Dagur - 19.06.1990, Side 13

Dagur - 19.06.1990, Side 13
Þriðjudagur 19. júní 1990 - DAGUR - 13 Hestamannafélagið Funi 4» AFMÆLIS- "7M HÁTÍÐ í tiiefni af 30 ára afmæli Funa verður afmælishátíð haldin í Laugaborg, laugardaginn 23. júní nk. og hefst kl. 21.00. Létt skemmtiatriði, veitingar og dansleikur. Félagsmenn Funa og gestir þeirra eru velkomnir. Miðapantanir í símum 24933 og 31126 í seinasta lagi mið- vikudaginn 20. júní. Stjórnin. AKUREYRARBÆR Innheimta fasteignagjalda í samræmi við ákvæði laga nr. 49/1951 um sölu lögveða án undangengis lögtaks er hér með birt almenn áskorun til þeirra sem ekki hafa greitt fasteignagjöld sín álögð 1990 um að greiða. Ef ekki verður orðið við áskorun þessari mun hverjum þeim sem á ógreidd fasteignagjöld settur 30 daga frestur að greiða gjöldin en að þeim tíma liðnum má beiðast nauðungaruppboðs á viðkom- andi eign til fullnaðargreiðslu gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, en innheimtan væntir þess, að eigi þurfi til slíks að koma. Bæjargjaldkerinn, Akureyri. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem glöddu okkur og sýndu okkur vináttu og hlýhug 8. júní sl. AÐALBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR OG HERMANN VILHJÁLMSSON, Eyrarvegi 1, Akureyri. J Mér finnst svo skrítið að Dísa skuli vera dáin. Ég skil það ekki enn. Við sem erum heyrnarskert erum hópur þar sem allir þekkj- ast svo vel. Við erum eins og ein stór fjölskylda. Þess vegna miss- um við svo mikið þegar einhver úr hópnum hverfur. Ég kynntist Dísu fyrst þegar hún kom í „græna húsið" á heimavistinni. Þá var hún 9 ára, held ég. Hana langaði svo til að tala við mig, en hún talaði svo hratt að ég skildi hana ekki. Bryndís „húsmóðir" sagði henni þá að tala hægt. Dísa bað mig að koma með sér í herbergið sitt og kenna sér táknmál. Við urðum góðar vinkonur og Dísa túlkaði oft fyrir mig, þegar ég þurfti að tala við fólk, bæði í búðum og annars staðar, það skildi hana betur en mig. Dísa var frá Akur- Hreinsið sjálf. Leigjum teppahreinsivéiar. Hjá okkur færðu vinsælu Buzil hreinsiefnin. Teppaland - Dúkaland, Tryggvabraut 22, sími 25055. Hreingerningar - Teppahreins- un - Gluggaþvottur. Tek að mér hreingerningar á íbúð- um, stigagöngum og stofnunum. Teppahreinsun með nýlegri djúp- hreinsivél sem skilar góðum ár- angri. Vanur maður - Vönduð vinna. Aron Þ. Sigurðsson. Simi 25650. Vinsamlegast leggið inn nafn og símanúmer í símsvara. Tökum að okkur daglegar ræst- ingar fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ennfremur allar hreingerningar, teppahreinsun og gluggaþvott. Ný og fullkomin tæki. Securitas, ræstingadeild, símar 26261 og 25603. Hreingerningar - Teppahreinsun. Tökum að okkur teppahreinsun, hreingerningar og húsgagnahreins- un með nýjum fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Inga Guðmundsdóttir, sími 25296. Okukennsla Ökukennsla - Bifhjólakennsla. Vilt þú læra á bíl eða bifhjól? Kenni á Honda Accord GMEX 2000. Útvega kennslubækur og prófgögn. Egill H. Bragason, ökukennari, sími 22813. Ökukennsla - Æfingatímar. Kenni allan daginn á Volvo 360 GL. Hjálpa til við endurnýjun ökuskír- teina. Útvega kennslubækur og prófgögn. Greiðslukjör. Jón S. Árnason, ökukennari, sími 96-22935. Náttúrugripasafnið Hafnarstræti 81 sími 22983. Opið daglega nema laugardaga kl. 13-16. Takið eftir___________________ Hlífarkonur! Hlífarkonur minnast 75 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna og mætum í Naustaborgir þriðjud. 19. júní kl. 19.00. Stjórnin. eyri alveg eins og ég. Þess vegna hittumst við oft. Við fórum sam- an á hestbak, í bíltúra, bíó og á skíði. Dísa lauk prófi frá Heyrnleys- ingjaskólanum síðastliðið vor og ætlaði að vinna í eitt ár og fara svo í fjölbraut að læra matvæla- fræði. Það er svo sorglegt að hún fékk ekki að lifa lengur og gera það sem hana langaði til. Ég sakna Dísu. Hún var svo skemmtileg og talaði svo mikið. Hún átti svo auðvelt með að eignast vini. Hún var rétt að byrja að lifa lífinu. Farin að vera með strák, sem hún var hamingjusöm með. Guð blessi Sigga, foreldra, systur, afa og aðra vini og ætt- ingja. Anna Óladóttir. Ég gat ekki trúað að Dísa væri dáin. Hún dó 3. júní hvítasunnu- dagsmorgun í bílslysi. Dísa fædd- ist á Akureyri. Foreldrar hennar voru Steindór Runeberg Har- aldsson og Ingibjörg Björgvins- dóttir, systir hennar er Aðalheið- ur Marta Steindórsdóttir. Hún var svo ung stúlka og átti eftir allt lífið. Hún var alltaf svo hress, talaði mikið við fólk. mjög forvitin, lífsglöð, mjög bjartsýn og hamingjusöm. Hún hafði gaman af að passa börn. Hún hafði svo mikinn áhuga á börnum. Hún kom oft til mín á sumrin þegar hún kom til Akureyrar og spjallaði við mig. Hún flutti til Skagastrandar fyrir nokkrum árum. Minningarnar um Dísu koma upp í hugann aftur og aftur frá heimavist, verslunarmannahelgi, Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og sumrum þegar við höfðum alltaf hist. Hún var svo góð við vini sína, sem heyrðu ekki og fólk skilur ekki og fólk talar líka svo hratt. Hún hafði tíma til að túlka fyrir vini sína. Ég sá hana síðast 20. maí í Perlunni v/Öskjuhlíð í Reykja- vík, sem ég, Lilla og Dísa fórum að skoða. Og spjalla um hvort við ættum að prófa einhvern tíma að borða þar. Þar sá ég hana síð- ast og við kvöddumst. Hún sagði. „Við sjáumst í sumar á Akur- eyri.“ Ég beið eftir að hún kæmi og segði mér frá ferðalagi með skólasystkinum í Danmörku. Hún hlakkaði svo til að fara til Danmerkur. Hún ætlaði að taka sér frí frá skólanum í eitt ár og vera hjá fjölskyldu og kærastan- um sínum. Foreldrum, systur, kærasta, afa, vinum og vandamönnum sendi ég innilegustu samúðar- kveðjur. Harpa. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Baldurshagi neðri hæð, Dalvík, þingl. eigandi Kristbjörn Steinars- son ofl., föstud. 22. júni ’90, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Hróbjartur Jónatansson hdl. Geislagata 12, hluti, Akureyri, þingl. eigandi Hringur sf., föstud. 22. júní '90, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóðs. Grundargerði 7 e, Akureyri, þingl. eigandi Örn Þórsson, föstud. 22. júní ’90, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Steingrímur Eiríksson hdl. ; llið v/Þórunnarstr., þingl. eigandi Ingimar Víglundsson, föstud. 22. júní '90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar og Gunnar Sólnes hrl. Kjalarsíða 14 b Akureyri, þingl. eig- andi Gunnar Sigtryggsson, föstud. 22. júní '90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Veðdeild Landsbanka íslands. Krossar, íbúðarhús, Árskógshreppi, þingl. eigandi Sveinn Kristinsson, föstud. 22. júní ’90, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Tryggingastofnun ríkisins og Gunn- ar Sólnes hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn i Eyjafjaröarsýslu. Þcssir drengir efndu á dögunum til tombólu til styrktar Barnadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Þeir eru (f.v.): Arnar Erlingsson, Ingvar Erl- ingsson og Mikacl Símonarson. Mynd: kl Guðrún Helga Sigurðardóttir, Elsa Pétursdóttir, Sólveig Rósa Davíðsdóttir, Ragnar Örn Davíðsson og Bjarney Sigurðardóttir efndu til hlutaveltu og söfnuðu kr 3436,10 sem þau afhentu F.S.A. barnadeild. Biluðum bílum á að koma út fyrir vegarbrún! UMFERÐAR Irad

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.