Dagur - 04.07.1990, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 4. júlí 1990 - DAGUR - 11
fþróttir
Stórsigur Reynismanna
Reynismenn unnu stóran sigur
á BÍ í 3. deildinni í knattspyrnu
í fyrrakvöld. Reynismenn léku
á heimavelli og sigruöu meö
fjórum mörkum gegn engu.
Þeir léku gegn vindi í fyrri
hálfleik og skoruðu eitt mark
en bættu þremur við í þeim
síðari.
Óhætt er að segja að Reynis-
menn hafi átt sigurinn skilinn.
Þeir léku betur og nýttu færin en
voru líka heppnir að fá ekki á sig
mark í fyrri hálfleik þegar ísfirð-
ingar skutu í stöng. Mörk Reynis
skoruðu Garðar Níelsson 2, Páll
Gíslason og Þórarinn Arnason.
Á Húsavík áttust við Völsung-
ar og Haukar. Sunnanmenn léku
betur í leiknum en það voru
heimamenn sem skoruðu fyrsta
markið þegar Sveinn Freysson
sendi boltann í netið eftir auka-
spyrnu. Guðjón Guðmundsson
jafnaði fyrir Hauka úr víti og
kom þeim síðar yfir í leiknum en
undir lokin jafnaði Ásmundur
Arnarsson leikinn. Eins og áður
segir voru Haukarnir nær sigri í
leiknum en leikurinn í heild var
vel leikinn.
Einherjamenn máttu kallast
góðir að sleppa með jafntefli á
mótti Þrótti frá Neskaupstað. í
fyrri hálfleik tóku Einherjamenn
þó forystuna með mörkum Gísla
Davíðssonar og Arnars Gests-
sonar en strax á upphafsmínútum
síðari hálfleiks minnkuðu Þrótt-
arar muninn og jöfnuðu því næst
fáum mínútum síðar. Undir
miðjan hálfleikinn gerði Ólafur
Viggósson sitt þriðja mark fyrir
Þrótt en Örnólfur Öddsson jafn-
aði í lokin fyrir Einherja. JÓH
Landskeppnin í frjálsum íþróttum:
Birgitta og Sigurður
köstuðu lengst
Sigurður Matthíasson spjót-
kastari úr UMSE og Birgitta
Guðjónsdóttir úr Reyni sigr-
uðu bæði í sínum greinum í
landskeppninni í frjálsum
íþróttum milli íslendinga,
Skota og íra sem lauk í fyrra-
kvöld.
Akureyri:
Teimismót um helgina
Næstkomandi laugardag fer
fram tennismót á Akureyri.
Þetta mót er liður í dagskrá
ISI-hátíðarinnar.
Fastur kjarni manna á Akur-
eyri stundar þessa íþrótt en auk
þess eru margir sem spila tennis
sjaldnar. Þetta er í fyrsta skipti
sem keppni fer fram í þessari
íþrótt á Ákureyri og er óhætt að
hvetja sem flesta til að vera með.
Mótið hefst kl. 10 á laugardag.
Tekið er á móti skráningum hjá
Einari Jóni Einarssyni í síma
22616. JÓH
Frjálsar íþróttir:
Sigurður sló
Akureyraraiet
Sigurður P. Sigmundsson setti
nýtt Akureyrarmet í 5000 m
hlaupi en hann keppti sem
gestur í landskeppni íslands,
Irlands og Skotlands í frjálsum
íþróttum. Sigurður er í góðu
formi þessa dagana og er þetta
besti árangur hans í 5000 m
hlaupi síðan 1986.
Sigurður hljóp 5000 m á
15:20,7 mín en gamla metið var
15:30,05 mín. sett af Jóni Stefáns-
syni í Bandaríkjunum í vor.
Sigurður, líkt og margir aðrir
frjálsíþróttamenn, æfir af kappi
þessa dagana fyrir Landsmót
UMFÍ í Mosfellsbæ um miðjan
mánuðinn og segist hann stefna á
að vera kominn í sitt besta form
þá. JÓH
Sigurður P. Sigmundsson.
Sigurður kastaði lengst kepp-
enda í spjótkastinu eða 78,04 m.
Sigurður var nokkuð frá sínu
besta en hann fékk litla keppni á
mótinu.
Birgitta Guðjónsdóttir varpaði
kúlunni 11,85 m og hreppti fyrsta
sætið í kúluvarpinu. írska stúlkan
L. Shaw varð önnur með 11,64 m
en í þriðja sæti varð Bryndfs
Guðnadóttir sem kastaði 11,59
m.
Birgitta sigraði einnig í spjót-
kastinu þar sem hún kastaði
43,98 m. Næstar henni í spótkast-
keppninni komu írsku stúlkurnar
M. Real með 43,52 m og D.
Shakespeare með 42,78 m.
í þessari keppni keppti Dalvík-
ingurinn Þóra Einarsdóttir einnig
og náði hún öðru sæti í hástökki.
Þórs fór yfir 1,75 m sem er góður
persónulegur árangur hennar.
Skotar sigruðu í landskeppn-
inni með 141 stig, írland varð í
öðru sæti með 136,90 stig og
íslendingar í þriðja með 126,17
stig. JÓH
Bogfiinimeistari
Gunnlaugur Björnsson, Islandsmeistari í bogfimi, sigraði í bogfimi-
móti sem haldið var í Reykjavík um síðustu helgi í tengslum við
ÍSÍ-hátíðina. Tólf keppendur tóku þátt í mótinu og var keppt í opn-
um flokki. Gunnlaugur sigraði á meistaramóti í bogfimi í vetur en
hefur ekki getað skotið að undanförnu vegna meiðsla en sigraði
samt sem áður á mótinu um helgina og sýndi hve sterkur hann er í
þessari grein. JÓH
Handknattleiksdeild KA:
Tilboð um erlenda
leikmenn í athugun
„Við erum að kanna ýmis mál,
bæði erlendis og innanlands og
línur fara að skýrast eftir næstu
helgi,“ sagði Einar Jóhanns-
son, formaður handknattleiks-
deiidar KA um leikmannamál
fyrir næsta vetur.
KA hefur fengið tilboð unt
leikmenn frá Tékkoslóvakíu og
Sovétríkjunum sem eru í athug-
iun. Félagið hefur tíma til næstu
mánaðamóta að fá til sín erlend-
an leikmann en hins vegar þarf
að ganga félagaskiptum innan-
Landsmót UMFÍ:
/ •
Landsmót UMFÍ hefst eftir
röska viku og er búist við að
um 3000 keppendur taki þátt
í mótinu. Mótið fer fram á
nýjum frjálsíþróttavelii í
Mosfellsbæ og verður sett við
hátíðiega athöfn þann 13. júlí
n.k. Þetta er 20. Landsmót
Margar nýjar íþróttagreinar
veróa á Landsmótinu s.s. þrí-
þraut, hestaíþróttir, pönnu-
kökubakstur, tennis og ruðn-
ingsbolti. Gríðarlegur áhugi er
hjá íþróttafólki vítt um landið
að taka þátt í mótinu. Sem
dæmi ntá nefna að vegna þessa
mikla áhuga og mikillar þátt-
töku hefur þurft að endurskoða
tímaseðilinn í frjálsum íþrótt-
um.
fjölmargar nýjar íþróttagreinar á 20. landsmóti UMFÍ
Landsmót ungmennafélag-
anna eru ekki aðeins íþrótta-
keppni heldur og samkomur þar
sem þúsundir ungmenna og
félagsmálafrömuða koma sam-
an í leik og skemmtun. Auk
íþróttakeppninnar verður boðiö
upp á fjölmörg skemmtiatriði,
bæði samhliða íþróttakcppninni
og á hverju kvöldi sem Lands-
mótið stendur yfir.
Fimmtudagskvöldið 12. júlí
verður rokkhátíð meö 4 helstu
hljómsveitum landsins í stórri
skemmu sem Landsmótsnefnd
hefur fengið afnot af hjá Ála-
fossi. Þar koma fram hljóm-
sveitirnar Stjórnin, Sálin hans
Jóns míns, Síðan skein sól og
Ný dönsk. Á föstudag, laugar-
dag og sunnudag leikur Stjórnin
fyrir dansi í sama húsi. Hinn
hluti Evróvisionliðsins, þ.e.
Hörður G. Ólafsson og hljóm-
sveitin Styrming leika fyrir
dansi í Hlégarði á föstudag og
laugardag. Væntanleg er hljóð-
snælda með einkennislagi
Landsmótsins sem Jóhann G.
hefur samið og er í flutningi
Stjórnarinnar.
Setningarathöfnin verður
föstudaginn 13. júlí kl. 20.00 og
hefur verið samið við Ríkissjón-
varpið um beina útsendingu frá
þessum viðburðí, svo og keppn-
inni sjálfri.
Aðalstyrktaraðilar mótsins
eru Vífilfell, Mjólkurdags-
nefnd, Olíufélagið og heilbrigð-
isráðuneytið. JÓH
lands fyrir miðjan þennan mánuð
og segist Einar eiga von á að eftir
helgina verði gengið frá samning-
Leikmannamál handknattleiksliðs
KA skýrast á næstunni.
um við innlendan leikmann. Ein-
ar vill ekki á þessu stigi upplýsa
um hvern er að ræða.
Einar segir að ekki sé loku
fyrir það skotið að fyrir næsta
vetur gangi nýr innlendur
leikmaður til liðs við KA og einn
erlendur. Næstu vikur leiði þessi
mál í ljós.
Einar segir að enn sem komið
er hafi enginn af leikmönnum
KA beðið um leikmannaskipti.
Óvissa hefur ríkt um að Axel
Stefánsson markvörður og
hornamaðurinn Sigurpáll Árni
Aðalsteinsson verði með í vetur
þar sem þeir hyggja báðir á
skólavist sunnan heiða en í þenn-
an hluta leikntannamála KÁ fæst
einnig botn á næstu dögum.
JÓH
ÍSÍ-hátíðin:
Tryggvi sigraði
í ljftingunum
Ungir lyftingamenn frá Akur-
eyri tóku þátt í móti í tengslum
viö íþróttahátíö ÍSÍ um helg-
ina. Óhætt er að segja að
árangur unglinganna á mótinu
hafi verið góður og sýnir að vel
er að þessum málum staði
Tryggvi Heimisson vann stiga-
keppni unglinga. Hann lyfti 105
kílóum í snörun og jafnhenti 125
kílóum. í öðru sæti varð annar
norðlenskur keppandi, Snorri
Arnaldsson en hann snaraði 85
kílóum og jafnhenti 100 kílóurn.
í fimmta sæti hafnaði Akureyr-
ingurinn Snorri Óttarsson sem
snaraði 60 kílóum og jafnhenti 75
kílóum.
Einnig var keppt í stigakeppni
fullorðinna en sem áður segir var
árangur Tryggva sá besti meðal
unglinganna. Heildarstigakeppn-
ina unnu KR-ingar.
Þessir keppendur æfa nú af
kappi fyrir Norðurlandamótið
sem fram fer í haust. JÓH