Dagur - 19.06.1990, Page 7
Þriðjudagur 19. júní 1990 - DAGUR - 7
Golf:
Öm og Þórleifur
í drengjalandsliðshópinn
- Örn tryggði sér efsta sætið í stigakeppninni með sigri um helgina
Örn Arnarson frá Akureyri
sigraði í síðasta stigamóti ungl-
inga sem fram fór á golfvellin-
um að Jaðri á Akureyri um
helgina. Örn lék 36 holur á 156
höggum en Þórleifur Karlsson,
einnig frá Akureyri varð annar
á 157 höggum. Þessi sigur Arn-
ar tryggði honum efsta sætið í
stigakeppninni og sæti í drengja-
landsliðshópnum sem tekur
þátt í Evrópumeistaramóti
drengjalandsliða sem fram fer í
Reykjavík í júlí. Agæt frammi-
staða Þórleifs Karlssonar
tryggði honum einnig sæti í
hópnum og fær hann tækjfæri
til að tryggja sér sæti í liðinu á
næstu vikum.
Það voru flestir bestu ungling-
ar landsins sem leiddu sarnan
hesta sína á Jaðarsvelli um helg-
ina. Leiknar voru 36 holur á ein-
um degi en upphaflega stóð til að
klára mótið á sunnudeginum.
Örn sigraði eins og fyrr segir en
hann lék á 156 höggum, Þórleifur
varð annar á 157 höggum og
Rúnar S. Gunnarsson varð þriðji
á 160 höggum. Rúnar vann einn-
ig aukaverðlaun sem Lacoste gaf
fyrir að vera næstur holu á 4.
braut, 1,50 m.
Stigakeppni unglinganna sam-
anstóð af fjórunt mótum sem
fram fóru í Reykjavík, á Suður-
nesjum, í Vestmannaeyjum og á
Akureyri. Árangur úr þremur
bestu mótunum taldi ti! stiga og
þegar upp var staðið reyndist
Þórleifur Karlsson þykir mikið efni í
holum, 35 höggum.
Örn Arnarson í efsta sæti með
593 stig. Júlíus Hallgrímsson,
GV, varð annar með 591 stig,
Ástráður Sigurðsson, GR, þriðji
með 559 stig, Kjartan Gunnars-
son, GOS, fjórði með 526 stig,
Sturla Ómarsson, GR, fimmti
með 521 stig, Ólafur Þ. Ágústs-
son, GK, sjötti með 473 stig og
Haukur Óskarsson sjöundi. Því
rniður vantaði upplýsingar um
stigatölu hans.
Sjö efstu menn, ásamt Hjalta
Nielsen, íslandsmeistara frá í
fyrra, áttu að skipa drengjaiands-
liðið sem tekur þátt í Evrópu-
meistaramótinu. Einvaldur
landsliðsins, Hannes Þorsteins-
son, hreifst liins vegar svo af
frammistöðu Þórleifs og Þórðar
Ólafssonar, GL, að hann ákvað
að velja þá einnig í hópinn og fá
þeir á næstu vikum tækifæri til að
tryggja sér sæti í liðinu.
golfínu. Hann lék mjög vel um helgina og náði m.a. besta „skorinu" á níu
Mynd: KL
■'*W4 3* '
Örn Arnarson sigraði í stigamótinu um helgina og var cinnig með besta
árangurinn úr mótunum fjórum. Mynd: JHB
Meistaramótið í frjálsum íþróttum:
Ágætur árangur Eyfírðinga
unnu til 13 verðlauna, þar af fernra gullverðlauna
Eyfiröingar náöu ágætum
árangri á Mcistaramóti Islands
í frjálsum íþróttum sem fram
fór í Mosfellsbæ um helgina.
Þeir unnu alls til 13 verðlauna,
hlutu fern gullverðlaun, fern
silfurverðlaun og fimm brons-
verðlaun. Fleiri Norðlendingar
Handknattleikur:
Lfldegt að útlendingur
leflá með KA í vetur
- ódýrara en að fá íslenskan landsliðsmann
segir Einar Jóhannsson
Handknattleiksdeild KA hef-
ur að undanförnu kannað
möguleika á því að fá erlend-
an leikmann til að leika með
liðinu á næsta keppnistíma-
bili. Að sögn Einars Jóhanns-
sonar, formanns deildarinn-
ar, hefur verið leitað til sendi-
ráða Tékkóslóvakíu, Pól-
lands og Sovétríkjanna og
virðist enginn hörgull á leik-
mönnum sem hingað vilja
koma. Einar segir þetta vel
koma til greina enda sé Ijóst
að þetta sé mun ódýrara held-
ur en að fá t.d. íslenskan
landsliðsmann í liðið.
„Það er ákveðið vandamál
við að velja leikmann. En ef við
getum fengið mann sem hentar
okkur vel þá reikna ég með að
af þessu verði. Viö höfum þó
ekki fengið augastað á neinum
ákveðnum leikmanni ennþá,"
sagði Einar.
Aðspurður um aðrar breyt-
ingar á liðinu sagði Einar að lík-
lega yrðu þær einhverjar en
ekkert væri ákveðið í því sam-
bandi. „Það hafa engin félaga-
skipti átt sér staö ennþá og
þangað til þau hafa gengið í
gegn er best að segja sem
minnst," sagði Einar Jóhanns-
son.
komust á verðlaunapall um
helgina en það var skarð fyrir
skildi hversu fáir Skagfirðingar
tóku þátt í mótinu að þessu
sinni.
Veðrið var í aðalhlutverki um
helgina og setti stóran svip á
mótið. Vindur var mikill, sér-
staklega fyrri daginn, en þá var
svo hvasst að vindmælirinn fauk
um koll! Þetta spillti mikið fyrir,
sérstaklega í hlaupa- og stökk-
greinum. Aðstæður voru að öðru
leyti til fyrirmyndar, völlurinn í
Mosfellsbæ er stórglæsilegur og
heimamönnum þar til mikils
sóma. Þátttaka í mótinu var góð.
Gullverðlaunin sem Eyfirðing-
ar unnu, komu í hlut Aðalsteins
Bernharðssonar, sem vann 400 m
grindahlaup karla, Birgittu Guð-
jónsdóttur, sem vann spjótkast
kvenna, Sigurðar Matthíassonar,
sem vann spjótkast karla, og
boðhlaupssveitar karla sem vann
óvæntan sigur í 4x100 m hlaupi.
Þóra Einarsdóttir hlaut silfur-
verðlaun í hástökki og sveit
UMSE varð í 2. sæti í 4x100 m
hlaupi kvenna. Þá fékk Hjörtur
Gíslason tvenn silfurverðlaun, í
200 m hlaupi og 110 m grinda-
hlaupi.
Bronsverðlaun Eyfirðinga
ihlutu Valdís Hallgrímsdóttir í
400 m grindahldupi, Aðasteinn
Bernharðsson í 400 m hlaupi,
Birgitta Guðjónsdóttir í kúlu-
varpi og langstökki og Gunnar
Sigurðsson í spjótkasti.
Skagfirðingar voru óvenju fáir
á mótinu enda margir keppendur
þeirra við æfingar erlendis. Gísli
Sigurðsson vann 110 m grinda-
hlaup karla og Gunnlaugur
Skúlason varð 2. í 5000 m hlaupi.
Sigurður P. Sigmundsson var
eini keppandi UFA á mótinu og
hann vann til verðlauna, varð
þriðji í 5000 m hlaupi eftir mikla
keppni við Gunnlaug.
Einn keppandi frá HSÞ komst
á verðlaunapall á mótinu, Ágústa
Pálsdóttir varð 3. í 400 m hlaupi.
HSÞ átti 10 keppendur á mótinu
en þeir voru flestir mjög ungir að
árum.
Þá eru aðeins ótaldir Húnvetn-
ingarnir í USAH. Þar kom korn-
ung og stórefnileg hlaupakona,
Sunna Gestsdóttir, á óvart þegar
hún náði 3. sæti í 200 m hlaupi.
Daníel Guðmundsson varð annar
í 1500 m hlaupi og Helgi Þ.
Helgason varð annar í kringlu-
kasti. Þá náði karlasveit USAH
þriðja sæti í 4x 100 m hlaupi.