Dagur - 22.06.1990, Side 12
Haldið veisluna eða fundinn
í elsta húsi bæjarins
Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★
★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★
Fundi og hvers konar móttökur.
Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818.
Álaborgarháskólanemar í heimsókn:
Sjávarútvegsverkfræðinemar
kynna sér
Hópur nemenda frá Háskólan-
um í Álaborg hefur ferðast um
ísland að undanförnu. Hér eru
á ferð sex Danir og fjórir
Islendingar sem leggja stund á
verkfræðinám með rekstur
fiskvinnslufyrirtækja og ýmis-
legt tengt sjávarútvegi sem
framhaldsgrein. Þessir verð-
andi sjávarútvegsverkfræðing-
ar eiga allir eitt ár eftir i námi.
Verkfræðinemarnir hafa skoð-
að fjölmörg fyrirtæki í sjávarút-
vegi hérlendis, enda er ferðin
fyrst og fremst í tengslum við
námið. í síðustu viku heimsótti
hópurinn m.a. sjávarútvegsráðu-
neytið, Hafrannsóknastofnun,
Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins, íslandslax, Lindarlax, Þor-
björn í Grindavík, frystitogara í
Hafnarfirði, Marel, Hampiðj-
una, söludeild Sambandsins og
fiskvinnslu
Ríkismat sjávarafurða.
Að sögn Bjarna Kristinssonar,
sem er einn af íslendingunum í
hópnum, hefur dagskráin verið
þétt alla daga, enda margt sem
verkfræðinemarnir hafa áhuga á
að kynna sér. Að morgni mið-
vikudags kynnti hópurinn sér
starfsemi Útgerðarfélags Akur-
eyringa og leist þeim mjög vel á
fyrirtækið.
Formlegri námsferð er nú að
ljúka og hittum við nemana á
Akureyri í gær þegar þeir voru að
leggja upp í skoðunarferð til
Mývatnssveitar. Gott hljóð var í
mannskapnum og voru menn
sammála um að íslandsferðin
hefði verið vel heppnuð og
ánægjuleg. Leiðin liggur síðan
aftur til Danmerkur aðfaranótt
laugardags. SS
I hopnum fra Haskolanum í Alaborg eru sex Danir og fjorir Islendingar. Hopurinn bra ser 1 Mývatnssveitma i gær.
Mynd: KL
Gamla skólahúsið á Siglufirði í niðurníðslu:
Lagastofnun HÍ:
Útvarpsráð út
fyrir vaidsvið
Lagastofnun Háskólans tel-
ur að útvarpsráð og útvarps-
stjóri hafi farið út fyrir
valdsvið sitt með afskiptum
sínum af fréttaflutningi
fréttastofu útvarps, eins og
þau birtust 28. apríl sl.
Þetta kemur fram í álitsgerð
Lagastofnunar dagsettri 20.
júní, sem kynnt var í gær.
Félag fréttamanna óskaði
eftir áliti Lagastofnunar á
ýmsu er varðaði valdsvið
útvarpsstjóra og útvarpsráðs.
Leitað var eftir þessu áliti í
kjölfar árekstra er urðu milli
útvarpsráðs annars vegar og
fréttastofunnar hins vegar um
fréttaflutning af svokölluðu
VT-teiknistofumáli.
Meðal annars kemur fram í
ítarlegu áliti Lagastofnunar að
útvarpsráð hafi hvorki sam-
kvæmt útvarpslögum, reglu-
gerð eða fréttareglum vald til
þess að úrskurða eftir á að
frétt sem samin er af frétta-
manni og lesin hefur verið í
Ríkisútvarpinu sé ómerk. Af
þvf leiðir, að mati Lagastofn-
unar, að útvarpsráð hefur ekki
vald til þess að úrskurða að
yfirlýsing fréttastofu útvarps
þess efnis að fréttastofan
standi við ákveðna frétt, sé
ómerk. Þá kemur ennfremur
fram í áliti Lagastofnunar að
hvorki útvarpsráð né útvarps-
stjóri hafi vald til þess að
banna birtingu fréttar. óþh
Heilbrigðisfiilltrúi krafðist lokunar
- skólplagnir og gluggar þarfnast endurbóta
Fyrrum skólanefnd Siglufjarð-
ar samþykkti áskorun á síðasta
fundi sínum til nýrrar bæjar-
stjórnar um að setja byggingu
nýs skólahúss framarlega í röð
forgangsverkefna á kjörtíma-
bilinu. Áskorunin kom í kjöl-
far bréfs heilbrigðisfulltrúa þar
sem hann krefst lokunar skóla-
hússins þegar sterk norðanátt
er ríkjandi og sjávarstaða há.
Þá vellur skólp upp úr niður-
föllum á jarðhæð barnaskól-
ans, aðallega í íþróttaaðstöðu.
Björn Valdimarsson, bæjar-
stjóri, segir að áhersla verði
lögð á endurbætur, frekar en
að byggja nýtt skólahús.
Þráinn Sigurðsson, tæknifræð-
ingur bæjarins, er um þessar
mundir að hanna tillögur til
úrbóta í gamla skólahúsinu og
mun leggja þær fyrir nýja skóla-
nefnd Siglufjarðar til kynningar á
hennar næsta fundi.
Björn Valdimarsson sagði í
samtali við blaðið að sökum fjár-
skorts væri ekki raunhæft að
hefja byggingu nýs skólahúss fyr-
ir Grunnskóla Siglufjarðar. „Það
er verið að kanna hvort hægt sé
að fá fjármagn í nauðsynlegar
endurbætur á gamla skólahúsinu,
það er fyrst- og fremst vandamál-
ið,“ sagði Björn.
Björn sagði að það væri fleira
en skólplagnir sem þyrfti að laga
í skólahúsinu, það væru gluggar
og margt fleira. „Það eru ýmsir
svona hlutir sem við verðum að
fara að takast á við. Þegar fjár-
hagsstaðan batnar má svo fara að
tala um annað og meira,“ sagði
Björn. -bjb
Fjölgun gæsa er geigvænleg
- segir Sigurður Þórisson, bóndi á Grænavatni
„Eg er uppalinn hér í sveit og
hér hef ég búið alla mína tíð,“
sagði Sigurður Þórisson, bóndi
að Grænavatni. „Ég þekki mig
betur, en það nýja fólk sem
komið er í sveitina og þykist
allt vita betur. Fjölgun gæsa á
norðuröræfunum er vegna
flótta frá athafnasvæðum á
Heilbrigðiseftirlit:
Alfreð til starfa í Ejjafirði
Staða framkvæmdastjóra heil-
brigðiseftirlits Norðurlands
eystra hefur verið auglýst laus
til umsóknar. Alfreð Schiöth,
sem gegnt hefur starfinu frá 1.
maí 1986, hefur verið ráðinn til
starfa hjá heilbrigðiseftirliti
llafur H. Oddsson, héraðs-
læknir, segir að nokkrar fyrir-
spurnir hafi komið varðandi starf
framkvæmdastjóra heilbrigðiseft-
irlits Norðurlands eystra en engin
umsókn borist enn. Umsóknar-
frestur rennur út þann 1. júlí.
Staða sú sem Alfreð tekur við
hjá embætti heilbrigðisfulltrúa
Eyjafjarðar er í raun ný. Hingað
til hefur verið starfandi einn full-
trúi fyrir allt svæðið og á álags-
tímum hafa verið ráðnir starfs-
menn tímabundið. Með ráðningu
Alfreðs verða heilbrigðisfulltrú-
arnir tveir en Valdimar Brynj-
ólfsson veitir skrifstofunni áfram
forstöðu JÓH
Slasaður sjómaður til Sigluíjarðar
Snemma í gærmorgun kom
rækjuskipið Arney KE með
slasaðan sjómann til Siglu-
fjarðar. Hann var lagður inn á
sjúkrahúsið á Siglufirði og
reyndist vera rófubeinsbrotinn.
Slysið bar að með þeim hætti
að maðurinn, sem er 2. vélstjóri á
skipinu, var að fara af millidekki
niður í lest en missti fótanpa og
datt á krók sem heldur stiga nið-
ur í lestina. Haldið var með hann
til hafnar og kom skipið til Siglu-
fjarðar um kl. 8 í gærmorgun.
Hann liggur nú á sjúkrahúsinu á
Siglufirði.
Arney KE var á veiðum á
rækjuslóðinni fyrir Norðurlandi
þegar slysið varð. JÓH
suðuröræfum og ágangurinn er
svo mikill að hægt er að líkja
þessu við engisprettufarald-
ur.“
„Aukning gæsa er geigvænleg
og gróðureyðing af völdum henn-
ar einnig. Ekki veit ég hvað mörg
egg voru tekin í Krókárbotnum
og í raun skiptir það ekki máli,
en að mínu viti væri eðlilegra að
nýta varpið á sama hátt og eyja-
bændur nýta varp sjófugla. Þegar
búið er að gefa út tilskipun um að
gæsavarpið skuli vera friðað,
verðum við að leita eftir varpinu
á annan hátt. Við verðum að fá
leyfi til að nytja það og því lét ég
Þórodd hjá Náttúruverndarráði
vita af fyrirhugaðri ferð í varpið.
Ég hef ekkert leyfi til að kæra.
Það er ekkert varið í að brjóta
lög aðeins til að brjóta þau, eins
og sumir halda. Við þurfum á
náttúruvernd að halda og að
taka egg undan gæsinni er vissu-
lega hluti náttúruverndar. Þegar
svo er komið að gæsin er um allt,
henni hefur fjölgað úr 20.000
fuglum í 130.000 fugla á norður-
svæðinu, þá er þetta orðið vanda-
mál vegna gróðureyðingar. Nátt-
úruverndarráð' ætti að beita sér
fyrir reglum um nýtingu gæsa-
varps á íslandi í samvinnu við
landeigendur," sagði Sigurður
bóndi á Grænavatni. ój
Rásin á Fiðlaraþaki
Rás 2 fékk sannkallaða sólar-
útrás í gær á svölum veitinga-
hússins Fiðlarans á Akureyri.
Þau Margrét Blöndal og Stefán
Jón Hafstein voru við stjórnvöl-
inn, fengu til sín gesti og spjöll-
uðu við fólk um veðurblíðuna
og mannlífið. Veðurblíðan var
mikil og margir notuðu tækifær-
ið til sólbaða. Ljósmyndari
Dags heilsaði upp á þau Stefán
og Margréti í sólarútsending-
unni.