafjarðar að sameinast um að falla frá öllum þrýstingi á að fá álver en í stað þess krefjast þess að fá þessa upphæð til at- vinnuuppbyggingar við fjörðinn. Áhugi fyrir álveri er vegna nauðsynjar á að auka atvinnu- möguleika á svæðinu. Það er hægt með ýmsu móti, en til þess þarf fjármagn. Þið ráðamenn sem sýnt hafið skilning á þörfinni fyrir atvinnu- uppbyggingu þar sem atvinnu skortir, er ekki fýsilegri kostur að nýta og styrkja hugvit og krafta kvenna og karla en halda áfram þessum blindingsleik sem hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir það byggðarlag, sem það verður staðsett í og þjóðina alla? Það er ekki einu sinni sannað mál að álver sé „þjóðhagslega hag- kvæmt“ eins og það heitir, þ.e.a.s. skapi okkur betri efna- hagsleg lífskjör, en önnur upp- bygging. Úr því að hægt er að fá fjár- magn til að byggja álver, getum við þá ekki sameinast um að nýta þá fjármagnsmöguleika til skynsamlegri atvinnuuppbygg- ingar bæði hér og á landinu öllu? Eða er álver orðið átrúnaðar- goð íslenskra ráðamanna. Niðurstaða 1. Álver er ekki hagkvæmur kostur fyrir okkur íslendinga. 2. Við höfum mjög takmark- aða hagkvæma virkjunarkosti og verðum að hafa það í huga við verðlagningu orkunnar. 3. Við íslendingar eigurn fyrst og fremst að framleiða matvæli: Mengunarfyrirtæki, eins og álver og framleiðsla á matvælum fara ekki saman. 4. Við eigum ekki að fara eftir atvinnustefnu, sent verður þess valdandi að þjappa þjóðinni sam- an á 2-3 staði. 5. Við verðum að byggja at- vinnulífiö upp á þann veg, að það henti jafnt fyrir konur sem karla, það gerum við ekki með bygg- ingu álbræðslu. 6. Eyjafjörður kemur ekki til greina að mínu mati, undir ál- smiðju, vegna landslags, gróðurs og veðurfars. 7. Norsku sérfræðingarnir sem Staðarvalsnefnd fékk tii að mæla hvernig mengun myndi dreifast um byggðir Eyjafjarðar frá álveri á Dysnesi, komust að þeirri niðurstöðu að það færi eftir magni þeirra efna sem færu út í andrúmsloftið og þeir gætu ekkert um það sagt hver dreifing- in yrði um Hörgárdal og innan við Akureyri. 8. Tvö hundruð þúsund tonna, hvað þá tvöfalt stærra álver, mundi verka sem krabbamein í eyfirskum byggðum. Vilt þú les- andi góður bera ábyrgð á slíku? Að minnsta kosti vil ég það ekki. 9. Ég hygg að Akureyri og ey- firskar byggðir muni ekki lengur hafa aðdráttarafl fyrir ferðamenn ef álver rís þar og blámóða byrgir sýn. 10. Ég hygg að landbúnaðar- framleiðslu verði stefnt í veru- lega hættu ef álbræðsla rís við fjörðinn. 11. Risastórt álver er ekki byggðamál, hvar sem það verður sett niður heldur andhverfa þeirr- ar byggðastefnu, sem flestir flokkar, ef ekki allir, hafa þóst berjast fyrir. 12. Nú eru 90% líkur fyrir því að álverið verði sett niður á Vatnsleysuströnd ef það verður byggt og dregið verði úr öllum framkvæmdum á byggingartíma þess. Telja landsmenn slíka upp- byggingu æskilega, og munu þeir styðja þá stefnu? 13. Það er kátbroslegt að vera að setja á stofn umhverfisráðu- neyti á sama tíma og rætt er um að byggja 400 þúsund tonna álver við Éyjafjörð. Ég er tilbúinn að mæta á fundi norðan fjalla, til að rökræða við hvern sem er um byggingu álvers við Eyjafjörð. Fyrsta sumardag 1990. Með bestu kveðju, Stefán IValgeirsson. Höl'undur er alþingismaður Samtaka jafnréttis og félagshyggju. Grein þessi hefur áður birst í Morgunblaðinu en var send Degi til birtingar miðviku- daginn 16. maí sl. ásamt 1. og 2. hluta. Heimildir: 1. Hollustuvernd ríkisins, mengunarvarnir. Mælingar í Straumsvík 1986. 2. Hollustuvernd ríkisins og Siglingamálastofnun. Mengunar- hætta vegna förgunar kerbrota. 3. Mengun frá álveri og áhrif hennar á umhverfið eftir Ólaf Pétursson forstöðumann Holl- ustuverndar ríkisins. 4. Spredningsberegninger for et planlagt Aluminiumverk nord for Akureyri, Island eftir Jörgen Svhjoldager og Frederick Gram. 5. Leiðir álver til lakari lífs- kjara, eftir Jóhann Rúnar Björg- vinsson hagfræðing. 6. Þjóðhagsstofnun. Þjóð- hagsleg áhrif nýs 200 þús. tonna álvers. 7. Áhrif stóriðju á búsetu og vinnumarkað, Byggðastofnun. á veginn! Flestir slasast í umferðinni á sumrin. Þá er enn meiri þörf á að halda athyglinni vakandi en ella. Látum ekki of hraðan akstur eða kæruleysi spilla sumarleyfinu. Tökum aldrei áhættu! iJumferciar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.