Dagur - 04.07.1990, Blaðsíða 1
Óánægja hestamanna vegna hrossadóma
fyrir landsmót:
„Þetta er múgæsingur“
- segir Kristinn Hugason
„Heyrðu félagi! Sérðu nokkurs staðar bregða fyrir síliskríli?“
„Nei, því er nú ver. Það er ekkert hægt að sjá fyrir þessu andsk. sælöðri. Prófum aðeins utar.“
„Allt í lagi. Eg veðja tveimur sílum upp á að ég verð á undan að fínna eitthvað ætilegt.“
„lek því.“ Mynd: KL
Aðalfundur Miklalax hf. fyrir 1989:
Hagnaður nam 4,5 imlljónum króna
Nokkurrar óánægju gætti
meðal sumra hcstamanna
vegna úrtöku hesta á Lands-
mótið á Vindheimamelum og
þeirra dóma sem þeir fengu.
Vitað er um fundahöld víðs
vegar um landið vegna þessa
en Degi er ekki kunnugt um
neinar róttækar niðurstöður af
þeim fundum. Uppi voru hug-
myndir um að fá nýja dómara
fyrir landsmótið, en að sögn
Kristins Hugasonar, eins af
dómurunum, verða engar
breytingar, enda eru þeir þre-
Beint flug á milli
Ziirich og Akureyrar:
Fyrsta vélin
kemur í kvöld
- sérstök móttökuhöfn
verður á Akureyrar-
ílugvelli
I kvöld um kl. 23.30 lendir
fyrsta vélin af sjö sem fljúga
munu beint á milli Zúrich í
Sviss og Akureyrar í sumar.
Um 150 manns koma til Akur-
eyrar í þessari fyrstu ferð og á
m.a. þeirra eru fjölmiðlafólk frá
Sviss, starfsfólk svissneskra
ferðaskrifstofa, Beat Isley for-
stjóri Saga reisen og Helena
Dejak hjá ferðaskrifstofunni
Nonna hf. á Akureyri, sem
standa fyrir þessum ferðum.
Á Akureyrarflugvelli verður
sérstök móttaka í kvöld vegna
komu fyrstu vélarinnar. Auk þess
sem boðið verður upp á veiting-
ar, munu bæjarstjórinn á Akur-
eyri og forseti bæjarstjórnar taka
á móti farþegunum, konur í
íslenskum þjóðbúningum verða í
móttökuhópnum og lúðrasveit
leikur nokkur lög. -KK
Landsmót hestamanna á Vind-
heimamelum hófst í gær í
sannkölluðu skagfirsku blíð-
viðri. Sólin skein í heiði og
mildur andvari bærði hár
manna og fáka. Gestum fjölg-
ar stöðugt og voru komnir á
þriðja þúsundið seinni partinn
í gær.
Mikið af útlendingum er kom-
ið á svæðið og eru það Þjóðverjar
sem þar eru í miklum meirihluta.
Allt hefur gengið vel fyrir sig og
að sögn lögreglu er umferðar-
hraði réttum megin við rauða
strikið og engin óhöpp hafa
orðið.
í gær var byrjað á dómum kyn-
bótahrossa og voru það af-
kvæmahross sem fyrst fóru fyrir
dóm. Engin úrslit yer,ða samt birt
úr því fyrr en öllum kýnbótadóm-
um verður lokið á fimmtudag.
í dag hófst framhald á dómum
kynbótahrossa klukkan 9.00 og
menningar mættir á lands-
mótið að dæma; Kristinn,
Þorkell Bjarnason og Víkingur
Gunnarsson.
Kristinn sagðist ekki skilja
þessa óánægju hestamanna. „Við
höfum ekki verið að leggja eyrun
við hlustir og ekki mætt á neinn
af þessum fundum. Við erum
hissa á þessum látum,“ sagði
Kristinn.
Kristinn og Þorkell fóru um
landið að dæma kynbótahross á
Landsmót hestamanna og á
inörgum stöðum var Víkingur
Gunnarsson með þeim. „Það er
mjög mikill fengur að því að sem
fæstir komi nálægt dómunum. Þá
verður langt um meiri samhæfni
og öryggi í dómstörfunum,"
sagði Kristinn.
Kristinn sagði að alltaf væri
eitthvað um óánægju hjá hesta-
mönnum vegna hrossadóma,
enda verið mjög viðkvæmt mál í
gegnum tíðina. „Því miður er
ákaflega mikið um óraunsæi í
mati á eigin gripum hjá fólki. Það
vantar mikið á það mjög víða að
menn geti litið af raunsæi á eigin
ræktun eða hross sem þeir eru
með í þjálfun,“ sagði Kristinn.
Aðspurður um mögulegar
skýringar á þessum látum sagði
Kristinn að ákveðnir nefndar-
menn innan Félags hrossabænda
hafi verið samnefnarar fyrir
óánægjuna og því borið meira á
málinu. „Þetta er múgæsingur og
upphlaup í algjöru ósamræmi við
það sem raunveruleikinn býður
upp á því við höfum rannsakað
dómana okkar í vor og niður-
stöður eru mjög jákvæðar fyrir
dómstörfin," sagði Kristinn að
lokum.
Þessi óánægja virðist því hafa
lognast útaf í bili, því þeir
Kristinn, Þorkell og Víkingur eru
byrjaðir að dæma á Melunum
þessa dagana. -bjb
er það B-flokkur gæðinga, stóð-
hestar og hryssur, sem dómarar
og áhorfendur skoða fram til
klukkan 19.30. SBG
ur fariö mjög vel af stað og
fyrstu 12 veiðidagana, frá 18.-
30. júní, komu alls 75 laxar á
land. Þetta eru vænir fiskar því
meðalþyngdin er 11-12 pund á
þessu tímabili og stærsti laxinn
19 pund.
Veiðin hófst með 12 punda
flugulaxi, sem þykir óvenjulegt,
en það var Sigurður V. Sig-
mundsson sem fékk hann á Þing-
eýing. Alls veiddust Jolf laxar
fyrsta veiðidaginn. Stærsti fiskur-
inn sem veiðst hefur á tímabilinu
er 19 punda hængur sem Helgi
Aðalfundur Miklalax hf. í
Fljótum fyrir árið 1989 var
haldinn fyrir skömmu. Þar
kom fram að hagnaður af eig-
inlegum rekstri var upp á 4,5
Á hlandblautum gangstéttum
með ammoníaksþefinn í vitun-
, um röltir fólk um miðbæ
Akureyrar eftir dansleik.
Eitthvað á þessa leið lýsa sjón-
arvottar ástandinu í Miðbæn-
um um helgar en salernismál
hafa mikið verið til umræðu á
Akureyri eftir að athvarfí fólks
í spreng var lokað, en það var
um árabil í húsakynnum undir
Við Skjálfandafljót eru sex
stangir í gangi. Það virðist mikil!
fiskur í ánni og hefur lax einnig
veiðst á silungasvæðinu.
Jóhann Sigurðsson, stjórnar-
maður í Laxmönnum, veiðifélag-
inu sem er með ána á leigu, sagði
að þessar tölur ættu við A-deild-
ina enda laxinn ekki kominn á
efra svæðið, en hann hefur þó
sést í torfum á leið þangað. Hann
sagði að veiðin í Skjálfandafljóti
lofaði vissulega góðu en ómögu-
legt væri að spá um framhaldið.
SS
- af eiginlegum rekstri
milljónir króna, sem er að
mestu hrognasala fyrirtækisins
til Chile. Birgðir af físki, þ.e.
seiði og matfískur, voru metn-
ar um síðustu áramót á 115
kirkjutröppunum.
Þeir sem láta sig ferðamál ein-
hverju skipta hafa lýst áhyggjum
sínum vegna skorts á salernis-
aðstöðu á Akureyri. Almennings-
salerninu var lokað fyrir um
tveimur árum, ferðamönnum
sem bæjarbúum til óþæginda, að
sögn margra.
Dagur leitaði til Valgarðs
Baldvinssonar, bæjarritara, og
sagði hann að ákveðið hefði verið
að loka almenningssalerninu
m.a, vegna þess hve það var lítið
notað. I staðinn var ákveðið að
gefa fólki kost á að létta á sér í
Umferðarmiðstöðinni í Hafnar-
stræti og þar er hægt að komast á
salerni á opnunartíma stöðvar-
innar.
Eigendur verslana og veitinga-
húsa hafa kvartað yfir ágangi
fólks sem kemur á þessa staði í
aðeins einum tilgangi; að fá að
skreppa á salernið.
Valgarður sagði að ekki væru á
döfinni neinar breytingar af
hálfu bæjarstjórnar á skipan sal-
ernismála í Miðbænum, en hann
sagði jafnframt að það væri ekki
skref fram á við ef fólk þyrfti
að leita í húsasund eða á
veitingahús í þessum sérstaka til-
gangi. SS
núlljónir, sem er hlutfall af
tryggingarverðmæti. Fastafjár-
munir voru metnir á 420 millj-
ónir króna. Eigið fé Miklalax
var 106 milljónir um áramótin,
þannig að skuldirnar námu 314
inilljónum króna eftir síðasta
ár.
Árið í ár er fyrsta eiginlega
re' strarárið hjá Miklalaxi, því þá
fei fram bæði sala og framleiðsla.
„l egar við skoðum tölur frá
1990, þá munum við fyrst sjá
hvað er að gerast,“ sagði Reynir
P; isson, framkvæmdastjóri
M klalax, í samtali við blaðið, og
b; ti við: „Fyrstu þrjú árin er
eipgöngu um útlát að ræða. Það
te ur 2-3 ár að mynda þessa eign
í liskinum og hann er ekki sölu-
vara fyrr en á þriðja eða fjórða
ári. Þá fyrst hefst eiginlegur
rekstur og hann hefst í ár hjá
okkur.“
Tryggingarverðmæti fisksins
hjá Miklalaxi í dag er komið í 200
milljónir króna. Miklalaxmenn
eru byrjaðir að selja fisk og sagði
Reynir að mikil eftirspurn væri
eftir laxi, aðallega í Bandaríkjun-
um, en einnig væri nokkur eftir-
spurn í Frakklandi. Þangað seldi
Miklilax fyrst en hærra verð fæst
hins vegar fyrir fiskinn í Banda-
ríkjunum, allt að 420 krónur
fyrir kílóið.
Slátrun hefur gengið vel hjá
Miklalaxi og í dag er búið að
slátra 30-35 tonnum. Um næstu
áramót er gert ráð fyrir að búið
verði að slátra 280 tonnum af
laxi. Aðstaðan hjá Miklalax leyf-
ir 800 tonna ársframleiðslu og
sagði Reynir Pálsson að mark-
miðið væri að nálgast það magn á
næsta ári og ná því alveg árið
1992. -bjb
Sólin skín á landsmóti
- á þriðja þúsund gesta
Salernismál Akureyrar:
„Ekki skref fram á við“
- segir bæjarritari um stöðu mála í dag